Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 33 Guðbjörg Guðmuiids dóttír — Kveðjuorð Golan bærir blóm á engi, blika ský við komu dags. Sumir muna - muna lengi margir aðrir gleyma strax. (Arnheiður Guðjónsdóttir) Enginn gleymir Boggu, sem þekkt hefur. J^akklæti er mér efst í huga, er ég minnist Guðbjargar Guðmundsdóttur. Guðbjörg var gift afabróður mínum Jóni Árnasyni skipstjóra og var að „seyðfirskum sið“ ávallt kölluð Bogga Jóns. Þann- ig var þetta á Seyðisfirði áður fyrr. Konur voru kenndar við menn sína, börn gjarnan við mæður sínar. Boggu kynnist ég fyrst tveggja ára gömul á Seyðisfirði, og man ég auðvitað ekki þau kynni, en farsæl hafa þau verið mér alla tíð síðan, Jón og Bogga fluttust til Reykjavíkur og fyrst þá kynnist ég þeim verulega. Mikill samgangur var milli heimila, móðir mín og Bogga miklar vinkonur, og kom ég mikið á heimili þeirra, fyrst á Vest- urgötu, síðar á Nesvegi. Á þeirra heimili var öllum vel tekið og marg- ir voru þeir, sem þangað leituðu með sorgir sínar og gleði. Víst er að þaðan út fór enginn án huggun- ar eða samgleði Boggu. Hún hafði stórt hjarta, var fé- lagslynd og skoðun sinni trú. Hún var alla tíð talsmaður smælingjans og fann þeirri skoðun sinni stað í Alþýðuflokknum, sem hún starfaði fyrir svo lengi sem kraftar leyfðu. Hún starfaði einnig mikið í félagi austfirskra kvenna. Minnist ég margra stunda á heimili hennar, þar sem saman sátu austfirskar konur við hannyrðir, sem fara áttu á næsta basar félagsins. Seyðfirð- ingafélagið var henni kært og Nes- kirkja eitt af hennar helgustu hugð- arefnum. Ástúð og einlægni, aðals- merki Jóns og Boggu og þeirra barna, upplifi ég síðan sem einstæð móðir. Þegar syni mínum, sökum aldurs, var burtvísað af barnaheim- ili tóku Jón og Bogga við. Það var ekki vandamál í þeirra augum, held- ur sjálfsagður hlutur, að líta eftir drengnum frá því skóladegi lauk, þar til starfsdagur móður var á enda. Guðmundur og Inga áttu sinn þátt í þessari ómetanlegu aðstoð. Þessi ár verða mér ávallt ógleyman- leg. Ég sé í minningunni lítinn dreng, lesandi úr blöðum dagsins fyrir blindan langafabróður, sé hann fyrir mér þræðandi öngla á línu, hlustandi á speki þessa gamla góða manns. Kirkjuferðir sonar míns og Boggu í Neskirkju, eru mér einnig minnisstæðar. Aðstoð hennar, er veikindi steðjuðu að, mun aldrei fullþökkuð. Þetta allt man ég og þakka. Ungum dreng varð ekkert hollara í uppvextinum en samneytið við Jón og Boggu. Fimmtudaginn 19. júlí lést Vil- helmína Bech eftir stutta legu. Kynni mín af Vilhelmínu hófust fyrir rúmum 10 árum, er systir mín gekk að eiga systursonarson henn- ar, sem búsettur hafði verið hjá henni um árabil. Vilhelmína heitin var barnlaus, en hún hafði ávallt pláss fyrir börn fjölskyldunnar, hvort sem hún fóstraði þau um lengri tíma eða sat yfir þeim í fjarveru foreldra. Mágur minn er eitt þessara fósturbarna Vilhelmínu og milli þeirra voru miklir kærleikar. Það kom því eng- um á óvart, er systir mín og mágur ákváðu fyrir fáum árum að byggja tvíbýlishús ásamt Vilhelmínu til þess að hún mætti vera nálægt þeim á haustdögum ævi sinnar. Það eru nú rúm þrjú ár, síðan þau fluttu öll inn í nýja húsið, og hafa systurbörn mín notið um- hyggju og kærleiks Vilhelmínu í æ Ég kveð Boggu mína með sökn- uði og tel það gæfu mína og fjöl- skyldunnar að hafa átt hana að. Við Örn sendum öllum aðstandend- um, innilegar samúðarkveðjur. Helga Harðardóttir Með nokkrum orðum vil ég minn- ast og þakka minni elskulegu tengdamóður, Guðbjörgu Guð- mundsdóttur, fyrir 44 ára kynni og þar af 24 undir sama þaki. Margar sögur hafa verið sagðar um tengdamæður í nábýli og flest- ar miður góðar. Ég ber hins vegar tengdamóður minni góða sögu, þótt í fyrstu hafi ég ekki alltaf verið sátt við Guðbjörgu, því mér fannst hún stjómsöm. Árið 1948 keyptum við Guðmundur sænskt hús á Nesvegi 50 í Reykjavík og' bjuggum á efri hæð hússins en Guðbjörg og Jón Árnason, tengda- faðir minn, bjuggu á jarðhæðinni. Nokkru seinna flutti móðir Guð- bjargar, Arnbjörg, til þeirra Jóns og bjó hjá þeim til ársins 1957, er hún lést. Eftir að börnin okkar fæddust voru orðnir 4 ættliðir í húsinu. Það voru mikil umskipti fyrir Guðbjörgu að flytja úr eigin húsi á Seyðisfirði á jarðhæðina hjá okkur, því ekki var rýmið eins mikið. Það var ætíð mannmargt í kringum tengdamömmu og á máltækið „þar sem er hjartarými, þar er er hús- rými“ vel við um hana. Barnabörn- um sínum var hún með eindæmum góð amma og aldrei skorti okkur barnapössun á Nesveginum. Strax um haustið 1948 bauðst Guðbjörgu vinna við ræstingar í Reykjavíkurapóteki og starfaði þar í tæplega 30 ár. Hún var í góðum tengslum við samstarfsfólkið þar sem mat hana mikils og sýndi henni margvíslegan sóma. Eftir að Guð- björg fluttist til höfuðborgarinnar tók hún fljótlega virkan þátt í ýmsum félögum, svo sem Félagi austfirskra kvenna, verkakvenna-' félaginu Framsókn, Kvenréttinda- félagi íslands og Félagi alþýðu- flokkskvenna. Hún virtist hafa óþrjótandi kraft til að sinna félags- máíum, var ósérhlífin og var hvar- vetna heill liðsmaður. Ég undraðist oft afköst hennar, hugkvæmni og skipulagsgáfu. Hún var flokks- bundin alþýðuflokkskona og bar hag flokksins mjög fyrir brjósti og vildi veg hans sem mestan. Hún sat nokkur Alþýðusambandsþing en þá voru þau haldin í KR-heimil- inu. Á morgnana áður en hún fór á þing var hún oft búin að útbúa veisluborð og kom svo stormandi heim í hádeginu með 5-6 konur sem hún hafði boðið til hádegisverðar. Ég sé þær ennþá fyrir mér, flestar ríkara mæli en áður fyrr. Hún þreyttist aldrei á að hlusta á þau og hlúa að þeim, og áttu þau í henni sína aðra ömmu. Samband fjöl- skyldu systur minnar og Vilhelmínu var mjög náið og naut ég og fjöl- skylda mín einnig gestrisni hennar, hlýju og hjálpsemi þegar við sóttum þau heim. Mikið tómarúm hefur skapast hjá fjölskyldunni í Hesthömrum nú, þegar Vilhelmína hefur kvatt, en sárastur er söknuðurinn hjá börn- unum Herði Ellert og Kolbrúnu Dóru, því að Vilhelmínávar óijúfan- legur hluti af þeirra tilveru. Elsku Óli, Lilja, Hörri og Kolla, megi sá er öllu ræður styðja ykkur og styrkja í sorg ykkar. Við fjöl- skyldan hér í Montréal sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur á þessari erfiðu stundu. Sigrún Harðardóttir á peysufötum og man sérstaklega eftir heiðurskonunni Jóhönnu Eg- ilsdóttur, en þær Guðbjörg urðu góðar vinkonur. Ég skaust gjarnan niður til aðstoðar og hafði gaman af, því oft voru líflegar umræður við matborðið sem hlaðið var góm- sætum réttum, því Guðbjörg gat gert ótrúlega góðan mat úr litlu enda var hún listakokkur. Systkini tengdapappa voru mörg og háöldruð. Þau töldust með hæsta meðalaldur systkina á Norð- urlöndum á þeim tíma en í hópnum voru þrennir tvíburar. Eftir að Jón og Guðbjörg fluttust á Nesveginn varð það að skemmtilegum vana systkina að hittast a.m.k. einu sinni í mánuði á sunnudögum hjá þeim. Þessir sunnudagar eru mér ógleym- anlegir því það var svo fróðlegt að hlusta á þau rifja upp gamlar minn- ingar að vestan en þaðan voru þau ættuð. Og alltaf var veisluborð hjá Guðbjörgu. Tveimur árum eftir að tengda- faðir minn lést, flutti Guðbjörg ásamt yngsta syni þeirra, Jónasi, til okkar í Áusturgerði 10 í Reykjavík. Þau leigðu íbúð á jarð- hæðinni. Það var ekki átakalaust fyrir Guðbjörgu að flytja úr Vestur- bænum frá góðum nágrönnum og úr Neskirkjusókn því hún var trúuð og kirkjurækin og sótti guðsþjón- ustur sérhvern sunnudag. En henni var vel tekið í Bústaðasókn og kynntist strax góðum nágrönnum. IVAtLI' SKAPUR 140 lítra, meö klakakubbafrysti TILVALINN FYRIR SUMARBUSTAÐI FYRIRTÆKI SMÆRRIHEIMILI % ÞÚ GETUR TREYST PHILIPS 4j> Heimilístæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 (/cd eAUtoSwcyajéegiri í sqmííkqjiwc Minning: Vilhelmína J. Bech Á. níræðisaldri tók hún að sér að gæta 6 ára nöfnu minnar, sem var hjá henni 5 daga vikunnar. Á milli þeirra myndaðist mikið ástríki og Inga litla lærði margt af langömmu sinni. Þær söknuðu hvor annarrar mikið þegar Ingunn flutti alfarið til Noregs ásamt yngri bróð- ur sínum og norskri móður þeirra. Þegar þau hringja frá Noregi spyrja þau ávallt fyrst um „olde- mor“. Ég er þakklát fyrir að hafa get- að aðstoðað tengdamóður mína síðustu árin hennar hér í Austur- gerði, því hún hjálpaði mér svo mikið og margvíslega í gegnum árin. Héðan fór hún á Hrafnistu í janúar 1987. Hjúkrunat'- og starfs- fólki deildar 4a þökkum við fjöl- skylda hennar fyrir ft'ábæra umönnun. Einnig viljium við þakka öllum þeim sem heimsóttu hana og styttu henni stundirnar í ellinni. Blessuð sé ntinning hennat'. Ingunn E. Stefánsdóttir poqqen Funahöföa 19 sími 685680 ORYGGI TEF2HI VATNABÁTAR I hœsta gceðaflokki margar stœr&ir og gerðir planandi eða óplanandi með eða ón utanborðsmótor Raunverulegg ósökkvandi! Tvöfaldur skrokkur með polyurethan ó milli. Viðurkenndir af Sigiingamólastofnun. Er ekki róð að fó sér einn vísitölubót ó góðum kjörum hjó okkur Vélar&Tækihf. Tryggvagata 18-121 Reykjavlk Sími: 91-21460 - Fax.: 623437 Föróunar námskeiö Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunar eru kennd á eins kvölds námskeiðum. Aðeins 10 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi persónulega tilsögn. Innritun og nánari upplýsingar í síma 26525 milli kl. 10.00 og 17.00. Unnið með__________ NO NAME —... COSMETICS -...- J Kennari: Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.