Morgunblaðið - 21.04.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990
19
Robyn Koh Ilróðmar I. Sig-
semballeikari urbjörnsson
tónskáld
■ SEMBALLEIKARINN Robyn
Koh heldur tónleika í Laugarnes-
kirkju nk. mánudagskvöld kl. 20.30.
Þar leikur hún m.a. verk eftir Bach,
Hándel, Scarlatti, Ligeti og frum-
flytur 3 prelúdíur eftir Hróðmar
I. Sigurbjörnsson. Robyn Kohn
fæddist í Malaysíu árið 1964. Hún
hóf píanónám 6 ára að aldri og kom
fyrst fram opinberlega ári seinna.
Hún fluttist til Englands 1976, þar
sem hún stundaði nám við Cheth-
am’s School of Music, sem er sér-
skóli fyrir börn gædd tónlistarhæfi-
leikum. Hún stundaði framhalds-
nám í Royal Academy of Music í
London og Royal Northern College
of Music í Manchester og hefur
komið fram víða, vestanhafs og í
Evrópu, m.a. kom hún fyrst fram
sem einleikari með hljómsveit í
Moskvu 1981. Robyn Koh starfar
nú í London og sækir mánaðarlega
tíma hjá Kenneth Gilbert í Moz-
arteum skólanum í Salzburg. Hún
leikur reglulega með breska óbó-
leikaranum Robin Canter og í jan-
úar nk. kemur hún fram í Purcell
Room í London.
Hulda Braga- Anna Kristín
dóttir píanó- Einarsdóttir
leikari. flautuleikari.
■ TVENNIR tónleikar verða
haldnir á vegum Tónlistarskólans í
Reykjavík eftir helgina. Fyrstu tón-
leikarnir eru í Norræna húsinu
mánudaginn 23. apríl kl. 20.30 og
eru þeir síðari hluti einleikaraprófs
Önnu Kristínar Einarsdóttur
flautuleikara frá skólanum. Anna
Kristín flytur verk eftir Handel,
Enesco, Villa-Lobos, Dutilleux,
John Speight og Pál P. Pálsson.
David Knowles leikur með á píanó
og sembal og Asdís Arnardóttir á
selló. Anna Kristín hefur stundað
nám við Tónlistarskólann frá 1984
og hefur notið leiðsagnar Bern-
harðar Wilkinsonar flautuleikara.
Síðari tónleikarnir eru í Bústaða-
kirkju þriðjudaginn 24. apríl kl.
20.30 o g eru þeir síðari hluti einleik-
araprófs Huldu Bragadóttur
píanóleikara frá skólanum, en hún
lýkur jafnframt kennaraprofi frá
skólanum á þessu vori. A efnis-
skránni eru verk eftir Scarlatti,
Beethoven, Debussy og Chopin.
Hulda hefur stundað nám við Tón-
listarskólann frá 1986 og hefur
Halldór Haraldsson píanóleikari
verið kennari hennar. Aðgangur að
tónleikunum er ókeypis.
■ GUNNAR Ásgeir Hjaltason
opnar sýningu í Hafnarborg laug-
ardaginn 21. mars nk. Sýningin er
opin daglega kl. 14.00-19.00 nema
þriðjudaginn 24. apríl. Sýningin
stendur til 6. nraí. A sýningunni
verða myndverk unnin í pastel og
akrýl, vatnslitamyndir, teikningar,
grafík og ýmsir smíðisgripir.
Þ.ÞORGRlMSSON&CO
ua RUTLAND
aU ÞÉTTIEFNI
Á ÞÖK - VEGGI - GÚLF
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
GERA MORGUNMUNINN!
Kúfaður diskur af stökkum Cheerios hafrahringjum með
svellkaldri mjólk. Ferskur og lystilegur morgunverður, þar
sem hollustan er ótvíræð. Uppistaðan í Cheerios eru hafrar,
bætiefnarík korntegund og einn besti trefjagjafi sem völ
er á. Cheerios er því fyrirtaksfæða, fyrir alla fjölskylduna.
Hafðu hollt hendi næst!
cg^