Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 Sala á óunnum físki í Bretlandi: Verð á þorski 25,7% hærra en fyrir ári MEÐALVERÐ á óunnum þorski, sem seldur var úr íslenskum fískiskip- um og gámum í Grimsby og Hull í Bretlandi fyrstu þrjár vikurnar í þessum mánuði, er 1,37 sterlingspund, eða 25,7% hærra en á sama tíma í fyrra. Seld voru rúm 1.600 tonn af þorski í Bretlandi fyrstu þrjár vikurnar í þessum mánuði, eða 12,9% meira magn en á sama tíma í fyrra. Seld voru rúmlega eitt þúsund tonn af ýsu í Bretlandi fyrstu þrjár vikurnar í þessum mánuði fyrir 1,36 punda meðalverð, sem er 5,2% minna magn fyrir 27,1% hærra verð en á sama tíma i fyrra. Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sagði að minnka yrði útflutning á óunnum fiski verulega. Morgunblaðið/Matthías G. Pétursson Sjóbað íhitanum Þessir vösku krakkar kældu sig í sjónum við Hrísey, enda einstök veðurblíða norðanlands að undanförnu. Ekki sauð þó meira á þeim en svo að þeir óðu út í alklæddir. Fiskmarkaðurinn vestan hafs: Verðhækkanir nauðsyn til að fá físk að heiman - segir Mag-nús Friðgeirsson, forstjóri Iceland Seafood ICELAND Seafood, dótturfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum, hækkaði verð á 10 punda þorskflakapakkningum í síðustu viku úr 2,65 dollurum pundið í 2,85 og hafa þessar pakkningar því hækkað hjá fyrirtækinu um 24% á síðastliðnum þremur mánuðum. Sambærilegar hækkanir hafa orðið á öðrum þorskflakapakkning- um. Magnús Friðgeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir þá stöðu komna upp á markaðnum vestan hafs, að verðhækkanir af þessu tagi séu nauðsynlegar til að fá fiskinn að heiman. Mat hans á stöð- unni sé það, að betra sé að bjóða fiskinn á háu verði heldur en hafa ekkert að bjóða. Fyrstu sex mánuðina í ár voru seld tæplega 16 þúsund tonn af óunnum þorski í Bretlandi fyrir 1,25 sterlingspunda meðalverð, eða 13% meira magn fyrir 42% hærra meðal- verð en á sama tíma í fyrra. Þetta magn er 8,6% af þorskaflanum' fyrstu sex mánuðina í ár, sem var tæp 186 þúsund tonn, en á sama tíma í fyrra voru 6,8% af þorsk- aflanum seld óunnin í Bretlandi. Seld voru rúmlega 9 þúsund tonn af ýsu í Bretlandi fyrstu sex mánuð- ina í ár fyrir 1,36 punda meðalverð, eða 5,5% meira magn fyrir 33,3% hærra meðalverð en á sama tíma á síðastliðnu ári. Þetta magn er 27,5% af ýsuaflanum fyrstu sex mánuðina í ár, sem var tæp 33 þúsund tonn, en á sama tíma í fyrra voru 30,3% af ýsuaflanum seld óunnin í Bret- landi. Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sagði að minnka yrði útflutning á óunnum fiski verulega. „Það er ljóst að fiskmarkaðirnir á suðvesturhorninu hafa búið við svelti," sagði Karl Steinar. Hann sagði að nú væri mikið atvirmuleysi á Suðvesturlandi og ekki yrði við það unað að mikill útflutningur á óunnum físki bitnaði á verkafólki, bæði á Suðvesturlandi og annars staðar á landinu. Karl Steinar sagði _að á þingi Verkamannasambands íslands, sem haldið var síðastliðið haust, hefði verið samþykkt að stefnt skuli að því að allur flskur verði seldur innan- lands. „Ég trúi því að það þurfi að Barn fæð- ist í Ólafs- íjarðamiúla BARN fæddist í Ólafsfjarðarmúla í fyrrinótt. Móðirin var á leið til Akureyrar i sjúkrabíl er fæðingin átti sér stað. Verið var að flytja móðurina á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þegar fæðingarhríðirnar byijuðu í Múlanum var sjúkrabifreiðin stöðv- uð og Ijósmóðir og faðirinn tóku á móti barninu. Móðir og barn eru nú á Fjórðungssjúkrahúsinu og heilsast báðum vel. gerast. Mér er það hins vegar ljóst að við þær aðstæður, sem nú eru, er óhjákvæmilegt að fiskur verði fluttur út óunninn. Ef fiskvinnslan fær aftur á móti ekki nægilegt hrá- efni mun atvinna í landi leggjast af, bæði á Suðurnesjum og annars stað- ar, og ég tel að Aflamiðlun verði að bregðast við því,“ sagði Karl Steinar. Næsti fundur stjórnar Aflamiðl- unar verður að öllum líkindum hald- inn í næstu viku, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra Aflamiðlunar. Verðhækkanir á fiskafurðum héðan hafa verið töluvert örar frá því í vor og hefur verð á þeim nú farið yfir hámarkið, sem náðist árið 1987. Venjulega hafa hækk- anir þessara afurða fylgst að hjá íslensku fyrirtækjunum vestan hafs Iceland Seafood og Coldwat- er, en nú hefur Iceland Seafood orðið fyrra til að hækka verðið. Magnús Friðgeirsson segir, að Ice- land Seafood hafi einfaldlega selt öll sín flök og til að ná athygli framleiðenda hér heima, hafí fyrir- tækið séð sig knúið til að hækka verðið til að fá fiskinn. „Möguleg áhrif þessara verð- hækkana á markaðinn eru auðvit- að umhugsunarefni. Spumingin er hvort áhrifin verði neikvæð eins og árið 1987, en það er líka spurn- ing hvort áhrifín verði einfaldlega ekki enn neikvæðari, höfum við engin flök að bjóða. Þá yrðu kaup- endur að snúa sér annað, jafnvel þó þeir væru tilbúnir að borga hærra verð fyrir vöruna. Með þetta að leiðarljósi höfum við hækkað verðið og verið eitthvað fyrri til þess en Coldwater, fyrst og fremst vegna þess að birgðir okkar hafa verið minni. Hækkanir hjá Cold- water hafa fylgt í kjölfar okkar og ég reikna heldur með því að svo verði áfram, nema eitthvað sérstakt gerist á markaðnum," segir Magnús Friðgeirsson. I kjölfar verðhækkana árið 1987 dró úr eftirspurn vestan hafs og verð lækkaði töluvert. Magnús segir að aðstæður nú séu töluvert frábrugðnar þeim, sem þá ríktu, því þá hafi samkeppni um fiskinn innan Bandaríkjanna ráðið verð- hækkununum. Nú sé það gífurleg eftirspurn í Evrópu, sem hækki verðið og það sé því líklegra til að halda. Vilji markaðurinn vestan hafs ekki keppa á þessu verði, sé svigrúm til að halda sig við Evr- ópumarkaðinn. „Við erum stað- ráðnir í því, að gera allt sem við getum til að sjá til þess að þeir, sem geta greitt hátt verð fyrir þorskflök vestan hafs, geti fengið þau keypt og við munum haga verðlagningu okkar í samræmi við það. Sveltum við þennan markað algjörlega vegna samkeppni frá Evrópu, missum við hann í hendur annarra,“ segir Magnús. Meint skatt- svik Benco hf hjá ríkis- skattstjóra SKATTAMÁL heildsölufyrirtæk- isins BENCO hf. og aðaleiganda þess, sem með endurákvörðun ríkisskattsljóra hefur verið gert að greiða um 55 milljónir króna vegna meints undandráttar árin 1987-1989 á söluskatti, tekju-, eignaskatti og aðstöðugjöldum, ásamt álagi og dráttarvöxtum, eru, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, enn til meðferðar hjá ríkisskattstjóra sem ekki hefur lokið við að kveða upp úrskurð um kæru fyrirtækisins og eig- andans vegna endurákvörðunar- innar. Kæruúrskurði ríkisskatt- stjóra getur gjaldandi skotið til rikisskattanefndar til endanlegr- ar úrlausnar um gjaldstofna. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari staðfesti að niðurstöður skatta- og lögreglurannsóknar hefðu verið sendar ríkissaksóknara, sem taka muni ákvörðun um hvort höfðað verði opinbert mál til refs- ingar til viðbótar skattarefsingum. Þeirrar ákvörðunar er ekki að vænta fyrr en endanleg niðurstaða skattayfirvalda um gjaldstofna er fengin. Síðastliðinn vetur, meðan á lög- reglu- og skattrannsókn stóð, var aðaleiganda fyrirtækisins með dómsúrskurði gert að sæta far- banni. Það rann úr gildi 23. maí síðastliðinn. Greinilega ekki þingvilji fyrir nið- urfellingu jöftiunargjaldsins - segir flármálaráðherra Fjármálaráðherra segir að ekkert lrumvarp hafi komið firam á síðasta þingi um að fella jöfnunargjald á innfluttar iðnaðarvörur niður og því hafi greinilega ekki verið þingvilji fyrir þeirri niðurfellingu. Rætt var um að lækka jöfnunar- gjaldið úr 5% í 2,5% í tengslum við nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar verðlags, og bent á að ríkið hafí þegar fengið þær tekj- ur af gjaldinu sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Friðrik Sophusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið athygli á því að ríkis- stjórnin hafi lofað því, við gerð kjarasamninga árið 1989, að jöfn- unargjaldið yrði fellt niður, þegar virðisaukaskattur yrði tekinn upp. Utanríkisráðherra hefur nú lagt til að gjaldið verði lækkað í tengslum við aðgerðir vegna launahækkunar til BHMR. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefur ekki viljað Ijá máls á þessu. „Það hefur verið bent á það með réttu, að í fjárlögum hafí aðeins verið gert ráð fyrir tekjum af jöfn- unargjaldinu í hálft ár. En hins vegar var ekki samþykkt frumvarp á Alþingi um að fella jöfnunargjald- ið niður og ég minnist þess ekki að flutt hafi verið um það frum- varp, þótt Friðrik Sophussun hafi vissulega vakið athygli á málinu I ræðum. Svo ef einhvers staðar er mótsögn í þessu máli, er mótsögnin hjá Alþingi að hafa áætlað fyrir gjaldinu í aðeins hálft ár en ekki fellt það niður. Það var því greini- lega ekki þingvilji þá til að fella þetta gjald niður, og því má spyija hvort nú sé allt í einu slík brýn r.aúðsyn að breyta því, að það þurfi að grípa til bráðabirgðalagavalds- ins,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að jöfnunargjaldið snerist fyrst og fremst um samn- inga milli íslands og annarra landa, og væri jafnframt vernd fyrir íslenskan iðnað. Einnig væru innan Evrópubandalagsins margvíslegar jöfnunaraðgerðir, gjöld og styrkir gagnvart þeim atvinnugreinum sem kepptu við íslenskan útflutning. „Þess vegna er umræðan um jöfnunargjaldið miklu flóknari en svo, að það sé aðeins spurning um einhveija verðlagsprósentu í fram- færsluvísitölu. Hún snertir grurid- vallaratriði í samskiptum Islands og iðnríkja Vestur-Evrópu, sam- keppnisstöðu íslensks iðnaðar og hvernig við eigum að halda á samn- ingum okkar gagnvart þeim ríkjum sem tvímælalaust hygla atvinnu- greinum sem keppa við íslenskan útflutning," ságði Ólafur Ragnar Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.