Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 Treystirðuannarri filmu fyrir dýrmœtu minningunum þínum? /MIKUG4RÐUR ALLARBÚÐIR KAUPSTAOUR IMJÓDD2.HÆÐ HVÍTA HÚSIÐ / SÍA Minning: Haraldur Hannesson, form. Starfsmannaf. Reykjavíkurborgar Lát Haraldar Hannessonar, formanns Starfsmannafélags Reykjavíkur, sl. fimmtudag, kom engum á óvart. Menn höfðu um nokkra hríð séð að hveiju stefndi. Haraldur hafði borið sín þungbæru veikindi af ótrúlegri karlmennsku og hélt áfram störfum ótrauður, neytti einskis færis að búa í haginn fyrir umbjóðendur sína, þótt honum væri ljósast allra að hratt lækkaði í hans eigin stundaglasi. En þótt æðrulaus átök Haraldar við dauð- ann hafi vakið undrun og aðdáun, þá mátti okkur öllum sem þekktu hann vel, vera ljóst, að einmitt þannig og aðeins þannig hlyti hann að bregðast við. Haraldur var afar staðfastur maður og bjó yfir ríku hugrekki. Þessum eiginleikum kynntist sérhver sá, sem við hann átti skipti, og dauðinn var þar eng- in undantekning. Samstarf okkar Haraldar Hann- essonar var mikið, þótt við sætum gjarnan sitt hvoru megin borðsins og ættumst við um mál, sem seint verða leyst svo öllum líki. Strax frá fyrstu kynnum virti ég Harald mik- ils, þegar þau kynni urðu meiri mat ég hann mikils og áður en langur tími hafði liðið var mér farið að þykja mjög vænt um hann. Harald- ur var mannkostamaður, fastur fyr- ir og lét ekki sinn hlut fyrir nein- um. En þótt hann væri fylginn sér í samningum, efaðist enginn um heiðarleika hans og hrekki og undir- hyggju átti hann ekki til. Flestum mun bera saman um að deilur og þras um starfskjör og launaflokka er ekki skemmtiefni. Þó var það svo, að ég hlakkaði til sérhvers fundar með Haraldi Hannessyni og fann ég þó eftir því sem kynni okk- ar urðu nánari, að mér lét ekki orðið vel að segja nei við hann. Samstarfsfólk hans hjá borginni og þeir sem völdu hann til forystu fyr- ir sig munu lengi búa að því starfi sem hann vann á óeigingjaman og ósérhlífinn hátt og mun þess gæta um ókomna tíð í störfum vel flestra borgarstarfsmanna og þá ekki síður sér verka hans stað í þeim sælu- reit, sem Haraldur hafði mesta for- göngu um að byggja upp, að Úlf- ljótsvatni. Það er stutt liðið frá andláti Haraldar Hannessonar, en ég finn strax að ég sakna hans sárt og veit að ég mun sakna hans lengi. Við Ástríður sendum hans góðu konu og bömum þeirra hjóna og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Davíð Oddsson Að hugsa um Harald Hannesson í þátíð er fjarlægt og óraunveru- legt. Hann stendur svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, stór og stæðilegur, karftmikill og staðfast- ur, einlægur og glaðlyndur, góður félagi í leik og starfi. Við vegaskil er nú staldrað við og hugleitt, hvernig vegferðinni var háttað. Leiðir okkar hafa legið saman síðan á haustdögum 1977, og við höfum verið nánir samstarfsmenn frá ár- inu 1982, er hann var kosinn for- maður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Hann hafði vart sest í formanns- sætið, er hann hóf að blása að glæð- um félagsandans og efla félags- starfið, enda eldhugi á því sviði sem og öðru er hann tók sér fyrir hend- ur. Haraldur var þeirrar gerðar að koma til dyranna eins og hann var Tlutcuzcv Heílsuvörur nútímafólks klæddur. Hann skrifaði og talaði tæpitungulaust af rökfestu, enda stálgreindur og lesinn vel. Hann var áræðinn og fór oft ótroðnar slóðir, ef svo bar undir. Heiðarleiki hans var sem klappaður úr bergi. Hann ávann sér þegar traust og tiltrú, og forystu, og trúnaðarstörf hlóðust á hann með hveiju árinu sem leið. Það gefur auga leið, að á hans formannstíð var aldrei ládeyða inn- an félagsins, enda ótrúlegt, er litið er til baka, hve margt hefur verið gert, og hvað margt hefur gerst á þessum átta árum. Samtímaþjóðfélagið er orðið býsna flókið og margþætt og því hefur nú að undanfömu þurft að taka á fleiri málum og málaflokkum en nokkm sinni. Við slíkar ákvarð- anir eru að sjálfsögðu oft skiptar skoðanir og deilur geta spunnist. Sem formaður í næststærsta fé- lagi opinberra starfsmanna og vara- formaður BSRB, fór Haraldur ekki varhluta að því, að kyljur gustuðu honum í gegn. Aðfinnslur og jafn- vel atlögur samheijanna ristu dýpst, yfir þau sár hemaði, en þau greru illa. Ég ætla ekki hér að tíunda störf Haraldar fyrir St. Rv. Eitt mál get ég ekki látið hjá líða að draga fram, en það er uppbygging orlofsbúða, ásamt glæsilegri þjónustumiðstöð á landi félagsins á Ulfljótsvatni. I þessu sem öðm var hann vak- inn og sofinn og með fágætri elju reis þessi byggð, sem fyrirsjáanlegt er að stækka muni að mun með árunum, enda svæðið senn í tún- fæti borgarinnar. Hann hreif með sér dyggan hóp sjálfboðaliða, sem lét ekki steini óvelt til þess að verða að liði, hvort sem var við lagningu vega eða vatns, við tjárækt eða önnur þau fjölmörgu störf, sem þar þurfti að inna af hendi. Þessi ár, sem Haraldur hefur staðið hér í stafni, hafa sannarlega verið viðburðarrík og þau eru eftir- minnileg. Þau einkennast af miklum umsvifum hans, starfsorku og járn- vilja. Þar fór maður, sem hugsaði eins og Þ.E. orðaði það. „En ef við nú reyndum að bijótast það beint, þó brekkumar verði þar hærri." Tíma hans fyrir félagið öll þessi ár voru engin takmörk sett. Ánægjustundir gáfust ómældar, þegar dúraði í. Þá kom best fram, hversu margir strengir voru í skap- höfn hans og allir hljómmiklir. Nú er skarð fyrir skildi. Samtök opinberra starfsmanna hafa misst einn sinn skeleggasta og virtasta baráttumann. Hans harðsporar munu lengi sjást í snjónum. Harald- ur var fæddur á Norðfirði hinn 13. júlí 1924. Þegar í æsku var hann tekinn í fóstur á Stóra-Núp í Gnúp- veijahreppi til hjónanna Olafar Bri- em og Jóhanns Sigurðssonar, og lifir fóstri hans enn í hárri elli. Á Stóra-Núpi dvaldist hann, uns hann fór ungur til sjós og varð sjó- mennska hans starf um langa hríð. Engum duldist, sem til Haraldar þekkti, hversu mikill skóli þetta menningarheimili hafði verið hon- um. Það mótaði hann og veitti hon- um haldgott veganesti. Hann hélt ætíð nánu sambandi við fólkið eystra, og talaði um það sem sína velgjörðamenn og örlagavalda. Og í „sveitinni sinni“ verður hann nú lagður hinstu hvílu. Haraldur kvæntist árið 1945 Sveinbjörgu Georgsdóttur frá Isafirði og eignuðust þau fimm mannvænleg börn. Sagt er, að dæma skuli manninn eftir þeirri konu, sem hann er giftur. Sá dóm- ur fellur Haraldi meira en svo í vil, þar sem Sveinbjörg á í hlut. Fyrir rúmum tveimur árum kom í ljós, að Haldur gekk ekki heill til skógar. Hann mætti þeim örlögum með slíku innra þreki og hljóðlátri reisn, að líkja mætti við hetjumóð. Hann lifði alla tíð hratt og það sama gilti, er ekki var lengur varist þéim vágesti, er barið hafði dyra. Hann atti kappi við nauman tíma, og stóð meðan stætt var, og að allra dómi lengur en það. Meitluð lýsing Klettafjallaskldsins er hér við hæfi. „Bognar aldrei, brotnar í, bylnum stóra seinast." Haraldur Hannesson er nú horf- inn yfir það fljót, sem skilur. Við þessi vegaskil er langt og lær- dómsríkt samstarf þakkað. Birna Stefánsdóttir Góðkunningi minn, Haraldur Hannesson, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar og annar formaður BSRB, lést þann 20. þ.m. Það kom okkur sem áttum náið samstarf við hann ekki svo mjög á óvart, þar sem Haraldur hafði um nokkurn tíma átt við erfið- an sjúkdóm að stríða. Persónuleg kynni mín af Haraldi voru bundin samstarfi innan sam- taka opinberra starfsmanna, þar sem við báðir vorum í ábyrgð fyrir tvö stærstu félögin innan samtak- anna og áttum því oftar en ekki samleið, enda hagsmunir félaganna samofnir á mörgum sviðum. I slíku samstarfi fer ekki milli mája að kynni urðu nokkuð náin og því kynntist ég meginþáttum í fari Haraldar. Hann var mjög sjálfstæður í skoðun, en það kom ekki í veg fyr- ir að honum tækist að miðla málum, þegar um flókna hagsmuni fjöldans var að ræða. Eins var hann ótrauð- > ur við að beita tiltækum leikreglum ef hann taldi það stytta leið til rétt- lætis eða að lokamarki. Ég minnist þess eitt sinn er Har- aldur varð fyrir nokkrum andbyr, að ég spurði hvort hann hefði ekki verið full bráðlátur. Haraldur brosti og sagði: „Nei, Einar, fall er farar- heill“ — þetta var aðeins áfangi að settu marki, sem er að lausn fáist á málinu. Þetta svar sýndi mér áræði og æðruleysi Haraldar. Góðir kostir það. Andbyrinn var ekki það versta, hann var til að skerpa vit- und, aðeins skref að lausn þess sem koma skyldi, þáttur í því að komst að lokaniðurstöðu í flóknu og erfíðu verkefni. Ábyrgð var ríkur þáttur í fari Haraldar, enda hefi ég fáum kynnst, sem hafa verið eins virkir og lagt eins mikinn metnað í að ljúka þeim verkum, sem hann tók að sér, þá var hvorki sparaður tími né fyrirhöfn enda öll vanskil talin til mikils vansa á þeim bæ. Mín kynni af Haraldi Hannessyni eru bundin samtökum opinberra starfsmanna um nokkurra ára bil, eins og áður sagði, og í minning- unni situr merkur stafnbúi, sem ekki mátti vamm sitt vita og lét ekki hringlandahátt ráða gerðum sínum. Maður sem taldi sig eiga heima inni á miðjum velli, en ekki úti í túnfæti, maður með áræði og sjálfstraust. Góðir kostir til að bera af sér hret og holskeflur félagsmál- anna. Með söknuði kveð ég mætan dreng, fallinn foringja Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Heildarsamtök opinberra starfs- manna búa við skarð fyrir skildi. Eftirlifandi eiginkonu og íjöl- skyldu sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Haraldar mun ég ætíð minnast er góðs granna getið er. Blessuð sé minning hans. Einar Ólafsson Með Haraldi Hannessyni er fall- inn einn af okkar miklu félagsmála- mönnum . Ég kynntist honum skömmu eftir að hann varð formaður í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar 1982 og hef átt við hann mikið samstarf, þó sérstaklega síðustu tvö árin eftir að ég tók sæti í stjórn félagsins og sem formaður Úlfljóts- vatnsnefndar. Haraldur var mikill elju- og at- hafnarmaður sem kom vel fram í störfum hans öllum, félagsmálum sem og öðru. Þó oft hafi ég ekki verið sammála honum um mál og leiðir hef ég með árunum lært að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.