Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 Samtðk gegn nauðungarskðttun Sími 641886 - opinn frá kl. 10-13 fyrir þá sem vilja styðja samtökin. Fjárstuðningur vel þeginn á tékkareikning 3000 hjá íslands- banka. Undirbúningsnefnd. TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Athugasemd! Bílar með staðgreiðsluverði eru einnig fáanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu Toyota bílasölunnar. FORD BRONCO '86 Blár. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 90 þús/km. Verð1350 þús. SUBARU 4x4 STW ’86 Blár. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 110 þús/km. Verð 590 þús. staðgr. CHEVROLET BLAZER '85 Blár. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 100 þús/km. Verð 950 þús. staðgr. SAAB 99 GL ’82 Blár. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 95 þús/km. Verð 265 þús. staðgr. TOYOTA COROLLA LB. ’87 Rauður. Sjálfsk. 5 dyra. Ekinn 45 þús/km. Verð 670 þús. MMC LANCER GL '86 Grár. 5 gíra. 4 dyra. Ekinn 57 þús/km. Verð 490 þús. staðgr. TOYOTA NÝBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI ödMÉmí? Á Ólafur Rggnar ai segjo af sér?| Rikisoaldid lagöi knlrungt mal á fynrvarann i l. fjrcin BHMR-samnin^sins^^^^^g^^ Hver er sökudólgurinn? í stjómarflokkunum fer nú fram leit að því, hver beri ábyrgðina á samningsgerðinni gagnvart Bandalagi háskólamenntaðara ríkis- starfsmanna í maí 1989. Þá er einnig rannsóknarefni, hvers vegna ráðherrar gripu ekki fyrr til úrræða, sem þeir töldu duga til að koma í veg fyrir þá niðurstöðu, sem nú liggur fyrir og fjármálaráðherra segir, að hafi sett „vítisvél óðaverðbólgunnar" í gang á nýjan leik. í Staksteinum í dag er litið á það, sem kemur fram í stuðningsblöð- um ríkisstjómarinnar um þetta mál. Höfuð í veði I sjónvarpsv><itali á þriðjudagskvöldið viður- kenndi Halldór Ásgríms- son, starfandi forsætis- ráðherra, að ríkisstjórnin hefði gert mistök í sam- skiptum sinum við BHMR, hún væri nú að súpa seyðið af þvi. Ingólf- ur Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, ritar grein í blað sitt í gær, sem ber yfirskriftina: Á Ólafúr Ragnar að segja af sér? Þar segir meðal annars: „í kjölfar dóms Félags- dóms, er eðlilegt að menn spyiji: Á fjármálaráð- herra að segja af sér? Á jafhvel ríkisstjómin öll að segja af sér? Hvemig sem þessum spumingum er svarað, er ljóst að (jár- málaráðherra og sér- fræðingar ríkisvaldsins gerðu alvarleg mistök í samningagerðinni við BHMR, sérstaklega með tilliti til fyrirvarans í 1. grein samningsins sem tryggja átti að efhahags- legt jafinvægi héldist á vinnumarkaðnum. Og þar á forsætisráðherra einnig hlut að máli.“ Þá segir í grein rit- stjóm Alþýðublaðsins: „Hver ber ábyrgðina á samningnum við BHMR? Formlega er það fjár- málaráðuneytið sem sem- ur við starfsmenn ríkisins og þ.á m. BHMR og það er fjármálaráðuneytið sem undirritar samninga fynr hönd ríkisins. I öðrum löndum væri mikill og voldugur kór upprisinn sem heimtaði höfúð fjármálaráðherra á fati. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins var Qár- málaráðherra ekki einn um samningagerðina við BHMR. Það sem gerðist í raun, var að samninga- nefnd ríkisins var stjakað til hliðar i lok samninga- lotunnar, þvi næst hafði fjámiálaráðlierra verið stjakað til hliðar og for- sætdsráðherra ferið í mál- ið sjálfúr. Það eru þvi fleiri ráð- herrahöfúð í veði en fjár- málaráðherrans." í þessari lýsingu fer ekkert á milli mála. Rit- stjóri Alþýðublaðsins er síður en svo að segja nein leyndarmál, þegar hann minnist á hlut forsætis- ráðherra. Þáttur hans var á allra vitorði, þegar samið var við BHMR og gangi samningaviðræðn- anna er nákvæmlega lýst í niðurstöðum Félags- dóms, sem birtust hér í blaðinu i heild á þriðju- dag. Þar kemur raunar fram, að sérstök ráð- herranefnd hafí staðið að samningunurn við BHMR, en í henni sátu auk for- sætisráðherra þeir Svav- ar Gestsson menntamála- ráðherra og Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra. Gleymum sökudólgum Grein ritstjóra Alþýðu- blaðsins snýst þannig um leitina að sökudólgunum. I forystugrein sama blaðs í gær kveður hins vegar við annan tón og þar ræður umhyggjan fyrir framhaldi á stjómarsam- starfinu líklega ferðinni. Þar segin „Ríkisstjórn- inni, og einkum fjármála- ráðherra, varð á ein skyssæ Glufan sem skilin var eftir í samningnum við BHMR. Stjómvöld em nú að súpa seyðið af þeirri vitleysu; yfir höfð- um landsmanna sveimar nú verðbólgudrekiim á nýjan leik og í landslagi kjaramála djarfar aftur fyrir víxlverkunaráhrif- um. Mikilvægast fyrir land og þjóð er þvi ekki eltingarleikur við pólitiska sökudólga, held- ur aðgerðir sem tryggja áframhaldandi stöðug- leika og lága verðbólgu: mestu kjarabótina." Þegar þetta er lesið vaknar sú spuming, hvort Alþýðublaðið vilji ekki horfast í augu við þá staðreynd, að rikis- stjómin, sem skildi eftir „glufuna", er helsti skað- valdurinn, undirrót ótt- ans við verðbólguna. Það er því nauðsynlegt að finna hina pólitisku söku- dólga til þess að tryggja áfram stöðugleika. í Þjóðviljanum í gær er haft eftir Einari Oddi Kristjánssyni, formanni Vinnuveitendasambands íslands, um „glufuna", að hann hafi aldrei trúað á fyrstu greinina í samn- ingi BHMR og ríkisins, en hann segist samt „liafa haft ástæðu til að ætla að samningurinn kæmi ekki tfl framkvæmda. Hann vill ekki fara nánar út í þær ástæður," segir i Þjóðviljanum. Hvað er verið að gefe hér til kynna? Að ráðherrar hafi sagt formanni vinnuveit- endasambandsins, að þeir ætluðu að rifta samningn- um við BHMR til að loka „glufúnni"? Hvers vegna var það ekki gert? Glókollur og Tíminn Á forsíðu Þjóðviljans í gær er gefið til kynna að lagasetning kunni að vera yfirvofandi og með henni ætli ríkisstjómin að veijast samningnum, sem hún gerði við BHMR. Segir Ólafúr Ragnar að koma þurfi í veg fyrir „að stöðugleikinn í efiiahags- málum breytist í suður- ameríska verðbólgu." Er þetta nýjasta einkunnin sem hann gefúr samningi þeim sem hann sjálfúr gerði og lét ná fram að ganga. Er honum treyst- andi fyrir skynsamlegri aðgerðum nú? Hver er þeirrar skoðunar? Af ritstjómargrein i Timanum má ráða, að Ólafúr Ragnar eigi ekki upp á pallborðið þar á bæ. Hann er ekki nefiidur á nafii Igá Garra, sem er dulnefni ritstjóra Tímans, heldur er hami uppnefiid- ur Glókollur og talað um að hann svíki loforð. Greininni lýkur með þess- um orðum: „Nú reynir á Glókoll. Getur hann sann- tært sína menn um að betra sé að bíða með að vera yfir aðra haftiir þangað til sjóferðinni er lokið? Eða gerir það ein- hver annar? Á meðan við bíðum flýtur þjóðarskút- an stjómlaus milli rauð- merktra hættusvæða?" Hefúr Tíminn einnig misst trúna á Steingrím? Þú gelur eígnast 3,5 milljónir ef þú leggur 7.000 krónur fyrir mónudarlega í 20 ór* Nú getur þú lagt reglulega til hliðar ákveðna upphæð til kaupa á Eininga- bréfum og safnað þannig smám saman þínum eigin varasjóði. • UPPHÆÐINNBORGUNAR RÆÐUR ÞÚ SJÁLF(UR), • SJÓÐURINN ER ÆTÍÐ ÓSKIPT EIGN ÞÍN EÐA AFKOMENDA ÞINNA. • HÆGT ER AÐ GREIÐA MEÐ GREIÐSLUKORTl EÐA GÍRÓ- SEÐLI. • YFIRLIT YFIR HEILDARINN- EIGN SENT ÁRSFJÓRÐUNGS- LEGA. Allar nánari upplýsingar gefa ráðgjafar okkar í síma 689080. *M.v. 7% vexti umfram verðbólgu næstu 20 árin. Sölugengi verðbréfa 26. júlí ’90: EININGABRÉF 1........................5.006 EININGABRÉF 2........................2.727 EININGABRÉF 3........................3.294 SKAMMTÍMABRÉF........................1.692 KAUPÞING HF Löggilt verdbréfafyrirtœki, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími 91-689080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.