Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 3 f Hvítanesið: Fjórir skip- verjar hafa játað smyglið FJÓRIR skipverjar á Hvítanes- inu, þrír íslenskir og einn pólsk- ur, hafa játað að vera eigendur smyglaða áfengisins sem toll- gæslan fann um borð í skipinu í Hafnarfjarðarhöfn í fyrradag. Magnið samsvarar um 850 lítrum af vodka. Smyglið 'höfðu mennirnir keypt á Spáni og falið í hliðarhólfum við milliþilfar. Um var að ræða 288 lítraflöskur af vodka; 108 þriggja- pelaflöskur af vodka og 480 hálfs- lítraflöskur af 95% spíra. Sé spírinn umreiknaður til styrkleika venju- legs brennds áfengis er um að ræða 850 lítra, og er þá söluverðmæti miðað við verðlista ÁTVR um 2 milljónir króna. Að sögn Kristins Ólafssonar toll- gæslustjóra er rannsókn málsins að mestu lokið og verður það sent ríkissaksóknara næstu daga. Maður réðst á afgreiðslu- stúlku þeg- ar hún bað um skilríki UNGUR maður réðst í fyrrakvöld að afgreiðslukonu í söluturni í borginni sem beðið hafði hann að framvísa persónuskilríkjum þegar hann liugðist greiða fyrir vörur með ávísun. Konan meidd- ist á handlegg, leitaði til slysa- deildar og hefur kært atburðinn til lögreglu. Konan, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði í samtali við Morg- unblaðið að maður þessi, sem er 25-30 ára gamall, hefði ekið bíl sínum upp að lúgu söluturnsins,. keypt vörur og ætlað að greiða með 1.000 króna ávísun. „Þegar hann sagðist ekki vera með bankakort, bað ég hann um önnur skilríki, sem hann sagðist heldur ekki vera með. Þá spurði ég hann hvort hann ætti bílinn sem hann var á og þegar hann sagði svo vera, bað ég hann um að sýna mér skráningarvottorð- ið, ég mundi taka það gilt sem skilríki. Þá varð maðurinn btjálað- ur, hljóp út úr bílnum og inn í sjopp- una, stökk yfir afgreiðsluborðið, þreif í mig og greip í ávísunina, sem rifnaði og hljóp út með helminginn af henni. Svo keyrði hann á brott en ég náði númerinu á bílnum,“ sagði hún. Konan hringdi strax í lögregluna en áður en hún kom á staðinn sneri maðurinn aftur og hugðist nú greiða vörurnar, sem hann hafði haft á brott með sér, með reiðufé. „Ég var að ná í skipti- mynt til að gefa honum til baka þegar hann keyrði í burtu og þá sá ég að lögreglubíll var að koma.“ Konan skýrði lögreglunni frá atvik- inu og fór því næst á slysadeild til að láta kanna meiðsli sem þessi viðskiptavinur veitti henni á hand- legg- „Það er mjög erfitt að fá fólk til að framvísa bankakortum eða per- sónuskilríkjum þegar það er að gefa út ávísanir. Margir taka það sem persónulega móðgun. Ég er hneyksluð á bönkunum að láta ekki alla sem fá ávísanahefti jafnframt fá bankakort með mynd sem fólk verði að framvísa. Þannig er þetta víða erlendis," sagði afgreiðslu- stúlkan. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu hafði ekki verið haft tal af manninum sem kæra konunnar beindist að í gær. 691100 Samband frá skiptiborði við ritstjóm og framleiðsludeild í Aðalstræti 6 og prentsmiðju í Kringlunni 1 virka daga frá kl. 9-23.15 og laugardaga frá kl. 9-13.30. Samband við skrifstofu í Aðalstræti 6 kl. 9-17 virka ‘daga. Símsvari eftir lokun skiptiborðs. Ný símtmúmer hafa veríó iekin í noikun fyrír beini innval + á augiýsingadeiid, AUGL YSINGADEILD biaóaafgreiósiu og Aðalstræti 6. Opið frá kl. 8-17 virka daga og Kringlunni 1. Áskrift, dreifing og kvartanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Opið frá kl. 6-20 virka daga, frá kl. 7-14 (Myndamót) Aðalstræti 6. Opið frá kl. 8-17 virka daga og BEIN NÚMER: SÍMBRÉF: Auglýsingahönnun.........691283 Rramleiðsiudeild/Háborð .691275 Ljósmyndadeild .....691278 Ritstjórn/fréttadeildir.691181 Dagbók og minningargreinar ...691270 Fréttastjórar......691273 Prentsmiðja.........691279 Sérblöð...............691222 Erlendar áskriftir.......691271 Gjaldkeri..........691274 Velvakandi..........691282 Auglýsingar/íþróttadeild ....691110 Erlendarfréttir ........691272 Innlendarfréttir........691276 Viðskiptafréttir ...691284 Aðalskrifstofa........681811 Framleiðsludeild .......691281 íþróttafréttir..........691277 píiírirpwIlíIaWli sími 691100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.