Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 Norðurland eystra: Yelta vegna ferða- þjónustu vel á ann- an milljarð króna VELTA vegna ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra nemur vel á annan milljarð króna í ár, samkvæmt lausiegri áætlun ferðamála- fulltrúa Iðnþróunarfélags EyjaQarðar. Þá er ekki tekið tillit til ferðamanna sem gista í tjöldum, á sveitabæjum, i heimahúsum eða húsnæði félagasamtaka. Sem dæmi um þá búbót sem ferðaþjón- usta er iyrir svæðið má nefha áætlunarflug frá Sviss sem komst á í sumar. Eyða erlendu ferðamennirnir líklega yfír 32 milljónum króna, sem veldur 50 milljóna króna aukningu á framleiðslu kjör- dæmisins. ferðamönnum í kjördæminu komi í hlut Akureyringa. Bæjarbúar fá því um 500 milljónir króna í sinn hlut. Miðað við að veltuskattar bæjarins séu um tiundi hluti af vergum tekjum hefur bæjarsjóður því um 50 milljóna króna tekjur á ári af ferðamennsku. Otaldir eru þeir fjármunir sem aðrir ferðamenn en þeir sem nýta sér þjónustu hótela og veitinga- húsa eyða í kjördæminu. Að und- anfömu hefur verið algengt að um 700 manns gisti tjaldstæðið á Akureyri, sem jafngildir íbúatölu minni þorpa á landsbyggðinni. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar ferðamálafulltrúa er talið að hver ferðamaður eyði um 8.000 krónum í gistingu og mat á sólarhring. Árið 1988 voru gistinætur í kjör- dæminu, á hótelum og gistiheimil- um, 81.000 talsins. Beinar tekjur af ferðamönnum það ár voru því ekki undir 650 milljónum króna. Þorleifur áætlar að heildarvelta af þessum tekjum sé þó ekki und- ir 1,1 milljarði króna, þegar þeir peningar sem ferðamenn skila í sjóði heimamanna hafa streymt um hagkerfið. Útreikningar Þorleifs benda til þess að um helmingur tekna af Landsmótið í golfi hefst á Jaðarsvelli í dag að loknum miklum undirbúningi. Myndin var tekin af þegar fjórir þeirra 320 keppenda, sem undanfarna tvo daga hafa veirð að æfa sig og kynnast aðstæð- um, voru á leið á teig á Jaðarsvelli. Landsmótið í Golfí hefst í dag: Félagsskapur, útivera og hæfileg spenna Rætt við elstu kylfíngana og hótelstýru á Jaðri YS og þys var við goifskálann á Jaðri í gærmorgun þegar Morgun- blaðsmenn kynntu sér undirbúning landsmótsins sem hefst í dag. Meðal þeirra sem rætt var við voru tveir aidnir kylfíngar og hótel- stýra hins óvenjulega gistiheimilis sem komið hefur verið fyrir í hlaði golfskálans. Jón Guðmundsson og Árni Ingi- mundarson eru að líkindum elstu kylfingar í röðum félagsmanna Golfklúbbs Akureyringar og muna tímana tvenna í þeirri íþrótt. Jón verður 84 ára í haust og Árna vant- ar nokkra mánuði í sjötugt. Þeir brostu móti sól á Jaðri í gærmorgun og spáðu því að vel myndi viðra á ■> kylfinga og áhorfendur næstu tíu daga. Báðir leika þeir golf reglulega á Jaðri. Jón ætlar að láta sér nægja að fylgjast með landsmótinu sem áhorfandi, en Árni keppir við félaga sína í einherjaklúbbnum, hópi þeirra sem farið hafa holu í höggi. Hann y segist hafa tekið upp þráðinn í golfi þar sem frá var horfið fyrir þremur árum: „Ég kom ekki við kylfu í 20 ár. Reiknaði dæmið þannig að ekki væri hægt að blanda saman laxveið- um og golfi, en það er sú versta útkoma sem ég hef fengið úr nokkru reikningsdæmi um dagana. Maður getur komið hingað upp á völl hvenær sem er og leikið við sjálfan sig. Nægir að vita hvert parið er á holunni og þá þarf mað- ur engan rnótherja." Jón kveðst hafa spilað á þremur golfvöllum á Akureyri og þekkir því af eigin raun langa og skrautlega sögu íþróttarinnar. Hann segist ætla að halda áfram að spila golf svo lengi sem fæturnir bæru sig. Aðspurður hvað haldi mönnum svo lengi við efnið segir Jón að golfið sé eina boltaíþróttin sem allir geti stundað, án tillits til aldurs eða líkamsburða. „Þetta er svo hæfileg blanda af útivist, félagsskap og hæfilegri spennu,“ segir hann. Þrjátíu manna hótel á Jaðri Áslaug Stefánsdóttir hótelstýra segir í stuttu samtali að komið hafi verið upp gistiaðstöðu að Jaðri til þess að bjóða þátttakendum ódýrt húsnæði meðan á mótinu stæði. Hér er um að ræða skúra sem ætl- aðir eru verkamönnum og staðsett- ir voru á Gunnólfsvíkurfjalli um nokkurt skeið. Verktakafyrirtækið SS Byggir festi nýlega kaup á skúr- unum og flutti til Akureyrar. Þótt húsin láti lítið yfir sér eru vistarver- urnar rúmgóðar. Salerni og sturtur eru til staðar. Tveggja manna her- bergi kostar 2.500 krónur á nóttu. í Golfskálanum er góð veitingaað- staða og verður boðið upp á morg- unverð, hádegis- og kvöldmat alla mótsdagana. Gylfí Kristjánsson er formaður landsmótsnefndar og hefur haft í mörgu að snúast síðustu vikurnar. Alls starfa um 80 manns við fram- kvæmd mótsins. 20 manns á vökt- um í klúbbhúsinu, 30 manns í úti- störfum verða dreifðir um völlinn og um 30 manns verða við skrán- ingu, tölvuvinnslu, útreikning og fleira sem til fellur. Allt þetta starf er unnið í sjálfboðavinnu. Sagði Gylfi að félagar í Golfklúbbi Akur- eyrar hefðu sýnt ótrúlega fórnfýsi við undirbúnig og framkvæmd mótsins. Sautján golfklúbbar eiga fulltrúa á íslandsmótinu. Flestir eru frá Akureyri, en einnig frá Húsavík, Eskifirði, Neskaupstað, Vest- mannaeyjum, Seltjarnarnesi, Reykjavík, Mosfellssveit, Hafnar- firði, Keflavík, Grindavík, Akra- nesi, Stykkishólmi, Olafsvík, ísafirði, Sauðárkróki og Ólafsfirði. í fyrri hluta mótsins leika kylf- ingar í 2. og 3. flokki karla og 2. flokki kvenna. Leikið verður í þess- um flokkum frá fimmtudegi til sunnudags. 164 kylfingar eru skráðir til leiks í þessum flokki. Meistarar og 1. flokkar karla og kvenna leika síðan 1.-4. ágúst og má búast við svipuðum fjölda þátt- takenda í þeim flokkum, en skrán- ingu lýkur á morgun, föstudag. Is- landsmeistar eru Úlfar Jónsson, GK, og Karen Svavarsdóttir, GS. í 2. og 3. flokki sem heíja keppni í dag eru kylfingar á öllum aldri. Athyglivert er að í þessum hópi er að finna marga afreksmenn úr öðr- um íþróttagreinum. Nefna má handknattleiksmennina Gísla Blöndal, Berg Guðnason, Stefán Halldórsson og Bjöm Kristjánsson alþjóðadómara. Úr hópi knatt- spyrnumanna seni gert hafa garð- inn frægan má nefna Gísla Torfa- son, Jón Ólaf Jónsson, Guðna Jóns- son, Skúla Ágústsson, Reyni Jóns- son, Loft Eyjólfsson, Hauk Jakobs- son og Magnús Jónatansson. Veðurguðirnir hafa leikið við Norðlendinga að undanförnu og Jaðarsvöllur skartar sínu fegursta. Allar aðstæður eru eins og best verður á kosið og útlit fyrir spenn: andi og skemmtilegt landsmót. í Gylfi Kristjánsson formaður landsmótsnefndar. landsmótsnefnd eru auk Gylfa Kristjánssonar þeir Ragnar Stein- bergáson formaður GA, Konráð Bjarnason formaður GSÍ, Skjöldur Jónsson, Gísli Bragi Hjartarson, Árni Ketill Friðriksson og Stefán A. Einarsson. Rækta upp ár til laxveiði HÓPUR áhugamanna um stang- veiði í Eyjafirði hefur sleppt laxi í tvær ár sem til þessa hafa verið nærri fisklausar. Markmið þeirra er að rækta árnar til laxveiði, enda eru skilyrði talin góð fyrir fiskirækt í ánum. Árnar sem um ræðir eru Þorvaldsá á Árskógs- strönd og Oxnadalsá í Oxnadal. Sleppt var um 150 hafbeitarlöxum og nokkru magni laxaseiða í Þor- valdsá síðasta sumar. Þá veiddust um 60 laxar úr ánni. Er þess vænst að einhver seiðanna hafi gengið til sjávar og skili sér í ána að nýju. I sumar hefur verið sleppt 100 löxum í ána og eru um 35 komnir á land. Bleikja gengur upp á neðsta svæði Þorvaldsár og hefur veiði í henni reynst góð. Dæmi eru um að veiði- menn hafi landað 23 bleikjum, allt að 4-5 punda. Nú er búið að sleppa um 40 hafbeitarlöxum í Öxnadalsá og hefur töluvert af silungi sést í ánni. Morgunblaðið/Rúnar Þor LANDSMÓTIÐ í golfi, hið 49. í röðinni, hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Eftir stutta setn- ingarathöfn slær fyrsti kylfing- urinn, Hilmar Gíslason bæjar: verkstjóri, upphafshöggið. I kjölfar hans fyígja síðan á íjórða hundrað kylfíngar næstu 10 dagana. Útlit er fyrir að mótið verði fjölmennasta íslandsmótið til þessa og er það tvískipt að þessu sinni. Áslaug Stefánsdóttir við vinnuskúrana af Gunnólfsvíkur- flalli sem nú hýsa þátttakendur í landsmótinu á Akur- eyri. Á innfelldu myndinni eru þeir Árni Ingimundarson og Jón Guðmundsson, sem báðir verða meðal þáttak- enda á landsmótinu. Um 80 manns starfa við mótshaldið á Jaðarsvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.