Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 15 I i Súkkulaði Sælkerans Í'ssafk: Heildsölubirgðir fsiensk Dreifing • Sími 91-68 73 74 VERÐUR ALVER REIST Á ÍSLANDI? efitir Odd Einarsson Umræðan um álver og hvar því skuli valinn staður á landinu hefur tekið mikinn fjörkipp síðustu viku eða svo. Svo virðist sem hin erlendu fyrirtæki sem eru aðilar að Atlant- al-hópnum svonefnda hafi lagt mat á hvar á íslandi hagkvæmast sé fyrir þau að reisa og reka slíkt iðju- ver. Fyrir vali þeirra iiggja gild rök sem þeir sjálfir hafa lagt til grund- vallar. Þessu vali eru auðvitað ekki allir sammála. Álver á Hveravöllum? Hvers vegna ekki? Sú hugmynd er lítið vitlausari en að ætla sér að setja álver í botninn á þröngum dal, eða að kaupa upp fjölda bú- jarða í einu blómlegasta landbúnað- arhéraði landsins til að setja þar niður risa iðjuver. Samt sem áður virðast ekki allir hafa áttað sig á hvað þetta er mikii skammsýni. En hvaða rök eru færð fyrir því? Aðeins ein. Allir virðast viðurkenna að öll rök mæla með því að álver verði reist á Keilisnesi, nema þau sem menn kalla byggðastefnu. Er það byggðastefna að kasta mörg- um milljörðum króna í sjóinn til að fá álver í Eyjafjörð eða Reyðar- fjörð? Er álver byggðastefria? Stóriðja í Eyjafirði e ekki byggðastefna. Raunveruleg byggðastefna felst í því að dreifa þeim fjármunum sem verða til í þjóðfélaginu, og valdi til að nýta þá um landið. Láta þá sem búa um hinar dreifðu byggðir sjálfa taka ákvörðun um nýtingu fjármuna. Allir vita að íslandi blæðir vegna rangrar byggðastefnu. En að taka stærstu tegund af iðjuveri og setja það niður t.d. í Eyjafirði, á ekkert skylt við byggðastefnu, það er eins og að meðhöndla líkama sem er allur blóðrisa nema stóra táin, grípa einn fingur og vefja hann og plástra svo rækilega að líklegast er að í hann komi drep, en láta öllum öðr- um líkamshlutum blæða áfram. Það eina sem mundi ske, er að hið viðkvæma jafnvægi atvinnulífs á stað eins og Eyjafirði mundi fara í vaskinn á einni nóttu. Vinnuveit- endur sem fyrir eru á svæðinu mundu lenda í stórkostlegum vand- ræðum vegna vinnuaflsflótta því vitað er að stóriðjuverið getur borg- að betur en sjávarútvegurinn og sá iðnaður sem fyrir er. Allt dugleg- asta fólkið mundi sækja þangað sem betur væri borgað. Auk þess þyrfti á byggingartíma iðjuversins að flytja þúsundir manna til Eyja- fjarðar til að búa í vinnubúðum sem reisa þyrfti, og þetta fól kmundi ekki koma nema að mjög litlu leyti frá suðvesturhorninu, það mundi kom annars staðar af landsbyggð- inni. Áhrifin yrðu því þveröfug við það sem byggðastefna miðar að. Þjóðhagsleg áhrif, vilt þú borga? Allir vita nú að hagkvæmast er að byggja og reka nýtt álvert á Keilisnesi. Það er áberandi hag- kvæmast fyrir Atlantal-fyrirtækin, og það er einnig þjóðhagslega hag- kvæmast. Nefnt hefur verið að stofnkostnaður álvers sé mun lægri á Keilisnesi en á hinum stöðunum sem nefndir hafa verið. Rekstrar- kostnaður er einnig hærri á hinum stöðunum sem nefndir hafa verið. Traustar heimildir telja að munur- inn sé ekki tveir heldur fimm millj- arðar króna, og hver á að borga? Atlantal fyrirtækin borga ekki mis- muninn, svo mikið er víst, en hver þá? Ert þú tilbúinn að borga, því það verður hinn almenni skattborg- ari sem greiðir mismuninn. Væri ekki nær að leyfa Atlantal-fyrir- tækjunum að velja sér þann stað sem er hagkvæmastur fyrir þá og láta þá borga þennan mismun, en láta þessa milljarða króna síðan Oddur Einarsson „Er það byggðasteftia að kasta mörgum millj- örðum króna í sjóinn til að fá álver í Eyjafjörð eða Reyðarflörð?“ renna beint út á landsbyggðina til atvinnuuppbyggingar? Þetta má segja með öðrum orð- um. Gefum okkur að þú ættir bæði Eyjafjörð og Keilisnes. í Eyjafirði rækir þú blómlegan landbúnað og tækir á móti ferðamönnum. Af Keilisnesi hefðir þú engan arð vegna þess að þar er bara óbyggt hraun, og síðan kæmi stórfyrirtæki til þín og vildi reisa hjá þér stóriðju- ver á Keilisnesi. Heldur þú að þú mundir þvinga þá til að vera frekar í Eyjafirði og borga þeim fimm milljarða fyrir að eyðileggja fyrir þér landbúnaðinn þar, en hafa Keil- isnes arðlaust áfram? Auðvitað mundir þú láta þá um staðarvalið og gera við þá góðan samning, hagnast strax um fimm milljarða og nota síðan arðinn til að styrkja starfsemi þína í Eyjafirði. Hvort finnst þér gáfulegra að veita útlendum stórfyrirtækjum opinbera aðstoð sem nemur fimm milljörðum króna, eða að láta út- lend fyrirtæki kosta byggðaaðstoð? Í leiðara Morgunblaðsins hinn 11. júlí endurspeglast sá almenni mis- skilningur að ef álverinu verði val- inn staður á suðvesturhorni lands- ins, þá muni byggðaastoð á kostn- aði skattgreiðenda þurfa að hækka örar og örar og meira en ella. Þessu er þveröfugt farið. Verði álverinu valinn staður á Keilisnesi þá mynd- ast í það minnsta fimm milljarða hagnaður, sem nota má til atvinnu- uppbyggingar á landsbyggðinni. Þessi hagnaður fer annars í súginn. Hvar er Keilisnes? Keilisnes er ekki á höfuðborgar- svæðinu, Keilisnes er á Suðurnesj- um, og Suðurnes eru ekki frekar á höfuðborgarsvæðinu en til dæmis Selfoss. Hvers eiga Suðurnes að gjalda? Á síðustu árum hafa fisk- veiðiheimildir þurrkast upp af Suð- urnesjum, og hverjir hafa keypt þær? Aðallega fjársterkar útgerðir á Norðurlandi, en fyrir hvaða fé? Meðal annars beint eða óbeint fyr- ir fé okkar Reyknesinga og Reyk- víkinga í gegnum opinbera sjóði. Við Suðurnesjamenn þurfum að þola það óöiyggi sem fylgir því að stærsti vinnuveitandinn er herstöð á vegum NATO sem stórlega hefur dregið úr framkvæmdum og gæti þess vegna lokað á morgun. Við þurfum að þola atvinnuleysi ekkert siður en aðrir hlutar landsbyggðar- innar, og nú þegar rofað gæti til vegna þess að við getum boðið lang besta kostinn í staðarvali fyrir stór- iðju, þá á að taka okkar eigin skatt- peninga og nota þá til að kaupa burt frá okkur þessa lífsbjörg eins og aðra. Hver er samningsstaðan? ísland er ekki eina landið sem gjarna vildi taka á móti risaiðju- veri eins og Atlantal-álverið er. Við skulum ekki gleyma að enn hefur engin ákvörðun verið tekin um að reisa álver á íslandi. Ljóst er að Atlantal-fyrirtækin hafa valið Keil- isnes fyrir iðjuverið, og það er ekki sem fær þá til að breyta því nema peningar sem koma úr vasa íslenskra skattborgara. Ekki er einu sinni víst að það dugi, og hvar stöndum við þá? Ætla íslensk stjórnvöld að segja við viðsemjanda sinn, annað hvort verður þú í Eyja- firði eða við viljum ekki sjá þig? Ef marka má fréttir í dagblöðum af ályktunum þingflokka Fram- sóknarmanna og Alþýðubandalags- manna virðist þessari skoðun vera að vaxa fylgi. Hvað þýðir þetta? Þetta sjónarmið þýðir einfald- lega að þeir sem eru því fylgjandi ætla í krafti þess valds sem þeir þykjast hafa, að kasta fimm þúsund milljónum af skattfé landsmanna í sjóinn, og það sem verst er, er að líklega hafa þeir þetta vald. Svo- kallaðir landsbyggðaþingmenn eru að vísu ekki fulltrúar fyrir nema einn þriðja af íslendingum, en þeir hafa samt sem áður meirihlutavald á Alþingi. Fyrir fimm þúsund milij- ónir króna væri hægt að reisa mjög stór iðjuver bæði á Reyðarfirði og í Eyjafirði, afskrifa þau strax og gefa heimamönnum, en þessi rök- semd dugar auðvitað ekki frekar en aðrar. Þessi málflutningur minnir mig á söguna um skógar- höggsmanninn sem eignaðist þijár óskir. Hann sagði konu sinni frá óskunum og hún óskaði sér strax álnar langs bjúga. Maðurinn varð öskureiður og óskaði þess að bjúg- að festist við nef konu sinnar. Þessi heimsku hjón gerðu sér nú ljóst að þau áttu bara eina ósk eftir og sameiginlega óskuðu þau þess að bjúgað hyrfi. Síðan sátu þau grát- andi yfir heimsku sinni og ógæfu, með ekkert bjúga og enga ósk eft- ir. Eg veit að við íslendingar mun- um bera gæfu til að láta skynsem- ina ráða, ég veit að álverið rís á Keilisnesi. Höfundur er formaður starfshóps um stóriðjumál á Suðurnesjum. PHILIPS FYRIR AUGAE l NtTT UTASJÓNVARP FRÁ PHIUPS hilips hefur þróað nýtt sjónvarpstæki. Það gildir einu frá hvaða sjónarhorni þú skoðar þetta tæki; listrænu eða tæknilegu. Hugboðið, sem útlitið vekur, staðfesta einstakir eiginleikar þess við nánari kynni. Hvað skal nefna?: Sannfærandi litaskil eða skýrleika myndarinnar, jafnvel við dagsbirtu. Philips er brautryðjandi NICAM kerfisins á norðurlöndum. - Með NICAM nálgast hljómgæðin diskaspilara. Næm og fjölþætt móttökutækni og stafrænt stýrikerfi frá Philips annast öll mynd- lit- og hljómskil með þeim hætti að unun er að horfa á og hlýða. Endahnúturinn er hér bundinn með svokallaðri DTI-tækni. (Digital Transient Improvement). DC2070&r 28 tommu tvímyndatæki (mynd í mynd). Hægt er að hafa litla mynd í skjáhorninu af annarri útsendingu en verið er að fylgjast með, eða skoða þannig myndband. Ennfremur er tækið búið ,,Super VHS“ inngangi til að skila einstaklega vel vídeóupptökum sem gerðar eru með nýjustu tökuvélunum fyrir almenning. <ö> Heimilistæki hf Sætúni 8 SÍMI691515 . Krínglunni SÍMI6915 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.