Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 19 Ríkissljórnin segir upp kjarasamningnum við BHMR: Samningurinn gildir þar til nýr hefiir verið gerður - segir Páll Halldórsson, formaður BHMR PÁLL Halldórsson, formaður Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, sagði eftir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu til- kynnt samtökunum að þau hygðust segja kjarasamningi aðila upp frá 30. september í haust með mánaðarfyrirvara að ríkisstjórnin hefði að sjálfsögðu heimild til þess, en það væri mjög óvenjulegt að vinnuveitandi sæi sér hag i því að segja samningi upp. „Ríkisstjórnin mun að líkindum fylgja þessari uppsögn eftir með kröfugerð og viðræður munu þá væntanlega hefjast. Við munum að sjálfsögðu ekki gera lakari samning en við höfum og þangað til nýr samningur hefur verið gerður er þessi í gildi,“ sagði Páll. Hann sagði að það ætti að fara eftir samningnum þar til nýr hefði verið gerður hvað varðaði öll ákvæði hans, launahækkanir, kjar- asamanburð, endurskoðun og ann- að. Aðspurður sagði hann að upp- sagnarákvæðin væru sett inn til þess að mögulegt væri að taka samninginn upp, ef menn teldu ástæðu til þess. Að sjálfsögðu bæri að greiða laun samkvæmt honum, auk þess sem það væri heilmikið verk eftir samkvæmt þessum samn- ingi. Formaður BHMR og formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga voru boðaðir á fund fjármálaráð- herra í gærmorgun fyrir ríkisstjórn- arfundinn þar sem ákveðið var að segja upp samningnum. Páll sagði að fjármálaráðherra hefði í fyrsta lagi spurt hvort samtökin væru til- búin til að fresta því að 4,5% hækk- unin kæmi til framkvæmda, en því hefði verið hafnað, enda málarekst- urinn fyrir Félagsdómi meðal ann- ars snúist um að sú launahækkun fengist viðurkennd. I öðru Iagi hefði fjármálaráðherra spurt hvort mögulegt væri að taka 15. grein kjarasamningsins úr sambandi, en hún er um að hækkanir komi til BHMR-félaga í sama mæli og launahækkanir á almennum mark- aði. Því hefði verið svarað að aðild- arfélögin og samninganefndir þeirra gætu einar tekið afstöðu í þeim efnum, en ekki væru sjáanleg nein rök til þess. í þriðja lagi hefði fjármálaráðherra rætt möguleika á að endurskoða túlkun 1. greinar samningsins sem er um að launa- breytingar beri að framkvæma með þeim hætti að það hafí áhrif á laun- akerfið í iandinu. Því hefði verið vísað á bug enda hefði Félagsdómur túlkað greinina eftir orðanna hljóð- an og ekkert vit í að breyta þeirri túlkun. Ef hún hefði átt að segja eitthvað annað hefði hún verið orð- uð öðruvísi í upphafi. Aðspurður um möguleikann á að bráðabirgðalög verði sett á kjara- samning BHMR, sagði Páll: „Bráðabirgðalög er stjórnunarað- ferð sem hefur verið beitt hér um alllangt skeið til þess að grafa und- an samningsrétti í landinu. Almennt séð erum við mjög á móti bráða- birgðalögum. Þessl bráðabirgðalög væru hins vegar dálítið sérstök að því leyti að þarna væri ríkisstjórnin að setja bráðabirgðalög á eigin gerðir til þess að sleppa undan því að standa við það sem hún hefur sjálf undirgengist," sagði Páll. Hann sagði að ef bráðabirgðalög yrðu sett þá ætti ríkisstjórnin að segja af sér ef hún hefði einhveija sjálfsvirðingu. „Ef viðsemjandi okk- ar hefði haft einhveijar þungar áhyggjur af þessu máli í framhaldi af ASI-samningnum þá hefði hann- sjálfsagt haft samband við okkur. Hann gerði það ekki. Það var ekk- ert við okkur rætt fyrr en 12. júní, þannig að við hlutum auðvitað að líta þannig á að ekkert hefði breyst.“ Aðspurður hvort BHMR hefði ekki verið gerð grein fyrir því meg- ininntaki samninganna frá því í vetur að ná verðbólgu og vöxtum niður og það væri ávinningur sem kæmi öllum þjóðfélagsþegnum til góða, BHMR-félögum jafnt sem öðrum, sagði Páll, að forsvarsmenn BHMR hefðu að fýrra bragði haft samband við forsv.arsmenn ASÍ þegar samningsgerðin stóð yfir vegna fregna í fjölmiðlum um að það væri verið að semja um að taka BHMR-samningana úr sambandi. Forsvarsmenn ASI hefðu neitað því. Það hefði og verið gerð grein fyrir þessari stefnumörkun. „Það Morgunblaðið/Einar Falur Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræðingur BHMR, Auður Antonsdótt- ir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga og Páll Halldórsson, formaður BHMR, ganga á fúnd fjármálaráðherra í gærmorgun. var gerð grein fyrir því og þeir hefðu alveg eins getað verið að lesa 20 ára gamlan Skírni. Það er búið að vera að semja um þetta áratug- um saman, það eru engin tíðindi. Það er þjóðarsátt á hveiju ári, var í fyrra líka og verður sjálfsagt á næsta ári.“ Hann sagði að það væri almenn- ur samningsréttur við lýði í landinu og samningar ákveðinna aðila hversu stórir sem þeir væru tak- mörkuðu ekki þann rétt og enn síð- ur gætu slíkir samningar takmark- að eldri samninga sem þegar hefðu verið gerðir. Enginn annar kostur en að segja samningnum upp - segir Steingrímur Hermannsson STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórn- in hafí ekki átt annars úrkosta en segja upp kjarasamningnum við Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, þar sem framkvæmd hans, á grundvelli félagsdóms, hefði þýtt e&iahagslega kollsteypu. Steingrímur sagði að ríkisstjórn- in hefði á fundi sínum í gærmorg- un, ítrekað nauðsyn þess að tryggja þau efnahagslegu markmið sem rík- isstjórnin, aðilar almenna vinnu- markaðarins og BSRB hefðu sett. Ljóst væri að framkvæmd á kjara- samningi BHMR á grundvelli niður- stöðu Félagsdóms, þýddi aðra koll- steypu og verðbólgu upp í 30 af hundraði um áramótin. Ríkisstjórn- in sæi því ekki annan kost en segja þeim samningi upp, og myndi gera það. Samningurinn er uppsegjan- legur eftir 30. september með mán- aðarfyrirvara. Ríkisstjórnin lýsti því jafnframt yfir að hún muni tryggja, að höfðu samráði við samtök launafólks, at- vinnurekenda og bænda, að gripið verði til hverra þerira aðgerða, sem nauðsynlegar væru, til að tryggja efnahagslegan grundvöll samning- anna. Steingrímur sagði að best væri ef slíkt tækist án bráðabirgða- laga, en hann sagðist alls ekki úti- loka þau í þessari stöðu. Formenn stjómarflokkanna ræddu í gær við forustumenn BHMR, ASI, BSRB, Verkamanna- sambandsins, VSÍ og VMSS. Stein- grímur sagði að þeim hefði öllum verði gerð grein fyrir því sem væri að gerast, og spurningin væri um hvaða leið yrði farin að því marki, sem almennir kjarasamningar hefðu sett, eftir það sem gerst hefði. „Ég held að það sé mikill vilji hjá þeim öllum, nema ef vera kynni BHMR, að ná þessum al- mennu efnahags-, launa- og kaup- máttarmarkmiðum," sagði Stein- grímur. Forsætisráðherra hefur sagt að hann teldi dóm Félagsdóms vera byggðan á misskilningi. Þegar hann var spurður nánar um þetta, sagð- ist hann vera ósammála þeirri skoð- un dómsins að aðstæður hefðu ekki breyst, frá því samningurinn við BHMR var gerður. Þá hefðu ASÍ og VSÍ ekki verið búin að • gera samning, og enginn fyrirvari legið fyrir frá hinum almenna vinnu- markaði. „Það er vitanlega sú stóra breyting sem verður," sagði Stein- grímur Hermannsson. Morgunblaðið/Sverrir Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, Ragnhildur Guðmundsdóttir, varaformaður samtakanna, Ögmund- ur Jónasson, formaður, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, Ijármála- ráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, á fúndi skömmu eftir að ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að segja kjarasamningi BHMR upp. • • Ogmundur Jónasson, formaður BSRB: Sjáum til þess að launamumir BHMR og BSRB aukist ekki Getum núna boðið upp á nokkur velmeðfarín hjólhýsi á hagstæðu verði. „VIÐ ítrekuðum það sjónarmið sem við höfum alltaf haldið fram að það eigi að standa við gerða samninga. Við ræddum um það með hvaða móti yrði staðið við samning BSRB og ríkisvaldsins," sagði Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, í samtali við Morgunblaðið eftir fund forsvarsmanna BSRB með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gærdag. Ögmundur sagði að það væri ekki ásættanlegt fyrir BSRB að launamunur ríkisstarfsmanna ykist. Aðspurður hvernig komið yrði í veg fyrir það í ljósi þess að háskóla- menn fá 4,5% hækkun 'launa frá 1. júlí um næstu mánaðamót, sagði Ögmundur: „BHMR og ríkisvaldið gera sína samninga og við skiptum okkur í sjálfu sér ekki af þeim samningum. Við höfum sagt að það eigi að standa við gerða samninga og höfum jafnan ítrekað það sjónar- mið. Ef þú ert ekki sáttur við samn- inga eða getur ekki lifað með þeim þá segirðu þeim upp eða ræðir leið- ir til að komast að annarri niður- stöðu. Það er það sem átti að gera að sjálfsögðu miklu fyrr. Það hefur verið haldið fádæma klaufalega á þessu máli af hálfu ríkisstjórnarinn- ar. Það hefði átt að taka upp við- ræður við BHMR miklu fyrr, en við munum sjá til þess að launamunur milli BHMR og BSRB aukist ekki.“ 25% ÚTBORGUN og eftirstöðvar á 30 mánuðum Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11 Sími 91-686644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.