Morgunblaðið - 19.04.1990, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990
55 .
i
i
I
i
I
j
i
(
<
(
Músíktilraunir:
Nabblastrengir
og Frímann
ANNAÐ tilraunakvöld Músíktil-
rauna Tónabæjar og Rásar 2 var
haldið á skírdag. Þá kepptu fímm
hljómsveitir um þátttökurétt í
úrslitakvöldinu 20. apríl nk.
Rokksveitin Nabblastrengir úr
Ha&iarfírði sigraði nokkuð ör-
ugglega og Frímann af Akranesi
varð í öðru sæti.
Fyrsta sveit á svið var Við erum
menn úr Borgarnesi. Einhveijar
mannabreytingar virðast hafa orðið
í sveitinni rétt áður en á hólminn
var komið, en sveitarmeðlimir létu
það ekki á sig fá og tóku þátt þrátt
fyrir það. Sér til aðstoðar fengu
þeir fyrrum liðsmann annarrar Bor-
garnessveitar, Túrbó, sem nú leikur
með Júpíters, og lék hann á hljóm-
borð og bassa. Ekki dugði það sveit-
inni til að ná áfram, því ýmislegt
var athugavert við lagasmíðar og
útsetningar. Næsta sveit, The Evil
Pizza Delivery Boys, var einnig úr
Borgarnesi. Fyrsta lag þeirrar
sveitar var einkennilegur grautur,
sem ekki var gott að átta sig á.
Annað lagið var nokkuð skárra, en
tvö síðustu lög sveitarinnar voru
skemmtileg og það þriðja,
reggí/rokklag, var snjallt. Þriðja
sveit á svið, Nabblastrengir, var
þétt og státaði af góðum lögum og
framúrskarandi söngvara. Hún
sigraði nokkuð örugglega, efns og
áður sagði. Fjórða sveitin, Frímann,
varð í öðru sæti, enda stóð sveitin
sig ágætlega og söngkona sveitar-
innar verður að teljast vel efnileg.
Lokasveit kvöldsins, Hrói höttur og
munkarnir, var ekki beysin, enda
vantaði allmikið á útsetningar og
samæfingu sveitarmanna. Ekki er
þó vert fyrir þá að örvænta, því
sveitin getur náð árangri með
tímanum.
Næsta tilraunakvöld verður
næstkomandi fimmtudag og síðan
úrslit á föstudag, en þegar hafa
sveitirnar Sérsveitin, Strigaskór nr.
42, Ber að ofan, Nabblastrengir og
Frímann unnið sér rétt til að spila
það kvöld.
Samantekt Árni Matthíasson.
Hrói höttur og munkarnir.
Nabblastrengir, öruggir sigur vegarar.
Við erum menn.
Frímann, í öðru sæti. Ljósmynd/Bjorg Sveinsdóttir
IUu pizzasendlarnir.
Sérverslun með ýmis konar kynja-krydd og
seiðmagnaðar sósur frá hinum framandi löndum Asíu
H A-LISTI Jafnaðarmanna bor-
inn fram við kosningar til næstu
bæjarstjórnarkosninga á Húsavík
er þannig skipaður: 1. Jón Ásberg
Salomonsson, bæjarfulltrúi, 2.
Guðrún Kristinsdóttir, íþrótta-
kennari, 3. Björn Olgeirsson, mál-
arameistari, 4. Haraldur Helga-
son, iðnrekstrarfræðingur, 5.
Þorgrímur Sigurjónsson, bif-
reiðastjóri, 6. Helga Gunnarsdótt-
ir, verkamaður, 7. Árni Grétar
Árnason, rafvirki, 8. Pálmi Björn
Jakobsson, kennari, 9. Dóra Fjóla
Guðmundsdóttir, fóstra, 10. Guð-
mundur A. Aðalsteinsson, sjó-
maður, 11. Elfa Björk Jóhanns-
dóttir, þroskaþjálfi, 12. Viðar
Eiríksson, skipstjóri, 13. Helga
Kristinsdóttir, bankamaður, 14.
Magnús Andrésson, sjómaður, 15.
Geirfinnur Svavarsson, verka-
maður, 16. Kristjana Benedikts-
dóttir, húsfrú, 17. Halldór Þor-
grímsson, verkamaður, 18. Guð-
rún Kr. Jóhannsdóttir, bæjarfull-
trúi.
- Fréttaritari
Chinkiang vínedik, Fiski sósur
Sambal Ikan Billis (Sterk sósa)
Karry sósur (Huang Lung), Karry sósur (gravy)
HOI SIN sósa ( Mee Chun) Ostru sósur (Huang Lung)
Assam Tamanrinde, Sambel Oelek,Tai Shan Noodle
Szechuan pipar, Wasabi, Lemon grass, Tempura
Laugavegur lOb.
BINGO!
Hefst kl. 19.30 í kvöld
Aðalvinninqur að verðmæti
________100 bús. kr._______
Heildarverðmæti vinninqa um
300 þús. kr,
Íí
TEMPLARAHÖLLIN
Eiríksgötu 5 — S. 20010
E.B.NÝRDAGUR