Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ iÞRorrm FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 63 KNATTSPYRNA / EVROPUMOTIN Amór og samherjar í úrslit KNATTSPYRNA / 1. DEILD Þorsteinn til FH Þorsteinn Bjarnason, sem hefur lengst af varið mark Keflvíkinga, gengur frá félagaskiptum í FH á morgun. „Við úrðum að hafa snör handtök vegna meiðsla Halldórs Halídórssonar og Þor- steinn er tilbúinn að hlaupa í skarðið,“ sagði Þórir Jónsson, formaður knatt- spyrnudeildar FH, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Eins og greint hefur verið frá meiddist fyrirliði FH í æfingaleik í Portúgal í síðustu viku og er óvíst hvenær hann getur byijað að æfa á ný, en ljóst er að hann getur ekki leikið næstu mánuði. Þorsteinn et- 33 ára og með leikreynd- ustu mönnum ÍBK, en að auki á hann 28 landsleiki að baki. Eyjamaðurinn Valþór Sigþórsson, sem hefur leikið með Suðurnesjaliðum á und- anfömum árum og síðast tneð Keflavík, hefur einnig ákveðið að skipta yfir Í_FH. Sennilegt er að hann taki leikstöðu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara, sent lotbrotnaði fyrir skömmu á gervignpjiiþ j ^Laugardal. , Oorsteinn Bjarnason ■:.,L.i;,iii.r.LLi.,u:La.L:.t„t_ ARNÓR Guðjohnsen og sam- herjar í Anderlecht leika til úr- slita gegn ítalska liðinu Samp- doria í Evrópukeppni bikarhafa í Gautaborg 9. maí. Anderlecht tryggði sérfarseðilinn með 1:0 sigri gegn Dinamo Búkarest í Rúmeníu í gærkvöldi, en belgiska liðið vann fyrri leikinn með sama mun. Anderlecht sigraði í keppninni 1976 og 1978, en tapaði í úrslitum 1977. Marco van der Linden gerði eina mark leiksins eftir skyndisókn, er stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik. Gestirn- ir fengu aðeins þtjú umtalsverð marktækifæri og átti Arnór eitt þeirra, en Bogdan Stelea, mark- vörður, varði vel gott skot hans. Mircea Lucescu, þjálfari heima- manna, var óánægður með hol- lenska dómarann. „Það er út í hött að Hollendingur dæmi svona leik með það í huga að þjálfari annars liðsins er Hollendingur og í liði hans eru hollenskir leikmenn. Við gerðum löglegt mark í fyrri hálf- leik, en það var ekki dæmt.“ Arnór lék allan leikinn og stóð sig vel. Hann byrjaði á miðjunni, en fór fljótlega í vörnina fyrir Griin, sem fór meiddur af velli á 12. mínútu, og bjargaði _ m.a. á marklínu. Hann er fyrsti íslending- urinn til að tryggja sér sæti í úrslit- um Evrópukeppni bikarhafa, en hefur áður leikið í úrslitum Eyrópu- keppni félagsliða. Það gerði Ásgeir Sigurvinsson einnig með Stuttgart í fyrra og hann var varamaður Iijá Bayern Múnchen í úrslitum meist- arakeppninnar 1982. Heimamenn sóttu stíft fyrstu mínúturnar; áttu þá m.a. skot í slá og tvívegis var bjargað frá þeim á marklínu. „Mótherjarnir eyddu of miklum krafti í fyrri hálfleik og það var okkar ián,“ sagði Aad de Mos, þjálfari Anderlecht. „En þeir skor- uðu ekki og leikmennirnir létu mót- lætið fara í skapið á sér.“ Sampdoria vann Mónakó 2;0 og leikur til úrslita í keppninni annað árið í röð — tapaði 2:0 fyrir Baree- lona í fyrra. „Verður erfitl“ Benfica gerði sér lítið fyrir, s% Marseille út úr meistarakeppninni og leikur gegn AC Mílanó, sem hefur titil að verja, í úrslitum. „Það verður erfitt, en allt getur gerst,“ sagði Sven Eriksson, þjálfari Benfica. „Við erum mjög ánægðir, en vorum heppnir að skora.“ Gerard Gili, þjálfari Frakkanna, sagði að Marseille hefði átt að gera út um úrslitin í fyrri leiknum. „Við vorum óheppnir, en ég óska Benfica alls hins besta.“ „Höfðum alK að vinna“- - sagði Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir sigur á Stjörnunni Arnór Guðjohnsen leikur með liði sínu í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Hann var einnig með Anderlecht árið 1984, er liðið tapaði gegn Tottenham í úrslitum Evrópukeppni félagsliða eftir vítaspyrnukeppni, en þá lauk báðum leikjunum með 1:1 jafntefli. ÚRSLIT Knattspyrna EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Undanúrslit, seinni leikir: B. Miinchen—AC Mílanó, ....2:1 (e. franil.) (Strunz 60., Mclnally 107. — Borgonovo 101.). Áhorfendur: 70.000. ■ AC Milanó vann fyrri leikinn 1:0 og fer í úrslil á markinu á útivelli. Benfica, Portúgal—Marseille, Frakkl..l:0 (Vata Garcia 84. —). Áhorfendur: 110.000. ■ Benfica í úrslit á markinu á útivelli. EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Undanúrslit, seinni leikir: Sampdoria, ftalíu—Mónakó, Frakkl. ...2:0 (Vierchowod 8., Attilio Lombardo 11.) Áhorfendur: 39.000. I Sampdoria vann 4:2 samanlagt. D. Búkarest, Rúmeniu—Anderlecht, ..0:1 f— Mark van der Linden 59.). Áhorfendur: 60.000. BAnderiecht vann 2:0 samanlagt. EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Undanúrslit, seinni leikur:- Köln, V-Þýskal.—Juventus, Ítalíu.0:0 Áhorfendur: 55.000. B Juventus vann 3:2 samanlagt. ENGLAND 1. deild: Arsenal — Liverpool............1:1 (Merson 41. — Barnes 86.). Áhorfendur: 33.395. 2. deild: Plymouth — Oldham..............2:0 (McCarthy 18. og 45.). Áhorfendun 8.146. SKOTLÁND Úrvalsdeild: Aberdeen — Dundee United.......1:0 VINÁTTULANDSLEIKIR Mexíkó—Kólombía................2:0 (Perea 2. sjálfsm., Pelaez 39.). Áhorfendur: 30.385. faémR FOLX ■ VIGNIR Baldursson, þjálfari 1. deildar liðsins SIF í Færeyjum, leitar nú að miðherja fyrir lið sitt. Markakóngur liðsins fótbrotnaði í æfingaleik í vikunni, og ætla Fær- eyingarnir að reyna að fá íslensk- an mann í staðinn, en með SIF hafa m.a. leikið Jóhannes Sigur- jónsson, Hjörtur Gíslason, Ágúst Hauksson og Stefán Stefánsson. ■ PÁLL Björnsson, markakóng- ur Grindvíkinga í knattspymu, missir líklega af meirihluta keppn- innar í 2. deild íslandsmótsins í sumar. Hann sleit liðbönd í ökkla í æfingaferð Grindvíkinga til Hannover. ■ JOE Nieuwendyk, sem gerði 45 mörk fyrir Calgary Flames í NHL-deildinni í íshokkí, var kall- aður til liðs við landslið Kanada ásamt þremur félögum sínum eftir að Los Angeles Kings hafði slegið Flames út úr úrslitakeppninni. Fé- lagrnir mættu í Sviss skömmu fyr- ir leik Kanada og Bandaríkjanna í HM, en Nieuwendyk meiddist á hné í byijun leiks — og tók fyrsta flug aftur heim! BARÁTTA Valsmanna og sigur- vilji færði þeim öruggan sigur á Stjörnunni, 24:20, og sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar. Valsmenn léku án þriggja lykil- manna en það var ekki að sjá að það kæmi að sök. Keppnis- skapið bætti það upp sem vantaði. Stjörnumenn voru hinsvegar langt frá sínu besta og engu líkara en að þeir héldu að sigurinn kæmi af sjálf u sér. Eg átti ekki von á sigri en ég hafði þó trú á að við gætum sigr- að,“ sagði Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals. „Við höfðum allt að vinna og HBBiBBB það var tnikið skap Logi Bergmann og barátta í liðinu. Eiðsson Það var frábært að skrífar sj4 hvernig strákam- ir komu inní liðið og hve vel við náðum samam." Vörn Vals og skynsamlegur sóknar- leikur lögðu grunninn að sigrinum. Finnur Jóhannsson, Ingi Rafn Jónsson og „sá gamli,“ Þorbjörn Jensson, voru mjög sterkir og Páll Guðnason góður í markinu í síðari hálfleik. í sókninni var leikið róiega og beðið eftir rétta tækifærinu. Þar voru Jakob Sigurðs- son og Valdimar Grímsson fremstir í flokki og Sigurjón Sigurðsson gerði mikilvæg mörk. „Þeir spiluðu eins og við gerðum gegn FH; börðust og lögðu síg meira fram. Ég veit ekki hvaft var að hjá okkur, en þetta var afar slakt,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, fyrirliði Stjörn- unnar. Skúli og Gylfi Birgisson voru bestir í liði Stjörnunnar. Aðrir voru ekki eins og þeir eiga að sér og liðið ætti að geta miklu betur. En Garðbæingar höfðu ekki baráttu í jafn ríkum mæli og Valsmenn og því fór sem fór. Mörk Síjörnunnar: Skúli Gunnsteinsson 6, Gylfi Birgisson 4, Sigurður Bjarnason 4, Axel Bjömsson 2, Einar Einarsson 2/1, Hafsteinn Bragason 1 og Patrekur Jóhannesson 1. Mörk Vals: Jakob Sigui'ðsson 5, Sigurjón Sig- urðsson 5, Finnur Jóhannsson 4, Valdimar Grimsson 4/3, Theódór Guðfmnsson 3 og Ingi Rafn Jónsson 3. Bjarki frábær - gerði 13 mörk þar af 10 í síðari hálfleik BJARKI Sigurðsson átti frábær- an leik fyrir Víking er hann skoraði 13 mörk, þar af 10 í síðari hálfleik, er lið hans sigr- aði ÍBV, 29:26, í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardals- höll í gærkvöldi. Víkingur hafði yfir f leikhléi, 13:10. Bjarki var óstöðvandi í síðari hálfleik og eins varði Hrafn Margeirsson mjög vel. Það var fyrst og fremst frammistaða þessara leikmanna sem skóp ValurB. sigur Víkinga. Það Jónatansson Var aðeins fyrsta skrifar stundarfjórðunginn sem jafnræði var á með liðunum, on síðan tóku Víking- ar frumkvæðið og létu það ekki af hendi eftir það. „Ég hef aldrei gert svona mörg mörk í meistaraflokki áður. Eg man eftir að hafa gert 16 mörk.með 2. , flokki. Það.er stórkostlegt .að vera kominn í úrslit eftir frebgrualaki gengi á Íslandsmótinu. Það viB meiri léttleiki yfír leik okkur en oft áður,“ sagði Bjarki Sigurðsson. Leikur liðanna var ekki í góður framan af en eftir að Víkingar fundu lyktina af bikarúrslitaleikn- um í síðari hálfleik sýndu þeir á sér nýja hlið. Það gekk bókstaflega allt upp hjá liðinu og Eyjamenn brotnuðu við mótlætið. Hjá Víkingum voru Bjarki og Hrafn, sem varði 17/2 skot, bestir. Birgir, Siggeir, Guðmundur og Ingi- mundur áttu þokkalegan leik. Hjá ÍBV var Hilmar bestur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sigurður Friðriksson og Þorsteinn Viktorsson komust einnig vei frá leiknum. Eins varði Sigmar Þröstur ágætiega á köflum. Mörk Víkings: Bjarki Sigurdsson 13, Birg- ir Sigurðsson 7, Siggeir Magnússon 5, Ingi- mundur Helgason 2, Dagur Jónasson 1 og Guðmundur Guðmundsson 1. Mörk ÍBV: Sigurður Friðriksson 7, H.ilmar Sigurgíslason 5, Sigui*ður Gunnarsson 4, Þor-_ steinn Viktorsson 4, Guðmundur Albertsson 2/1; \J6hann Pétureson 2 og Óskar Brvnjars- ð;^)tiB2í )1Í9Í íiuj-bh'ÁSTfnu i abluvrrgöH Ungur nemur. Morgunblaðið/Einar Falur Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, lék með gegn Stjörnunni. Hér stappar hann stálinu í Finn Jóhannsson en þeir áttu báðir góðan leik í vörn Vals. HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.