Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 7 Steingrímur sýnir í Eden 70. sýning hans STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðs- son listmálari opnar í kvöld klukkan 21 sína 70. málverkasýn- ingu, í Eden í Hveragerði. Sýnd- ar verða 47 myndir, sem ýmist eru olíu-, akrýl-, vatnslita-, eða pastelverk. Að sögn Steingríms er bæði um fantasiur og verk með ákveðin mótív að ræða. Sýn- ingin stendur til 6. ágúst næst- komandi. „Þetta eru nær allt nýjar mynd- TR 90 ára: 2.000 maima skákmót í október TAFLFÉLAG Reykjavíkur mun í haust halda upp á 90 ára af- mæli sitt, en félagið var stofnað þann 6. október árið 1900. Margt hefúr breyst frá því Pétur Zoph- oníasson, Einar Benediktsson og fleiri stofnuðu félagið á alda- mótaárinu. Níutíu árum seinna rekur Tallfélag Reykjavíkur mikið félagsstarf og má þar sér- staklega nefiia mjög öflugt barna- og unglingastarf. í nóv- ember síðastliðnum tók félagið í notkun nýtt og glæsilegt félags- heimili að Faxafeni 12. Taflfélag Reykjavíkur hefur inn- an sinna raða 6 stórmeistara, 5 alþjóðlega meistara og íjölda Fide- meistara, auk margra annarra skákmanna. Unglingar úr félaginu hafa á síðustu fjórtán árum skilað þremur heimsmeistaratitlum í yngri flokkum. Keppnissveit TR er ein sú sterkasta í heiminum og keppir nú í haust í fjögurra liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða við lið þýska félagsins Solingen, en það félag hefur Short, Spassky, Húbner og.Kavalek innanborðs. Viðureignin mun fara fram hér á landi í septem- ber. í tilefni afmælis síns mun Taflfé- lagið halda mikla hátíð helgina 6.-7. október. Laugardaginn 6. október mun fara fram mót sem stefnt er að því að verði hið íjölmennasta sem haldið hefur verið hér á landi. Stefnt er að því að fá allt að 2.000 skák- menn til keppni. Munu þar annars vegar skólaböm tefla saman og hins vegar verður almennt hrað- skákmót. Sunnudaginn 7. október verður haldin ráðstefna þar sem rædd verður staða skákarinnar í dag. Taflfélag Reykjavíkur hefur ráð- ið til sín framkvæmdastjóra til þess að standa að kynningu, undirbún- ingi og framkvæmd afmælishá- tíðarinnar. Hefur Einar Trausti Óskarsson verið ráðinn til þessa starfs, en hann er stjórnarformaður í Taflfélagi Reykjavíkur. (Fréttatilkynning) ir, og ætti sýningin að bera vitni um þá stórkostlegu vinnuaðstöðu sem mér hefur hlotnast,“ sagði listamaðurinn í samtali við Morgun- blaðið og skírskotaði til vinnustofu sinnar við Hallveigarstíg sem hann kallar Galerie Roð-í-gúl. „Nú er ég kominn í vígstöðu í hjarta Reykjavíkur, og hér vantar mig ekki innblástur, svo ég geri jafnvel á tíðum tvo daga úr einum.“ Steingrímur segir efni tengd sjón- um algengustu mótív sín, og bera nöfn ýmissa verka á sýningaskránni því glöggt vitni. „Ég hef bundist Eden sérstökum böndum í gegnum tíðina," segir Steingrímur aðspurður um sýning- arstaðinn. „Ég var á sínum tíma fyrstur til að sýna þar, og finn þar fyrir tengslum við þjóðarsálina sem eru mér afar mikilvæg. Þessi tengsl hefur mig stundum vantað þegar ég hef sýnt í nafnkunnari galler- íum.“ Eins og fyrr segir er þetta 70. sýning Steingríms heima og erlend- is, en hann hefur sýnt í Svíþjóð, Kaupmannahöfn, Lundúnum og í Lúxembúrg, auk íslands. Sína fyrstu sýningu hélt hann í Boga- salnum í desember árið 1966. Sýn- ingin í Eden er tileinkuð fyrsta afa- barni Steingríms sem er á leið í heiminn, heimkomu einkasystur hans og 65 ára afmæli hans sjálfs í apríl síðastliðnum. Öll verkin á sýningunni utan eitt eru til sölu. Morgunblaðið/Þorkell Steingrímur St. Th. Sigurðsson með mynd sína Við sjávarsíðuna ■ HLJOMS VEITIN Sálin lmns Jóns míns leggur upp í langferð, og að þessu sinni til Vestfjarða. Þar verður komið við á tveimur stöðum, Patreksfirði á föstudags- kvöldi og Bolungarvík á laugar- dagskvöldi. Þetta er í fyrsta skipti í sögu sveitarinnar sem leikið er á báðum þessum stöðum og eru þetta jafnframt einu hljómleikar þeirra vestra á þessu sumri. Hljómsveitin sendi á dögunum frá sér tvö ný lög á safnplötu, lögin Ég erá kafi og Ekki og þess má geta að nýverið er lokið gerð myndbanda við bæði þessi lög. Skipan sveitarinnar er óbreytt frá því sem áður var, en um helgina mun bætast við hópinn nýr söngvari sem undanfarnar vik- ur hefur æft stíft með Sálar mönn- um. Um næstu helgi, verslunar- mannahelgina, mun Sálin hans Jóns míns leika á Rokkhátíðinni í Húnaveri ásamt Stuðmönnum, Ný dönsk, Síðan skein sól og íjölda annarra hljómsveita. MUNAR ÞIG UM 340.000.- krónur? Brimborg hf. hefur náð samningum viðVOLVO um að sérsmíða þessa glæsilegu og ríkulega útbúnu lúxusbifreið fyrir íslenskan markað. Við köllum bifreiðina VOLVO 740 GLTi þar sem hún er byggð áVOLVO 740 GLi og síðan útbúin öllum þeim aukabúnaði sem prýðir VOLVO 740 GLT. Einnig er í bifreiðinni búnaður sem pantaður er sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.Aukabúnaður er m.a.: mmm Sjálfskipting mmm Læsivarið "ABS" hemlakerfi wmm Læst drif (auðveldar vetrarakstur) mm Álfelgur mm VOLVO hljómflutningstæki með fjórum hátölurum mm Pluss innrétting m Upphituð sæti 7 Samlæsing á hurðum Rafdrifnar rúður og speglar Þessi búnaður gerir bifreiðina bæði öruggari og margfalt þægilegri í akstri við hvers konar aðstæður. Það sem kemur hvað mest á óvart, viðjafn vel útbúna bifreið og hér um ræðir, er tvímæla- laust mjög hagstætt verð: kr. 2.069.000 stgr. á götuna. Þetta frábæra verð fékkst aðeins á takmarkað magn og með því að panta allan aukabúnaðinn í einu lagi. Sem dæmi má nefna að þetta verð er 340.000 krónum hagstæðara en verð áVOLVO 740 GLi sem keyptur yrði með sama aukabúnaði samkvæmt verðlista. Við hvetjum einnig til verðsamanburðar við aðrar bifreiðar með sambærilegum búnaði. Kynnið ykkur glæsilega bifreið á einstöku verði. VOLVO Brimborg hf. - tíifreib sem þú getur treyst! Faxafeni 8, Simi 685870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.