Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 fclk í fréttum TONLIST Aimars konar harmónikkutónlist Eg byijaði að leika á harmón- ikku þegar ég var lítill strák ur fyrir vestan,“ segir Hrólfur Vagnsson, harmónikkuleikari, sem nýverið gaf út hljómplötu með létt- um harmónikkulögum. „Afi lék á harmónikku og pabbi lék á harm- ónikku," heldur Hrólfur áfram. „Pabbi tók mig með sér á skemmt- anir þar sem hann var að spila og smám saman fékk ég áhuga á að læra sjálfur á harmónikku. Ég byijaði að læra þegar ég var 9 ára en á unglingsárunum dofnaði áhuginn, svona eins og gerist og gengur. Ég lærði á saxafón og píanó en harmónikkan blundaði alltaf í mér. Seinna fór ég til Reykjavíkur til að Iæra gömlu dansana betur því ég hélt að það væri það eina sem hægt væri að læra á harmónikku. Kennarinn minn,- EmiT Adolfsson, gerði mér aftur á móti grein fyrir að um fleiri möguleika væri að ræða og með það í farteskinu fór ég til Þýskalands þar sem ég lauk kenn- araprófi og framhaldsbraut í harmónikkuleik. í skólanum fékk ég áhuga á að leika ný verk sem samin hafa ver- ið fyrir harmónikku og gerði til- raun til að kynna þau fyrir íslensk- um harmónikkuleikurum en undir- tektir voru litlar. Ég gerði mér grein fyrir að ég gæti ekki breytt heiminum á svipstundu og ákvað að gera það smám saman með því að leika tónlist sem er einhvers staðar mitt á milli þess að flokk- ast undir það sem fólk þekkir og þess sem er að gerast í harmónikk- utónlist í dag. Útkoman er sam- ankomin á þessari plötu,“ segir Hrólfur og bendir á plötuumslagið. „Ég leik jass-standarda og músík af léttara taginu. Flest lögin eru einungis leikin en á plötunni eru líka tvö lög sem systir mín, Pálína Vagnsdóttir, syngur. Hér eru lög eftir C. Corea, Galliano og fleiri. Það má kannski líka minnast á lagið um Bleika pardusinn því það kannast margir við.“ Það er mikið um að vera hjá Hrólfi sem aðeins stoppar stutt við á íslandi þar til hann snýr til Hann- over þar sem hann rekur sitt eigið stúdíó. „Ég hef verið að taka upp kvikmyndatónlist og fleira," segir Hrólfur. „Svo hef ég ferðast um og haldið tónleika, til dæmis í París. Og í haust, ég held að það sé 1. septmeber, kem ég til með að ieika á Kvennafestivali í Kassel í Þýskalandi. A hátíðinni, sem haldin er til að vekja áhuga á kon- um sem tónskáldum, mun ég leika verk eftir sovéska konu sem heitir Sofia Gubajdulina. Hún var fimm- tug þegar hún komst frá Sovétríkj- unum og hefur óvænt skotist upp á stjörnuhimininn. Gubjdulin hefur samið þijú verk fyrir harmónikku sem öll bera þess vitna að hún hefur djúpa tilfínningu fyrir hljóð- færinu." Hrólfur segist ekki sjá fyrir sér að hann geti lifað á harmónik- kunni á íslandi. „Maður getur nátt- úrulega tekið að sér kennslu en mér hefur skilist að þeir sem það geri séu yfirleitt í tveimur til þrem- ur störfum til þess að ná endum saman. Þeir vakni klukkan sjö á morgnana og detti útaf um mið- nætti örþreyttir. Ég býst samt við að ég verði í nánum tengslum við ísland í framtíðinni. Mig langar að kynna það sem ég er að gera fyrir íslendingum og auðvitað á ég eftir að koma við hérna annað slagið," segir Hrólfur en hann ætlar sjálfur að sjá um dreifingu á þeim þúsund eintökum sem þrykkt hafa verið af hljómplöt- unni. „Annars fer megnið til dreif- ingaraðilans og ég fer á hausinn,“ bætir hann við. Hrólfúr Vagnsson. Morgunblaðið/Þorkell lofárgóðu RAUÐUR OKTOBER * Itilefni af því að Háskólabíó hefur tekið til sýningar myndina Leit- in að Rauða október sem byggð er á sögu bandaríska rithöfundarins Tom Clancy virðist ekki úr vegi að rifja upp viðtal sem birt var við höfundinn í Morgunblaðinu haustið 1986. Fyrir þá sem ekki vita er rétt að geta þess myndin segir frá því þegar skipstjóri kjarnorkuknúins kafbáts úr rússneska flotanum ákveður að gerast liðhlaupi og sigl- ir kafbátnum í átt til Bandaríkj- anna. Þegar upp kemst um ákvörð- un skipstjórann, Markó Ramíusar, hefst æsispennandi eltingarleikur þar sem sovéski flotinn reynir að ná bátnum eða sökkva honum en Bandaríkjamenn reyna að veija kafbátinn. Rétt er að geta þess að atburðarásin gerist að hluta til und- an íslandsströndum. í viðtalinu kemur meðal annars fram að Clancy byggir að nokkru leyti á atburðum sem áttu sér stað árið 1975 þegar áhöfn sovéskrar freigátu gerði tilraun til að flýja til Svíþjóðar. Hann segist sannfærður um að allir atburðir sem sagt er frá gætu gerst en til þess ber auðvitað að líta að ýmsar breytingar hafa orðið í heimsmálunum eftir að við- talið birtist. „1 öllum mínum skrif- um hef ég reynt að gefa svo raun- sanna lýsingu á hlutunum sem kost- ur er,“ segir Clancy. Allt sem ger- ist í Rauðum október og Rauðum stormi [annarri skáldsögu Clancys] byggist á því sem ég tel raunveru- lega atburðarás. Ennfremur hef ég grafist fyrir um alla þá tækni sem bæði stórveldin ráða yfir. Til dæm- is eru öll skipin í bókum mínum til, þau geta raunverulega það sem ég læt þau gera. Ég þarf ekki ann- að en grípa uppflettiritin í safninu mínu til að sjá hvað þessi skip geta.“ Clancy segist að jafnaði ekki bera texta, sem hann vinnur að, undir aðra. „Ég sýndi að vísu kunn- áttumönnum tvo kafla í Rauða Sean Connery, í hlutverki Markó Ramíusar, og Alec Baldwin, í hlutverki Jack Ryan, starfs- manns CIA. október til að vita hvort þar væru villur og þeir sem lásu sögðu mér að þetta væri rétt hjá mér. En þá kafla sem innihalda lýsingar á við- kvæmum þáttum herstjórnar sýndi ég ekki neinum vegna þess að ég hefði ekki fengið nein svör hjá þeim Tom Clancy lylgist með upptök- um á Leitinni að Rauða október. sem vita betur.“ Lesendur Clancys skipta milljón- um en hvernig fólk ætli þeir séu. „I dag fékk ég aðdáendabréf frá tíu ára strák sem vildi fá að vita hvers vegna ég hefði skrifað Rauð- an október og annað bréf frá lið- þjálfa úr stórskotasveitum sem er sestur í helgan stein. Það gefur breiddina til kynna en ég fæ tölu- vert af slíkum bréfum," segir Clancy. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fékk Rauðan október í jólagjöf árið 1984. „Hon- um líkaði bókin vel,“ segir höfund- urinn. „Hann bauð okkur hjónunum til kvöldverðar í Hvíta húsinu — það var einstök reynsla.“ Að lokum er vert að minnast þess að Rauður október hefur koni- ið út á mörgum tungumálum. Með- al þeirra má nefna ítölsku, frönsku, spænsku, þýsku, hollensku, jap- önsku, fínnsku og rússnesku. Rúss- neska útgáfan kom þó ekki út í Sovétríkjunum heldur var hún gefin út af útgáfudeild Bandaríkjaflota í New York. Skipin eru öll til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.