Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990 23 ontreal Konungnr blúsins, B.B. King. Wynton Marsalis í trompetsólói. Marsalis. Samleikur þeirra í lokin bar vitni um einstaka gagnkvæma tilfinningu, þótt kynslóðabilið sé bæði auðheyranlegt og um leið við- brigðin skemmtileg. Hinn aka- demíski leikur föðursins stakk í stúf við fínlega abstraksjón sonarins, sem aftur mátti les í túlkun hins unga píanóleikara kvartettsins, Marcus Roberts. Þetta var í fimmta skipti, sem Wynton Marsalis sótti hátíðina heim. Annar meðlimur Marsalis fjöl- skyldunnar er saxafónleikannn Branford, sem var mættur með kraftmikinn kvartett sinn. Kvartett Branfords samanstendur af tenór, bassa og trommum. Með þessari samsetningu er Branford að leita á svipaðar slóðir og Sonny Rollins, frumkvöðullinn með þessa hljóð- færaskipan. Marsalis-bræðurnir eru án efa skærustu stjörnur yngri jassleikara nú á dögum. Þeir eiga rætur sínar í sveiflu götu- og útfarartónlistar New Orleans og í vöggugjöf fengu þeir klassíska fágun frá föðurnum Ellis. Ray Charles. fram eldri gestir, sem eru vitni þess, að í gegnum tíðina hefur verið leit- ast við að sýna fram á tengsl jass- ins við aðra tónlist. Astor Piazzola, meistari drag- spilsins (bandonéonins eða „nikk- unnar með sorgartóninn", eins og hann orðar það sjálfur), og jafn- framt nýja tangósins kom fram með endurnýjaða hljómsveit sína, áhugaverða, þó svo að leikur pían- ósins hafi hljómað yfirklassískt. Athyglisverður var samleikur tveggja dragspila þar sem Piazzola virtist vera í hlutverki kennarans en Julio Osvar Pane í hlutverki nemandans. Piazzola lék einnig á jasshátíð Montreal árin ’84 og ’86. Það má segja að Piazzola hafi gert tangóinn að sjálfstæðri tónlist með neó- klassískum áhrifum, sem hann kryddar um leið með jassi. Síðan 1982 hefur hátíðin staðið fyrir samkeppni innan Kanada í þeim tilgangi að örva myndun nýrra jasshljómsveita. Upphaflega var þessi samkeppni eingöngu haldin innan Québec, en með tímanum í ár sem hófst 30. júní, gefa út smáskífu og koma fram á aukatón- leikum. Þess má geta að íslenska hljóm- sveitin Súld lék hér á hátíðinni árin 1987 og 1988 við góðan orðstír. Um leið og fjárhagsgrundvöllur þessarar jasshátíðar var tryggður með framlögum hinna ýmsu einka- aðila þá varð hún leikvöllur auglýs- ingastríðs, sem lesa mátti í tvívídd, þar sem ægði saman teiknum Al- can-fyrirtækisins, bjórframleiðand- anna Labatt, O’Keefe og Molson svo og hinna ýmsu útvarpsstöðva. Þótt gagnrýna megi hátíðar- stjórnenduma fyrir léttmeti það sem haft var með í floti, þá verður þeim ekki annað en hrósað fyrir þá frábæru skipulagningu, sem slíkt fyrirtæki kostar. Sú athygli, sem „Le festival international de jazz de Montréal“ fær í dag er ekki ein- ungis frá hljómlistarmönnum eða almenningi, heldur er litið á hana sem einn af mikilvægustu menning- arviðburðum ársins í Kanada. heiðraði með eigin hljómsveit, Charlie Haden Liberation Music Orchestra. Sandra Reeves-Philips var sér- stakur gestur á síðustu jasshátíð í Club Soda skemmtistaðnum. Hún sýndi þar og söng á hveiju kvöldi skemmtiatriðið „The Late Great Ladies of Blues and Jazz“, til heið- urs söngkonunum Ma Rainey, Bessie Smith, Ethel Waters og Dinah Washington. Einn af ógleymanlegum atburð- um tíu ára afmælis þessarar jass- hátíðar voru tónleikar Wynton Mar- salis-kvartettsins, ásamt föður Wynton, píanóleikaranum Ellis Chick Corea mætti með sam- stæðu sína, Akoustic Band, með ká-i, sem hefur einmitt þá ná- kvæmu merkingu, að hann er að yfírgefa þessa rafmagnskenndu tónlist, sem hefur einkennt hann í gegnum árin. Þetta kraftmikla tríó með Dave Weckl á trommunum og John Patitucci á bassa er eflaust einkennandi fyrir persónukennda leit Corea að dýpt, þótt greina megi áhrif Miroslavs Vitous í út- setningunni og Keith Jarret í leik Corea sjálfs. Um leið og hátíðarstjórnin reyndi að víkka áheyrendahópinn komu hefur þessi viðburður, sem nú er kenndur við Alcan náð miklum vin- sældum frá Atlantshafi til Kyrra- hafs. Haldin er forkeppni í stærstu borgum Kanada og fara úrslitin síðan fram meðan á hátíðinni stend- ur í Montréal. A lokatónleikum hátíðarinnar, tónleikum Oscars Peterson, lýsti Gary Burton sem formaður dóm- nefndar Alcan jass samkeppninnar hljómsveitina Fifth Avenue vinn- ingshafa í þessari keppni. Fyrir utan heiðurinn og peningaverðlaun hlotnast þessum ungu tónlistar- mönnum frá Vancouver að koma fram sem þátttakendur á hátíðinni Oscar Peterson, sem fæddur er í Montréal, var sér- staklega heiðraður af borgarsljóranum Jean Doré, meðan á hátíðinni stóð. Chick Corea mættur til leiks ásamt samstæðu sinni, Akoustic Band. Oliver Jones með sinfóníuhljómsveit Montréal og í lokin Oscar Peterson með vinningshafa Alcan-samkeppn- innar í jass 1989. Hátíðin var tileinkuð Charlie Haden, bandaríska bassaleikaran- um, sem síðastliðin þrjátíu ár hefur leikið með flestum áhrifamestu nöfnum jassins. Haden, sem sleit bernskuskónum í maíshéruðum Iowa, í fjölskyldu sem söng country- og western-tónlist í útvarpi, hefur ævinlega og e.t.v. þess vegna kunn- að að tengja saman þjóðlagatónlist og framúrstefnu. Hann hefur m.a., leikið í kvartett Ornette Coleman, þar sem þeir uppgötvuðu saman fijálsa jassinn. Charlie Haden kom fram á hverju kvöldi í viku UQAM-háskólanum með hinum ýmsu félögum, sem hann hefur leikið með í gegn um tíðina, s.s. Joe Henderson og A1 Foster, Don Cherry og Ed Black- well, Geri Allen og Paul Motian, Gonzalo Rubalcaba, Pat Metheny og Billy Higgins, Egberto Gism- onti, Paul Bley og Paul Motian. Þessa tónleikaseríu endaði svo sá HI stofiiar Alþjóða- málastofiiun Alþjóðamálastofiiun Háskóla íslands var nýlega sett á lag- girnar. Að undirbúningi að stoihun hennar stóðu þrjár deildir Háskólans, lagadeild, viðskipta- og hagfræðideild og félagsvísindadeild. I fréttatilkynningu frá Háskó- lanum segir: „í Ijósi þeirra öru breytinga sem nú eiga sér stað í alþjóðamálum, m.a. er varðar sam- vinnu Austur- og Vestur-Evrópu, á ríki sem ísland augljóslega mik- ið undir því að fylgjast vel með málum þannig að ætíð sé fyrir hendi staðgóð þekking á þróun alþjóðamála á hinum ýmsu svið- um. Hlutur upplýsinga og þekk- ingar um almenna þróun milliríkj- asamskipta verður æ mikilvægari forsenda fyrir skynsamlegri af- stöðu og ákvarðanatöku, hvort sem er leikmanna, stjórnmála- manna eða stjórnvalda. Hlutverk hinnar nýju stofnunar er að vera vettvangur rannsókna og fræðslu um alþjóðamál. Að því markmiði verður m.a. unnið með því að standa fyrir rannsóknum á sviði alþjóðamála, gagnast fyrir námskeiðum, ráðstefnum og fyrir- lestrum um alþjóðamál, gefa út rit um athyglisverð efni á þeim vettvangi og hafa samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir á þessu sviði. Háskólaráð hefur skipað fimm menn í stjórn Alþjóðamálastofnun- ar til næstu þriggja ára. Eru það Gunnar G. Schram prófessor for- maður, Gunnar Gunnarsson lektor - varaformaður, Gunnar Helgi ~ Kristinsson lektor ritari og Guð- mundur Magnússon prófessor og Gísli Ágúst Gunnlaugsson lektor. Hin nýja stofnun hefur í undir- búningi nokkur rannsóknaverkefni á framangreindum sviðum. Mun hún nú í ágúst standa að ráðstefnu um takmarkanir vígbúnaðar og traustvekjandi aðgerðir á höfunum í samvinnu við bandaríska rann- sóknastofnun. Verður ráðstefna þessi haldin á Akureyri dagana 15. og 16. ágúst og sækja hana sérfræðingar og embættismenn frá hinum ýmnsu ríkjum Atlants- hafsbandalagsins." Norræna húsið: Opið hús í kvöld í KVÖLD, fimmtudagskvöld, verður opið hús í Norræna hús- inu kl. 20.30, þar sem Ingibjörg Ilafstað mun flytja fyrirlestur um konurnar í íslenzku samfé- lagi. Fyrirlesturinn er á norsku. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmyndin „Eldur á Heimaey" með norsku tali. I opnu húsi norræna hússins eru fluttir fyrirlestrar um land og þjóð og er þessi dagskrá einkum ætluð Norðurlandabúum. Fyrirlestrarnir era því fluttir á einhveiju Norður- landamálanna. Næst verður opið hús fimmtu- daginn 2. ágúst, en þá talar Sig- urður Blöndal, fyrrverandi skóg- ræktarstjóri, um íslenzka skóga og skógrækt á Islandi. Fyrirlestur- inn verður á norsku. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmyndin „Þijár ásjónur íslands" með norsku tali. Aðgangur að opnu húsi er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.