Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 44
 Breytingar á olíusamningum: Rússar selja hingað bensín frá Rotterdam SAMÞYKKT hefur verið að Sovétmenn selji hingað til lands bensín frá Rotterdam í stað þess að siglt sé með það frá stöð við Svarta- haf. Viðskiptaráðherra segir að þessi breyting eigi ekki að raska jafnvægi í viðskiptum Islands og Sovétríkjanna. Björn Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu segir að rætt hafi verið við sovéska við- skiptaaðila vegna breytingarinnar. Þá hafi í liðinni viku verið rætt við innlend olíufyrirtæki og utanríkis- Fjallagrös og söl seld til útlanda Blönduósi. Súpuverksmiðjan Vilko á Blönduósi sendir í haust 300 kíló af fjallagrösum til Þýskalands. Að sögn Gunnars Valdimarsson- ar, framkvæmdastjóra Vilko, er óvíst um framhald á þessari nýj- ^ ung í útflutningi. Þá voru söl send til Japans á vegum Vilko en engin viðbrögð hafa fengist um frekari viðskipti. Gunnar Valdimarsson sagði að samningar um þennan útflutning hefðu verið gerðir sl. haust. Fjalla- grösin kæmu að austan og það væri einn aðili sem sæi um að útvega hráefnið. Fjallagrösin verða einungis hreinsuð og þurrkuð hér á landi og gat Gunnar þess að þessi 300 kg tækju mikið rými í flutningi. Um frekari útflutning vildi hann lítið segja en miðað við verðið fyrir þessa sendingu til Þýskalands væri framtíð í þessu. Gunnar taldi að forsendur gætu auðveldlega breyst. Ef til dæmis 1 hundrað aðilar á vegum byggða- stofnunar væru við fjallagrasatínslu hlyti verð að lækka með auknu fram- boði. Gunnar vildi geta þess að fara ætti varlega út í þessa starfsemi og skipuleggja þyrfti tínsluna því fjalla- grösin vaxa hægt og ekki mætti ganga of nærri þessari plöntuteg- und. „Það eru 6 vikur síðan söl voru send til Japan en engin viðbrögð hafa borist,“ sagði Gunnar. Hann sagði að sölin hefðu verið frá Stokks- eyri því lítið væri um þau í austur- húnvetnskum fjörum. Nú yrði bara að bíða eftir viðbrögðum frá Japan. Jón Sig. ráðuneytið vegna málsins. Sovétmenn vilji fá að semja við vestræn fyrirtæki í Rotterdam um að koma hingað bensíni og afhenda þeim olíu í staðinn. Þannig spari Rússar sér kostnað við flutning frá Svartahafi til Rotterdam. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins er þó aðalástæða breytingarinnar bensínskortur í Sovétríkjunum vegna aukinnar bílaeignar. Hættan við annað upprunaland eldsneytisins en Sovétríkin er sú að jafnvægi raskist í uppgjöri við- skiptareikninga, þannig að íslend- ingar teldust hafa keypt minna af Sovétmönnum. Þetta gæti til að mynda skaðað síldarútvegsnefnd. Björn Friðfinnsson segir að tekið hafi verið fyrir vandamálið með skilyrði um að þessi bensíninnflutn- ingur verði bókfærður sérstaklega og bætt ofan á annan innflutning frá Sovétmönnum við uppgjör reikninga í viðskiptaviðræðum. Sovétmenn selja hingað bensín og olíu fyrir 52 milljónir dala á árinu. Bensínið er blýlaust 92 okt- ana og um helmingur þess bensíns sem notað er hérlendis. Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs segir að í raun skipti ekki máli hvort bensínið komi frá Svartahafi eða Rotterdam, tryggt verði með eftirliti að ekki dragi úr gæðunum. Morgunblaðið/PPJ Tylltá toppinn Það er engu líkara en flugmaðurinn treysti varlega á uppstreymið og telji ráðlegast að tylla stélinu á fjallstoppinn. Myndin var tekin við Melgerðismela, þar sem svifflugmenn léku listir sínar á dögunum. Nýjar reglur um gjaldeyrismál: Ferðagjald- eyrir verður 200 þúsund HÁMARKSFJÁRHÆÐ gjaldeyris sem hverjum ferðalangi leyfist að taka með sér úr landi hækkar um næstu mánaðamót í 200 þúsund kr. en 300 þúsund vegna við- skiptaferða. Takmarkanirnar falla niður 1993. Þetta er meðal efnis í væntanlegri reglugerð um nýskipan gjaldeyris- og viðskipta- mála. Seðlabankinn auglýsir jafh- framt reglur í gjaldeyrisviðskipt- um á næstunni. Reglugerðin gerir ráð fyrir að ein- staklingar megi á næsta ári kaupa erlend verðbréf fyrir 7.500 ECU og verðbréfasjóðir fyrir 1,5 milljón ECU. Fjárhæðirnar hækka árið eftir og verða takmarkanir afnumdar 1993. Fjárhæðirnar hafa verið um- reiknaðar í íslenskar krónur og munu taka breytingum mánaðarlega í samræmi við kaupgengi ECU. Heimilaðar verða beinar fjárfest- ingar í erlendum atvinnurekstri og íslendingar geta opnað gjaldeyris- reikninga í erlendri mynt í útlöndum. Að auki verður innlendum aðilum leyft að kaupa fasteignir erlendis og síðar erlend hlutabréf, skuldabréf og markaðsverðbréf. Hámarksfjár- hæðir eru tilteknar í öllum tilvikum. Ráðherra greinir á um dagsetningu þessa oger ekki endanlega frá henni gengið. I reglugerðinni eru heimildir erlendra aðila til fjárfestinga hér rýmkaðar mjög. Sjá forsíðu viðskiptablaðs. Möguleikar athugaðir á að taka hækkun BHMR aftur KRAFA Alþýðusambands íslands um sömu launaþróun og hjá öðrum launþegum í landinu er óbreytt eftir miðstjórnarfund samtakanna í gær, sem boðað var til vegna úrskurðar Félagsdóms um 4,5% launa- hækkun til handa háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum frá 1. júlí. Var talið óverjandi að lægra launað fólk fengi ekki hækkanir í sama mæli og þeir sem eru hærra launaðir. Sterkar raddir voru uppi um það I annars möguleika á að hækkunin á fundinum að einfaldast og best sem Félagsdómur dæmdi BHMR frá væri að hækkunin til BHMR gengi 1. júlí verði tekin til baka í byijun til baka. Ríkisstjórnin íhugar meðal | ágúst. Það er hins vegar flókið lög- Tjörnin í miðbæ Reykja- víkur stækkuð um helming TJÖRNIN í miðbæ Reykjavíkur verður á næsta ári stækkuð um helming að sögn Þorvaldar S. Þorvaldssonar forstöðumanns borg- arskipulags. Tjarnarsvæðið nær þá allt suður að Norræna húsi og sker Hringbraut það. Ætlunin er að útbúa síki kringum frið- land í Vatnsmýrinni en setja yfir það brýr að loknum varptíma ár hvert. Fyrirhugað er að ráðast í það haustið 1991 að stækka mikið pollinn við Norræna húsið. „Hann verður að miklu stærri tjörn sem nær að Hringbraut og Sæmundar- götu,“ segir Þorvaldur S. Þor- valdsson. „Þannig verður búið betur að varpi fugla og svæðið verður eðlilegt framhald gömlu Tjarnarinnar. Umhverfis friðað svæði í Vatnsmýrinni á að grafa síki og setja yfir það brýr á sumr- in.“ Hólmar verða í nýju tjörninni sem ætlað er að þeki 5-6 hektara svæði. Hún verður því að sögn Þorvaldar álíka stór og Tjörnin í miðbænum er nú. Hann segir að verkinu þurfi helst að ljúka á einu hausti og því verði að líkindum ekki lagt í það á þessu ári. Þá verða þær breytingar á Tjörninni á næsta ári að hægt verður að ganga alveg niður við hana víðast meðfram Tjarnar- götubakkanum. Jafnframt verður Tjörninni veitt alveg að ráðhúsinu og undir það þannig að lítil tjörn myndist á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Brú verður byggð yfir Tjörnina milli ráðhússins og bakkans við Iðnó. fræðilegt álitaefni hvort sá kostur er raunhæfur eða ekki. Allar leiðir sem fela í sér launahækkun til ASI- félaga nú eða flýtingu á samnings- bundnum launahækkunum gera það að verkum að taka þarf upp forsend- ur samninganna frá því í febrúar að meira eða minna leyti. Stíf fundahöld voru í gær um málið. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum um morguninn að segja upp samningnum við BHMR frá 30. sept- ember með mánaðarfyrirvara eins og samningurinn gerir ráð fyrir. Þessi ákvörðun var tilkynnt for- svarsmönnum BHMR, sem voru kall- aðir á fund formanna ríkisstjórnar- flokkanna eftir hádegið í gær. Fyrir ríkisstjórnarfundinn hafði fjármála- ráðherra rætt við BHMR um hvort það væri tilbúið til einhverra tilslak- ana varðandi kauphækkunina eða túlkun samninga. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði um uppsögn samningsins að hann gilti í öllum atriðum þar til nýr hefði verið gerð- ur og BHMR myndi ekki gera lak- ari samning en þann sem sagt hefði verið upp. Að loknum fundinum með BHMR komu forsvarsmenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á fund ríkisstjórnarinnar. Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, sagði að lokn- um þeim fundi að samtökin myndu ' ekki sætta sig við að launamunur . ykist hjá ríkinu........ ;: Á miðsyórnarfundinum var for- setum ASI einnig falið að gangast fyrir viðræðum við BHMR til að fá afdráttarlaust fram hver afstaða þeirra er og var vonast til að sá fundur yrði snemma í dag, áður en kemur til boðaðs samningafundar ASÍ með VSÍ og VMS fyrir hádegið. Þar mun krafa ASÍ um sömu launa- þróun og hjá BHMR verða ítrekuð, en samtökin telja vinnuveitendur sið- ferðilega skuldbundna til að verða við þeirri kröfu, þar sem það sé ein af forsendum samninganna frá því í febrúar. Fundir með ríkisstjórninni eru ráðgerðir í kjölfarið. Miðstjórnin samþykkti ályktun þar sem segir að þjóðarsáttin svo- nefnda hafi vakið vonir í bijósti margra landsmanna um að tekist hefði frekar en áður að hemja verð- bólguna og þannig skapa raunhæf- ari kjarabætur en ella hefði orðið. Niðurstaða Félagsdóms og samn- ingsbundinn réttur BHMR til að fá kauphækkanir til jafns við það sem samið verður um hjá öðrum setji af stað víxlhækkanir sem ekki sjái fyr- ir endann á, svo lengi sem allir aðil- ar haldi sínu til streitu. Aukinn kaup- máttur fáist ekki með því móti, að- eins aukin verðbólga. Allra leiða verða að leita til að veija árangur samninganna sem allir launamenn hafí notið. Sjá fréttir á bls. 18-19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.