Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 43
^ ^___r ■ - • - - - ■ ' MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTÚDAGUR 26. JÚLÍ 1990 V HANDKNATTLEIKUR / FRIÐARLEIKARNIR I SEATTLE Konráð Olavson gerði glæsileg mörk í seinni hálfieik. Þorbergi gengur vel. að stilla „grtarinn“ „Vörnin frábær og sóknin batnar með hverjum deginum," sagði Guðmundur Hrafnkelsson „ÞETTA var alveg frábært. Nú náðum við að klára leikinn af krafti og sigurinn var öruggur. Vörnin var frábær og sóknarleikur- inn batnar með hverjum deginum," sagði Guðmundur Hrafnkels- son, að öðrum óiöstuðum besti maður íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið eftir að ísland sigraði Suður-Kóreu mjög örugg- lega, 26:17, á Friðarleikunum aðfararnótt miðvikudagsins. Island fékk þvítvö stig í A-riðli, keppir um 5.-8. sætið og ætti, með sama áframhaldi, að eiga alla möguleika á að ná 5. sætinu. Guðmundur varði níu skot í hvorum hálfleik. „Kóreubúar eru þekktir fyrir að skora mikið af mörkurn, oft 30 eða jafnvel meira. Ég kalla það því mjög gott að þeir skyldu aðeins gera 17 mörk í leiknum. Mér fannst hann í einu orði sagt frábær hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Fyrri hálfieikurinn var jafn, ís- land þó alltaf á undan að skora, nema hvað Kórea komst í 2:1. Vörn- in var góð sem í fyrri leikjum og eftir þessa leiki hér í Seattle er ljóst að Einar Þoi-varðarson þarf ekki að hafa slæma samvisku yfir að hafa hætt að spila með landsliðinu — arftakinn Guðmundur hefur stað- ið sig stórkostlega. Eftir hlé breikkaði bilið síðan jafnt og þétt og sigurinn var aldrei í hættu gegn þessu unga en skemmtilega suður-kóreska liði. Hornin nýttust nú í fyrsta skipti að einhvetju ráði í keppninni. Jakob og Bjarki léku í fyrri háifleik og gerðu tvö mörk hvor og Valdimar og Konráð léku síðan mest allan seinni hálfleikinn og stóðu sig ein- staklega vel. Gerðu stórglæsileg mörk. Liðið virðist því vel mannað; í því eru fjórir góðar hornamenn, tveir snjallir línumenn, skytturnar Júlíus og Héðinn eiga að vísu nokk- uð misjafna daga enn, en með tímanum og meiri reynslu verða þeir örugglega mjög sterkir næstu árin. Og allir þekkja Kristján Ara- son. Þegar hann kemur inn á hægri vænginn verður ekki hægt að manna þá stöðu betur. Spurningin er með leikstjórnandann; Óskar leikur mest í því hlutverki hér, Gunnar á mótinu í Hafnarfirði og þeir eiga báðir eftir að sanna sig betur. Frammistaða Óskars hefur þó lofað nokkuð góðu. Mjög gleðilegt hefur verið að sjá hve góðum tökum strákarnir hafa náð á flötu vörninni (6-0) á þeim skamma tíma síðan Þorbergur og Einar tóku við liðinu. Ekki er árennilegt að leika gegn fjórmenn- ingunum á miðjunni, Héðni, Gunn- ari, Geir og Júlíusi, og leiðir þessi góða útkoma hugann að því að Bogdan viidi aldrei leika 6-0 vörn. Sagði íslendinga ekki geta það en strákarnir hafa afsannað það á ^ tæpum tveimur mánuðum. Eftir fyrsta leik íslands undir stjórn Þorbergs, gegn Kuwáit í Hafnarfirði fyrir skömmu, sagði hann við undirritaðan að liðið væri eins og vanstilltur gítar, það þyrfti að finna rétta tóninn. Ekki verður annað sagt en að þjálfaranum gangi vel að stilla... Skapti Hallgrímsson skrifarfrá Seattle Starfið er að skila sér - segirÞorbergurAðalsteinsson, þjálfari íslendinga „ÞAÐ fyrsta sem ég ákvað þeg- ar ég tók við liðinu var að breyta varnarleiknum. Við höf- um lagt aðaláherslu á hann undanfarið og það starf er að skila sér hrikalega vel,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, eftir sigurinn á Suður Kóreu. Lokastadan í A-riðli: Júgóslavía 3 3 0 0 6 Spánn 32104 ísland 3 10 2 2 Suður-Kórea 3 0 0 3 0 ísland leikur við Japan i dag, fimmtudag, og við Tékkósló- vakíu á morgun. Markahæstir eftir riðla- keppnina eru þessir: Jae-Hwan Kim, Suður-Kóreu 26 AlexanderTútsjkín, Sovétr. ...20 Tsuyoshi Yamamura, Japan...l9 Enric Masip-Borras, Spáni.17 Craig Fitschen, Bandar....17 Igor Butulija, Júgóslavíu.15 Patrik Cavar, Júgóslavíu..12 Martin Setlik, Tékkóslóvakíu .12 Jose Garrido-Villaldea, Spáni 12 Kenji Tamamura, Japan.....11 Toshiyuki Yamamura, Japan .11 Júlíus Jónasson, íslandi.11/3 Konráð Olavson jslandi..9/2 Geir Sveinsson, Islandi...8 ÓskarÁrmannsson, íslandi ..8/2 KNATTSPYRNA 1. deild í kvöld: Þrír leikir Þrír leikir verða'í 1. deild karla í kvöld og hefjast allir kl. 20. Á Laugardalsvelli leika Fram og Þór, ÍBV og KR leika í Vestmanna- eyjum og Stjarnan og FH í Garðabæ. Þorbergur kvaðst mjög ánægður með hve fá mörk liðið hefur fengið á sig í leikjunum þremur, 18, 20 og síðan 17. „Vörnin hefur verið góð og markvarslan stórkost- leg. „Guðmundur virðist fínna sig vel fyrir aftan 6-0 vörn. Síðan ég tók við höfum við eytt 60% af tíman- um í að æfa vörnina, ég gerði mér það ljóst að í alþjóðlegum handbolta „Islenska vömin góð ogmark- vörðurinn" - sagði þjálfari S-Kóreu Lið mitt er skipað mjög ung- r m um leikmönnum. Þá skortir reynslu en þegar þeir fá hana held að liðið geti orðið sterkt. Við skor- uðum óvenjulítið af mörkum að þessu sinni og aðalorsök þess var auðvitað hve íslenska vörnin var góð, svo og markvörðurinn,“ sagði Kap-Kyung Kim, þjálfari Suður- Kóreu. Aðspurður um íslenska liðið sagði þjálfarinn það ekki eins sterkt og undanfarin ár, „eðlilega þar sem umtalsverð mannaskipti hafa orðið. ísland _er svipað að styrkleika og bæði Jugóslavía og Spánn, sem við höfum einnig leikið við hér í riðlin- um; heldur lakari þó í augnablikinu að mínu mati.“ Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ „Þetta var mjög gott hjá strákun- um. Vörnin hefur verið sérstaklega góð og ég er sannfærður um að ef Kristján Arason hefði leikið með okkur hér, hefðum við einnig unnið fyrri leikina tvo, síðan Bandaríkin og leikið til úrslita við Sovétmenn. Hvað þá ef Alfreð Gíslason hefði gefið kost á sér og verið með.“ verða lið að geta beitt mismunandi varnarafbrigðum; 6-0, 5-1 og 3-2. Að sjálfsögðu er ég leiður að hafa tapað hinum tveimur leikjun- um af því að við spiluðum vel, en ég tel bjart framundan og við ætlum okkur að vinna bæði Japan og Tékkóslóvakíu," sagði Þorbergur, þjálfari liðsins. ísland - Suður-Kórea 26:17 Friðarleikarnir í Seattle, 3. leikur í A-riðli, þriðjudaginn 24. ji'ílí, 1990. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:2, 4:4, 6:4, 6:5, 7:5, 7:6, 8:6, 8:7, 9:7, 9:8, 9:9, 10:9, 10:10, 11:10, 12:10, 12:11, 16:11, 16:13, 17:13, 17:14, 19:14, 19:15, 22:15, 22:16, 25:16, 25:17, 26:17. ísland: Óskar Ármannsson 4, Valdimar Grímsson 4, Júlíus Jónasson 4/2, Konráð Olavson 3, Jakob Sigurðsson 2, Héðinn Gilsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Gunnar Gunn- arsson 2, Geir Sveinsson 2, Birgir Sigurðsson 1. Guðjón Árnason, Magnús Sigurðsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 18 (þar af 4 er knötturinn fór aftur til mót- heija). Hrafn Margeirsson. Utan vallar: 6 mínútur. Suður Kórea: Jae-Hwan Kim 6/4, Chi-Hoy Cho 4, Young-Shi Cho 3, Chae-Hong Shim 3, Young-Sun Huh 1. Varin skot: Dong-Hyun Lee 8 skot. Utan vallar: 2 mínútur. Dómaran Bandaríkjamennirnir Peter Buhning (sonur formanns handknattleikssam- bands Bandaríkjanna) og Bemard Iwasczyszyn. Áhorfendur: Um 600. Útivistarparadísin Hvammsvík í Kjós GOLF - VEIÐI - HESTAR OPIÐ GOLF meistaramót Forgjöf 24 og hærri. 36 holur Höggleikur með/ön forgjafar 28. og 29. júlí. „Hver er efnilegasti kylfingurinn ö íslandi?" Stórglæsileg verðlaun. Skröning fer fram í síma 91-667023 fyrir kl. 21.00 föstudaginn 27. júlí. Kylfingar ráða rástíma fyrri keppnisdaginn. Ræst út eftir árangri seinni keppnisdaginn. íþróftabúöin Borgartúni, Lacoste Veitingahúsið við Tjörnina Laxalón. • J Hvammsvík, Kjós, LAXALÓN HF. \jfS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.