Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 21 Átökin um hvenær skuli sameina Þýskaland: De Maiziere gefiir í skyn að málamiðlun sé fimdin LOTHAR de Maiziere, forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, gaf í gær til kynna að lausn væri í sjónmáli á deilunni um hvort sam- eina skuli Þýskaland formlega fyrir eða eftir þingkosningarnar 2. desember, að sögn Reuters- fréttastofunnar. De Maiziere hef- ur hingað til verið því hlynntur að sameiningin yrði eftir kosning- arnar til þess að koma i veg fyrir að 5%-reglan svokallaða gilti í Austur-Þýskalandi. Sú regla er nú við lýði í Vestur-Þýskalandi og segir að enginn flokkur fai þingsæti nema hann nái a.m.k. 5% fylgi á landsvísu. í gær sagði de Maiziere að til greina kæmi að sameina Þýskaland 1. desember ef þröskuldurinn yrði lækkaður. í illskeyttum deilum í austur- þýsku ríkisstjórninni um hvort þýsku ríkin eigi að sameinast fyrir eða eft- ir þingkosningarnar 2. desember endurspeglast viðleitni þýsku stjórn- málaflokkannanna til að tryggja stöðu sína í sameinuðu Þýskalandi, að sögn breska dagblaðsins Finan- cial Times. Með sameiningu er hér átt við að Austur-Þýskalandi lýsi því yfir í samræmi við 23. grein vestur- þýsku stjórnarskrárinnar að það vilji ganga í Vestur-Þýskaland. Verði sameiningin fyrir kosningarnar gilda sömu kosningareglur, þar með 5% reglan svokallaða, í báðum hlutum Þýskalands. Þá er nær öruggt að alls kyns austur-þýskir smáflokkar þurrkist út. Ef sameiningin verður eftir kosningar tekur 5% reglan ekki gildi í Austur-Þýskalandi og þá er næsta víst að vægi smáflokkanna verði meira. Þeir smáflokkar sem græða á því að sérstakar kosningareglur gildi í Austur-Þýskalandi eru einkum Flokkur hins lýðræðislega sósíal- isma, PDS, (fyrrum kommúnistar), hið hægrisinnaða Þýska sósíalsam- band, DSU, og Búndnis 90, samtök þeirra vinstrisinna sem komu bylt- ingunni í Austur-Þýskalandi af stað. Þessir flokkar hafa ekki tekið upp náið samstarf við flokka í Vestur- Þýskalandi og því er haldið fram að þeir geti þurrkast út í kosningum ef 5% reglan er við lýði. Komist áðurnefndir flokkar á þing er líklegt að þeir taki mest fylgi frá jafnaðarmönnum (SPD) og fijáls- lyndum (FDP). Þess vegna þarf eng- an að undra að þessir tveir flokkar betjist heiftarlega fyrir því að sam- einingunni ljúki formlega 1. desem- ber, daginn fyrir kosningarnar. Fijálsir demókratar hafa nú sagt sig úr austur-þýsku ríkisstjórninni //-V/fWfíf'/ GJOF sem gleður.... BUXNAPRESSA Hvítar - svartar - brúnar. Verð kr. 9.400 stgr. Einar Farestvett&Co.hff. Borgartúni 28, sími 622901. L»Uk 4 stoppar ytð dymar /■/:/'/:/■/:/' vegna andstöðu de Maizieres við sameiningu fyrir kosningar og jafn- aðarmenn hafa hótað að gera slíkt hið sama. Kristilegir demókratar, flokkur Helmuts Kohls kanslara og de Maizieres, eru hins vegar skyndi- lega fullir samúðar í garð flokka eins og PDS og Búndnis 90, kannski einmitt vegna þess að þeir eru líkleg- astir til að gera erkióvininum, jafn- aðarmönnum, skráveifu í kosning- um. Akurhringim- ir enn ráðgáta London. Reuter. ALÞJÓÐLEG sveit vísindamanna tilkynnti í gærmorgun að henni hefði tekist að kvikmynda myndun dularfullra hringja á kornakri í Englandi í fyrrinótt. Síðar kom í ljós að spaugsamir náungar höfðu haft í frammi bellibrögð og gabbað þá. Dularfullir hringir sem myndast hafa á kornökrum á Englandi um aldaraðir hafa lengi verið mönnum ráðgáta. Hefur því m.a. verið haldið fram að þeir séu lendingarstaðir fljúgandi furðuhluta utan úr geimn- um, verk djöfulsins eða að komið hafi lagst niður vegna staðbundinna hringvinda. Fyrr á þessu ári töldu breskir líffræðingar sig hafa komist að því að sveppir væru skýringin á hringamynduninni. Sýnilegi hatt- sveppurinn er einungis ávöxtur sjálfs sveppsins en aðalhlutar hans eru neðanjarðar þar sem þeir lifa sníkjulífi á rótum annars jarðargróð- urs og veikja hann. Ræktaður og reglulega plægður jarðvegur er svo jafn og einsleitur að sveppurinn dreifist jafnt útfrá þeim stað þar sem hann skýtur rótum í sístækkandi hringjum sem geta orðið tugir metra í þvermál. Þegar dögg fellur á nótt- unni dugir það ásamt golu til að fella sjúku grösin. Þar með er kom- in skýringin á hringamynduninni á kornökrum á Englandi að sögn margra kunnra líffræðinga þótt ekki sætti allir sig við svo jarðneska skýr- ingu. Hringimir sem í ljós komu í fyrri- nótt vom hins vegar alls ekki reglu- legir og því erfítt að rekja þá til sveppanna áðurnefndu. Vísinda- menn frá Bretlandi, Japan, Vestur- Þýskalandi og Bandaríkjunum vöktu yfir akrinum heila nótt með flókin hátæknibúnað að vopni. Vonuðust þeir til þess að geta skorið úr um hvernig hinir dularfullu hringir yrðu til. Um miðja nótt byijaði ljós skyndi- lega að blikka inni á akrinum og neistaflug stóð upp úr korninu. Vísindamennirnir munduðu tæki sín pg tól og náðu undrinu á myndband. í birtingu voru hinir nýju hringir kannaðir nánar. Þá kom babb í bát- inn. Fundust þar stöfunarborð og krossar galdratrúarmanna sem bragðarefir, en ekki litlar grænar geimverur, höfðu greinilega skilið eftir af ásettu ráði. Vísindamennirnir halda því nú fram að „nýju hringirnir" séu afar frábrugðnir hundruðum hringja sem áður hafa myndast á kornökrum í Suður-Englandi. Um augljóst gabb hafi verið að ræða og því verði þeir að halda rannsóknum sínum áfram. „Einhveijir hafa örugglega hlegið sig máttlausa og halda að við séum afglapar. En við erum að reyna að leysa mjög dularfulla gátu og því er uppátæki af þessu tagi einungis til þess að skemma fyrir rannsókn- inni,“ sagði einn vísindamannanna. - í sumarhúsið, sæluhúsið, fjallakofann og alla kofa úr alfaraleið. G-rjómi gerir aðkomuna ánægjulega þegar áfangastað er náð. Geymsluþolið utan kælis er TITANhf NÝTT! FRÁ COMBI CAMP TlTAN hf LÁGMÚLA 7 SÍMI 84077 Nú géta allir eignast tjaldvagn Combi Camp Night Rider er fjölhæfasti tjaldvagninn I ferðalagið, sumar, vetur, vor og haust. Hann er nettur, léttur (vegur aðeins 150 kg) og handhægur. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. Vagninn erfallega straumlínulagaður og allur einangraður með polyurethan. Hverjum vagni fylgir svefntjald, dýnur, farangursgrind, geymsluhólf undir svefnrými og á beisli. Úrval aukahluta fáanlegt: Skíði, thermo-svefntjald, pokahengi, 10m2 hliðartjald o.fl. o.fl. KYNNINGARVERÐ kr. 198.925 stgr. COMBICAMP, TRAUSTUR OC GÓÐUR FÉLAGIIFERÐALAGIÐ. AUK/SIA k3d74-769

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.