Morgunblaðið - 21.04.1990, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990
Ný skýrsla um færeysk efinahagsmál:
Eiga langt í land
með að losna úr
skuldakröggimum
Lögrnaður Færevja telur skýrsluna ósanngjama
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
LANGUR tími á enn eftir að líða áður en Færeyingar verða í stakk
búnir að taka fyrir erlendar lántökur og þá fyrst verður um það
að ræða að hefjast handa við að grynnka á skuldasúpunni, segir í
áliti sem ráðgjafarnefhd dönsku stjórnarinnar um málefhi Færeyja
sendi nýlega frá sér. Jogvan Sundstein, lögmaður Færeyinga, segir
að skýrslan hafi valdið sér vonbrigðum.
Reuter
Contra-skæruliðar í búðum sínum í flallaþorpi um 100 kílómetra austur af Managua, höfuðborg Nic-
aragua.
Samningur um vopnahlé
tekur gildi í Nicaragua
Managua. Reuter.
VOPNAHLÉI hefúr verið komið á í Mið-Ameríkuríkinu Nicaragua.
Samkomulagið var undirritað á fimmtudag en að auki var gerður
sérstakur sáttmáli er kveður á um að sveitir contra-skæruliða, sem
notið hafa stuðnings Bandaríkjamanna, verði leystar upp.
í skýrslunni kemur fram að
nefndin telur nauðsynlegt að þegar
i stað sé dregið stórlega úr styrkj-
um til færeysks sjávarútvegs, jafn-
vel þótt það kunni að hafa í för
með sér afdrifaríkar afleiðingar
eins og gjaldþrot og atvinnuleysi.
Látnar eru í ljós áhyggjur af þróun
efnahagslífsins í Færeyjum. í
skýrslu nefndarinnar í fyrravor
gætti hóflegrar bjartsýni vegna
efnahagsráðstafana sem nýja land-
stjómin hafði þá gripið til, en nú
kveður við annan og dimmari tón.
Samkvæmt skýrslunni hefur
vöruskiptajöfnuðurinn batnað um-
talsvert á árinu 1989 og greiðslu-
jöfnuðurinn álíka mikið, en nefnd-
armenn benda á að enn sé hallinn
svo mikill miðað við efnahags-
stærðir í Færeyjum að nauðsyn sé
á að grípa í taumana.
Erlendar skuldir á hvern íbúa í
Færeyjum eru þrisvar sinnum
hærri en á hvern íbúa í Danmörku.
Nefndin telur knýjandi nauðsyn að
eriendum lántökum verði hætt sem
allra fyrst.
Nefndin telur að í fjárlögum
landssjóðs Færeyinga fyrir árið
1990 séu útgjöld vanmetin en tekj-
ur ofmetnar, en algjör forsenda
fyrir viðreisn efnahagslífsins sé að
greiðsluerfiðleikar landssjóðsins
verði leystir.
Nefndin telur nauðsynlegt að
styrkir til sjávarútvegsins verði
skornir niður í sama mæli og annað
í fjárlögunum.
Nefndin telur útilokað að Færey-
inar geti komist út úr vandanum í
krafti landsframleiðslunnar þar
sem grundvöllur atvinnulífsins sé
svo veikur. Fiskstofnarnir við Fær-
eyjar séu þegar ofnýttir og það
muni kosta bæði tíma og samdrátt
í útflutningi að rétta stofnana við.
Auk þess sé lítið svigrúm til að fá
veiðiréttindi annars staðar eða að-
keypt hráefni til vinnslu.
Bent er á að lítiil möguleiki sé
að auka umfang fiskeldis. Því valdi
mengunarvandamál og gífurleg
samkeppni.
Jogvan Sundstein lögmaður
sagði í samtali við danska ríkisút-
varpið að lítillar sanngirni gæti í
skýrslunni og hún hafi valdið sér
miklum vonbrigðum. Hann gagn-
rýnir nefndarmenn fyrir að þekkja
lítið inn á færeyskt samfélag.
Vopnahléið gekk í gildi á hádegi
að staðartíma (18 að ísl. tíma) á
fimmtudag en fulltrúar skæruliða
og þeir Humberto Ortega, varnar-
málaráðherra í fráfarandi stjórn
bróður síns, Daniels Ortega, og
Miguel Obando y Bravo, kardínáli,
höfðu undirritað samkomulagið
nokki-um klukkustundum áður.
Um 500 manns úr friðargæslu-
sveitum Sameinuðu þjóðanna
koma til Nicaragua á morgun,
sunnudag, en að auki munu fulltrú-
ar Samtaka Ameríkuríkja (OAS)
fylgjast með framkvæmd vopna-
hlésins. Fulltrúar fylkinganna
tveggja fögnuðu þessum tímamót-
um í sögu Nicargua og hétu því
Á þessu ári hafa þegar verið
framin 133 manndráp í Washing-
ton, sem jafnast niður i 1,3 morð
á dag, að meðaltali yfir árið. Á sl.
ári var sambærileg meðaltala fyrir
allt árið 1,2 morð á dag.
Á aðalsjúkrahúsi Washington-
borgar hafa 23% af börnum, sem
þar hafa fæðst frá áramótum, bo-
rið fíkniefnaauðkenni, langflest
þeirra sökum „krakk“-neyslu
mæðranna. Sambærilegt hlutfall á
sama tíma sl. ár var 20-22 prósent.
Fangelsi borgarinnar eru yfir-
full sem fyrr, alls eru þar 9.863
fangar. Hefur þeim fjölgað um
1.200 fanga frá sama tíma sl. ár
og tíu sinnum fleiri fangar en voru
í fangelsum Washingtonborgar
fyrir 10 árum.
Jafnvel sjálfur borgarstjóri
að halda friðinni. Talið er að um
30.000 manns hafi fallið frá því
contra-skæruliðar tóku upp vopn-
aða baráttu gegn stjórn sandinista
árið 1979.
Jafnframt var undirritað sérs-
takt samkomulag er kveður á um
að sveitir skæruliða verði leystar
upp en leiðtogar þeirra segjast
hafa um 14.000 manns undir vopn-
um. Með sáttmála þessum skuld-
bundu skæruliðar sig til að láta
vopn sín af hendi og munu fulltrú-
ar Samtaka Ameríkurikja, Samein-
uðu þjóðanna og katólsku kirkj-
unnar taka við þeim. Þessi liður
áætlunarinnar hefst á miðvikudag
er frú Violeta Chamorro sver emb-
Washingtonborgar, Marion Bany,
liggur undir ákæru fyrir fíknaefna-
notkun. Hann var kærður þann 18.
janúar sl., er leynilögreglumenn
tóku kvikmyndir af honum í hótel-
herbergi, þar sem hann var með
vinkonu sinni að nejda kókaíns.
Barry ber þó á móti þeirri ásökun
að hann hafi lengi verið háður
fíkniefnum, en viðurkennir að hann
hafi verið alkóhólisti og hefir hann
nú lengst af frá því að hann var
kærður verið í „afvötnun“ undir
læknahöndum.
Barry borgarstjóri og stuðnings-
menn hans telja að kæran á hend-
ur honum fyrir fíkniefnaneyslu sé
pólitískur áróður og kynþáttaof-
sókn. Hann segist ákveðinn í að
fara aftur í framboð til borgar-
stjóra í kosningum á þessu ári.
ættiseið forseta Nicaragua. Kveðið
er á um að skæruliðum beri að
láta öll vopn sín af hendi fyrir 10
júní.
Á fimmtudag hófst brottflutn-
ingur stjórnarhermanna frá fimm
skilgreindum „öryggissvæðum“ en
þar munu liðsmenn contra-sveit-
anna setjast að. Stjórnin hefur á
hinn bóginn heitið því að heraflinn
muni halda sig í 19 kílómetra fjar-
lægð frá svæðunum, hið minnsta
auk þess sem bannað verður að
fljúga herþyrlum og flugvélum þar
yfir.
■ STOKKHÓLMUR - Sænsk
stjórnvöld ætla að greiða Christer
Pettersson, sem sakaður var um
að hafa myrt Olof Palme forsætis-
ráðherra, um eina milljón ísl. kr. í
bætur hið minnsta. Það var sak-
sóknari sænska ríkisins, sem fór
fram á, að þessar bætur yrðu
greiddar og hefur ríkisstjórnin fall-
ist á það. Pettersson var haridtek-
inn í desember 1988 og í júlí í fyrra
var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir morðið á Palme þann 28. febr-
úar 1986. Fyrir áfrýjunardómstól
var hann hins vegar sýknaður
vegna skorts á sönnunargögnum.
■ BONN - Vestur-þýska stjórnin
hefur mótmælt þeirri kröfu tyrk-
nesku stjórnarinnar, að átta
vestur-þýskir stjórnarerindrekar
verði kallaðir heim frá Ankara.
Hefur mótmælunum verið komið á
framfæri við tyrkneska sendiher-
rann í Bonn og látið að þvf liggja,
að verði kröfunni haldið fram muni
það stórskaða samskipti ríkjanna.
Vestur-Þjóðveijar fóru nýlega fram
á, að 15 tyrkneskir sendimenn yrðu
kvaddir heim en þeir hafa verið
sakaðir um að njósna um tyrkneska
stjórnarandstæðinga, sem dvelja í
Vestur-Þýskalandi. Þess vilja
Tyrkir hefna með gagnkröfunni.
■ STOKKHÓLMI - Greta
Garbo átti frænda á lífi í Svíþjóð
og þykir ekki ólíkiegt, að hann
muni erfa helming eigna kvik-
myndastjörnunnar látnu. Hinn
helmingurinn mun þá koma í hlut
frænku hennar, Gray Reisfield,
sem býr í New Jersey í Banda-
ríkjunum, en talið er, að eignir
Garbo nemi hundruðum milljóna
dollara. Frændinn í Svíþjóð heitir
Áke Fredriksson og er hálfbróðir
Grays, óskilgetinn sonur Svens,
eldri bróður Garbo.
Króatar ganga að kjörborðinu:
Lýkur alræði komm-
únista á sunnudag?
Zagreb. Reuter.
ALRÆÐISVALDI kommúnista kynni að Ijúka í Króatíu á
sunnudag þegar gengið verður til fyrstu frjálsu kosninganna
í hálfa öld í þessu næst stærsta ríki Júgóslavíu. Kosningabarátt-
an hefur einkennst af kröfúm um að Króatar segi sig úr júgó-
slavneska ríkjasambandinu og stjórnarerindrekar segja að ef
kommúnistar bíða ósigur í kosningunum aukist líkurnar á því
að rikjasambandið riði tii falls.
Um 3,5 milljónir manna hafa
kosningarétt og kjömir verða 375
fulltrúar á þing ríkisins, sem fær
síðan það hlutverk að mynda nýja
stjórn. í nágrannaríkinu Slóveníu
verða einnig mikilvægar kosning-
ar á sunnudag, því þá kjósa Sló-
venar forseta ríkisins. Tveir menn
eru þar í framboði: Umbótasinn-
inn Milan Kucan fyrir kommún-
ista og Joze Pucnik, leiðtogi sam-
steypu sex hægri- og miðflokka,
sem báru sigur úr býtum í kosn-
ingum til þings ríkisins 8. aprfl.
Meiri vestrænna áhrifa þykir
gæta í Krótaíu og Slóveníu en í
öðrum ríkjum Júgóslavíu. Króatar
og Slóvenar eiga í deilum við leið-
toga Serba, fjölmennustu þjóðar
Júgóslavíu, sem leggjast gegn
umbótastefnu þeirra og kröfum
um aukna sjálfstjóm ríkjanna.
Stjórnarerindrekar segja að ef
kommúnistar bíða ósigur í Króa-
tíu verði það enn eitt áfallið fyrir
þá en þeir eiga þegar í miklum
erfiðleikum með að halda völdum
í Júgóslavíu vegna efnahags-
kreppu og þjóðaólgu. Erfitt er að
spá um úrslit kosninganna þar
sem engar áreiðanlegar skoðana-
kannanir hafa verið gerðar. Leið-
togar Kommúnistaflokks Króatíu,
sem hefur sagt skilið við móður-
flokkinn í Belgrað, segjast bjart-
sýnir á að flokkurinn beri sigur
úr býtum í kosningunum. Þjóðern-
issinninn Franjo Tudjman, leiðtogi
hægrimanna í Króatíska lýðræðis-
sambandinu, spáir því hins vegar
að flokkur sinn fái 60 af hundr-
aði atkvæða. Einnig er talið að
Samtök um þjóðarsátt, kosninga-
bandalag níu flokka, fái talsvert
fylgi í kosningunum.
Stjórnarerindrekar telja að
kosningarnar leiði að öllum líkind-
um til þess Króatar krefjist auk-
innar sjálstjómar og að samskipti
þeirra við Serba, sem vilja halda
í miðstýringuna frá Belgrað,
versni enn frekar. „Við emm allir
sammála um að stefna beri að
sjálfstjóm Króatíu, jafnvel komm-
únistar em þessarar skoðunar,"
segir Antun Vujic, leiðtogi Só-
síal-demókrataflokksins, sem á
aðild að Króatíska lýðræðissam-
bandinu.
Kjósa þarf að nýju, líklega 6.
maí, í þeim kjördæmum þar sem
enginn frambjóðandi fær meiri-
hluta atkvæða. Orðrómur hefur
verið á kreiki í Króatíu um að
júgóslavnesk stjórnvöld ætii að
senda herinn til ríkisins bíði
kommúnistar ósigur. Króatísk
kjörnefnd sá ástæðu til þess að
hvetja kjósendur til að láta ekki
slíkar vangaveltur hafa áhrif á
sig, heldur kjósa þá frambjóðend-
ur sem þeir teldu hæfasta.
Bandaríkin;
Lítill árangur í bar-
áttu við fíkniefiim
Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
RÉTT ár er nú liðið fi"á því að George Bush forseti skipaði William
J. Bennett með mikil völd til að berjast gegn fíkniefnaneyslu í
Washington, höfúðborg Bandaríkjanna. Á sl. ári voru alls framin
437 morð í Washington og 127 morð til viðbótar í næsta umhverfi
borgarinnar. Svo að segja öll morðin voru að einhverju eða öllu
leyti í sambandi við fíknielúanotkun.