Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 29' Afinælisgangan Reykjavík - Hvítárnes; Miðdalur Laugarvatnsvellir - eftirHarald Matthíasson Snögg eru viðbrigði eftir ferð um Gjábakkahraun að koma aust- ur úr Barmaskarði og sjá niður á Laugardalsvelli. Er líkast því, að komið sé af öræfum í útilegu- mannadal, eins og þeim er lýst í þjóðsögum, grösugir vellir, gróður í hlíðum, gnæfandi tindar efra. Aðeins vantar á sem íynni eftir dalnum. Lækur er þó austan við vellina, Vallalækur, en vellirnir sjálfir án afrennslis. Eru þeir því í vorleysingum stundum sem stöðuvatn. Laugarvatnshellir er í brekku- rótum vestast á völlunum. Þar var búið árið 1910-11 og í annað sinn 1918-1922, tvíbýli um skeið. Vegurinn austur yfir vellina er niðurgrafinn. Er þetta kóngsveg- urinn, sem svo er nefndur, gerður 1907 vegna komu Friðriks kon- ungs 8. Nú liggur leiðin austur yfir all- mikinn háls eða rana. Genguj hann fram úr Laugaivatnsfjalli. Á austurbrún hans opnast skyndi- lega dýrðlegt útsýni og vítt, aust- uríjöllin, og blasir þar við Hekla, Vatnafjöll, Tindfjallajökull, Mýr- dalsjökull og Eyjafjallajökull. Er þetta einhver víðasti sjónhringur landsins af ekki hærri sjónarhóli. Haraldur Matthíasson Nær breiðast uppsveitir Árnes- sýslu með lægri fellum, Hestfjalli, Vörðufelli, Mosfelli og fleirum, einnig vötnin, Apavatn og Laugar- vatn, en við brekkurætur er skóla- byggðin Laugarvatn ineð hvera- reyk í ijöru. Nú er skammt á þjóðveg, en göngumaður sem vill forðast mal- bikið, á sér annarra kosta völ. Örskammt áður en á þjóðveg kem- ur, liggur götuslóði upp í brekk- una. Er það gata sem gerð var göngumönnum á sl. sumri. Liggur hún inn skóginn í miðri brekku. Þetta er ágætis leið og miklu skemmtilegri en fara allra lýða stíg. Ekki er hækkunin mikil, er þarna miklu betra útsýni en af þjóðveginum. Gatan liggur niður á þjóðveginn innan til við byggð- ina, þar sem er svo kölluð tjaldmið- stöð, sem sér um afgreiðslu fyrir tjaldsvæðið þar skammt fyrir inn- an. Þangað liggur kóngsvegurinn við brekkurætur. Er þar góð gönguleið inn í tjaldsvæðið, allt þangað sem heitir Stóragil. Þar verður að beygja út á þjóðveginn og er hann genginn allt inn áð Miðdal. Brátt eru tveir bæir á vinstri hönd, Snorrastaðir og Hjálmsstaðir. Þaðan liggja leiðir út yfir fjallið áleiðis inn að Skjald- breið. Skammt fyrir innan Hjálmsstaði liggur leiðin yfir á, Skillandsá. Fast innan við hana er vegur þvert til vinstri, heim að bænum í Miðd- al. Þaðan liggur bílaslóð inn yfir fjallið, Miðdalsfjall, og inn á Hlöðuvelli. 8. ferð afmælisgöngunnar verð- ur farin sunnudaginn 29. júlí frá Umferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Höfundur er fyrrverandi menntaskólakénnari. Þegar þú vilt láta ferskleikann njóta sín ... Þegar kartöflu- og/eða grænmetissalat, kaldar sósur eða ídýfur eru á matseðli dagsins er MS sýrði rjóminn, 10%, betri en enginn. Sannaðu til - fátt gefur meiri ferskleika. Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa 10% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 5.7 37 1 msk (15 g) 17 112 100 g 116 753 SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN F í I. A G S S T A R F Aðalfundur Kjördæmis- samtaka ungra sjálfstæðismanna fVestfjarðakjördæmi Aðalfundur Kjör- dæmissamtaka ungra sjálfstæðis- manna í Vestfjarða- kjördæmi verður haldinn á Flateyri dagana 28. og 29. júlí. Ungt sjálfstæð- isfólk á Vestfjörðu- um er hvatt til að mæta. Dagskrá: Laugardagur kl. 15.00: Fundurinn settur í matsal Hjálms hf. Formað- ur, Steinþór B. Kristjánsson, setur fundinn. Ávörp flytja þeir Davíð Stefánsson formaður SUS, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingis- maður, Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands Islands og ef til vill Matthías Bjarnason, alþingismaður. Almennar umræður. Stjórnmálaályktun kynnt, rædd og samþykkt. Kvöldverður í matsal Hjálms hf. Veislustjóri Ásgeir Þór Jónsson. Dansleikur í Félagsheimili Flateyrar. Grétar á gröfunni leikur fyrir dansi. Sunnudagur kl. 11.00: Fundi fram haldið ef þörf krefur. Hádegisverð- ur. Minigolf-keppni á milli byggðakjarna á Vestfjörðum. Skoðunar- ferð um ísafjarðarsýslu. Fundi slitið. Bæði er um að ræða gistingu í Vagninum á Flateyri og á tjaldstæði Flateyrar. Þeir sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við for- svarsmenn félaganna á hverjum stað. Sýnum samstöðu og mætum öll, ungt sjálfstæðisfólk, og stillum saman strengina fyrir næstu alþingiskosningar. Stjórn kjördæmissamtakanna. HÚSNÆÐI í BOÐI Endurskoðendur Höfum til leigu eða sölu ca 560 fm fullinnrétt- að skrifstofuhúsnæði sem er sérstaklega hentugt fyrir endurskoðendur. Tölvulagnir, símakerfi o.fl. / Fasteignaþjónustan, Austurstræti 17, sími 26600. TIL SÖLU Sjávarlóð á Skildinganesi Til sölu er sjávarlóðin nr. 46 við Skildinganes í Skerjafirði. Hugsanleg skipti á íbúð. Fasteignaþjónustan, Austurstræti 17, sími 26600. Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar hittast nk. laugar- dag kl. 10.00 í Nóatúni 17. Ðútivist GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVMI146» Hornstrandir Það er ógleymanleg upplifun að ganga um stórbrotið landslag þessa eyðisvæðis. Aðeins tvær ferðir eftir i sumar. 1.8. -7.8. Hornvfk. Tjaldbæki- stöð. Áhugaverðar dagsferðir m.a. á Hornbjarg. Fararstjóri Gísli Hjartarson. Tilvalin ferð fyr- ir þá sem dreymir um að kynn- ast Hornströndum en treysta sér ekki í bakpokaferð. 23.8. -31.8. Snæfjallaströnd - Reykjafjörður. Bakpokaferð. Gengið um fjölbreytt svæði frá bæjum til Grunnavikur, í Leiru- fjörð, Hrafnsfjörð og yfir til Reykjafjarðar. Fararstjóri Rann- veig Ólafsdóttir. Hálendið 4./8.-12./8. Kynnist töfrum há- lendisins: Góður hálendishring- ur, komið við á öllum helstu stöð- unum norðan Vatnajökuls: Trölladyngja - Herðubreiðar- lindir - Kverkfjöll - Snæfell - Lagarfljótsgljúfur. Noröur um Sprengisand í Gæsavötn, til baka um Suðurfirði. Hús og tjöld. Far- arstjóri: Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Sjáumst. Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3S: 11798 19533 Helgarferðir 27.-29. júlí 1. Þórsmörk - miðsumarsferð Gönguferðir við allra hæfi um Mörkina. Margrómuð gistiað- staða i Skagfjörðsskála/Langa- dal hjá Ferðafélaginu. Dvöl í Þórsmörk er peninganna virði. 2. Landmannalaugar- Eldgjá - Háifoss Ekið í Eldgjá og gengið á Gjátind og að Ófærufossi. Á leiðinni til Reykjavíkur á sunnudag verður komið við hjá Háafossi. Gist i notalegu sæluhúsi F.í. í Land- mannalaugum. 3. Kjölur - Kerlingarfjöll - Hveravellir Gist í Hvítárnesi fyrri nóttina. Ekiö til Kerlingarfjalla á laugar- degi og gengið um svæðið. Næstu nótt gist á Hveravöllum. Góð gistiaðstaða í sæluhúsum F.l. á Kili. Álftavatnsskáli Okkur vantar sjálfboðaliða næstu viku. Hafið samband við skrifstofuna. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I., Öldugötu 3. Helgarferðir með Ferðafélaginu eru góð hvíld frá dagsins önn. Ferðafélag íslands Skiphoiti 50b, 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. I kvöld kl’ 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum, félagsmiðstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng og vitnisburðum. Sam- hjálparkórinn tekur lagið. Orð hafa Brynjólfur Ólason og Þórir Haraldsson. Allir velkomnir. Samhjálp. Þar sem jökulinn ber viö loft Helgarferð 27.-29. júlf. Snæfellsnes Farið i hópferðabíl frá Hellis- sandi með leiðsögn um áhuga- verða staði undir Jökli. Gisting á Hellissandi i tjöldum, svefnpoka- plássi eða hótelherbergi. Gott veitingahús á staðnum. Einstakt tækifæri til að skoða hina fjöl- breyttu náttúrufegurð undir Jökli. Upplýsingar og pantanir í sfma 93-66825. Gistih. Gimli, veitingast. Sjólist, Hellissandi. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Ferðafélagsferðir um verslunarmannahelgina 3.-6. ágúst. Brottför í ferðirnar föstud. kl. 20. 1. Þórsmörk - Langidalur. Gist í góðu svefnpokaplássi í Skag- fjörðsskála eða í tjöldum. Gönguferðir við allra hæfi. Hag- stætt verð. Miðapantanir á skrifst. Ath. að á umsjónar- svæðum Ferðafélagsins í Langadal, Litla- og Stóraenda eru fjöldatakmarkanir. Tjald- gistingu verður að panta á skrifst. 2. Þórsmörk - Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum yfir Fimm- vörðuhálsinn til Þórsmerkur. Annað er sameiginlegt Þórs- merkurferðinni. 3. Lakagfgar - Öldubrúará - Eldhraun - Fjallabaksleið syðri. Sérlega fjölbreytt ferð m.a. á lítt kunnar ferðamannaslóðir. Svefnpokagisting. 4. Nýidalur - Vonarskarð - Trölladyngja. Ekta hálendisferð. Gengið um Vonarskarðið og á Trölladyngju, stærstu gosdyngju landsins. 5. Landmannalaugar - Eldgjá - Gljúfuleitarfoss. Gist í sæluhús- inu. Kynnist litríkasta fjallasvæði landsins og gossprungunni miklu Eldgjá með Ófærufossi. Næstu sumarleyfisferðir: 1.26.-30. júlí. Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Brottför fimmtud. kl. 20. 2. 27. júlí - 1. ágúst. Kjalvegur- inn: Hvítárnes - Hveravellir. Bráðskemmtileg bakpokaferð. 3. 27. júlí - 1. ágúst. Land- mannalaugar - Þórsmörk. 4. 1.-6. ágúst. Grænland - Eystribyggð. 5. 1 .-6. ágúst. Eldgjá - Strúts- laug - Álftavatn. Bakpokaferð. Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Öldugötu 3, símar 19533 og 11798. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Æskufólk sér um sam- komuna. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.