Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 13 Keilisnes fullnægir engum um um atvinnuppbyggingu eftir Tómas Inga Olrich Minnisblað ráðgjafarnefndar iðn- aðarráðuneytisins um staðarval ál- vers hefur með einhveijum hætti borist fjölmiðlum og orðið tilefni fréttaflutnings. Til þess hefur ráð- gjafarnefndin örugglega ekki ætl- ast, því ótímabært er með öllu að bera upplýsingar á borð við þær, sem þar er að fínna fyrir almenn- ing, og móta þannig villandi hug- myndir um forsendur staðarvalsins. í fréttum af efni skýrslunnar er fullyrt að stofn- og rekstrarkostn- aður sé lægri við Keilisnes en Eyja- fjörð og Reyðarfjörð. Ennfremur er fullyrt að Keilisnes fullnægi öll- um skilyrðum Atlantsálhópsins. Ekkert af þessu liggur endanlega fyrir. Dysnes er sá staður sem mestar upplýsingar eru til um. Þó voru þær upplýsingar unnar án tillits til þess stækkunarmöguleika, sem farið var fram á af hálfu Atlantsálhópsins í vor. Þegar sú lóð, sem fyrirhuguð var fyrir álver á Dysnesi, var stækk- uð til vesturs, varð þar fyrir mýri. Hún hefur hleypt talsvert upp kostnaðarliðum við jarðvegsvinnu vegna mannvirkjanna. Nú er hins vegar verið að athuga aðra lóð við Dysnes. Er því út í hött að fullyrða á þessu stigi málsins, að stofn- og rekstrarkostnaður verði meiri að Dysnesi en á Keilisnesi vegna grunns undir mannvirkin. Alimargir þættir, er hafa áhrif á byggingar- og rekstrarkostnað ál- vers eru í athugun og endurskoðun. Má meðal þess nefna kostnað vegna vinnubúða.. Mér er og kunnugt um að m.a. eigi eftir að reikna nánar út kostnað vegna aðflutts vinnu- afls, og er líklegt að þar komi fram Tómas I. Olrich „Það er með öllu ótíma- bært að fullyrða að Keilisnes fullnægi öll- um skilyrðum Atlants- hópsins. Hins vegar er hægt að fullyrða að Keilisnes fullnægi eng- um skilyrðum um eðli- lega uppbyggingu at- vinnulífs á Islandi.“ atriði, sem reikna megi Dysnesi til tekna. Lítils háttar munur á stofnkostn- aði skiptir væntanlega ekki sköpum um staðsetningu álvers. Verulegur munur á fyrirsjáanlegum rekstrar- kostnaði er hins vegar mikilvægur þáttur í augum viðsemjandans. Atl- antsálhópurinn hefur gefíð til kynna að rekstrarkostnaður, sá kostnaður sem fyrirtækið verður að búa við til lengri tíma, skipti meira máli en stofnkostnaður. Höfn við Dysnes er talin kosta 420 milljónir. Við Keilisnes er áætlaður kostnaður 800 til 900 milljónir. Sveitarfélögin munu kosta byggingu hafnarmann- virkja og standa straum að þeirri fr'amkvæmd með hafnargjöldum. Það gefur augaleið að höfn við Keilisnes krefst mun hærri hafnar- gjalda en höfn við Dysnes. Slíkur mismunur hlýtur að vera Dysnesi verulega í hag þegar rætt er um rekstrarkostnað álversins. Margt er enn óljóst að því er varðar Keilisnes, enda liggja ekki fyrir um það svæði eins nákvæmar upplýsingar og um Dysnes. Ekki er ljóst hvað - undir hraunlaginu felst; sjávarmælingar eru ófull- nægjandi, og þar af leiðandi er nokkur óvissa um hafnarmannvirki. Þannig getur lóðarkostnaður og hafnakostnaður hækkað talsvert og því með öllu ótímabært að birta almenningi upplýsingar um for- sendur staðarvals. Reykjanes er virkt eldfjalla- svæði. Þar eru jarðskjálftar tíðir. Á tíu ára tímabili, 1966 til 1977, voru þar 14 jarðskjálftar sem mældust um eða yfir 4 stig á Richter. Hvað kostar að styrkja mannvirkin gegn jarðskjálftum? Hvaða áhrif hefur það á stofn- og rekstrarkostnað? Þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, eru tínd í þeim tilgangi að benda á, hversu óheppilegt og vill- andi það er að almenningur myndi sér skoðun um staðarval álvers á grundvelli þess minnisblaðs, sem að l'raman er getið. Álverið mun hafa í för með sér gífurlega fjárfestingu. Sem slikt mun það hafa úrslitaáhrif á byggða- þróun í þessu landi næstu tuttugu árin og jafnvel lengur. Þeir, sem skilyrð- á Islandi hafa notið góðs af uppbyggingu stóriðju, svo sem Hafnfirðingar og þeir sem njóta nálægðar við Grund- artangaverksmiðjuna, ættu að sýna því skilning, hve mikilvægt stað- arvalið verður fyrir byggðaþróun á íslandi. Forsætisráðherra, iðnaðarráð- herra ásamt ríkisstjóminni allri standa frammi fyrir tveimur val- kostum. Þeim býðst einstakt tæki- færi til að . stórefla atvinnulíf á landsbyggðinni með staðsetningu álversins. Ef Steingrímur Her- mannsson og ráðherrar hans í ríkis- stjórn taka hinn kostinn og kjósa að staðsetja álver við Keilisnes, munu þeir koma af stað skriðu, sem hvorki þeir né aðrir munu stöðva. í því tilfelli er það skylda Alþingis að hindra slíka gjörð. Því hefur verið haldið fram að það sé „landsmál" að fá hingað orkufrekan iðnað. Það er rétt. Hitt er þó ekki minna landsmál hvar þeim iðnaði verður valinn staður. Staðarvalið varðar þróun íslensks samfélags í nútíð og framtíð. Það er með öllu ótímabært að fullyrða að Keilisnes fullnægi öllum skilyrðum Atlantsálhópsins. Hins vegar er hægt að fullyrða að Keilis- nes fullnægi engum skilyrðum um eðlilega uppbyggingu atvinnulífs á íslandi. Höfundur er menntaskólakennari á Akureyri. BONUS BORGARl QcBðorvöiur é AOft ■ tOi" ■ Bananat ... KjúWingarptkg. T| ftl 1 _ Lambogrtllsneiðar pt.kg.M-_ Sykur2kg........... NOPAþvoltaefni 75 di RynkebylOOXáv Innkaupapoki (Big Bag) tm" a séistðku Wboðsvetði. KAUPSTAÐUR /yx AI1KUG4RIHIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.