Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 27
-tLi*Vi i -4(jl Örbókunum stillt á líkan af prentpressu. Minnsta bókin er um einn sentimetri á hæð. •• A Orbækur í Arbæjarsafiii eftirHelgaM. Sigurðsson Eins og fram hefur komið í frétt- um starfrækja bókagerðamenn atda- mótaprentsmiðju í Arbæjarsafni þetta sumarið. Gengur hún undir nafninu Gamlaprent. Þar er meðal annars sýnd handsetning, þegar lausir stafir, ásamt línubilum og greinarmerkjum, eru tíndir einn og einn úr leturkassa og raðað í svo- nefndan haka. Hér er á ferðinni að- ferð sem tíðkast allt frá tímum Gut- enbergs á 15. öldinni og fram undir 1930. A efri hæð Gamlaprents er síðan bókbandsstofa. Þar eru notuð áhöld sem Guðbrandur Hólabiskup (d. 1627) hefði vafalaust borið kennsl á. Handbandið hefur ekki tekið meiri beytingum en svo. I Gamlaprenti sjást engin gerviefni, heldur eru not- aðar húðir af þeim skepnum sem lifað hafa hér á landi, svo sem kiðlingum, sauðum og kálfum. Einnig er þarna steinbítsroð, en það líkist furðumikið venjulegu skinni þegar búið er að vinna það. En tilefni þessara lína var ekki að tíunda alla starfsemi í Gamla- prenti. Þannig er háttað að einn bók- bindaranna sem koma hingað um helgar, Sigurþór Sigurðsson, batt fyrir skömmu inn örbók sem svo kallast. Var hún aðeins rúmur þuml- ungur á hæð, fimm arkir (pappír 45 grömm), og saumuð á hefðbundinn hátt. Valdi hann henni svonefnt djúp- falsband, setti oasis-skinn á kjöl og horn og handunninn, marmoreraðan pappír á spjöldin. Kjölur er upp- hleyptur og með gyllingu. í ofanálag gerði Sigurþór kassa í sama dúr utan um bókina. Þetta framtak Sigurþórs vakti talsverða athygli og umræður, meðal annars vegna þess að örbókagerð á sér langa hefð erlendis. Til að mynda hafa menn með henni reynt að smeygja sér framhjá ritskoðun óvin- sælla valdhafa, veraldlegra og geist- legra. hins vegar kannast menn ekki við að örbókagerð hafi verið stunduð á Islandi til þessa. Ennfremur var bók Sigurþórs mjög _ fagmannlega unnin og bráðfaileg. Á hinn bóginn fundu menn að þvi að ekkert lesmál væri í henni. Bækur voru til þess að lesa. Hún var heldur ekki mjög slá- andi lítil. Sigurþór hefur mjög auðsæilega hugað málið fram til næstu helgar, því að þá bjó hann til aðra bók. Var hún mun minni en hin, ámóta og sykurmoli. Setti hann hana í grunn- falsband, sem er einfaldara en djúp- falsbandið, og klæddi í alskinn. Gyll- ingu sleppti hann en nú var komið lesmál á síðurnar, skýrt og greini- legt, um þrír punktar að stærð. Heiti bókarinnar er „Viðfangsefni lífsins", og er hún með öðrum orðum enginn reyfari. Þar með mátti búast við að ör- bókagerð væri lokið að sinni. En helgina á eftir vann i Gamlaprenti maður að nafni Hilmar Gunnarsson. Hann tók að rifja upp sögusagnir af smæstu bók í heimi. Sumar þeirra greindu svo frá að hún væri á stærð við títipijónshaus. En sjálfsagt væru það verulegar ýkjur. Sömuleiðis gæti ekki staðist að til væri fullgild spænsk-frönsk orðabók sem kæmist fyrir í fingurbjörg. Hilmar er fremur fingrastór maður. Hann fór samt. að prófa'sig áfram og varð útkoman bók á stærð við rúsínu. Hún var saumuð á venjulegan hátt og bundin í kiðlingaskinn, gullt í kjöl og á spjöld. Hafði Hilmar á orði að skin- nið hefði verið heflað svo þunnt að nærri lægi að það væri gegnsætt. Og nú er að sjá hvað næst gerist í örbókamálum í Gamlaprenti. Bragðgott og brakandi SlMI: 91 -24000 ...ekki bara kalli Höfundur er safiivörður í Arbæjarsafni. Þú ert á grænni grein með Filman sem þú getur treyst — alltaf. Mundu að 10 krón'ur af hverri Fuji fiimikrennatil Landgræðsluskóga - átak 1990. FARÐU I )-"\4ra VIKNA SÓLARLANDAFERÐ TIL COSTA DEL SOL I OG BORGAÐU AÐEINS g. FYRIR 3 VIKUR Farið verður 10. ágúst og 7. september. Tryggðu þér þessar ódýru ferðir hjá Úrvali-Útsýn sem allra fyrst. .—CuL FERDASKRIFSTOFAN URVAL-UTSYN Álfabakka 16. Sími 60 30 60 Pósthússtræti 13. Simi 2 69 00 scga Sudurgötu 7 Sími 62 40 40 MOBGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 Þau eru búin að bjarga málunum í bili. Mamma kom stráknum til bjargar meðan pabbi slökkti eldinn. Það borgar sig að hafa „réttu græjurnar". Höfum öryggisbúnað meðferðis í ferðalagið. Slökkvitækið á að vera í bílnum og sjúkrakassi til að hægt sé að gera að meiðslum. Örlítil gætni og fyrirhyggja getur skipt sköpum. Komum heil heim Enn er ferðinni haldið áfram. En hérna hefur eitthvað farið úrskeiðis. Það rýkur úr vélinni. Þá er ekki verra að vera vel útbúinn. Slökkvitækið kemur í góðar þarfir og kemur í veg fyrir meira tjón. FARANGURSKASSAR í mörgum stœrðum fyrir allar gerðir bíla, stóra sem smáa, á góðu verði Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11 Slmi 91-686644 GOTT FÖLK/SlA,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.