Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 Athugasemd vegna ályktunar stjómar Félags háskólakennara eítir Sveinbjörn Rafhsson Stjórn stéttarfélags míns, Félags háskólakennara, hefur ályktað í faglegum málefnum fræðigreinar sem ég hef háskólapróf í. Þessi fræðigrein er fornleifafræði. Eng- inn stjórnarmanna hefur þó mér vitanlega lagt stund á þessa fræði- grein. Alyktun stjórnarinnar er gerð að hluta til vegna samþykktar þjóð- - jninjaráðs 4. júlí 1990. Að hluta til virðast þó aðrar hvatir liggja þar að baki. Ályktun stjórnarinnar greinir mjög einhliða frá samþykkt þjóðminjaráðs. Kemur fram að stéttarfélagsstjórnin telur, að þjóð- minjaráð sé einangrunarsinnað og vilji ekki samvinnu við erlenda fræðimenn. Ég get fullvissað stjórn- . ina um að svo er ekki. En gera verður ráð fyrir því að stjórnin viti að fornleifar á íslandi eru friðaðar með lögum. Mönnum er ekki fijálst að grafa í fornleifar á íslandi frem- ur en í öðrum löndum. Varðandi fornleifauppgröft gildir ekki rann- sóknafrelsi. Meginatriði varðandi samþykkt þjóðminjaráðs eru: ♦ 1. Fornleifar á íslandi eru menn- ingararfleifð íslendinga. Þeir eiga því að njóta hennar og varð- veita hana. Það mætti líka orða það svo að íslenskar fornminjar séu okkar deilch í fornleifafræði heimsins og á okkar ábyrgð. 2. Fornleifar eru sögulegar leifar sögulegra ferla og einstæðar sem slíkar vegna þess að sé graf- ið í þær skerðast þær eða eyð- ast um leið. Sé þeim eytt verður það ekki aftur tekið. Fornleifar eru því sérlega viðkvæmt og vandasamt heimilda- og rann- sóknarefni. 3. Fornleifar á íslandi eru fátæk- legar miðað við nágrannalöndin. Þetta þýðir að arfleifðin er rýr og mikilsvert að hún verði ekki stórlega skert að óþörfu. í öllum nágrannalöndum okkar eru mjög strangar reglur um forn- leifagröft, ekki síst um fornleifa- gröft erlendra manna. Ef slíkar reglur eru ekki hér á landi er hætt- an sú að hingað leiti fornleifafræð- ingar sem ekki fá að grafa í heima- löndum sínum, þótt þau séu langt- um auðugri að fornleifum. Þá má einnig minna á að í auðugum menn- ingarlöndum eru margir og digrir sjóðir sem styrkja vildu fornleifa- rannsóknir í öðrum löndum, fengist til þeirra leyfi. í nafni rannsókna- frelsis væri þá vafalaust hægt að grafa hreinlega upp það sem hér er til á skömmum tíma. Slíkt sam- ræmist ekki því sem helst er uppi nú í þessum fræðum, þar sem áhersla er lögð á vernd minja í jörð- inni handa næstu kynslóðum, ekki síður en að grafa þær upp. í ljósi þessa er auðvitað sjálfsagt að takmarka fornleifagröft og eyð- ingu fornleifa. Aðeins þegar tryggt er að staðið sé að rannsóknum af fullri einurð og fræðimennsku elleg- ar brýna nauðsyn ber tii, ætti því að leyfa fornleifagröft. Þess vegna hefur löggjafinn sett um þetta lög og regiur. Þess vegna hafa forn- leifanefnd og þjóðminjaráð tekið í anda laganna harða og takmark- andi afstöðu til fornleifagraftar. UNDANFARIN ár heftir hópur fólks gengist fyrir árlegu móti í nýaldarstíl við rætur Snæfells- jökuls, undir nafninu Snæfellsás — mannrækt undir jökli. Snæ- fellsás 90 er fjórða mót sinnar tegundar og verður haldið nú um verslunarmannahelgina í Brekkubæ, Hellnum, Snæfells- nesi. í fréttatilkynningu um mótið seg- ir að dagskrá Snæfellsáss ’90 sé öll miðuð við mannrækt og sjálfsrækt. Hver mótsdagur hefjist á samstill- ingu, léttum jógaæfingum og hug- leiðslu. Þá verði fyrirlestrar um hin ýmsu málefni, m.a. umhverfísmeng- un, hin ýmsu skilaboð sem hafa komið í gegnum miðla frá upphafi Þar sitja verndunarsjónarmið í önd- vegi. Álmenningur („þjóðin" ef má nota það orð) hefur ákveðinn rétt til menningararfleifðar sinnar og einstakir aðilar mega ekki án leyfis ganga á þessa arfleifð. Að veita mönnum aðgang að íslenskum forn- leifum í jörðu sem laun fyrir veitta aðstoð eða greiða af einhveiju tagi er vitanlega fráleit verslun. Reynslan er forræði útlendinga yfir fornleifarannsóknum á Islandi er misjöfn. Fullkomið eftirlit með gangi rannsókna og meðferð forn- gripa hefur reynst torvelt, enda hafa forngripið farið úr landi án þess að haft hafi verið með því nægilegt eftirlit. Ábyrgð og forræði íslendinga yfir fornleifarannsókn- um á íslandi er því mikilvert atriði til þess að framfylgja þjóðminjalög- um og tryggja rétt Islendinga til menningararfleifðar sinnar. Það auðveldar líka allt eftirlit og stjórn- un í þessum málum. En ábyrgð og forræði íslendinga eru engin hindr- un þess að samvinna sé höfð við erlenda vísindamenn og fræða- þessarar aldar, fyrirlestrar um hug- lækningar og aðra heilun, fyrirlestur frá Kripalu-jógahópnum, reiki, nám- skeið í „Shamanismna" með kennslustundum tengdum sjálfsrækt og einnig mun Hiroshima verða minnst með friðarathöfn. Þá segir, að hægt verði að fá heilun með kristöllum, láta spá fyrir sér í Tarot-spil, rúnir eða í „Medic- ine Cards“ sem eru nokkurs konar Tarot-spil indíánda Norður Ameríku. David Carson mun halda eins dags námskeið í „Shamanisma" á mótinu, ásamt aðstoðarkonu sinni, Ninu Sammons, og annað námskeið í Reykjavík laugardaginn 11. ágúst. Magnús Þór Sigmundsson stjórn- ar íjöldasöng og flytur nokkur laga Verslunarmannahelgin: Nýaldarmót á Snæfellsnesi Við erum síþyrst og er ekki nema gott um það að segja, en því miður svölum við þorstanum alltof oft með óhollum drykkjum. Við lítum fram- hja besta og hollasta drykknum, blávatninu. Ég kenni börnum í grunnskóla matreiðslu. Þegar þau setjast að máltíð horfa þau með undrun á vatnskönnuna og segja svo: „Bara vatn, fáum við ekki djús?“ Með mat fá þau ekki annað en vatn og ég set stundum klaka í það, þá finnst þeim það spennandi og þamba vatnið með góðri lyst. Þegar þau fá brauð og þess háttar fá þau mjólk eða hreinan ávaxtasafa. Börnin hafa ekki vanist því að drekka vatn með mat og er það slæm þróun. Oft eru þeir drykkir sem börn drekka lítið ann- að en litað vatn með sykri eða gervisykri, stund- um eru þessir drykkir vítamínbættir. Getur hver maður sagt sér hversu óhollt það er fyrir börnin að drekka mikið af þessu. Þessir drykk- ir eru líka dýrir. Alls konar drykki getum við búið til sjálf og við ættum að gera meira í því. Mysu getum við stundum sett út í ávaxta- safa, hún gerir safann fjölbreyttari og hollari, en mikið kalk er í mysunni. Við þurfum ekki alltaf mikið af henni. Þetta er nú einu sinni svaladrykkur okkar íslendinga. Góðan og ódýr- an drykk er hægt að búa til úr rabarbara. Hann er að vísu ekki mjög vítamínauðugur, en hann er mjög góður og svalandi og auk þess ódýr. Ég kom á bæ í Flóanum, en á þeim bæ eru mörg síþyrst börn yfir sumartímann. Húsmóðirin sýndi mér í bú- rið þar sem belgir með rabarbara héngu í spotta niður úr búrhillunni og var skál höfð undir til að taka við safanum. Þennan safa setur hún á flöskur og blandar saman við vatn. Börnin eru mjög sólgin í þennan drykk og er fyrsta uppskriftin í dag af honum. Rabarbarahrásaft 6 kg rabarbari 5 lítrar vatn 40 g vínsýra 500 g sykur í hvern lítra safa 1. Þvoið rabarbarann og skerið í litla bita. Setjið í skál ásamt vatni Sveinbjörn Rafnsson „Almenningur („þjóð- in“ ef má nota það orð) hefur ákveðinn rétt til menningararfleifðar sinnar og einstakir aðil- ar mega ekki án leyfis ganga á þessa arfleifð.“ auðvitað mjög æskilegt í mörgum greinum. Að lokum varðandi mál T.H. McGoverns. í ályktun stéttarfélags- stjórnarinnar um það mál er ekki farið að öllu leyti rétt með en ég hirði ekki að tíunda þá agnúa hér. Auk ofangreindra athugasemda er meginatriði fyrir mér að ég fæ ekki séð að þessar beinarannsóknir McGoverns séu þess eðlis að þær réttlæti fornleifagröft. Þessa skoð- un mína veit hann eins og margt annað sem ég hef rætt við hann um. Hann hefur aðgang að mjög miklu beinarannsóknaefni úr söfn- um hérlendis frá íslenskum forn- leifarannsóknum. Það er áreiðan- lega miklu meira og merkilegra en það sem hann getur aflað sér með sumarlöngum fornleifagreftri norð- ur á Ströndum. Loks lýsi ég því yfir við stjórn stéttarfélags míns að ég er ályktun hennar ósammála og tel hana byggða á vanþekkingu, þótt til- gangurinn sé eflaust góður. Það er nýlunda að stjórn stéttarféalgs álykti um málefni einstakra fræði- greina. Megum við eiga von á álykt- unum um t.d. efnafræðirannsóknir eða guðfræðirannsóknir? stofnanir. Sjálfsagt er að íslenskir Höfundur erformaður vísindamenn leiti samstarfs við er- fornleifanefndarogásætií lenda aðila um fræðileg málefni og þjóðminjaráði. Nýaldarmót verður haldið um verslunarmannahelgina á Snæfellsnesi. sinna. David Carson stjórnar ind- íánadansi eitt mótskvöldið. Á mótsvæðinu eru tjaldstæði, en hægt er að fá svefnpokapláss í Fé- lagsheimilinu á Arnarstapa. Einnig má benda á ferðaþjónustu bænda í nágrenninu. Veitingasala verður á mótsvæðinu, en veitingar eru einnig seldar í Arnarbæ á Arnarstapa. Miðaverð fyrir fullorðna er 3.000 krónur og er innifalið í því móts- gjald og aðgangur að öllum dag- skráratriðum, nema námskeiðum og einkatímum. Fyrir börn yngri en 14 ára kostar 50 krónur. (Úr frcttatilkynninjfu) og vínsýru. Gætið þess að skálin sé vel hrein. Leggið hlemm eða stórt fat ofan á skálina og látið standa á köldum stað í 3 sólar- hringa. Hrærið öðru hveiju í þessu. 2. Setjið rabarbarann á hreina grisju, bindið fyrir og hengið á krók. Setjið skál undir. Þetta síast á 10-20 tímum. 3. Mælið saftina og setjið u.þ.b. 500 g af sykri í hvern lítra. Setjið skálina í kæli- skáp, hrærið í öðru hveiju meðan sykurinn er að leysast upp. 4. Hel- lið saftinni á flöskur, eða setjið í hreinar mjólkurfernur eða klaka- poka í frystikistuna. 5. Blandið saftina með vatni, 1 lítri saft, 5 lítrar vatn eða meira. Athugið: Saftina þarf að geyma í kæliskáp. Næsta uppskrift er úr bókinni minni „Minna mittismáT’. Vatnsmelónudrykkur 'A meðalstór vatnsmelóna 1 flaska cider (eplagos) 2-3 dl 1 lítil ferna ananassafi safi úr 'A sítrónu breakpinni 1. Takið hýðið af melónunni, tínið úr henni alla steina, setjið síðan í blandara og hrærið vel I sundur. 2. Kreistið safann úr sítrónunni og setjið saman við ásamt ananassafa. 3. Takið súkkul- aðið af breakpinnanum, skerið ísinn af honum en setjið ísinn saman við drykkinn. Hellið í glös, setjið rör í og berið strax fram. Athugið: Ef þið eigið ekki bland- ara, er hægt að hræra þetta í sund- ur í hrærivél. Appelsínu/mysudrykkur 1 stór ferna hreinn appelsínusafi 3-4 dl mysa 1 appelsína nokkrir klakar 1. Afhýðið appelsínuna, takið í lauf og skerið í litla bita. Hafið disk undir meðan þið eru að skera appelsínuna. 2. Setjið mysu og appelsínusafa í skál, setjið app- elsínubitana og safann, sem hefur myndast meðan appelsínan er skor- in, út í. 3. Metjið klakana örlítið með kjöthamri og setji út í. 4. Hellið í glös, setjið skeið í glösin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.