Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 SPJOTKAST / FRIÐARLEIKARNIR I SEATTLE Einar: 76,26 m og sjötta sæti EINAR Vilhjálmsson var tals- vert frá sínu besta og þurfti að sætta sig við sjötta sæti í spjótkastskeppni Friðarleik- anna, sem lauk um eittleytið í fyrrinótt að íslenskum tíma. Keppendur voru sjö. Lengsta kast Einars mældist 76,26 metrar. Einar var fyrstur í kaströðinni og kastaði 73,66 metra í fyrstu umferð. Viktor Zaitsev frá Sov- étrkjunum, sem sigraði í spjótkast- inu, byijaði mjög vel Skapti — spjótið sveif 80,90 Hallgrímsson metra í fyrstu til- skrifar frá raun hans 0g ; ann. arri umferð kom sig- urkastið — 84,16 m. Hann átti fjög- ur köst yfir 80 metrum og reyndar þijú lengstu köstin. Kúbúmaðurinn Ramon Gonzales var sá eini hinna sem náði að kasta lengra en 80 metra, 80,84 í þriðju tilraun, og varð annar. Þriðji varð Masami Yoshida frá Japan með 77,36 m, ijórði Sovétmaðurinhn Marik Keleta með 77,18 m, fimmti Klaus Tafel- meier frá Vestur-Þýskalandi með 76,66 m og Einar sjötti með 76,26 — sem hann náði í fimmtu umferð. Sjöundi og síðastur var Bandaríkja- maðurinn Dave Stephens með 73,28 m. Kaströð Einars var: 73,66; 72,72; 72,90; 75,38; 76,26; 75,08. Einar Vilhjálmsson náði sér ekki vel á strik. „Aldrei sterkarí en veikasti hlekkurinn“ ffl Eg er í sjálfu sér ekki óán- ægður með útkomuna þó eg sé auðvitað aldrei ánægður með að tapa fyrir þessum körlum," sagði Einar Vilhjálmsson við Morgunblaðið eftir spjótkast- skeppnina. Einar er meiddur í hné og segist þurfa að losa sig við skrekkinn sem því fylgir. „Mað- ur er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn," sagði hann og vísaði til hnémeiðslanna. Skapti Hatigrímsson skrífar frá Seattie „Ég ætlaði að leggja allt í fyrsta kastið, en kiknaði þá í hnénu og líka í öðru kastinu. Þau „klikkuðu". í fyrstu þremur köstunum ætlaði ég að hafa útkastsstöðuna þrönga; koma beinn inn í útkastsstöðuna, en kom skakkt á hnéð og kiknaði undan því. Eftir það lenti ég í svo- litlum vandræðum, stytti atrennuna um þriðjung, og í lengsta kastinu var hún eiginlega hálfgert labb.“ „Mér fannst að ég hefði átt að getað hitt á lengra kast í rauninni — en það er alveg ljóst að öryggið í atrennunni er ekki fyrir hendi hjá mér eins og í fyrra, vegna þess að ég hef ekki kastað neitt að ráði undanfarið.“ Tvær vikur eru í næsta mót hjá Einari, í Malmö í Svíþjóð 7. ágúst. Síðan keppir hann í Finnlandi'13. ágúst, í landskeppni íslands, Belgíu og Englands í London 19., Boras 23. og síðan kemur að Evrópumeist- aramótinu 27. og 28. ágúst í Split í Júgóslavíu. ■ NADEZHDA Rjastkina frá Sovétríkjunum setti heimsmet í 10 kílómetra göngu á tímanum 41.56,21 mín., eftir • spennandi keppni við fyrrum heimsmethafa Kerry Saxby frá Ástralíu, á Frið- arleikunum í fyrrinótt. ■ BANDARÍKJAMENN unnu til langflestra verðlauna í sundkeppni Friðarleikanna; alls unnu þeir 20 gullverðlaun, 18 silfurverðlaun og 4 bronsverðlaun. A-Þjóðverjar unnu 6 gull, 9 silfur og 18 brons. Sovétmenn unnu 3 gull, 9 silfur og 8 brons. ■ MATT Biondi, sem vann til fimm gullverðlauna í Seoul 1988, bætti tveimur gullverðlaunum í safnið í fyrrinótt og hefur alls unn- ið til Ijögurra gullverðlauna á Frið- arleikunum. Biondi vann í 100 m skriðsundi á 49,02 sek., sem er langt frá heimsmeti hans 48,42 sek. Hann á níu bestu tímana frá upphafi í 100 m skriðsundi og hef- ur ekki beðið ósigur í greininni síðan 1984. ■ SVMMER Sanders vann sín þriðju gullverðlaun er hún sigraði í 200 m flugsundi á 2.09,46, fimm sekúndum betri tíma en Natalya Jakovleva, Sovétríkjunum, sem varð í öðru sæti. ■ MICHAEL Johnson, frá Bandaríkjunum, sigraði í 200 metra hlaupi á 20,54 sekúndum. Annar varð Robson da Silva, frá Brasilú, á 20,77. Dennis Mitchell, frá Bandaríkjunum, varð þriðji á 20,89. ■ SOVÉSKA íshokkísambandið hefur sakað bandaríska atvinnu- mannaliðið Red Wings, frá Detro- it, um að hafa stolið tvítugum so- véskum íshokkíleikara, Sergei Fjodorov. Talsmaður Red Wings sagði að Sergei hefði komist til Detroit með aðstoð liðsins og hefði sótt um atvinnuleyfi til að geta leik- ið með bandaríska liðinu. „Við krefj- umst þess að Fjodorov verði skil- að. Hann ætti að taka þátt í Friðar- leikunum sem meðlimur sovéska liðsins," sagði fyrsti varaforseti so- véska íshokkísambandsins, Júrí Korolov. „Ég kann ekki við þjófn- aði.“ ■ MANUELA Stellmach vann til einu gullverðlauna a-þýska kvenna- landsliðsins í sundi á Friðarleikun- um er hún sigraði í 200 m skrið- sundi á tímanum 2.00,38, sem er besti tími ársins. H ROBERTO Hernandez frá Kúbu sigraði í 400 metra hlaupi, á 44,79 sekúndum. Danny Everett frá Bandarikjunum varð í öðru sæti á 45,05. ■ JELENA Romanova frá Sov- étríkjunum sigraði í 5000 metra hlaupi á 15 mínútum 02,23 sekúnd- um. ■ DAN OBrien frá Banda- ríkjunum stendur best að vígi í tugþrautinni, eftir fyrsta dag, með 4470 stig. Landi hans, Sheldon Blockburger, er næstur, með 4190 stig., ■ ÍNESSA Kravets, Sovétríkj- unum, sigraði í langstökki, sveif 6,93 metra. Landa hennar, Larísa Beresnaja, varð önnur, með 6,61. ■ BRIAN Diemer, Bandaríkjun- um,sigraði í 3000 metra hindrunar- hlaupi, á átta mínútum og 32,24 sekúndum. Sovétmaðurinn Vlad- imír Koromyslova varð annar, á 8.33,76. ■ JORG Hoffman, A-Þýska- landi, vann í 1,500 skriðsundi á 15.11,14 sek. Annar varð Sean Killion, Bandaríkjunum, á 15.13,67. Heimsmetið í þessari grein, 14.54,76, á Sovétmaðurinn Vladimir Salknikov, og hefur það staðið óhreyft frá 1983. Körfubolti: Bandaríkjamenn töpuðu SOVÉSKA körfuknattleiksliðið gersigraði það bandaríska á Friðarleikunum í fyrrinótt. í leik, sem einkenndist af þriggja stiga körfum, sigruðu austanmenn með 92 stigum gegn 85. Sovétmenn spiluðu mest upp á Valerí Tikjonenko, 2,07 metra háan framheija, sem skoraði 30 stig, þar af mörg úr langskotum. „Sovét- menn áttu einstaklega góðan leik. Tikjonenko var frábær." sagði Mike Krzyzewski, þjálfari Bandaríkja- manna. „Strákarnir okkar léku hreint ekki illa, en þeim gekk illa að skora.“ FRJALSIÞROTTIR Gestur f landskeppni getur ekki unnið meistaratitil sem ekki er einu sinni keppt um FJÖLMIÐLAR fluttu fregnir af því um og eftir helgina að frjálsíþróttakona hefði orðið Norðurlandameistari ungl- inga i grindahlaupi. Útvarpið bætti um betur og sagði að þetta væri í fyrsta sinn í sex ársem íslendingar eignuðust meistara í þessum flokki. Hvort tveggja er rangt. Að undanförnu hafa fregnir borist um frækilega frammi- stöðu íslenskra íþróttamanna. Daglega berast fregnir af heims- metum, meistara- titlum og verð- launum í hinum A ýmsu íþróttagrein- um. Ber það vott um þróttmikið íþróttastarf. Von- andi er að rétt og satt sé skýrt frá því fréttin um Norðurlanda- meistaratignina í grindahlaupi er röng, því miður. AF INNLENDUM VETTVANGI Ágúst Ásgeirsson skrifar Hið rétta er að íslendingar hafa í nokkur ár sent nokkra af sínum fremstu fijálsíþróttaunglingum til keppni sem gestir í áriegri ungl- ingalandskeppni Norðmanna, Svía og Finna. Þar er ekki um Norðurlandameistaramót að ræða og því engir meistaratitlar í húfi. Þátttaka íslendinga í þessu móti hófst 1979. Þá sendu þeir sameiginlegt lið ásamt Dönum og tefldi hvor þjóð fram einum manni í grein en Norðmenn, Svíar og Finnar hver tveimur í grein. Sama fyrirkomulag gilti 1980 og á þess- um árum unnu Oddur Signrðsson KA, Vésteinn Hafsteinsson HSK og Einar Vilhjálmsson UMSB eina grein hver. Frá 1981 hefur aðeins verið sent í hluta greinanna en Dönum gefnar hinar eftir. Þess vegna stórfækkaði íslenskum þátttakendum í keppninni og voru þeir t.a.m. engir 1985. Árið 1984, en þá sagði útvarpið að við hefð- um síðast átt sigurvegara í keppn- inni, tóku sex íslenskir keppendur þátt, fjórir drengir og tvær stúlk- ur. Skemmst er frá að segja að enginn þeirra komst á verðlauna- pall. Svo er frá því að segja að áhugi Dana á þátttöku í unglingaland- skeppni Norðmanna, Svía og Finna hefur farið dvínandi og undanfarið hafa þeir aðeins tekið þátt í nokkrum greinum. Hefur því ekki verið um sameiginlegt lið þeirra og Islendinga að ræða. Samþykktu keppnisþjóðirnar þrjár fyrir nokkrum árum að þess- ar tvær vinaþjóðir gætu eftir sem áður sent gesti í nokkrar greinar. Andstaða gegn meistaramóti Sú almenna venja gildir í íþróttakeppni að þátttakandi sem keppir sem gestur hlýtur ekki meistaratign þótt fyrstur komi að marki. Á íslandsmeistaramótinu í fijálsíþróttum hefur sú venja t.a.m. verið í gildi í nokkur ár og nokkur dæmi um sigurvegara af því tagi. í unglingalandskeppni þriggja Norðurlandaþjóða í frjáls- um eru hins vegar engir Norður- landatitlar í boði og hefur aldrei verið. Sá skilningur er ekki fyrir hendi hjá hinum norrænú sam- böndunum og hefur ekki verið. Á þingi norrænna fijálsíþrótta- leiðtoga í Stokkhólmi 1988 báru Norðmenn hins vegar upp tillögu um að landskeppnin yrði lögð nið- ur og efnt til Norðurlandameist- aramóts í staðinn. Fulltrúar ís- lands studdu þá tillögu en and- staða var frá Svíum og Finnum. Málið var að mörgu leyti spenn- andi eins og það var sett fram og því ákveðið að kanna það nán- ar. Málinu hafði þó þokað fremur lítið á næsta þingi, í Helsinki í fyrrahaust, þar sem Norðmenn höfðu ekki lokið þeirri heimavinnu sem þeim var sett fyrir árið áður. Er það því enn óafgreitt. Ábyrgðin hjá FRÍ Auðvitað er það ánægjuleg fregn að íslenskur fijálsíþrótta- unglingur skuli hafa farið með sigur af hólmi í einni grein ungl- ingalandskeppninnar. En það þjónar engum tilgangi að almenn- ingur sé blekktur með því að segja að viðkomandi hafi unnið Norður- landameistaratign. Væntanlega ber Fijálsíþróttasambandið ábyrgð á þessum fréttaflutningi. Allur almenningur og ekki hvað síst einstaklingar og fyrirtæki sem styðja við bakið á íþróttunum eiga það skilið að íþróttaforystan komi hreint til jdyranna í svona málum. Hún verður að njóta trún- aðar og trausts og því dugar ekk- ert minna en að starfa í apda Ara fróða og hafa það sem sannara reynist. Hvers á Jón Arnar að gjalda? Og hvers á Jón Arnar Magnús- son HSK að gjalda. Hann er jú eini íslenski frjáls- íþróttaunglingurinn sem unnið hefur Norðurlandameistaratitil í frjálsíþróttum í seinni tíð með sigri í sínum flokki á Norðurlanda- meistaramóti unglinga í tugþraut 1988. Það var þó Norðurlanda- meistaramót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.