Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 KOMUM HEIL HEIM: Tæplega helmingur öku- manna hefur ekið ölvaður! dShKARNABÆR 6ARB0 bOGART m mmm m austurstræti22,sími22771. Sérverslun fvrir herra ^SSÆW LAUGAVEGI 66 SIMI 22950 . --------- y I hjarta borgarinnar í Austurstræti 22, sími 22925 Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. \ Vesturgðtu 16 - Sfaai 14680-13210 eftir Einar Guðmundsson Þetta er niðurstaða könnunar sem Bindindisfélag ökumanna lét gera síðastliðinn vetur. Ástæða þess að menn óku ölvaðir voru meðal annars að þeir töldu sig sleppa undan klóm lögreglunnar, 36% öku- manna voru þeirar skoðunar meðan 32% þeirra töldu sig vera undir 0,5 prómill-mörkunum sem yfirvöld miða við. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að mun minna magn áfengis hafí slævandi áhrif á ökumenn eða strax við 0,2 prómill. 48% ölvaðra ökumanna voru að koma frá veitinga- eða skemmtistað meðan um 40% þeirra voru að koma úr heimahúsi. Hvaða kröfiir eru gerðar til mín sem ökumanns? Það er mjög álvarlegt að aka undir áhrifum áfengis. Ekki aðeins er sá ölvaði hættulegur sjálfum sér, heldur ekki síður þeim sem hann mætir í umferðinni. Hvort sem okk- ur líkar betur eða verr, þá er áfengi eitur sem hefur áhrif á líkamsstarf- semi okkar. Þegar þú, lesandi góður, sest undir stýri og ætlar að aka, eru gerðar miklar kröfur til þín. í fyrsta lagi þarf dómgreind þín að vera í lagi. Þú ert stöðugt að meta aðstæður og bregðast við því sem aðrir gera í umferðinni. Stund- um hefur þú aðeins sekúndubrot til að bregðast rétt við og þá er eins gott að viðbragðstíminn sé stuttur og viðbragðið í lagi. Á 60 km hraða ekurðu tæpa 17 metra á hverri sek- úndu, u.þ.b. 4 bíllengdir. Á þeirri vegalengd getur margt gerst. Því er hver sekúnda dýrmæt, þegar bregðast þarf snöggt og rétt við. í öðru lagi þarf taugakerfið að vinna hratt og vel til að koma skila- boðum frá heilanum til vöðva, um það hvernig bregðasst skuli við. í þriðja lagi þarf sjónin að vera skýr og góð svo þú sjáir hvað er að gerast á veginum fyrir framan þig eða í grennd við hann. „Mundu að dómgreind þín breytist þegar þú neytir áfengis.“ Ert þú ábyrgur ökumaður? Ef þú, ökumaður góður, ert með- vitaður um ofangreinda hluti, þá skalt þú, ef þú ætlar að fá þér í glas, skilja bílinn og bíllyklana eftir heima, svo þú freistist ekki til að aka. Mundu að dómgreind þín breytist þegar þú neytir áfengis og því gæti þér fundist allt í lagi að aka þegar þú hefur neytt þess. Að öllum líkindum er ölvunar- akstur mjög algengur hér á landi, mun algengari en marga grunar. Samkvæmt köiinun Bindindisfélags ökumanna hefur tæplega annar hver ökumaður gerst sekur um slíkt. Ég býst við að þú sért sammála þeirri staðhæfingu að ölvaður öku- maður sé hættulegur í umferðinni. Vildir þú mæta honum? Vildir þú þurfa að treysta á rétt viðbrögð hans, á hættustund ef þú værir á gangi eftir götu, eða barnið þitt væri á leið út í búð. Áætlað er að fjórða hvert bana- slys í umferðinni megi rekja til ölv- unaraksturs og um 18% annarra Hvaða áhrif hefúr áfengi á mig sem ökumann Ef þú neytir áfengis, lesandi góð- ur, jafnvel þó í litlu magni sé, þá hefur það áhrif á fyrrgreinda þætti. Sjónin verður ekki eins skýr, sjónsviðið þrengist og þú átt erfiðar með að greina úr hvaða átt hljóð kemur. Taugarnar starfa mun hægar þegar viðkomandi hefur neytt áfengis og því eru vöðvahreyfingar hægari og viðbragðið mun lakara fyrir bragðið. Dómgreind þín breytist við það að neyta áfengis. Þér hættir til að ofmeta sjálfa(n) þig og telur þig geta meir en raun er á. Meiri hætta er á að mat þitt á aðstæðunum framan við bílinn reynist rangt, t.d. ef barn hleypur skyndilega fyrir bílinn hjá þér. slysa. Á síðastliðnum 10 árum eru það 60 mannslíf og um 800 slasað- ir vegna ölvunaraksturs. Það er þungur baggi fyrir Bakkus að bera. Fyrst þú gerir þér grein fyrir því nú að hættulegt sé að aka ölvaður, hafðu það líka í huga ef freistingin kemur yfir þig að setjast undir stýri í slíku ástandi. Höfundur er framkvæmdastjórí BFÖ. iK/WNPANpM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.