Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 167. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: _ _ _ ^ ^ ^ 0 ivcutci Tuttugu manns falla 1 strioi s-affískra blökkumanna Tuttugu manns hafa fallið frá því um helgina í bardögum í Sebokeng, borg blökkumanna skammt frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku, á milli félaga í Afríska þjóðarráðinu (ANC) og Inkatha-hreyfingunni, sem nýtur einkum stuðnings Zúlú-manna. Stríð hreyfinganna hefur kostað meira en 3.000 manns lífið á undan- förnum þremur árum. Á myndinni standa börn á brunnu bílflaki eftir að hlé varð á bardögunum í gær. Gorbatsjov boðar herferð gegn vopn- uðum Armenum Moskvu. ^Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti greip í gær til róttækra aðgerða gegn herskáum þjóðernissinnum í Sovétlýðveldinu Armeníu og hótaði að beita hernum gegn þeim ef þeir létu ekki vopn sín af hendi innan fimmtán daga. Sovéska fréttastofan TASS skýrði frá því að Gorbatsjov hefði gefið út tilskipun um að allar ólög- legar hreyfingar skyldu leystar upp og að þeim bæri að afhenda her- mönnum sovéska innanríkisráðu- neytisins öll vopn sín. „Tilskipunin kveður á um að yfirvöldum og valdastofnunum í lýðveldunum beri að tryggja að vopnin verði gerð upptæk ef ekki verður gengið að þessari kröfu,“ sagði fréttastofan. Samkvæmt TASS nær tilskipunin til allra ólöglegra hreyfinga sem hafa vopn en henni er augljóslega beint gegn herskáum þjóðernis- sinnum í Armeníu, sem hafa hvað eftir annað ráðist á sovéska her- menn á undanförnum mánuðum. Bardagar brutust út í höfuðborg lýðveldisins, Jerevan, á milli sov- éskra hermanna og þjóðernissinna í maí og kostuðu þeir þrjátíu manns lífið. Þar af féllu um tólf er þjóðernissinnar sátu um her- menn í járnbrautarstöðinni í borg- inni. Sovéskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að tugir þúsunda þjóðernis- sinna í Armeníu séu undir vopnum með óbeinu samþykki stjórnvalda í lýðveldinu. Júrí Shatalín, æðsti hershöfðingi innanríkisráðuneytis- ins, heimsótti lýðveldið nýlega og sakaði stjórnina í Jerevan um að hylma yfir með þjóðernissinnunum, sem hann sagði hafa komið sér upp gífurlegum vopnabirgðum með árásum á sovéska hermenn og hernaðarmannvirki. Deilt um olíu og landsvæði við Persaflóa: Kúvætar sagðir haí'a boð- ið Irökum milljarð dala Kaíró, Kúvæt. Reuter. n Bandaríkin: Foli seldur fyrir metfé Lexington í Kentucky. Reuter. VETURGAMALL foli var seldur Japana á 2;9 milljónir dala (171 milljón ISK) á hinu árlega tveggja daga Keene- land-uppboði í Kentucky í gær. Hann á að vera áfram í Bandaríkjunum og keppa þar. Á uppboðinu voru 234 hest- ar seldir á 82,3_milljónir dala (4,9 milljarða ÍSK) samtals. Meðalverð var 352.000 dalir (rúmlega 20 milljónir ÍSK) en í fyrra var það mun hærra, eða 395.374 dalir (tæplega 22 milljónir ÍSK). Framkvæmdastjóri uppboðs- ins, W. Rogers Beasley, sagð- ist ekki hafa verulegar áhyggj- ur af verðlækkuninni. „Eg er alls ekki vonsvikinn. Það getur ekki valdið vonbrigðum þegar hestur selst á 2,9 milljónir dollara," sagði hann. Stærstu kaupendur á upp- boðinu, líkt og undanfarin ár, voru fjórir bræður af Makto- um-fjölskyldunni frá Dubai. Þeir keyptu 8 af þeim 11 hest- um sem seldust á yfir eina milljón dala. SENDINEFNDIR frá írak og Kúvæt koma saman í Saudí-Arabíu um helgina til að ræða deilu ríkjanna um olíu og landamæri, að því er Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í gær. Ennfremur skýrðu stjórnarerindrekar í arabaríkjunum frá því að Kúvætar hefðu boðist til að greiða Irökum milljarð dala, rúmlega 58 milljarða ÍSK, fyrir olíu, sem írakar segja Kúvæta hafa stolið úr umdeildum oliulindum við landamæri ríkjanna. Athyglin beinist nú einnig til Genf þar sem ráðherrar landanna tveggja og annarra ríkja í OPEC, Samtökum olíuútflutningsrikja, reyna að jafna ágreining sinn um framleiðslu og verð á olíu. Hosni Mubarak sagði að sendi- nefndir íraks og Kúvæts kæmu saman í Jeddah í Saudí-Arabíu á laugardag eða sunnudag til að ræða ásakanir íraka um að Kúvæt- ar framleiddu of mikla olíu. Ríkin hafa einnig sakað hvort annað um yfirgang við landamæri þeirra. Þá hefur Saddam Hussein, forseti ír- aks, krafist þess að Kúvætar greiði írökum 2,4 milljarða dala fyrir olíu, sem hann segir þá hafa stolið úr olíulindum á landsvæði, er bæði ríkin hafa gert tilkall til. Vestrænir stjórnarerindrekar í ar- abaríkjunum sögðu að Kúvætar hefðu boðist til að greiða tæpan helming þessarar fjárhæðar, eða milljarð dala. Mubarak hafði einnig eftir Sadd- am Hussein, forseta íraks, að írak- ar hefðu „alls ekki i hyggju að ráðast á Kúvæta eða aðrar þjóðir“ og bætti við að leiðtogar nágranna- ríkjanna hefðu samþykkt að hætta þrætu sinni í ijölmiðlum frá og með deginum í dag. Deilan hafði valdið miklum ugg í arabaheimin- um og verð á olíu hækkað vegna vangaveltna um að stríð kynni að bijótast út á milli ríkjanna. Rasheed Salim al-Ámeeri, olíu- málaráðherra Kúvæts, gaf í gær- kvöldi út yfirlýsingu um að Kúvæt- ar léðu máls á öllum tillögum, sem Reuter Issam Adbul Raheem al-Chalabi, olíumálaráðherra íraks (til vinstri), heilsar starfsbróður sínum frá Kúvæt, Rasheed Salim al-Ame- eri, áður en fúndur Samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, hófst í Genf í gær. leitt gætu til þess að OPEC-ríkin næðu samkomulagi um olíufram- leiðslu sína. Fyrr um daginn hafði hann sagt við blaðamenn að ekki væri raunhæft að stefna að því að olíuverð hækkaði í 25 dali á fatið eins og Irakar kreijast. Olíuverðið er nú um 17,50 dalir á fatið. Heragi í japönskum skólum: Mætti sekúndu of seint og dó Tókíó. Daily Telegraph. 15 ÁRA japönsk stúlka lést nýlega þegar skólahliði var skellt á höfuð hennar vegna þess að hún mætti sekúndu of seint í skólann. Atvikið hefur að vonum vakið umræður um heragann í japönskum skólum. Stúlkan kom að hliðinu um leið og bjöllunni var hringt og kenn- ari, sem taldi sekúndurnar þar til kennsla ætti að hefjast, skellti hliðinu á hana með þeim afleiðing- um að hún höfuðkúpubrotnaði. Lögreglan rannsakar nú sekt kennarans en skólastjórinn hefur reynt að réttlæta gerðir hans og kennir óstundvísi stúlkunnar um hvernig fór. „Ég hef fengið fyrir- mæli um að nemendurnir skuli ekki mæta of seint, þannig læra þau að koma skipulagi á líf sitt,“ segir hann. Foreldrar nemendanna eru sammála því að halda beri uppi aga í skólanum en hafa fordæmt afstöðu skólastjórans og sagt að aginn hafi farið út í öfgar. Japanskir Ijölmiðlar keppast nú um að skýra frá ströngum refs- ingum vegna smávægilegra yfir- sjóna nemenda. Einn þeirra greindi til að mynda frá því að kennarar hefðu grafið tvo drengi í sand við flæðarmál til að „bæta hugarfar þeirra“. Barsmíðar eru tíðar, til að mynda barði kennari 16 ára ungl- ing til bana fyrir nokkrum árum og bar því við að nemandinn hefði notað hárþurrkara sem var bannaður samkvæmt skólareglun- um. Reglurnar eru einnig strangar. Svo dæmi séu tekin segja þær til um hversu langan salernispappír nemendurnir megi nota (11,8 sm), hversu margar fellingar skuli vera á pilsum stúlknanna (24) og fjölda þráðaraugna á leik- fimiskóm (12).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.