Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 Maðurinn minn, lést 24. júlí. t ÓSKAR GÍSLASON Ijósmyndari, Ingibjörg Einarsdóttir. t Móðir okkar, JENNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, lést þann 24. júlí á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t Bróðir okkar, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON frá Háholti, Mánagötu 21, andaðist á Hvítabandinu 24. júlí. Systkinin. Systir okkar og mágkona, SVANFRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, lést 22. júlí. Petra Hákansson, Pála Sveinsdóttir, Camilla Sveinsdóttir, Sigurður B. Finnbogason, Björg Sveinsdóttir, Halldór Guðmundsson. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR, Hraunbæ 50, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum þann 24. júlí. Axel Eiríksson, synir og tengdadóttir. t Föðursystir mín, _ HALLDÓRA S. BACKMANN JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður T ómasarhaga 42, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum mánudaginn 23. júlí 1990. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Friðgeir Magnússon. t Útför SIGRIÐAR EYJÓLFSDÓTTUR, kaupkonu, Suðurbraut 6, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 27. júlí kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Böðvarsdóttir, t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, er andaðist á Hrafnistu laugardaginn 14. þ.m., verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 31. þ.m. kl. 10.30 f.h. Elín Jónsdóttir, Halldór Kristensen, Ármann G. Jónsson, Anna Benediktsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGÓLFS HANNESSONAR, Sunnubraut 48, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 27. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á hjúkurnaheimilið Sunnuhlíð. Sigriður Runólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Margrét Steingríms- dóttir - Minning Fædd 13. október 1920 Dáin 18. júlí 1990 Hinn 18. júlí sl. lést í Reykjavík Margrét Steingrímsdóttir, fyrrver- andi félagsráðgjafi hjá Reykjavík- urborg, tæplega sjötug að aldri. Margrét fæddist í Reykjavík 13. október 1920, dóttir hjónanna Eggrúnar Arnórsdóttur og Steingríms Guðmundssonar, prentsmiðjustjóra, í Reykjavík. Eggrún var dóttir séra Arnórs Ámasonar og seinni konu hans, Ragnheiðar Eggertsdóttur Eggerz. Steingrímur var sonur Guðmundur prests í Gufudal og Rebekku Jóns- dóttur, bónda og alþingismanns á Gautlöndum. Eru ættir beggja hjónanna þekktar fyrir gáfur og athafnasemi á flestum sviðum þjóðlífsins. Fundum okkar Margrétar bar fyrst saman haustið 1929 er við settumst í 4. bekk Austurbæjar- skólans. Hann var þá ófullgerður, aðeins kennt í fáum stofum og gengið inn í hann að vestanverðu. Kennslan var frá kl. 3-6 en handa- vinnu og leikfimi urðum við að sækja í Miðbæjarskólann. Ég minnist þess ekki, að það hafi þótt tiltökumál í þá daga. Við höfðum ágætan kennara, Sigríði Hjartar- dóttur, sem hafði gott lag á okkur og öllum þótti vænt um. Þegar þetta gerðist, var skólaskyldan miðuð við 10 ára aldur. Þetta var fyrsta skólaár okkar tvíburanna og tveggja jafnaldra frænkna okk- ar í venjulegum barnaskóla. Bekkj- arfélagarnir komu úr ýmsum átt- um, en höfðu það sameinlegt að búa í nágrenni skólans, vera sæmi- lega læs og skrifandi og kunna eitthvað í reikningi. Fljótlega tókum við frænkur eft- ir lítilli, grannvaxinni stúlku, sem var nýkomin frá Danmörku, þar sem hún hafði dvalist í nokkur ár með foreldrum sínum og systur og gengið þar í skóla. Fór mikið orð af því hvað hún væri dugleg og vel að sér. Voru það orð að sönnu. Hún hafði sig þó ekki mikið í frammi, var frekar dul, og brátt komumst við að því, að hún gekk ekki heil til skógar. Hún þjáðist af asma og var því oft ijarver- andi. Þetta var eini veturinn okkar Guðrúnar í Austurbæjarskólanum, því að næsta vetur settumst við í Miðbæjarskólann, þar sem við átt- um skólasókn. Þremur árum seinna lágu leiðir okkar Margrétar saman á ný, er við settumst í 1. bekk Menntaskól- ans að afloknu inntökuprófi. Þar vorum við síðan í 6 vetur í sama bekk. Menntaskólinn var á þeim árum, eins og nú, strangur skóli. Við höfðum afbragðskennara, sem gerðu miklar kröfur til nemenda sinna og ekki síður til sjálfra sín. Þar nutu gáfur Margrétar sín vel. Hún var alltaf meðal hinna efstu í bekknum og virtist jafnvíg á allar námsgreinar, en heilsan hafði ekki t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞORKELSSON, Grenimel 8, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Jónsdóttir, Einar Jónsson, Þorkell Jónsson, Óskar Jónsson, Þór Jónsson, Örn Jónsson, Svanborg Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Jónsson, Ásgeir Jónsson, Þorgerður Egilsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Kerstin Jónsson, Elísabet Pétursdóttir, Kristín Jónsdóttir, Július Skúlason, Guðrún Sigþórsdóttir, Birna Jóhannsdóttir. Ástkser eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdafaðir og afi, KRISTINN JÓEL MAGNÚSSON, verktaki, Álfaskeiði 14, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn, 27. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði. Margrét Egilsdóttir Magnús S. Kristinsson, Viðar Kristinsson, Ásta María Kristinsdóttir, Þórður M. Kristinsson, Sólrún Ósk Kristinsdóttir, Marta Einarsdóttir, og barnabörn. Sigríður Baldursdóttir, Guðbergur Garðarsson, Magnhildur Pétursdóttir, Magnús Sig. Kristinsson Maðurinn minn, sonur, faðir, fósturfað- ir, tengdafaðir og afi, ALFRED GEORG ALFREDSSON framkvæmdastjóri, Vesturgötu 71, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvfkur- kirkju föstudaginn 27. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hin.s látna, er vinsamlegast bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Lillian Simson, Laufey Maríasdóttir, Hervör Lúðviksdóttir, Óskar Guðjónsson, Erna Lína Alfredsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Kristín Bára Alfredsdóttir, Þórður Ólafsson, Alfred Georg Alfredsson, Björk Sigurðardóttir, Guðrún Dröfn Emilsdóttir, Ragna Björk Emilsdóttir og barnabörn. batnað, þótt Margréti léti ekki deigan síga. Eftir gagnfræðapróf settist Margrét í máladeild eins og flestar stúlkumar gerðu. Þá voru bara tveir bekkir í lærdómsdeild, máladeild og stærðfræðideild, svo að allir sambekkingarnir kynntust vel. Þetta var skemmtilegur hópur, rólegheitafólk og friðsamt. Samt vomm við engir englar og áttum það til að stríða kennurunum, eink- um ef þeir voru ungir. Við vorum 52 sem urðum stúdentar 17. júní 1939. Veðrið var svo dásamlegt, að okkur fannst við verða að leggja land undir fót að lokinni skólaupp- sögn og héldum suður í Hellisgerði í Hafnarfirði. Nú dugar ekkert minna en Mexíkó eða Madagaskar, þegar nýstúdentar fagna prófi. Margrét er sú níunda sem fellur úr stúdentahópnum 1939 og fyrsta bekkjarsystirin. Haustið 1939 settist Margrét í læknadeild Háskólans. Sóttist henni námið vel að vanda og átti aðeins einu eða tveimur prófum ólokið til fyrrihluta prófs er hún varð að hætta námi. Þrátt fyrir mjög góðan árangur var ekki talið ráðlegt að hún héldi áfram heilsunnar vegna. Þetta hafa sjálf- sagt orðið henni mikil vonbrigði, þótt ekki léti hún á því bera. Árið 1945 giftist Margrét Allan L. Merson, prófessor í sögu við háskólann í Southampton. Þau voru barnlaus og skildu eftir 16 ára hjónaband. Margrét tók próf í félagsráðgjöf við háskólann í Sout- hampton og mun vera fyrsti há- skólamenntaði félagsráðgjafi hér á landi. Hún starfaði sem barna- verndarfulltrúi í Hampshire í nokk- ur ár og var síðan félagsráðgjafi í Edinborg um skeið. Árið 1963 réðst hún til félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar og starfaði þar meðan heilsan leyfði fram til 1970. Vann hún við einstaklings- og fjöl- skylduráðgjöf jafnfrámt því sem hún vann að skipulagningu heimil- ishjálpar og heimilisþjónustu, sem þá var að hefjast í Reykjavík. Síðastliðin 20 ár átti Margrét við mikla vanheilsu að stríða. Hún bjó alltaf ein eftir að hún kom heim frá Bretlandi. Kristjana, syst- ir hennar, hússtjórnarkennari við Hagaskóla, og börn hennar, Margrét og Arnór Steingrímur, sem voru Margréti mjög kær, reyndust henni mjög vel og hjálp- uðu henni eftir föngum. Sama má segja um frændsystkini hennar, einkum Jónínu Pálsdóttur og fjöl- skyldu hennar. Guðrún Stefáns- dóttir, bekkjarsystir okkar, og Margrét voru mjög góðar vinkonur og lét hún sér mjög annt um hana. Þrátt fyrir erfið veikindi hafði Margrét gaman af að hitta fólk. Hún var ákaflega fróð og vellesin og naut sín vel innan um vini óg kunningja. Við bekkjarsystkinin keppumst nú við að verða sjötug. Hún hafði mikinn hug á að geta haldið upp á sjötugsafmæli sitt í haust og boðið okkur „stelpunum“ til veislu. Af því verður nú ekki, en við munum allar minnast okkar greindu og dugmiklu bekkjarsyst- ur, sem öllum vildi vel og vildi standa á eigin fótum, jafnvel leng- uræn stætt var. Ólöf Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.