Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 • 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS wamt a M AV 'U It Þessir hringdu . . . Vitni vantar að ákeyrslu Vitni óskast að ákeyrslu sem varð á móts við Skeifuna nr. 8 í Reykjavík þann 7.6. sl. Bílarnir sem rákust saman voru hvít Lada Sport og grænleitur Volvó 343. Vitni vinsamlegast hafi samband við Heimi Örn Gunnarsson í síma 676074. Tapaði silkislæðu Etienne Aigner silkislæða með hestamyndum tapaðist mánudag- inn 23. júlí snemma morguns á leiðinni V esturgata-Miðbær-Lauf- ásvegur-Bergstaðarstræti að Landspítala. Finnandi vinsamlega hringi í síma 13938. Tapaði myndavél Chinon-myndavél tapaðist á Árskógsströnd 17. júlí þegar eig- andi var að koma úr feijunni frá Hrísey. Finnandi vinsamlega hringi í síma 51152. Kettlingur Ellefu vikna svartan og hvítan högna vantar heimili. Upplýsingar í síma 45020. Tekur enn á móti fatnaði Fyrir stuttu var kona sem hringdi í Velvakanda og spurði um mann sem tók á móti fatnaði og sendi erlendis. Hann tekur enn á móti fatnaði og er heimilisfang- ið Langholtsvegur 134 og sími 35901. Gieraugu fundust Gleraugu fundust fyrír utan Ármannsheimilið um síðustu helgi. Umgjörðin er gyllt, blá og svört. Eigandi getur hringt í síma 37189. Læða Svört og hvít læða fæst gefins. Kassavön. Upplýsingar í síma' 688236. Bygging nýs álvers veldur meira tjóni en ávinningi Til Velvakanda. Það hefur mikið verið rætt og skrifað um álver að undanförnu. Mig langar til að koma áliti-mínu og vafalaust fleiri á framfæri. Eg tel að bygging nýs álvers myndi valda meira tjóni þegar til lengdar lætur en iátið er í veðri vaka. Þó nýtt álver gæti gefið einhvetjum atvinnu og jafnvel hagnað nú gæti það skaðað umhverfið síðar. Mikil- vægt er að halda landinu hreinu, bæði útaf fiskimiðunum og land- búnaðarframleiðslunni. Fólk vill frekar kaupa vörur frá íslandi því það veit að vörurnar hér eru ómeng- aðar. Ferðamenn sem hingað sækja koma til að sjá öðruvísi land, hreint loft og tærar ár og vötn. Mér finnst það skammsýni að ætla að reisa álver því þrátt fyrir að sérfræðingar álíti það ekki valda svo mikilli mengun er mátulega mark á því takandi. Það er alltaf hægt að leita álits þeirra sem mað- ur vill hlusta á. Ég vil að hvorki verði reist álver í Eyjafirði né annars staðar á landinu. Það á að halda íslandi hreinu og gæti uppbygging nýs ál- Til Velvakanda. Til handa Grími bað hann Ástríðar af Djúpárbakka . . . Grímur fekk hennar og var þó með Njáli. (Grímur bjó ekki at Bergþórshváli, það gerði Njáll sem fyrr.) Bændur einir bjuggu á jörðum sínum hvort sem voru sjálfseignar- bændur eða leiguliðar. Ekkjur við bú bjuggu einnig. Annað skyldulið átti þar heima. Þegar þéttbýli tók að myndast í kaupstöðum fór að búa að jafn- vers dregið dilk á eftir sér og vald- ið meira tjóni en ávinningi þegar til lengri tíma er litið. Elísabet gilda að eiga heima, hvort sem um húsráðendur eða aðra heima- menn var að ræða, enda fyrsta merking að búa í Orðabók Menn- ingarsjóðs skýrð þann veg. í eftirmælum í Morgunblaðinu um mann, sem ólst upp í sveit, stendur: Fyrstu sex ár ævi sinnar bjó N.N. hjá fósturforeldrum sínum. Þannig hefði ekki verið tekið til orða fyrr meir. Eigum við ekki enn um sinn að láta bændur eina búa og aðra vera þeirra heimamenn? J.Á.G. Bændur einir búa ZANCASTER ** Þakstál með stíl Plannja liUþakstál A6rir helstu sölu- og þjónustuaöilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. VélaverkstÉeðið Þór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Hjá okkur færðu allar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja þakstál með mattri litaáferð, svartri eða tígulrauðri. ÍSVÖR HF. Smiöjuveg 4e, 200 Kópavogur. Póstbox: 435,202 Kópavogur. S: 91 -67 04 55, Fax: 67 04 67 Metsölublað á hvetjum degi! Tungumála- snillingar á Islandi Til Velvakanda. Frétt Morgunblaðsins 23. maf sl. um Skota sem talar 22 tungumál þykir mér ekki henta sem forsíðu- frétt í blaði á borð við Morgunblað- ið. Það er ekki einstætt að tala 22 tungumál. Sjálfur tala ég níu mál sem þykir ekki merkilegt, og ýmsir starfsbræðra minna tala margfalt fleiri. Konan mín talar „aðeins“ sex tungumál (dönsku, ensku, íslensku, sænsku, finnsku og þýsku) en talar þau án hreims. Það væri forsíðu- frétt! Ég gríp þó til pennans til að benda á góðan vin minn og starfs- bróður við Háskóla íslands, Jón Gunnarsson. Hann er tungumála- snillingur í raun sem talar öllu fleiri tungumál en 22, þar á meðal nokk- ur sem ekki eru af indóevrópskum uppruna, og les enn fleiri. Mér fyndist að Morgunblaðið ætti að taka viðtal við Jón Gunnars- son og konuna mína, Liisu Brink. Því eins og segir í dönskum máls- hætti: Því vaða yfir ána til að sækja vatn? Lars Brink, prófessor í dönsku við Háskóla íslands. Glæsileet tæki, þæeilest í notkun og fuUt af nýjungum Við framleiðslu myndbandstækja hefur Philips tvennt að leiðarljósi; Að bjóða þér hágæða tæki, búið öllum fullkomnustu tækninýjungum en samt svo einfalt og þægilegt í notkun að það þjóni þér fyrirhafnarlaust. Einfalt og fullkomið. - Engin furða að Philips myndbandstæki hafa slegið í gegn. IHIHIWBCd.wlfflafiJ mmmm PHILIPS 4 PHILIPS VR 6349 HQ (High Quality) tryggir fullkomin myndgæði. ♦ Skýr kyrrmynd án hljóðs. ♦ Hægur hraði. 4 Leitarhnappur. ♦ Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, endurspólun og útkasti á snældu. 4 Sjálfvirk endurstilling á teljara. 4 Fjarstýring á upptökuminni. 4 365 daga upptökuminni. 4 Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskráratriði. 4 Sextán stöðva sjónvarpsmóttakari. 4 Innrauð fjarstýring. 4 20 mínútna öryggisminni. Heimilistæki hf SÆTUNI8 SÍMI69 15 15 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 (/íóesuM>sveýya/d!e£Á £ samtÍHtjMtc PHILIPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.