Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 37 HEIMSMETHAFI Vélritar 813 slög á mínútu Nicole Buschina hefur fimm sinnum orðið heims- meistari í hraðritun. Þeir eru sennilega ófáir skrifstofustjórarnir sem vildu fá Nicole Buschina í vinnu. Að minnsta kosti ef þá vantaði góðan hraðritara. Nicole, sem fimm sinn- um hefur orðið heimsmeistari í hraðvélritun, getur vélritað 813 slög á mínútu samfellt í hálftíma en villur í textanum má telja á fingrum annarrar handar. Nicole, sem býr í bænum Rodalben í Vestur-Þýskalandi, hefur æft vélritun í tuttugu ár undir vökulu auga föður síns, Josefs Buschina, sem er þjálfari bæjarliðsins í vélritun en liðs- menn þess hafa verið afar sigursælir á mótum. Hundrað þtjátíu og átta sinnum hafa þeir borið sigurorð af löndum sínum í Vestur-Þýskalandi og fnnmtán sinnum orðið alþjóð- legir vélritunarmeistarar. Ekki alls fyrir löngu vann liðið tíu titla af fjórtán á heimsmeistaramóti í vélritun í Rem- agen í Vestur-Þýskalandi. Að sögn Nicole er lítið um að vera í bænum og því taki fólk því fegins hendi að slást í lið með vélriturunum sem hafa æfmgaaðstöðu á heimili Josefs. Heimsmet Nicole er skráð í heimsmetabók Guinness en í næstu útgáfu bókarinnar verður einnig mynd af Nicole. TONLIST Bobby kveður að sinni Bobby Harrison hefur búið hér á landi í fjölda ára og verið áber andi sem tónlistarmaður og sem innflytjandi hljómsveita að utan við annan mann. Sá innflutningur gekk upp og ofan og snemma á þessu ári sleit Bobby samstarf við félaga sinn og flutti sig um set til Bret- lands þar sem hann hefur leikið með blúshljómsveit. Bobby segist þó ekki alfluttur utan, hann sé að breyta aðeins um umhverfi. Hann sagðist hafa tapað miklu fé á að flytja inn hljómsveitir að utan; það sé áhættusamt að standa í því hér á landi, enda mark- aðurinn lítill og ótraustur. Bobby sagðist þó ekki vera hættur hljóm- sveitainnflutningi; hann væri nú með Paul McCartney, Billy Idol og Metallicu í sigtinu, en framvegis hyggist hann vinna einn að þessu og ekki taka neina áhættu. Sam- starfið við hans fyrri félaga hafi gengið vel meðan meðvindur var, en ver þegar á móti blés. Bobby heldur kveðjutónleika í Gikknum við hlið Hótel íslands, „ég fékk til liðs við mig Guðmund Pét- ursson á gítar og bauð vinum og kunningjum úr ýmsum sveitum. Þetta verður einskonar biúspartí." Metsölublað á hverjum degi! NÁMSKEIÐ í „SHAMANISMA" Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bobby Harrison með dóttur sinni. Æk VER beuRMip VERSLUN í ANDA NÝRRAR ALDAR Laugavegi66,101 Reykjavík, símar: (91 >623336 -626265 Greiðslukortaþjónusta. David Carson og Nina Sammons, bæði af indíánaættum, halda tvö námskeið í „Shamanisma" á íslandi, annað laugardaginn 4. ágúst á SNÆFELLSÁSSMÓTINU, hitt laugardaginn 11. ágúst í Reykjavík. David er „shaman", en það er indíánaorð yfir þá sem vinna að því að efla tengingu við hinn innri anda og hið dulda í lífinu. Námskeið Davids verður byggt upp á tengingu einstaklingsins við upp- runa sinn, hugleiðsluferðum, innra jafnvægi, heilunareiginleikum ein- staklingsins, kynningu á „Medicine Cards" og nauðsyn á tengingu við náttúruna. Þátttakendur þurfa að hafa með sér teppi, klút til að binda fyrir augun og eitthvað til David Carson að skrifa á. Þeir, sem vilja, geta éinnig komið með uppáhaldskristal eða annan hlut, sem þeir nota við hugleiðslu. David mun einnig taka í einkatíma og lesa í „Medicine Cards" spil byggð á heimspeki indíána. Innritun á bæði námskeiðin og í einkatímana, svo og allar nán- ari upplýsingar eru veittar í 3ja daga af mælisveisla þriðjudag, miðvikudag og f immtudag Hard Rock hamborgari... 395,- Grísasamloka 490,- BAR.B.Q. kjúklingur 790,- Eftirlæti rokkarans.....990,- (Glóðagrilluð lambasneið) Eftirréttur fylgir öllum mat Gosdrykkir 50,- ALLIR VELKOMNIR Á HardRock°PaI HARD ROCK CAFE ELSKUM ALLA - Þ JÓNUM ÖLLUM HARD ROCK CAFE, KRINGLUNNI8-12, SÍMI689888 Stýrishjól úr gamla Glaumbæ sem brann 1971 Pecan baka í desert JVl AD H ATTER" bún ingur Eltons lohn Heimsreisa 1974

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.