Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 25 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Hluti gestanna í afmælisveislu Sundhallar Selfoss. Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Hávaðamengun frá bifhjólum Lögreglan telur ástæðu til að beina eftirfarandi tilmælum til ökumanna bifhjóla: Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður vélknúins ökutæk- is haga meðferð þess og akstri þannig að frá því stafi EKKI hávaði eða loftmengun að óþörfu. í námunda við íbúðarhús skal haga hraða og akstursháttum þannig að EKKI valdi óþarfa ónæði. í lögreglusamþykkt Reykajvíkur segir meðal annars að BANNAÐ sé að hafast nokkuð að sem veldur ónæði eða raskar næturró manna. í reglugerð um gerð og búnað ökutækja kemur skýrt fram að vélknúið ökutæki skuli þannig gert að frá því stafi EKKI ónayðsynlegur eða óþægilegur hávaði. ÓHEIMILT sé að breyta hljóðdeyfi eða hreyfli svo að það valdi auknum hávaða. Talsvert hefur verið kvartað yfir hávaðamengun frá akstri bifhjóla í borginni, sérstaklega að kvöld- og næturlagi. Engin ástæða er til að ætla annað en það kvartanir þessar hafi við rök að styðjast. Það eru því bein tilmæli lögreglu til ökumanna bifhjóla að þeir skoði hug sinn til þessa og hagi akstri sínum í samræmi við ofangreind ákvæði. Lögreglan ætlar á næstunni að kynna sér ástand bifhjóla á starfssvæðinu með tilliti til ástands á hreýflum og hljóðkerfum, auk þess sem tæknimaður mun hávaðamæla þau bifhjól sem ástæða þykir til. Uppfylli bifhjólin ekki skilyrði reglna mun verða gripið til viðeigandi aðgerða. Bifhjólafólk, sýnið tillitssemi - dragið úr hávaðamengun. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 25. júlí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 79,00 70,00 76,64 0,072 4.813.750 Ýsa 95,00 95,00 95,00 0,044 4.180 Karfi 35,50 35,50 35,50 0,202 7.171 Ufsi 35,00 35,00 35,00 2,355 82.425 Steinbítur 78,00 70,00 75,22 0,072 5.416 Hlýri 64,00 64,00 64,00 0,803 51.392 Blálanga 62,00 61,00 61,50 3,500 215.250 Langa 48,00 48,00 48,00 0,051 2.448 Lúða 255,00 255,00 255,00 0,015 3.825 Skötuselur 154,00 154,00 154,00 0,015 2.310 Gellur 300,00 300,00 300,00 0,030 9,000 Samtals 74,35 69,897 5.197.167 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskursl. 81,00 73,00 76,41 45,427 3.471.031 Ýsasl. 86,00 86,00 86,00 0,123 10.578 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,135 2.025 Ufsi 36,00 36,00 36,00 5,723 ' 206.018 Steinbítur/Hlýri 71,00 61,00 61,59 0,578 35.598 Langa 54,00 54,00 54,00 0,291 15.714 Lúða 275,00 35,00 170,76 0,795 135.755 Grálúða 46,00 46,00 46,00 1,369 62.974 Skarkoli 95,00 46,00 66,29 0,099 6.563 Keila 32,00 32,00 32,00 0,036 1.152 Undirmálsfiskur 70,00 67,00 67,69 0,969 65.592 Samtals 275,00 15,00 72,25 55,545 4.013.000 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 71,00 59,00 63,59 0,332 21.112 Ýsa 89,00 61,00 74,56 0,424 31.612 Karfi 36,00 15,00 34,02 98,052 3.335.353 Ufsi 40,00 37,00 37,92 21,223 804.824 Steinbitur/Hlýri 58,00 58,00 58,00 2,812 163.096 Lúða 100,00 100,00 100,00 0,050 5.000 Grálúða 50,00 50,00 50,00 0,028 1.400 Skarkoli 27,00 27,00 27,00 0,244 6.588 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,018 270 Samtals 35,47 123,183 4.369.255 Selt var úr Sveini Jónssyni. Þátttakendum gekk misvel að hjóla yfir sundlaugina. Selfoss: Haldið upp á 30 ára af- mæli Sundhallarinnar Selfossi. HALDIÐ var upp á það laugardaginn 21. júlí, með garðveislu, leikj- um og dansi, að þrjátíu ár eru liðin frá því Sundhöll Selfoss var opnuð. Á þessum tíma hefúr rífiega 1,7 milljón manna sótt laugarnar. Sundhöllin sjálf er 484 fermetrar að stærð með 16 2/3 metra inni- laug. Á útisvæði sundhallarinnar er 25 metra sundlaug, heitir pottar, sólbaðsaðstaða og leikvellir. Laugarnar á Selfossi hafa alltaf verið vel sóttar af Selfossbúum og ferðamönnum. Tilkoma Sundhallar- innar lagði grunninn að öflugu sundliði hjá Ungmennafélagi Sel- foss. í garðveislunni var gestum boðið upp á grillaðar pylsur, sérstakan Flóadrykk og ýmsa leiki og skemmtan. Skátafélagið Fossbúar setti upp þrautabraut fyrir börnin og félagar í Sunddeild Selfoss sáu um keppni þar sem meðal annars var hjólað á plönkum yfir laugina með misjöfnum árangri. Að lokum var svo unga fólkinu boðið að dansa. — Sig. Jóns. Stjórniii í Sjallanum Hljómsveitin Stjórnin er nú stödd á Akureyri við æfingar fyrir þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum. Hljóm- sveitin leikur í Sjallanum á Akureyri á morgun, föstu- dagskvöld, í eina skiptið í sumar. Næst leikur Stjórnin á Húkkaraballinu svokallaða í Vestmannaeyjum fimmtudag- inn 2. ágúst. Húkkaraballið er árlegur undanfari þjóðhát- íðar í Eyjum. Hljómsveitina skipa þau Sigríður Beinteinsdóttir, Grét- ar Örvarsson, Eiður Arnarson, Þorsteinn Gunnarsson, Jón Elvar Hafsteinsson og Einar Bragi Bragason. Stjórnin Verð á aðföngum til landbúnaðarframleiðslu Varahlutir í heyvinnsluvélar Vörur til heyvinnslu Tindar i heytætlur Hnífar í sláttuþyrl. Fella Baggab. Rúllub. Heyrúllu- Maura- Kuhn Kuhn Claas PZ garn garn plast sýra bognir beinir Fahr Claas Fahr CM120 5kg 5kg 1800 m 30 ltr Glóbus hf. Reykjavík Hampiðjan hf., Reykjavík 92' 1388 1547 4980 Jötunn hf., Reykjavík 351 351 371 47 66 1596 1775 5779 2783 Mjólkurfélag Reykjavíkur Vélar og þjónusta hf., Rvk. 50 52 1150 5300 2250 Þór hf., Reykjavík 194 253 40 5970 Dalakjör, Búðardal 1410 1515 4850 3100 Kf. Borgarf., Borgarnesi B.T.B., Borgarnesi 327 327 252 40 52 1422 5780 3299 Kf. Saurb., Skriðulandi 255 288 217 50 60 1592 Tak hf„ Búðardal 370 370 280 50 65 5650 Kf. Dýrf., Þingeyri 342 310 64 1590 Kf. Húnvetn., Blönduósi 335 335 293 50 68 1495 1600 5800 Kf. Skagf., Sauðárkróki 322 ■ 322 248 63 65 1540 1598 5800 3000 Vélaval, Varmahlíð 253 285 215 307 38 57 Kf. Eyf., Akureyri 280 303 250 64 1521 1695 5700 4105 Dragi, Akureyri 98' 75 Kf. Þingey., Húsavík 308 308 237 68 68 1630 1830 5940 3442 Kf. Héraðsb., Egilsstöðum 282 283 298 67 1840 6040 Kf. Austur-Skaftaf., Höfn Vélsmiðja Hornafjarðar 255 288 220 310 38 58 1432 1585 5640 Kf. Rangæ., Hvolsvelli 325 340 260 370 60 65 1470 4995 3060 Höfn hf., Selfossi 1400 1555 Kf. Árnes., Selfossi 299 285 245 42 64 1517 1691 5360 3129 Hæsta verð 370 370 293 371 98 75 1840 1830 6040 4105 Lægsta verð 253 194 215 298 38 52 1150 1515 4850 2250 Mismunur í prösentum 46,2 90,7 36,3 24,5 157,9 44,2 60,0 20,8 24,5 82,4 Varahlutur frá framleiðanda vélarinnar. Verðkönnun á aðföngum til landbúnaðarframleiðslu AÐ ÓSK Stéttarsambands bænda hefur Verðlagsstofnun annast verðgæslu á aðfóngum til land- búnaðar frá því kjarasamningar voru gerðir í febrúar sl. Við gerð samninganna samþykktu bændur að lialda framleiðsluverði Iand- búnaðarafurða óbreyttu fram til 1. desember nk. Á þessu tímabili hefur Verðlags- stofnun fylgst með verði á allmörg- um aöl'öngum til landbúnaðar. Áður hefur verið birt verð á fóðurvörum og byggingavörum. Nú er birt verð á varahlutum í heyvinnsiuvélar og ýmsum vörum til heyvinnslu. - Mestur verðmunur á varahlut í heyvinnsluvél var 158% en þess ber að geta að dýrasti varahluturinn var frá fram- leiðanda vélarinnar en þeir ódýrari frá öðrum framleið- endum. — Verðmunur á varahlutum í heyvinnsluvélar var í öðrum v tilfellum á bilinu 25-91%. - Á vörum til heyvinnslu var munur á hæsta og lægsta verði á bilinu 21-82%. Mesti verðmunurinn 82% var á 30 lítrum af maurasýru. Alls náði könnun Verðlagsstofn- unar til 24 sölustaða víðsvegar. á, landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.