Morgunblaðið - 19.04.1990, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 19. APRIL 1990
um dálitið af bensíni?
Með
morgunkafiinu
Þetta minnir óneitanlega á
daginn sem þú ætlaðir sjálf-
ur að gera við lekann í eld-
húsinu heima ...
Hverjum þykir sinn fttgl fegurstur
Eftir að ég hitti þig
hafði heimurinn annan hljóm
og fegurri litatón.
— Þýtt brot úr litháískum söng-
texta —.
„Hveijum þykir sinn fugl fegurst-
ur“, en líkiega er litháíska fegursta
þjóðtunga í Evrópu. Lettneska er
skylt tungumál, en meira breytt.
Eistlendingar tala finnska deili-
tungu. Finnska málsvæðið er stærra
en Finnlandi nemur, því auk Eist-
lands, var Austur (rússneska) Karel-
ía, einnig hluti af því. Hvítrússar og
Litháar voru upphaflega sama þjóð-
in, en þeir fyrrnefrtdu tóku að tala
rússnesku fyrir nokkrum öldum.
Bæði Hvítrússar og Pólveijar ágirn-
ast litháísku höfuðborgina Vilnius,
enda er saga þessara þriggja þjóða
mjög saman fléttuð.
Raunasaga Eystrasaltsríkja hófst
þegar galgopi á konungsstóli í Stokk-
hólmi, Karl 12., fór í stríð gegn
Pétri mikla og rússneska vetrinum.
Pétur mikli let senda Eistlendinga í
námuþrælkun og þar var elli ekki
banamein manna. Hlé varð á ógnar-
stjórn í ríkjunum þrem 1918 til
1940, en lýðræðislega kjörin stjórn
hélst þó aðeins í Eystlandi. Kosnin-
gaúrslit ákveðin af Iosif Djugasvili
Stalin, leynilögregla Lavremti Beria
og vélbyssur Rauða hersins bundu
endi á sjálfstæði þessara ríkja. Ekk-
ert vestrænna ríkja viðurkenndi nið-
urstöðu þessara kosninga, að þriðja
ríki Adolfs Hitlers undanskildu.
Japanska keisaradæmið á vafa-
sama fortíð gagnvart stríðsrekstri
Japana í seinni heimsstyijöld. Hafa
Japanir verið Þjóðveijum duglegri
við að falsa sögu sína eftir á með
tiltekin atriði eins og hryðjuverk í
hernumdum löndum. „Abels blóð“
Ainóa fyrir þjóðar á Japanseyjum
hrópar til himins. „Pjatt“ þrifnaði
Japana er við brugðið, einstaklingur
þvær hendur sínar svo oft á dag, að
nemur tveggja stafa tölu. Samt eru
Japanir mestu sóðar sem veraldar-
sagan greinir frá. Á Honshuey er
ekki unnt að ala upp kálfa heima-
fædda, vegna geigvænlegrar um-
hverfismengunar. Hver og einn getur
getið sér til um hollustu landbún-
aðarafurða og sjávarafurða frá
Honshu.
Karen Gestsdóttir hringdi til Velvak-
anda og vildi koma eftirfarandi á
framfæri, taldi þar fara orð í tíma
töluð: -Við hjónin seldum húsið okk-
ar um daginn sem ekki telst i frásög-
ur færandi, en þær innheimtur sem
á okkur voru lagðar frá hendi fast-
eignasölunnar Gimli voru þess eðlis
að ég vil í kjölfarið brýna fyrir fólki
að gera sér grein fyrir öllum hliðum
mála þegar það selur eignir sínar.
Skal þetta nú útskýrt:
Húsið var í sölu í um það bil 9
mánuði áður en það seldist fyrir 9,5
milljónir. Þegar gengið var frá öllu
saman og reiknivélarnar fóru að tifa
kom sitthvað á strimlana. Við greidd-
um t.d. 142.000 krónur í sölulaun,
sem var 1,5 prósent af söluverði.
Virðisaukaskattur af þessu var kr.
34.913. Látum það nú vera, sölulaun-
in eru ekki óeðlileg, en sú upphæð
Sjálfsvígatíðni barna er hin hæsta
í heiminum í Japan og ástæðan
óraunhæfar námskröfur sem gjörðar
eru til þeirra sem svo stafar af íjöl-
skyldumetnaði á villigötum. Samvi
skufangar eru í einkafangelsum í
Jaþan.
Óþarfí er að sóa fé íslenskra skatt-
borgara í reisu um hnött hálfan, að
þessu sinni. — Sendum forsetann til
Eistlands, Lettlands og Litháen.
Bjarni Valdimarsson
sem vorum rukkuð fyrir og greiddum
fyrir auglýsingar á húsinu reyndust
vera 90.130 krónur, þar af 17.736
í virðisaukaskatt. Aldrei var sagt
eitt einasta orð við okkur um auglýs-
ingagreiðslur, við það legg ég dreng-
skap minn að veði og þó að við hefð-
um ef til vill mátt vita að eitthvað
slíkt væri fyrir hendi fínnst mér for-
kastanlegt að greina okkur ekki frá
því um hvers lags upphæðir sé um
að ræða, sérstaklega þegar tíminn
er orðinn þetta langur. Þetta er
heilt parkettverð á nýju híbýli okkar
hjóna, samt var húsið okkar aldrei
auglýst neitt sérstaklega, aldrei
mynd, aldrei tekið út úr, það var
aðeins auglýst sem eitt af mörgum
í lista fasteignasölunnar. Af þessu
má sjá að fólk verður að vera á varð-
bergi þegar það selur eignir sínar.
Karen Gestsdóttir.
Hússeljandi greiddi
fasteignasölu 90.000
krónur í auglýsingar
ÓÁNÆGJA MEÐ ÓPERUNA
Kæri Velvakandi.
Ég er einn af þeim, sem stundað
hafa reglulega sýningar íslensku
óperunnar undanfarin ár. Líklega hef
ég ekki misst af nema einni eða
tveim uppfærslum og oftast nær hef
ég farið ánægður heim að sýningu
lokinni. Eitt er það þó sem hin
síðari ár hefur valdið mér vaxandi
gremju og nú svo mikilli, að ég hrein-
lega nenni ekki að sjá þá sýningu,
sem nú er á íjölum óperunnar. Þetta
óánægjuefni mitt er sú staðreynd,
að aðalhlutverk í öllum uppfærslum
virðast undantekningarlaust vera
frátekin fyrir sömu tvo söngvarana.
Svo góðir sem þeir eru, þá má of
mikið af öllu gera. Þessum ágætu
listamönnum er enginn greiði gerður
með því að láta þá sitja eina að þess-
um hiutverkum. Aðrir listamenn,
sem fyllilega geta sungið þessi hlut-
verk, en hafa miklu minni reynslu,
fara þannig á mis við mikilvægt
tækifæri til þess að öðlast þessa
reynslu. Þessi sérstæða hlutverka-
skipan í óperunni hefur áreiðanlega
fælt marga frá því að sækja sýning-
ar. Nýir söngvarar, sem koma fram
á sjónarsviðið geta haldið sína ein-
söngvaratónleika, ef til vill fengið
smáhlutverk í Óperunni, en síðan
ekki söguna meir, nema þeir komist
að erlendis. Hinir eldri verða að
þekkja sinn vitjunartíma, skilja það,
að hversu góðir sem þeir sjálfir eru,
þá mega þeir ekki sitja yfir hlut
annarra. Geri þeir það, verður afleið-
ingin sú, að óperuunnendur hætta
að nenna að koma til þess að sjá enn
einu sinni gömlu brýnin. Það er ekki
nóg, að hafa ljölbreytni í verkefnav-
ali, fjölbreytni verður einnig að ríkja
í hlutverkaskipanv
„Óperuunnandi"
HOGNI HREKKVISI
HAMN i-ÆÍ? PÓSTINN SlNN i'
SKAMMA RKRÓKIMM."
Víkverji skrifar
Víkverji fékk fyrir skömmu stað-
festingu á þeim illa grun að
hér á landi væri ekki allt gert sem
hægt er til að létta öldruðum ævi-
kvöldið, þegar hann fór með fullorð-
inni vinkonu sinni í Heyrnar- og
talmeinastöð íslands. Hún hafði
orðið fyrir því óhappi að bijóta
heyrnartækið sitt og hafði áhyggjur
af að þurfa að vera án þess um
páskana. Til allrar hamingju reynd-
ist unnt að gera við tækið, en til
að hafa vaðið fyrir neðan sig ákvað
konan að eignast annað tæki. Hún
fékk hins vegar þau svör, að biðin
eftir nýju tæki væri um eitt ár.
Skýringin væri sú, að fjárframlög
ríkisins til þessarar stofnunar
sinnar væru svo naum, að ekki
væri hægt að sinna eftirspurn.
Víkveiji hefur oftar en einu sinni
heyrt slíkar sögur, en átt bágt með
að trúa. Þrátt fyrir allan barlóminn
búa íslendingar við svo mikla vel-
sæld, að stjórnvöld ættu að sjá sóma
sinn í því að aldraðir þurfi ekki að
bíða von úr viti eftir nauðsynlegum
hjálpartækjum.
x x x
Kunningi Víkveija borðaði í
Grillinu á Hótel Sögu,
Bændahöllinni, fyrir skömmu. Hann
er ákaflega sólginn í osta, og þegar
spurt var hvort menn vildu eftir-
rétt, bað hann um ostabakka. Svo
einkennilega vildi til að ómögulegt
var að fá ostbita í eftirrétt og þótti
þessum kunningja Víkveija það ein-
kennilegt svo ekki sé meira sagt,
að í Bændahöllinni væri ekki til
ostur. Þegar landbúnaðarafurðirnar
eru ekki fáanlegar, ekki einu sinni
í þessu musteri bændastéttarinnar,
,,.er varla von að þær seljist.
xxx
Yíkveiji varð vitni að því, laug-
ardaginn fyrir páska, að kona
kom í verslun og óskaði eftir að
skila páskaeggi, sem hún hafði
keypt þar fyrr um daginn. Af-
greiðslustúlkan spurði um ástæðu
þessa og konan benti á, að hana
langaði lítið að borða ársgamalt
páskaegg. Og það stóð heima, á
umbúðum eggsins var framleiðslu-
árið, 1989, greinilega merkt. Af-
greiðslustúlkan maldaði dálítið í
móinn og sagði að öll eggin í versl-
uninni væru ársgömul. Konan sagði
að af svo gömlum eggjum væri
komið vont bragð og það bætti
ekki úr skák þó öll eggin væru
gömul. Við svo búið fékk hún eggið
sitt endurgreitt.
Víkveiji flýtti sér heim og leit á
merkingar á umbúðum eggjanna,
sem hann ætlaði að gefa ungum
vinum og ættingjum. Sér til mikillar
ánægju sá hann að þau voru öll
framleidd í ár. Eri hvað veldur því
að gömul egg eru seld í verslunum?
Er þar eingöngu verslununum um
að kenna, eða getur verið að verk-
smiðjur láti frá sér gamlar birgðir?
Verð þessara súkkulaðieggja er það
hátt, að fólk á að geta treyst því að
fá eins góða vöru og mögulegt er.