Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 17 virða hann og meta bæði sem fé- lagsmálamann en ekki síst sem persónu og hans sterku mannlegu hlið sem hann sýndi svo oft. Hann lagði mikla vinnu og orku í störf sín fyrir félagið, bæði hin almennu félagsstörf og ekki síður uppbyggingu og ræktun á orlofs- svæði félagsins á Úlfljótsvatni. Sá staður var honum mjög kær, hann fór þar, vann og dvaldi svo oft sem hann gat. Nú í sumar eftir að veik- indi hans ágerðust og þróttur minnkaði fór hann með félags- mönnum sínum í gróðursetningu og eitt af hans síðustu verkum var að skipuleggja framkvæmdir á Or- lofssvæðinu. Kom þá fram hans sterki vilji og umhyggja fyrir staðn- um. Ég vil að leiðarlokum þakka Haraldi gott samstarf og ánægju- lega kynningu í gegnum árin, og sendi Sveinbjörgu eiginkonu hans, börnum þeirra og öðrum aðstanden- um innilegar samúðarkveðjur. Ykk- ar missir er mikill. Elín Mjöll Jónasdóttir Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ég vil þakka Haraldi tengdaföður mínum fyrir allar góðu stundirnar og hlýjuna sem hann ætíð sýndi mér. Mér er minnisstætt að þegar ég, feimin og óörugg, hitti hann í fyrsta skiptið, faðmaði hann mig að sér eins og stór, hlýr björn. Alla tíð síðan hefur Halli átt stórt rúm í hjarta mínu. Halli var maður fram- kvæmdanna og bar öðrum fremur með sér lífsþrótt, kraft og gleði og þrátt fyrir veikindi sín sem fyrst varð vart við fyrir tveimur árum, var hann áfram jafn sterkur og allt- af jafn stutt í glaðværðina. Hann barðist hetjulega við sjúkdóminn og þar naut hann stuðnings Sveinu sem stóð eins og klettur við hlið hans, þangað til yfir lauk. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Elsku Sveina og ijölskylda, Guð styrki ykkur. Blessuð sé minning Haraldar. Þórey Magnúsdóttir Hinn 19. júlí síðastliðinn lést Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur og varaformaður BSRB, fyrir aldur fram. Hann fæddist 13. júlí 1924 og var því aðeins 66 ára að aldri er hann lést. Haraldur Hannesson var vilja- mikill og staðfastur maður. Þessir eiginleikar voru ríkir í fari hans og komu fram í öllu hans starfi. í hetju- legri baráttu við erfiðan sjúkdóm á undanförnum mánuðum sýndi Har- aldur að hann bjó í senn yfir miklum lífsvilja og undraverðu æðruleysi. Þetta er sú minning sem við félag- ar og samstarfsmenn Haraldar Hannessonar í BSRB eigum um hann. Við eigum líka minningu um mann sem vann að málefnum launafólks af heilum hug. Á undan- förnum árum helgaði Haraldur kjarabaráttu krafta sína. I þeirri i>aráttu kom fram það grundvallar- viðhorf að jöfnuður ætti að vera milli manna og á hann ætti að leggjá ríka áherslu í allri verkalýðs- baráttu. Haraldur Hannesson var kjörinn formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur árið 1982 og varafor- maður BSRB var hann kjörinn á þingi samtakanna haustið 1988. Eftir það hafa leiðir okkar Haraldar legið saman. í samstarfi innan BSRB kynntist ég eljusemi hans og dugnaði en allt fram í andlátið var Haraldur óstöðvandi vinnu- þjarkur. Hann hafði mikinn hug á því að efla BSRB og hvatti óspart til umræðu um leiðir að því marki. Fram á síðasta dag var hugurinn bundinn framtíðinni. Á vettvangi BSRB lét hann til sín taka á fjölmörgum sviðum, átti sæti í ótal nefndum og ráðum jafnt innan lands sem utan. Þar má nefna að Haraldur var formaður Bæjar- starfsmannaráðs og fulltrúi BSRB í samstarfi norrænna bæjarstarfs- manna. Það er skarð fyrir skildi í BSRB við ft'áfall Haraldar Hannessonar. Fyrir hönd BSRB votta ég minningu hans virðingu og fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ogmundur Jónasson Fyrir skömmu barst mér bréf frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur, undirritað af formantii félagsins, Haraldi Hannessyni. I bréfi þessu var boðið til skemmtiferðar fyrir lífeyrisþega innan starfsmannafé- lagsins. Þrívegis áður hafði ég not- ið þess að fara með félaginu og líkað mjög vel. Starfsmannafélagsfólkið hefur lagt mikla vinnu í að gera þessar ferðir sem ánægjulegastar og/æri ég því einlægar þakkir fyrir. í þessum ferðurn kynntist ég líka elskulegri og ljúfmannlegri hlið formannsins, Haraldi Hannessyni, en hann hefur í öllum þessum ferð- um komið einstaklega vel fram og sýnt eldri félögunum virðingu og umburðarlyndi. Jafnan gafst þá tækifæri á að rifja upp ýmislegt úr starfi okkar en árin voru 17 sem við störfuðum saman hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Ég var því fljótur að panta far í ferðina og ég hlakkaði til að hitta Harald enn einu sinni, en nú var mér tjáð að Haraldur lægi þungt haldinn af þeim sjúk- dómi sem greindur var ári fyrr. Haraldur kom því ekki með í ferð- ina en hugur hans var áreiðanlega hjá okkur. Hann bað fyrir innilegar kveðjur til lífeyrisþeganna, sem varaformaður félagsins flutti okk- ur, en daginn eftir var Haraldut- allur. Haraldur var mikill dugnaðar- forkur, kom það best í ljós ef skyndilega þurfti að bjarga litlum hlutum sem oft kemur fyrir í vél- stjórastarfi. Skap hans einkenndist mikið af þeim dugnaði og hann gat vet'ið htjúfur og ekki allra er því var að skipta en ljúfmennskuna og heiðarleikann átti Haraldur engu að síður sem fyrr er getið. Ég minnist atviks er lýsir harð- fylgi Hannesar, en vegna breytinga á aðalæð hitaveitunnar varð að hætta dælingu í nokkra daga af Bolholtssvæðinu. Við vissum að svæðið kæmi upp en ekki svo fljótt sem raun vat'ð á. Láðst hafði að loka tveimur mælingaholum og fyrr en varði tóku holurnar að gjósa. Gosið varð einir 5 metrar á hæð af 130 gráðu heitu vatni. En gosið var með hvíldum, einna til þriggja mínútna millibilum, og varð þá að sæta lagi til að koma boltum í lok- in. Áræði og snör handtök þurfti til og það sýndi Haraldur sem tókst að loka holunum án slysa. Haraldur kvæntist ungur og hafði fyrir stóru heimili að sjá. Hann vann ýmis störf til lands og sjávar. En kominn á fertugsaldur hóf hann vélsmíðanám í Vélsmiðj- unni Héðni. Sveinn Guðmundsson, forstjóri Héðins, var þá með tilraun að skóla sína menn, bæði faglega og bóklega, innan síns fyrirtækis. Tók hann nokkra roskna menn með góða verkreynslu og stofnaði svo- kallaða öldungadeild og kenndi þeim, en mikill skortur var þá á járniðnaðarmönnum. Einn þessara „öldunga" var Haraldur Ilannesson. Þegar Haraldur hafði lokið smiðjunámi sínu gerðist hann und- anþáguvélstjóri og starfaði meðal annars hjá Bæjarútgerð Reykjavík- ur, en þá var vélstjóraskortur veru- lega mikill. Fyrir tilstuðlan og hvatningu Jóns Axels Péturssonar, forstjóra Bæjarútgerðarinnar, fór Haraldur í Vélskólann og lauk þar fullnaðarprófi árið 1961, þá orðinn 37 ára gamall. Sigldi nú Haraldut- í nokkur ár eða til ársins 1966 að hann var ráðinn vélstjóri við Hita- veitu Reykjavíkut'. Vegna hins stóra heimilis síns vann Haraldur ýmis störf með vél- stjórastarfi sínu hjá hitaveitunni. Hann vann í byggingavinnu og öðl- aðist mikla þekkingu á þeim störf- um sem kom sér vel í starfi starfs- mannafélagsins. Einnig starfaði hann við vélaumboð og annaðist ýmis ráðgjafar- og viðgerðarstörf fyrir umboðið. Árið 1976 var Haraldur kjörinn í fulltrúaráð Starfsmannafélags Reykjavíkur, þá 52 ára gamall. Kom það mörgum á óvart, því að fram að þessu hafi hann látið fé- lagsmálin lönd og leið. En svo fór að Haraldur sýndi ódrepandi áhuga á félagsmálunum og sýndi ótvíræða hæftleika í foringjahlutverk. Hann var svo kjörinn formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkur árið 1982 og sat þar til yfir lauk. Á því tímabili sem Haraldur gegndi formannshlutverki hafa átt sér stað miklar sviptingar hjá opin- berum starfsmönnum og margir hafa klofið sig út úr samtökunum. Það hefur því þurft sterkar taugar til að halda saman ólíkum starfs- hópum innan samtakanna og fá þá til að skilja hvetjir aðra og vinna saman í bróðerni. Þetta tel ég að Haraldi hafí tekist vonum framar og munu aðrir ekki betur gera. Haraldur markar djúp spor í fé- lagsmálum borgarstarfsmanna. Hann átti þátt í því að vinna að því að koma þjónustuíbúðum upp fyrir eldri félagsmenn. Sú hugmynd komst þó ekki nema að hálfu leyti í framkvæmd vegna mikils kostnað- ar, en kemur áreiðanlega og verður eftir vörðuðum sporum Haraldar. Þá gleymum við ekki þeirri vinnu sem hann lagði í land og bústaði við Úlfljótsvatn. Ekki er nema tæp- ur mánuður liðinn frá því að Harald- ut' var við gróðursetningu á þessum stað. Svo mjög þótti honum vænt um staðinn að hann lét ekki erfiðan sjúkdóm sinn koma í veg fyrir gróð- ursetningu. Þetta sýnir glöggt hversu samviskusamur og trúr hann var því sem honum var trúað fyrir. Sá sem heldur á lampanum í fé- lagsmálum fær sjaldnast þakkir í lifanda líft en ég er sannfærður um að margir sem voru andvígir Har- aldi munu meta störf hans að vet'ð- leikum. Við vélstjórar Hitaveitu Reykjavíkut', fyrrverandi og núver- andi, þökkum Haraldi samfylgdina og við munu varðveita minninguna um góðan dreng. Við sendum eiginkonu hans, Sveinbjörgu Georgsdóttur, og börn- unum þeirra okkar innilegustu hlut- tekningarkveðjur. __ Örn Steinsson Við fráfall Haraldar Hannesson- ar, formanns Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, viljurn við minnast hans nokkrum orðum. Ég undirrituð fékk tækifæri til að starfa mjög náið að félagsmálum með honum undanfarin ár og fyrir þann tíma er ég mjög þakklát. En sá tími hefur auðkennst mjög af hraðri atburðarás, enda foringinn hugmaður mikill. Uppbyggingin á Úlfljótsvatni ásamt svo mörgu öðru sýna best dugnað og framtakssemi Haraldar. Gæslukonur kveðja hér traustan og dugmikinn foringja sem ávallt hafði heiðarleikann að leiðarljósi. Sveinbjörgu konu hans og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Félags gæslukvenna, Guðrún Guðjónsdóttir. Kveðja frá Hjúkrunarfélagi íslands Það er sól í sinni og sól í heiði einn góðviðrisdag í lok maí og ég á leið austur að Úlfljótsvatni í kompaníi við þtjá öndvegis borgar- starfsmenn og Harald vin minn Hannesson formann Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. Ég hef ríka ástæðu til að vera glöð. Þorvaldur Þorvaldsson for- stöðumaður Borgarskipulags og hans menn ætla að mæla út og ákveða hvar næstu sumarbústöðum er byggðir verða skuli markaður bás. Okkar bústaður er einn af þeim. Höfðingleg gjöf frá Reykja- víkurborg til Hjúkrunarfélags ís- lands á 70 ara afmæli þess í nóvem- ber 1989. í ræðu sinni þá gat borg- arstjóri þess að við skyldum leita til Haraldar og hans stjórnar með staðarval á bústaðnum. Ákvörðun sem stjórn Hjúkrunarfélagsins veittist létt að taka. Haraldur tók þessari beiðni okkar strax með stakri ljúfmennsku, taldi það til bóta fyrir sumarbústaða- byggðina á Úlfljótsvatni að þangað kæmu fleiru hópar. Breyta þurfti reglugerð starfsmannafélagsins um orlofsheimila-byggðina til þess að gera þetta framkvæmanlegt. Reglugerðarákvæðinu vat' breytt á síðasta aðalfundi og gatan þannig greið fyrir félagsmenn Hjúkrunar- félags íslands. Haraldur og hans stjórn eiga rniklar þakkir skildar. Það er reisn yftr Úlfljótsvatni, félagsmiðstöðin gnæfir yfir og sum- arbústaðirnir dreifðir í kring. Ég hafði aldrei komið og skoðað, lét því aðdáun mína óspart í ljós. Haraldur sýndi mér allt úti sem inni, verk brautryðjandans, ég skynjaði glöggt þau sterku bönd er tengdu hann þessum stað og þann metnað er hann bar í btjósti. Við vorum bæði sannfærð um að hjúkrunarfræðingum ætti eftir að líða vel á Úlfljótsvatni. Kynni mín af Haraldi hófust árið 1982 er við nýkjörin sem formenn okkar stéftarfélaga hófum samstarf innan BSRB. Samstarf er aldrei féll skuggi á en þróaðist með árun- um upp í gagnkvæmt traust og virð- ingu. Haraldur var eldhugi að eðiisfari það kom skýrt fram í öllu hans fé- lagsmálastarfi en ekki síst í baráttu hans við krabbameinið, baráttu er hann háði dyggilega studdur af Ijöl- skyldu sinni. „Það er skarð fyrir skildi.“ Hjúkrunarfræðingar í Hjúkrun- arfélagi íslands þakka samfylgdina og gott samstarf. Eiginkonu, börnum og fjölskyld- um þeirra vottum við samúð. Bless- uð sé minning Haraldar Hannesson- ar. Sigþrúður Ingimundar- dóttir, formaður Hjúkr- unarfélags Islands. Kveðja frá Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar Það var í þann mund er við vor- um að heija stjórnarfund sl. fimmtudag að boðin bárust, Harald- ur er látinn. Þó okkur, sem næst honum stóðu dyldist ekki hvert stefndi þessar síðustu vikur, koma slík boð ætíð á óvart og spurningarnar leita á hug- ann. Af hvetju hann? Hann sem átti svo margt ógert, hann með all- an sinn lífskraft og kjark. En við slíkum spurningum fást aldrei svör. I þau átta ár er Harald- ur var formaður félagsins helgaði hann því allan sinn tíma og orku. Ef einhver tími var aflögu, var skroppið að Úlfljósvatni og tekið þar til hendi. Við sem eigum eftir að njóta þess að dvelja þar, munum minnast verka Haraldar með virðingu og þökk, því án hans væri sá staður ekki með því svipmóti, sem hann er í dag. Hinstu ferð sína að Úlfijóstvatni fór Haraldur hinn 30. júní sl., er félagar hans úr St. Rv. voru þar við gróðursetningu. Og enn lagði hann á ráðin um framtíð staðarins. Af sömu elju og dugnaði starfaði Haraldur að öllum öðrum þáttum í félagsstarfinu, bæði innan St. Rv. og fyrir heildarsamtök okkar BSRB og ávann sér traust og virðingu samferðamanna. Fyrir hönd Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þökkum við Haraldi fyrir óeigingjarnt starf fyr- ir félagið og biðjum honum blessun- ar á Guðs vegum. Við sendum eiginkonu hans, Sveinbjörgu Georgsdóttur, og fjöl- skyldu hans allri, hugheilar samúð- arkveðjur. Sjöfii Ingólfsdóttir Hulda S. Ólafsdóttir EKKI PRÍLA! NOTAÐU BELDRAY Álstigarnir og tröppurnar frá Beldray eru viðurkennd bresk gæðavara - öryggisprófuð og samþykkt af þarlendum yfir- völdum. Beldray er rétta svarið við vinnuna, i sumarbústaðnum og á heimilinu. Verðið er ótrúlega hagstætt - gerðu hiklaust samanburð. s i i M i I, iLmc 4 1 A ÍE.\lD . TUÆ ■ ' i '* ' U * ! 1 í{ k iL i ip. HFlJ 1 V.O i . !U_. v \ l 11 \ i—— c il Beldray fæst i byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SÍMI 24020 64.5cm 87.0cm I09i5cm 132.0cm 154.5cm 177.0cm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.