Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 Einhverfír í nábýli eftir Ernu Guðmundsdóttur Fyrir um átta árum fluttist ég með foreldrum mínum og systkin- um á Sæbrautina. Þá var ég 12 ára gömul. Næstu árin á eftir kynntist ég og sá mikið líkamlega og and- lega veik börn. Greiningarstöðin var í næsta húsi við heimili mitt og síðar einnig í húsinu á móti. Aldrei heyrði ég foreldra mína mæla á móti veiku bömunum eða hafa fordóma gagn- vart þeim. Fyrir tæpu ári fréttum við að í húsið á móti, Sæbraut 2, ættu að flytja 6 „einhverfir" unglingar. Enginn sagði neitt við því, enda enginn nágranni spurður álits. Þetta orð „einhverfur" skildi ég á þann veg að umræddir unglingar væru andlega veikir, einrænir, dulir og inn í sig. Reyndin varð hins veg- ar sú, að frá því að þessir ungling- ar fluttu hingað, hefur ekki verið búandi við götuna. Eftir að allsber vistmaður kom inn til okkar, lét móðir mín, Guðrún Sverrisdóttir, ekki bjóða sér ástandið lengur. Þeg- ar athafnir og ágangur vistmanna var ekki lengur einungis utan veggja heimilis okkar, heldur einnig inni á heimilinu, skrifaði hún félags- málaráðherra bréf. I bréfinu segir hún m.a. „hegðunarmynstur þess- ara unglinga er nær ólýsanlegt," og eru það orð að sönnu. Fyrir utan kynferðislegar athafnir, hægði einn vistmanna sér á gangstéttina fyrir framan fjórar litlar stelpur og þar lá saurinn til næsta dags. Þegar verst lætur, hljóða þau í marga tíma á dag, sem heyrist inn í næstu hús, — leiksvæðið verður aldrei hljóðeinangrað. Suma daga eru stimpingar með tilheyrandi hljóð- um, þegar kannski tveir gæslumenn troðast með vistmann upp tröpþur hússins eða tekist er á úti á götu. Ég hefði ekki viljað upplifa þessa atburði 12 ára gömul eins og yngri systur mínar hafa gert og fleiri böm í götunni og getur ekki talist eðlilegt eða þroskandi. Er ekki ver- ið að beijast fyrir rétti og góðum aðbúnaði barna í stefnum mannúð- arfélaga? Þurfa börn að fæðast veik eða á að gera þau taugaveikluð og veik, til þess að mannúðarfélög- in sinni þeim? Er það ekki eðlilegt, að móðir mín reyni að veija börnin sín og heimilisfrið, sem verið er að brjóta niður? Ein manneskja hefur þorað að tala opinberlega á móti þessu með- ferðarheimili. Bandaríkjamaðurinn, dr. Lou Brown, sálfræðingur, sagði í blaðaviðtali í sumar að stofnunin fyrir einhverfa við Sæbraut væru mistök. Samtök og fólk sem kennir sig við mannúðarstefnu, ættu ekki að beija svo ódrengilega á fóiki sem er að veija börnin sfn og heimili, sem raun er á. Mér ofbýður skítkastið í blaðagreinum, sem mamma mín hefur mátt þola, ásamt öðrum íbúum Sæbrautar. Orð eins og „sleggjudómar", „ýkjur“, „ósannindi", „fordómar“ og fleiri ljót orð hafa aðstandendur umsjón- arfélags einhverfra og fleiri notað. Ekkert í bréfi móður minnar til ráðherra lýsir fordómum í garð fatl- aðra eins og reynt er að láta líta út fyrir. Greint er frá staðreyndum og sönnum atvikum. Við höfum ekki búið til þennan vanda, honum hefur verið steypt yfir okkur. Málið snýst ekki um fatlaða, lamaða eða andlega vanheila. Það snýst um einhverfa einstaklinga, sem eru það erfið tilfelli að foreldrarnir treysta sér ekki til að hafa þá. Ef vandamál einhverfs unglings eru svona „lítilvæg", hvers vegna er hann þá ekki hafður heima hjá sér? Hér hafa verið settir 6 slíkir einhverfir einstaklingar saman á meðferðarheimili inni í íbúðar- hverfi. Það má ekki allsber maður hlaupa um Laugardalsvöllinn, þá verður allt bijálað. En, það er allt í lagi á Sæbrautinni. Menn, sem svipta sig klæðum og sýna sig, eru umsvifalaust teknir og víttir. En, það er allt í lagi að börnin á Sæ- brautinni horfi á kynfæri og kyn- ferðislegar athafnir og það að vist- maður hægi sér á götuna. Það er allt í lagi að vistmaður fari allsber inn á heimili fólks, það kallast ekki brot, þegar það á sér stað á Sæ- braut, — ekki brot á barnaverndar- lögum eða brot á stjórnarskránni varðandi friðhelgi heimilanna. Eitthvað mikið hlýtur samt að ganga á, þegar 14 manns eru ráðn- ir til vstarfa á stofnun, þar sem 6 vistmenn búa. Skýru máli tala „minnispunktar" frá félagsmála- ráðuneytinu til bæjarstjórans á Seltjarnarnesi, um allt það sem gera á til úrbóta, — allt, nema að viðurkenna mistökin með staðset- ingu meðferðarheimilisins. Það yrði alltof mikill „álitshnekkir fyrir fé- lögin út í frá“, eins og það er orð- að. Reynar eru „minnispunktar“ ráðuneytisins algjör viðurker.ning á öllu því sem nágrannar Sæbrautar 2 hafa haldið fram. Engin nefnd, engir íbúar annarra hverfa, geta dæmt okkur til að búa við þetta. Dómbærir eru þeir fyrst og fremst, sem búa næstir stofnuninni. Efast ég um, að nokkur íbúasamtök rísi nú upp og bjóði aðstoð sína í nafni mannúðar, sem talið er að okkur skorti, og vilja fá svona stofnun í eitthvert næsta hús. Lagðar voru fram eftirfarandi tillögur, byggðar á „minnispunkt- um“ félagsmálaráðuneytisins til bæjarstjórnar Seltjarnarness: 1. Fækkað verði á heimilinu um 2 börn, þannig að aðeins verði 4 heimilismenn. 2. Öll gæsla verður efld og áætl- un sett upp fyrir hvern heimilis- mann. 3. Öll hlið á girðingu hafa verið lagfærð. 4. Heitur pottur verður settur í garð. Erna Guðmundsdóttir „Við systkinin höfum alltaf átt öryggi og skjól á heimili okkar, sem nú er verið að brjóta niður og misbjóða. Þetta eig- um við að búa við og eiga yfir höfði okkar alla daga.“ 5. Athugað verður með betri hljóðeinangrun og gluggatjöld. 6. Komið verði á fót samstarfs- nefnd bæjarins, íbúa úr nágrenni heimilisins og félagsmálaráðuneyt- isins til að fylgjast með framgangi. Þrátt fyrir eflda gæslu, fækkun vistmanna, leigu á sumarbústöðum, kaup á bifreið, Iagfæringar á lásum og girðingum, þá gekk einn vist- manna inn á heimili okkar nú fyrir nokkrum dögum. Það var 11. júlí um miðjan dag og starfsfólk með- ferðarheimilisins hafði ekki hug- mynd um hvert hann hafði sloppið. Gæslumaður viðurkennir að „það hafi ekki sést til vistmannsins þeg- ar hann fór inn í húsið, því hann hafi lokað hurðinni á eftir sér“. Olli þessi vistmaður miklu uppnámi heima hjá mér og óhug. Þegar að var komið, hafði hann m.a. troðið út munninn á sér, fullan af sælgæt- ismolum með bréfum á, sem hann tuggði og kúgaðist yfir. Það spyr enginn hvernig litlu systrum mínum líði undir þessu álagi. Það er ekki lengur hægt að skilja þær eftir einar heima. Við systkinin höfum alltaf átt öryggi og skjól á heimili okkar, sem nú er verið að bijóta niður og mis- bjóða. Þetta eigum við að búa við og eiga yfir höði okkar alla daga. Framganga talsmanna meðferðar- heimilisins er þeim til skammar. Ráðuneytið og „mannúðarfélögin" ættu að gæta þess að ganga ekki yfir öll velsæmismörk, eins og gert hefur verið, og missa þar með stuðning og skilning almennings. Talsmenn meðferðarheimilisins höfða gjarnan til „lagalegs réttar" þessara sjúku einstaklinga. En hvar og hver er þá „réttur“ heilbrigðu barnanna? Ér hægt að réttlæta álagið sem þau hafa orðið fyrir og eiga að þola áfram, ef svo fer fram sem horfir, í krafti þess að þeir sem spjöllum valda, eru ekki heilbrigðir? Ég leyfi mér að ljúka þessu með niðurlagi bréfs móður minnar til félagsmálaráðherra, dags. 25. apríl sl. Hún segir þar: „Ég á fjórar dætur og eru það mínar tvær yngstu, 12 ára og 10 ára gamlar, sem ég hef mestar áhyggjur af. Þegar við, foreldrarn- ir, erum í vinnu, eru þær orðnar hræddar og óöruggar heima, hlust- andi eftir hveiju hljóði. Þannig er ástatt á fleiri heimilum en mínu. Þetta mál þolir enga bið. Það þarf að finna þessu sambýli stað sem er ekki inni í íbúðarhverfum fólks. Ég vil undirstrika, að ég og aðrir sem málið snertir, höfum fyllstu samúð með þessum skertu ungling- um og þeirra aðstandendum, en okkur er það ofviða, ekkert síður en þeim, að búa við þetta ok. Ég læt ekki skaða börnin rfiín. Sæbraut 2 er orðin þrúgandi, andleg ógnun við okkar daglega líf.“ Höfundur er nemandi í stjórnmálafræðum við Háskóla Islands. Osvífinn ráðherra eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Ummæli fjármálaráðherrans, Ólafs Ragnars Grímssonar, um dóm félagsdóms frá 23. júlí sl. eru enn eitt dæmið um hvemig sumir stjóm- málamenn reyna með ósvífnum hætti og raunar beinum ósannind- um að skjóta sér undan ábyrgð, sem þeim einum ber. í viðtali við Morgunblaðið 24. júlí segir ráðherrann m.a.: „Dómur- inn virðist hafa sett vítisvél óða- verðbólgu á íslandi í gang á ný.“ Síðan segir hann niðurstöðuna hafa komið sér á óvart, sérstaklega þá afstöðu Félagsdóms að telja óvíst að hækkun launa hjá aðildar- mönnum BHMR leiði til hækkun- ar hjá öðrum (auðk. hér). Og enn kveður hann í viðtalinu Félagsdóm hafa fallist á þá skoðun BHMR að þeir muni einir fá hækkun. Með þessum ummælum er ráð- herrann að reyna að telja lesendum ■ STJÓRNIR Pharmaco hf. og Deltu hf. færðu 12. júlí s!. Lyfja- fræðisafninu minningargjöf um Sverri Magnússon, samtals eina og hálfa milljón króna, er nota skuli til áframhaldandi uppbyggingar safnsins. Hinn 22. júní sl. lést Sverrir Magnússon, fyrrum apó- tekari í Hafharfirði, rúmlega átt- ræður. Hann var einn af frumkvöðl- um að stofnun Pharmaco hf., inn- kaupasambands apótekara og síðar að stofnun iyfjaverksmiðj- unnar Delta hf. og sat lengi í stjórn beggja þessara fyrirtækja. Hann var í stjórn Islenska lyíjaíræði- safnsins frá upphafi til dauðadags. trú um að dómurinn sé byggður á allt öðrum forsendum en þeim sem birtast í dóminum sjálfum. Hann gerir dóminum upp afstöðu til áhrifa af launahækkun BHMR. Þetta gerir hann áreiðanlega vísvit- andi. Svo heppilega vill til að í Morgun- blaðinu þennan sama dag er dómur Félagsdóms birtur í heild. í forsend- um hans segir m.a. svo: „Er' því ekki fallist á með stefnda, að ákvæði 1. gr. samningsins hafi heimilað honum að ákveða einhliða frestun greiðslna samkvæmt 1. kafla samningsins, sem koma áttu til framkvæmda 1. júlí 1990, enda hefur ekki verið í ljós leitt með óyggjandi hætti, að afleiðingar samningsins verði aðrar en þær er sjá mátti fyrir við gerð hans. (auðk. hér). Þetta eru forsendumar sem ráðherrann reynir að rangfæra. Dómstóllinn tekur m.ö.o. enga afstöðu til þess, hvort hækkun launa hjá aðildarmönnum BHMR muni leiða til hækkunar laUna hjá öðrum. í forsendum hans felst hins vegar að verði þetta afleiðingar samningsins, hafí ekki verið í ljós leitt með óyggjandi hætti, að þær hafí ekki mátt sjá fyrir við samn- ingsgerðina. M.ö.o. dómurinn bygg- ir á því að menn séu skuldbundnir til að standa við samninga sína (jafnvel Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráðherra) og geti ekki hlaupið frá þeim vegna atvika sem sjá mátti fyrir við samningsgerðina. Þessi dómsniðurstaða er hafin yfir alla gagnrýni. Hitt er svo allt annað mál, að vel má vera að afleiðingar hækkun- ar hjá BHMR verði þær sem Ólafur Ragnar spáir. En hann ber sjálfur Jón Steinar Gunnlaugsson „Með þessum ummæl- um er ráðherrann að reyna að telja lesendum trú um að dómurinn sé byggður á allt öðrum forsendum en þeim sem birtast í dóminum sjálf- um. Hann gerir dómin- um upp afstöðu til áhrifa af launahækkun BHMR. Þetta gerir hann áreiðanlega vísvitandi.“ alla ábyrgð á þeim afleiðingum, því það var hann sem gerði samninginn við BHMR. Hann kemst ekki frá þeirri ábyrgð með ómerkilegum út- úrsnúningi á forsendum Félags- dóms. Höfundurer hæstarcttarlögmaður. Skógræktarstj óri: Störf á Mógilsá verða auglýst Starfsmenn mótmæla fundi fag-ráðs og reglugerð FAGRÁÐ rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá fjallaði á mánudag um fimm umsóknír um starf forstöðumanns stöðvarinnar. Ennþá hefur hvorki fagráðið né landbúnaðarráðherra rætt við alla umsækjendurna fimm. Enginn starfsmaður á Mógilsá sat fund fag- ráðsins og hafa starfsmenn mótmælt því við ráðherra að fúlltrúi þeirra hafi ekki verið formlega boðaður. Þeir sem sækja um stöðu forstöðu- manns á Mógilsá eru Aðalsteinn Sigurgeirsson, Árni Bragason, Sig- valdi Ásgeirsson og Þórarinn Benedikz. Einn umsækjandi óskar nafii- leyndar. Skógræktarstjóri segir að störf við rannsóknastöðina verði auglýst laus til umsókna. Jón Loftsson skógræktarstjóri segir ekki afráðið hvort haldinn verði annar fundur í fagráði með fulltrúa starfsmanna á Mógilsá. Hann segir tíma til þess býsna nauman, starfs- menn gangi út á föstudaginn og allt eins geti fulltrúi nýrra starfs- manna setið fundinn. Jón segir að störfin á Mógilsá verði auglýst, mik- ið hafí verið reynt að ná sáttum án þess að nokkuð gengi. Fagráð gerði að sögn Jóns bókun um að starfsmenn á Mþgilsá hefðu hafnað setu í ráðinu. „Ég fékk bréf frá ráðuneytinu á föstudaginn og var falið að hlutast til um að starfs- menn skipuðu mann í fagráðið. Ég náði ekki í neinn þeirra fyrr en á sunnudeginum og fyrstu viðbrögðin voru þau að þar sem þeir væru að ganga út vildu þeir sennilega ekki neitt með þetta hafa. Ég bað samt um að starfsmenn ræddu saman og Iétu mig svo vita, sá eini þeirra sem ekki hefði sagt upp gæti þó komið.“ Einn starfsmanna, Úlfur Óskars- son, segir að tími hafi ekki gefist til að finna fulltrúa þeirra í fagráð- ið. „Skógræktarstjóri hringdi ekki í mig fyrr en síðdegis á sunnudag og bað um að starfsmenn kysu sér full- trúa fyrir fund laust eftir hádegið á mánudag. Ég náði aðeins í einn okk- ar af níu og við höfðum ekki upplýs- ingar um fundarstaðinn. Þá vilja starfsmenn nefna fulltrúa í fagráðið óháð tilmælum skógræktarstjóra, en hann lagði til við mig að Þórarinn Benedikz yrði valinn.“ í bréfi nokkurra starfsmanna til Steingríms Sigfússonar landbúnað- arráðherra er því mótmælt, að þeir hafi ekki fengið formlegt boð um að kjósa fulltrúa í fagráðið. Þá er í bréfmu kvartað yfir því sinnuleysi ráðuneytisins að hafa ekki kynnt starfsfólki efni nýrrar reglugerðar um rannsóknarstöðina. Orðrétt seg- ir: „í þessari reglugerð, sem sum okkar hafa séð eintak af, er rann- sóknastöðin í óþökk okkar sett beint undir vald skógræktarstjóra, rann- sóknarstöðin er svipt fjárforráðum og faglegt sjlfstæði tekið af sérfræð- ingum. Þessari ákvörðun viljum við mótmæla." Ekki náðist í Steingrím Sigfússon landbúnaðarráðherra þar sem hann er staddur erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.