Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Kosningar í haust að fjaðrafok, sem orðið hef- ur í kjölfar niðurstöðu Fé- lagsdóms í deilumáli BHMR og ríkisstjórnarinnar má ekki verða til þess, að við missum sjónar á meginatriðum þessa máls. Nú skiptir höfuðmáli að festa í sessi þann árangur, sem náðst hefur í verðbólgubaráttunni. Bresti þau bönd nú, sem tekizt hefur að koma á verðbólguna, líður langur tími þar til ný tilraun verður gerð. Gleymum því ekki, að óðaverðbólgan hefur geisað hér meira og minna látlaust frá árinu 1972. Þeir, sem hafa orðið verst úti í þeirri verðbólgu er láglaunafólk. Það eru hagsmun- ir félagsmanna BHMR ekki síður en annarra launþega, að verðbólgan verði kveðin niður. Þess vegna sagði Morgun- blaðið í forystugrein hinn 15. júní sl.: „Um það verður ekki deilt, að við núverandi aðstæður mundi það hafa skaðleg áhrif á framvindu efnahagsmála og at- vinnumála, að launaflokka- hækkanir BHMR kæmu til framkvæmda á þessu stigi máls- ins. Svo mikið hefur áunnizt í baráttu við verðbólguna síðustu misseri, að þeim árangri má ekki stefna í voða. Atvinnu- vegirnir hafa ekkert bolmagn til að greiða hærra kaupgjald og þjóðarbúið þolir ekki nýja verð- bólguöldu. Skattgreiðendur hafa heldur ekki efni á að greiða starfsmönnum sínum hærri laun.“ Niðurstaða Félagsdóms breytir engu um þetta meginefni málsins. Og athyglisvert er, að yfirleitt eru viðbrögð bæði laun- þega og atvinnurekenda á þann veg, að nú verði að halda þann- ig á málum, að baráttunni gegn verðbólgu verði haldið uppi af fullum krafti. Þannig segir Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðu- sambands Norðurlands í samtali við Morgunblaðið í gær: „Með þessari hækkun er hrundið af stað víxlverkunum, sem munu þegar á heildina er litið ekki leiða af sér nokkra bót mála fyrir nokkurn mann.“ Aðal- steinn Jónsson, útgerðarmaður á Eskifirði sagði í samtali við Morgunblaðið í gær um afleið- ingar víxlhækkana: „Vextirnir rykju upp og allar aðstæður yrðu þannig, að ekki væri hægt að reka nokkurt fyrirtæki." Núverandi ríkisstjórn mark- aði ekki þá stefnu í efnahags- og kjaramálum, sem nú er svo mikil samstaða um. Það gerðu aðilar vinnumarkaðar. Samn- ingar þeirra veittu ríkisstjórn- inni hins vegar einstakt tæki- færi til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á réttan kjöl og ein- dreginn stuðningur Sjálfstæðis- flokksins við þessa stefnumörk- un skapaði henni vinnufrið. Nú liggur hins vegar ljóst fyrir, að ríkisstjórnin hefur sjálf klúðrað þessu tækifæri með furðulegum hætti. Samningar þeir, sem ráðherrar gerðu við BHMR fyrir einu ári hafa verið ótrúlega vitlausir og voru for- sendur fyrir þeim endanlega brostnar með kjarasamningun- um, sem gerðir voru á almenn- um vinnumarkaði í febrúarmán- uði sl. Þá hafði ríkisstjórnin tækifæri til að koma í veg fyrir þá stöðu, sem nú er komin upp, með lagasetningu á Alþingi. Hún hafði það tækifæri einnig um miðjan júní með því að setja bráðabirgðalög, sem hún gerði ekki. Með þessu aðgerðarleysi hefur ríkisstjórnin stofnað í hættu einni alvarlegustu tilraun til að ná tökum á verðbólgunni, sem gerð hefur verið í tæpa tvo áratugi. Undir lok kjörtímabils hafa ríkisstjómir áður staðið frammi fyrir miklum vanda í kjaramál- um og efnahagsmálum. Áður hefur sú spurning vaknað, hvort efna ætti til haustkosninga til þess að koma í veg fyrir óheilla- þróun í efnahagsmálum. Reynsl- an af því að gera það ekki er slæm. Nú er mikið í húfi. Þess vegna á ríkisstjórnin að gera nauðsynlegar bráðabirgðaráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir nýja kollsteypu í efnahags- málum en tilkynna jafnframt, að kosningar til Alþingis fari fram í haust en ekki næsta vor. Með því einu móti verður sú óheillaþróun, sem nú er að hefj- ast, stöðvuð. Þá verður komið í veg fyrir, að stöðug átök um kjaramál og ný verðbólgualda einkenni stjórnmálabaráttuna í haust og vetur og áreiðanlega vaxandi óeining innan ríkis- stjórnarinnar sjálfrar. Slík þróun mundi leiða til þess, að ekkert raunhæft yrði gert í efnahags- málum fyrr en sumarið 1991 að lokinni nýrri stjórnarmyndun og þá heyrir sá árangur, sem náðst hefur í verðbólgubaráttunni sög- unni til. Kosningar til Alþingis snemma í haust, þing með nýtt umboð og ríkisstjórn með nýtt umboð skapa siðferðilegan og pólitískan styrk til þess að tak- ast á við þau vandamál, sem við blasa. Núverandi ríkisstjórn hef- ur ekki þennan styrk eftir það, sem á undan er gengið. Forystu- menn stjórnarflokkanna eiga í þessari stöðu að sýna að þeir láta þjóðarhag sitja í fyrirrúmi. Séð yfir mannQöldann frá stærstu útisenunni við Place des Arts-torgið. Alþjóðleg jasshátíð í M Hljómsveitin Fifth Avenue, vinningshafar í Alkan-samkeppni jassleikai Texti: Sigrún Harðardóttir Montreal er mikil hátíðahalda- borg og eru ein umfangsmestu hátíðahöldin Alþjóðleg jasshátíð sem haldin er á hverju sumri. Þessi jasshátíð, Le Festival Int- ernational de Jazz de Montréal, er nú orðin sú umfangsmesta í heimi og segja má, að hún sé að vissu marki arftaki Newport-há- tíðarinnar á austurströnd Norður-Ameríku. Þessi viðburður, sem Oscar Pet- erson segir, að allir tali við sig um, er hugsmíð félaganna Alain Simard og André Ménard. Þetta ævintýri byrjaði lítið í sniðum fyrir tíu árum í borg, þar sem jassinn átti í vök að verjast, þrátt fyrir að þessi sama borg sé fæðingarstaður ýmissa kunnra jassleikara, m.a. Oscars Peterson og Bley-hjónanna. Á síðastliðnum tíu árum hafa allir þekktustu núlifandi hljómlist- armenn jassins komið við í Mont- réal. Má meðal annars geta að Mil- es Davis hefur leikið á þessari hátíð þrívegis og þar fyrir utan hannaði hann auglýsingaplakat hátíðarinnar fyrir tveimur árum. „Le festival international de jazz de Montréal" er jasshátíð, þar sem jasssveiflan ómar inni sem 'úti frá morgni til kvölds. í 10 daga eru stræti miðbæjarins lokuð svo jass- inn geti haft svigrúm í borginni. I boði eru fjöldi innanhúss og utan- húss tónleikar frá hádegi til mið- nættis, jassþættir eru bæði í hljóð- varpi og sjónvarpi, sérstök kvik- myndasería um jass er í kvikmynda- safninu að ógleymdum jassóminum á veitingastöðum miðbæjarins. Síðastliðið ár slóð hátíðin öll að- sóknarmet. Áætlað var að um ein milljón manns hafi fylgst með há- tíðinni og yfir 2.000 tónlistarmenn frá ýmsum löndum hafi skemmt hátíðargestum. Fréttaflutningur af þessari hátíð er alþjóðlegur og er áætlað að hann nái til 25 milljóna heimila um heim allan. Mörgum tónleikum hátíðarinnar er sjónvarp- að og sýndir í um 30 -löndum. Hátíðarhöldin fóru fram í fimm hljómleikahöllum og á sjö útipöllum í grennd við Sainte-Catherine og Saint-Denis göturnar í miðborg Montréal. Á dagskrá voru um 70 innanhússtónleikar auk 250 tón- leika, undir berum himni og var aðgangur að utanhússtónleikum ókeypis. Stærstu tónleikarnir á sérstökum útipalli voru við McGill-götu, með hljómsveit Pat Metheny. Pat Meth- eny, sem nefndur hefur verið óska- bam Montréalbúa, hefur verið ár- legur gestur hátíðarinnar og var hann ráðgefandi hennar fyrir tveim- ur árum. Tónleikar hans drógu til sín um 100.000 áheyrendur og voru það fjölmennustu tónleikar þessarar jasshátíðar frá upphafi. „Le festival international de jazz de Montréai" er fjárstudd bæði af borgaryfirvöldum og af ýmsum einkaaðilum, þá sérstaklega af ALCAN-álfélaginu, sem er þekkt fyrir örlæti sitttil menningarmála. Á síðasta sumri var tíu ára aU mæli þessarar hátíðar haldið með sérstaklega vandaðri dagskrá. Há- tíðin var opnuð með sérstökum af- mælistónleikum, þar sem augljós- lega var reynt að víkka áhorfenda- hópinn, með því að leiða saman á eina tónleika jafn ólíka tónlistar- menn og B.B. King og George Ben- son. Má segja, að það eina, sem þessir tónlistarmenn eigi sameigin- legt sé, að hafa klassíska þekkingu á „showbusiness“. Konungur blúsins, B.B. King, var ógleymanlegur og opnaði hann há- tíðina með rafmögnuðu andrúms- lofti, sem gaf djúpa innsýn í minn- ingu jassins. Þetta sterka andrúms- loft datt síðan niður með komu George Bensons á sviðið. Ekki verða hæfileikar Bensons sem gítarleikara né útsetjara hér dregn- ir í efa, en tónlist hans virðist nú fljóta á yfirborðinu einu, og hurfu áhorfendur smám saman á braut á meðan á tónleikum hans stóð. Opnunartónleikamir leiddu fram Ray Charles og hljómsveit hans. Ray Charles er einn af fastagestum hátíðarínnar og lék hann í sérstakri tónleikaseríu Alcan, í Place des Arts-hljómleikahöllinni, þar sem síðar komu fram Roberta Flack, Astor Piazzola, Cleo Laine og John Dankworth, Uzeb, Wynton Mar- salis-kvartettinn með Ellis Marsalis,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.