Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 Sonur Brandos látinn laus gegn geysihárri tryggingu Los Angeles. Reuter. CHRISTIAN Brando, sonur leik- arans Marlons Brandos, verður látinn laus úr fangelsi gegn 10 milljón dollara (600 milljóna ÍSK) tryggingu samkvæmt úrskurði dómara, sem kveðinn var upp í gær. Christian er ákærður fyrir að hafa myrt unnusta hálfsystur sinnar. Upphæð tryggingaríjár- ins, er sögð sú hæsta í sögu Kali- forníu-ríkis. Christian var einnig gert að skila vegabréfi sínu. Réttarheimildir sögðu í gær að Marlon Brando myndi geta reitt fram tryggingaféð og að Christian yrði sleppt innan sólarhrings. Lög- fræðingur Marlons Brandos sagði að hann myndi veðsetja hús sitt í Hollywood, sem metið er á 5 millj- ónir dollara. Þar hefur hann búið í 33 ár og þar var verknaðurinn framinn 16. maí sl. Christian er ákærður fyrir að hafa myrt Dag Drollet frá Haiti, kærasta Cheyenne Brando. Christ- ian viðurkennir að hafa skotið Drol- let en segir það hafa verið slys. í yfirlýsingu sem Christian gaf lög- reglunni sjálfviljugur eftir atvikið segist hann hafa skotið Drollet en ekki viljandi. Hálfsystir Christians, Cheyenne, sem var tilefni þrætu þeirrar sem leiddi til voðaskotsins, fæddi barn Drollets í lok júní og er það fyrsta barnabarn Marlons Brandos. Hún hefur verið færð í geðsjúkrahús á Tahiti eftir að hafa verið ákærð fyrir að hafa verið í vitorði með morðingja. Ekki hefur verið ákveðið hvenær verður réttað í máli hennar. Reuter Marlon Brando t.h. með syni sínum Christian í réttarsalnum. Breytt gjaldeyrisstefiia í Sovétríkjunum: Reuter Ariane-flauginni skotið á loft í Kourou í Frönsku Guyana. Ariane skot- ið upp eftir 5 mánaða hlé Kourou, Frönsku Guiana. Reuter. GEIMFERÐIR evrópsku geim- ferðastofnunarinnar (ESA) hóf- ust að nýju í fyrrinótt eftir fimm mánaða hlé er 480 tonna Ariane- flaug var skotið á loft frá skot- palli í Frönsku-Guyana í Suður- Ameríku. Tæpri hálfri klukkustund eftir geimskotið hafði flaugin komið tveimur fjarskiptahnöttum, frönsk- um og vestur-þýskum, á braut um jörðu. Paul Quiles, samgönguráð- herra Frakklands, fylgdist með geimskotinu og sagðist aldrei hafa haft jafn hraðan hjartslátt og rétt áður en hreyflar flaugarinnar voru ræstir. Geimferðir ESA hafa legið niðri frá því í febrúar er bilun varð í ein- um hinna átta hreyfla Ariane-flaug- arinnar með þeim afleiðingum að granda varð henni skömmu eftir að hún hóf sig á loft. Braskarar sleppa við refsingu leggi þeir gjaldeyriseign í banka Moskvu. Reuter. SOVÉTSTJÓRNIN hefur kynnt áætlanir um róttækar breytingar á ýmsum sviðum efnahagsmála í því skyni að erlendur gjaldeyrir, sem margir hafa safnað ólöglega, komist í gagnið. Teknir verða upp raunverulegir vextir og jafn- framt verða öllum gefnar upp sakir eigi þeir alþjóðlegan gjald- eyri sem þeir hafa náð í með svartamarkaðsbraski. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefúr gefið út tilskipun þar sem m.a. er sagt að í allri milliríkjaverslun við ríki Comecon, efiiahags- bandalags kommúnistarikja, verði notaður alþjóðlegur gjald- eyrir frá 1. janúar nk. Stepan Sítaijan aðstoðarforsæt- isráðherra, sem er formaður nefnd- ar er ljallar um milliríkjaviðskipti, sagði TASS-fréttastofunni sovésku að áætluð gjaldeyriseign almenn- ings væri sem svaraði 340 milljón- um Bandaríkjadollara (um 20 mill- jörðum ÍSK). Flestir hafa átt litla möguleika á að eyða gjaldeyri í landinu sjálfu en nú skal úr því bætt. Keðja verslunarhúsa og versl- anir í einkaeign munu fá að hafa á boðstólum innfluttan varning og ýmsar hágæðavörur, framleiddar innanlands. Sítarjan sagði að sov- éskir borgarar fengju nú að opna gjaldeyrisreikninga án þess að þurfa að gera grein fyrir því hvern- ig þeir hefðu náð í féð. Sovétmönn- um hefur um áratuga skeið verið bannað að eiga erlendan gjaldeyri. Samkvæmt kenningum komm- únismans er vaxtataka ein af að- ferðum kapítalista við að mergsjúga öreigana; vextir hafa því annað- hvort verið afar lágir í Sovétríkjun- um eða alls engir. Sítrajan sagði að ríkisstjórnin myndi endurskoða stefnuna varðandi vexti á gjaldeyr- iseign til að auka áhugann á því að leggja féð í banka. Samkvæmt áðurnefndri tilskipun Gorbatsjovs verður samvinna í efnahagsmálum við þróunarlöndin framvegis byggð á „gagnkvæmum hagsmunum og ávinningi.“ Taka verði mið af raunverulegum styrk Sovétríkjanna þegar veitt verði að- stoð. Bandaríkjamenn hafa gagn- rýnt Sovétstjórnina fyrir að biðja um fjárhagsaðstoð Vesturlanda og halda jafnframt áfram að dæla styrkjum í bandamenn sína, einkum Kúbveija, þar sem enn er við lýði ómengaður harðlínu-kommúnismi. Deila innan EFTA um frí- verslun með fiskimjöl leyst NORSKIR fjölmiðlar skýrðu í gær frá því að til harðra deilna hefði komið undanfarna daga í Fríverslunarbandalagi Evrópu (EFTA) um fríverslun með sjáv- arafúrðir er gildir í bandalaginu frá 1. júlí sl. Svisslendingar eru í forsvari fyrir EFTA sem stend- ur og að sögn Aítenposten reyndu þeir að setja takmörk við fríverslun með fiskimjöl af ótta við að mjöl frá íslandi gæti ógn- að innlendri fóðurframleiðslu. Blaðið segir að Svisslendingar hafi látið undan vegna einarðrar andstöðu íslendinga er hlotið hafi stuðning annarra EFTA- þjóða, einkum Norðmanna. Blaðið segir svissnesku fulltrú- ana hafa gert lítið úr málinu eftir Bretland: Vinsældir fræði- rits vekja undrun St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BESTI mælikvarðinn til að meta vinsældir bóka í Bretlandi er sölulisti yfir nýjar bækur í sunnudagsblaðinu Sunday Times. Bækur eru misjafiilega lengi á listanum. Um síðustu helgi vakti athygli, að þar hafði ein bók verið í 100 vikur, þótt érfitt hefði verið fyrir höfúndinn að fá nokkurn til að koma handritinu á prent. Bókin snýst um tilveruna sjálfa og nefiiist á ísiensku Saga tímans en á ensku A Brief History of Time - from the Big Bang to Black Holes eftir Stephen W. Hawking. Stephen Hawking er prófessor í eðlisfræði við háskólann í Cam- bridge, situr í sama embætti og Sir Isaac Newton gegndi fyrir um þremur öldum. Newton uppgötv- aði þyngdarlögmálið og felldi eðl- isfræði saman í eina heild, sem stóðst fram á þessa öld. Afstæðis- kenning Einsteins ruddi henni úr sessi. Hawking hafði einungis ritað um fræðilega eðlisfræði fyrir aðra fræðimenn, þar til hann skrifaði Sögu tímans. I henni leitast hann við að fella saman í eina heild nútíma eðlis- eða heimsfræði, allt frá eðlisfræði hinna smæstu ör- einda til kenninga um upphaf og endi himintungla. Hawking sló hvergi af ná- kvæmni, þótt hann væri að skrifa fyrir almenning. Enda voru út- gáfufélög ófáanleg til að gefa bókina út, töldu hana allt of erfiða fyrir almenning og fráleitt, að bókin yrði söluvara. Hvert forlag- ið á fætur öðru hafnaði handrit- inu. Á endanum keypti Bantam- bókaútgáfan það og hefur ekki séð eftir einni krónu í þeim kaup- um. Bókin hefur nú verið prentuð 17 sinnum og hefur selst í 550 þúsund eintökum. Það er ekki auðvelt að átta sig Stephen Hawking ásamt eiginkonu sinni og börnum. á, af hveiju svo margt fólk hefur keypt þessa bók og sennilega er engin ein skýring rétt. En einn þáttur í velgengni hennar er hetju- Ieg barátta höfundarins við tauga- sjúkdóm, sem er smám saman að draga hann til dauða, nú eru hon- um fáar hreyfingar lengur sjálf- ráðar. Önnur ástæða er, að bókin er augljóslega skrifuð af andleg- um yfírburðum um dýpstu ráðgát- ur í vísindalegri þekkingu nú- tímans. Að þessu leyti er Hawking eins og fyrirrennari hans, Sir Isa- ac Newton, eða Galileo Galilei í glímu sinni við heimsmynd fram- tíðarinnar. Við lestur bókarinnar vakna líka spurningar, sem flestir menn leita svara við, eins og: Er Guð til? Svar Hawkings má orða svo, að kannski sé hann til og kannski ekki, en sé hann til, þá geti hann ekkert gert. Svo virðist einnig, að bókin hafi orðið nokkurs konar trúarrit fyrir suma. Saga tímans kom nýlega út á íslensku hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi í lærdómsritaflokki félagsins. á og vísað á bug að þeir hafí látið undan. Málið kom fyrst upp í síðustu viku í sérfræðinganefnd sem fjallaði í Genf um fríverslun með sjávarafurðir. Fulltrúar íslands voru Hannes Hafstein og Gunnar Snorri Gunnarsson. 1 samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar að málið hefði verið leyst í fyrradag áður en fulltrúar EFTA-ríkjanna í aðalsamninganefnd bandalagsins vegna EFTA-EB-viðræðnanna komu saman til tveggja daga fund- ar með gagnaðilum sínum hjá EB í Brussel til að meta stöðuna í við- ræðunum. „Það má nú ekki gera of mikið úr þessum deilum. Hið rétta er að það kom upp fundinum í Genf viss ágreiningur um túlkun, Svisslendingar eru mjög nákvæmir og vildu fara ofan í saumana á þessu. Það leit út fyrir að þeir ætl- uðu sér að takmarka eitthvað um- fang fríverslunar en þetta reyndist hægt að skýra út og ná samkomu- lagi um á fundinum í gær. Þetta féll allt í ljúfa löð hér,“ sagði Gunn- ar. Hann bætti við að lausnin, sem fengist hefði í viðræðum yfirmanna sérfræðinganna, væri í fuliu sam- ræmi við skilning Islendinga á ákvæðinu um fríverslun. Fulltrúar EB og EFTA sögðu í gær eftir tveggja daga fund sinn um evrópska efnahagssvæðið (EES), aukna fríverslun og sam- vinnu bandalaganna, að þótt hann hefði verið gagnlegur og árangur hefði náðst að undanförnu í störfum undirnefnda bandalaganna væru mörg vandamál óleyst. „Þetta mun taka langan tíma og verður mjög erfitt,“ hafði fréttastofa Reuters eftir einum EFTA-fulltrúanum. Talsmaður framkvæmdastjórnar EB sagði bandalagið enn hafa mikl- ar áhyggjur af undanþágum sem EFTA-ríkin vildu gera á ýmsum reglum væntanlegs innri markaðar EB er komið verður á í árslok 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.