Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ Í990 Viðræður EFTA og EB: Stærsti milliríkjasamning- ur, sem Islendingar hafa þurft að taka afstöðu til — segir Jón Baldvin Hannib- alsson, utanríkisráðherra Uffe Elleman-Jensen, utanríkisráðherra Dana, og Jón Baldvin Hannibalsson hafa deilt hart um Evrópumálin. Hér takast þeir í hendur við opnun Mannréttindaráðstefiiunnar í Kaupmannahöfn 4. júní sl. Formlegar viðræður milli Evrópubandalagsins og EFTA-ríkjanna hófust hinn 20. júní sl. Töluverðar sviptingar höfðu verið innan bæði EB og EFTA í allmargar vikur áður en þessar viðræður hófúst og m.a. gætti vaxandi svartsýni um að jákvæð niðurstaða feng- ist í þessum fyrirhuguðu við- ræðum í fjölmiðlum víða um Evrópu. Morgunblaðið hefúr átt við- tal við Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra um þessar viðræður og horfúr í samskiptum EB og EFTA og fer það hér á eftir: „Fréttaflutningur af sam- skiptum EB og EFTA hefur ver- ið afar neikvæður undanfarna mánuði,“ segir Jón Baldvin. „Margir hafa orðið til að ala á efasemdum um vilja EB til samn- inga við EFTA. Á vettvangi Norðurlanda vakti það mikia at- hygli þegar utanríkisráðherra Dana, Uffe Ellemann-Jensen, taldi EES (European Economic Space) vera úr sögunni og hvatti ríkisstjómir Norðurlanda til að gefa þá hugmynd upp á bátinn, en raða sér heldur upp í biðröð með aðildarumsókn að EB (á eftir Tyrklandi, Möltu og Aust- urríki). Formaður utanríkismála- nefndar Evrópubandalagsþings- ins, Willi De Clercq, kom næstur fram á sjónarsviðið með harða gagnrýni á það sem hann kallaði heimtufrekju EFTA-ríkjanna. Hann sagði EFTA-ríkin krefjast sömu réttinda og aðildarriki EB, án þess að vilja taka á sig skuld- bindingarnar, sem fylgja hinu yfirþjóðlega valdi framkvæmda- stjórnarinnar. Oddvitar helstu stjórnmálahópa Evrópubanda- lagsþingsins tóku undir þessa gagnrýni. Þeir sögðu að aldrei kæmi til mála að þjóðþing EFTA-ríkjanna fengi meira vald innan hins Evrópska efnahags- svæðis en Evrópubandalagsþing- ið. Þingmenn Evrópubandalags- þingsins minntu á, að samningar EFTA-EB um Evrópska efna- hagssvæðið fæm fram skv. gr. 238 í Rómarsamningnum, en samninga skv. þeirri grein ber endanlega að leggja fyrir Evr- ópubandalagsþingið til staðfest- ingar. Jafnframt urðu ýmsir meðlim- ir framkvæmdastjómar EB til þess að gagnrýna EFTA-ríkin fyrir að hafa ekki staðið við yfír- lýsta stefnu sína um að styrkja EFTA, þ.e. að skuidbinda sig til þess að koma á eftirlitsstofnun og dómstóli innan EFTA. Allt varð þetta til þess að ýta undir tortryggni um gagnkvæm heilindi í þessum samskiptum. Þær raddir gerðust æ háværari innan EFTA-landanna sem töldu að EFTA-ríkin ættu ekki ann- arra kosta völ en að sækja beint um aðild að EB.“ — Er aðild að EB á dagskrá hjá EFTA-löndunum? „Á leiðtogafundi EFTA-ríkj- anna í Gautaborg 12.—14. júní gerðist tvennt, sem varð til þess að eyða óvissu og tortryggni um afstöðu EFTA annars vegar og EB hins vegar til hugmyndarinn- ar um Evrópska efnahagssvæð- ið,“ segir Jón Baldvin. „Hið fyrra var að EFTA-ríkj- unum tókst að ná samstöðu um sameiginlega samningsstöðu, þ.m.t. ítrekuðu þau vilja sinn til að framkvæma yfirlýsta stefnu um að styrkja EFTA og að tryggja jafn örugga framkvæmd samningsins innan EFTA og í EB með því að koma á fót eftir- litsstofnun og sameiginlegum dómstóli með EB, í tengslum við Evrópudómstólinn í Lúxemborg. Hitt atriðið, sem varð til þess að draga úr óvissu um framt- íðina, var að forseti fram- kvæmdastjómar EB, Jacques Delors, ítrekaði að forsendur EB fyrir samningum við EFTA væru óbreyttar og hefðu fremur styrkst en hitt við lýðræðisbylt- inguna í Austur-Evrópu. Þetta kom fram bæði í við- tölum Delors við leiðtoga EFTA- ríkjanna og á fjölmennum blaða- mannafundi sem haldinn var í lok viðræðnanna. Þar vísaði Delors til hinna risavöxnu verkefna sem Evrópubandalagið stæði nú frammi fyrir: Framkvæmd innri markaðarins, breytingar á Róm- arsáttmálanum, ákvörðunin um að gera EB að einu gjaldmiðils- svæði (EMU), ákvörðun um að koma upp nýjum stofnunum til að efla pólitískt samstarf EB- ríkja, sameining Þýskalands, samningar við Austur-Evrópu- löndin og samningarnir við EFTA um EES. Með vísan til þessara risa- vöxnu verkefna sagði Delors af og frá að EB gæti tekið upp tvíhliða samninga við einstök EFTA-ríki og þaðan af síður tek- ið við nýjum aðildarlöndum fyrr en á seinni hluta áratugarins. Þar með vísaði hann á bug tillögum danska utanríkisráð- herrans um að Norðurlönd sæktu þegar í stað um aðild að EB og áréttaði pólitískan vilja Evrópu- bandalagsins til þess að hefja hið fyrsta samninga um Evr- ópska efnahagssvæðið." — Um hvað snúast þessar samningaviðræður? „Hinn fyrirhugaði samningur um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sennilega viðamesti milliríkjasamningur sem nokkru sinni hefur verið gerður. EFTA- ríkin hafa fyrir sitt leyti sam- þykkt að gera lög og reglur EB á samningssviðinu að sameigin- legum lagagrundvelli EES. Þessi lög eru um 1400 taisins og mælast um 30 þús. 'bls. af laga- texta. Þetta er viðameiri laga- bálkur en t.d. allt íslenska laga- safnið. Allt þetta lagasafn þarf að bera nákvæmlega saman við íslenska löggjöf og leggja síðan allan samninginn í heild sinni fyrir Alþingi til lokasamþykktar. Efni samningsins er þríþætt: 1. Grundvallarreglur EB um innri markaðinn, þ.e.a.s. um frelsin frjögur, munu ná yfir allt svæðið. Hér er um að ræða frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn, þjónustu sem og einn sameiginlegan búsetu- og atvinnumarkað. Gert er ráð fyrir að þessi fríverslunarsamningur geti síðan smám saman þróast yfir í tollabandalag, þ.e. að viðskipti við þriðja aðila verði einnig samræmd t.d. með sameiginlegum ytri tolli. Ytri tollar EFTA og EB eru hins vegar lágir og munu fyrirsjá- anlega fara enn lækkandi á næstu árum, m.a. sem afleið- ing af GATT-samningnum. 2. Annað meginatriði samnings- ins varðar svokölluð sam- starfssvið, sem eru fjölmörg en þessi veigamest: Vísindi og rannsóknir, samræmda próf- og starfsréttindi, æðri menntun og starfsþjálfun, samstarf um umhverfisvarnir og aðgerðir gegn mengun, samræmd félagsleg réttindi, samstarf á sviði ferðamála o.fl. 3. Loks mun samningurinn kveða á um stjórnun hins Evrópska efnahagssvæðis, þ.e. hvernig tryggð verði samræmd framkvæmd samn- ingsins á svæðinu öllu, þ.m.t. eftirlit með samningum og lausn deilumála. Einnig er gert ráð fyrir að jafnvægi verði milli réttinda og skuld- bindinga beggja aðila. Af hálfu EFTA er lögð áhersla á að tryggja EFTA jafnan rétt við undirbúning og töku ákvarðana um ný lög og regl- ur sem gilda eiga á svæðinu öllu eftir 1993. Af hálfu EB er lögð áhersla á að það sam- starf megi undir engum kringumstæðum skerða sjálf- stæði EB í innri ákvörðunar- ferli, þ.e. að EFTA geti ekki haft neitunarvald, ef upp kemur ágreiningur milli aðila, gegn nýjum lögum sem gilda eiga innan EB.“ — Hvenær gerir þú ráð fyrir því að þessum samningum ljúki? „Af hálfu EFTA er stefnt að því að ljúka samningum fyrir árslok 1990. Af hálfu Italíu, sem verður formennskuland EB á seinni hluta þessa árs, hefur sama markmiði verið lýst. Fram- kvæmdastjórn EB telur hins veg- ar að samningarnir muni taka allt að eitt ár, þ.e. að samningum ljúki ekki fyrr en um mitt ár 1991. Eftir að sjálfur samningur- inn liggur fyrir mun fyrirsjáan- lega taka langan tíma að kynna hann og ræða í einstökum að- ildarlöndum og fá hann staðfest- an í þjóðþingum. Báðir aðilar eru sammála um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið skuli koma að fullu til fram- kvæmda á sama tíma og innri markaður EB, þ.e. fyrir árslok 1992. “ f Hvaða fyrirvara hefur ísland helst sett fram í þessum viðræð- um?_ „Á ráðherrafundi EFTA í Gautaborg var rækilega farið yfir það mál. Niðurstaðan er sú að EFTA-ríkin skilgreindu 12 meginmál, sem vörðuðu þjóðar- hagsmuni einhvers EFTÁ-land- anna og verði þess vegna að semja um sérstaklega, fyrir utan aðlögunartíma, sem varðar framkvæmd ýmissa minni mála. Fyrirvarar af íslands hálfu varða einkum tvennt: Eignarrétt útlendinga og rétt til fjárfestingar í fyrirtækjum sem nýta grundvallarauðlindir þjóðarinnar, sem hún byggir af- komu sína á (fiskistofnarnir og orkulindirnar). Hinn fyrirvarinn varðar fijálsan atvinnu- og bú- setumarkað._ Það er sams konar fyrirvari og ísland setti varðandi þátttöku sína í hinum sameigin- lega Norræna markaði. Skv. þessum fyrirvara gætu íslensk stjórnvöld stöðvað innstreymi fólks ef það raskaði fyrirsjáan- lega jafnvægi á vinnumarkaðn- um eða leiddi til hættu á meiri- háttar atvinnuleysi. íslendingar hafa aldrei þurft að beita fyrirvaranum í samn- ingnum um Norræna vinnu- markaðinn. Þvert á móti hefur útstreymi íslendinga til Norður- landa verið rúmlega fimm sinn- um meira en innstreymi Skand- inava til Islands." — Hvað um fríverslun með fisk? „Að því er varðar kröfuna um fríverslun með fisk þá er hún ekki skilgreind sem séríslenskur fyrirvari. Ástæðan er sú að ís- lendingar hafa fengið framgengt kröfunni um fríverslun með fisk innan EFTA sem kom til fram- kvæmda 1. júlí sl. og þar með hafa EFTA-ríkin sameiginlega sett fram kröfuna um fríverslun með fisk. Hún er heldur ekki krafa um undanþágu frá reglum inni markaðarins heldur þvert á móti krafa um að útfæra grund- vallarregluna um fríverslun þannig að hún nái til breiðara vörusviðs. í inngangsræðu Ulfs Din- kelspiels f.h. EFTA-ríkjanna í heild, á fyrsta samningafundin- um, var krafan um fríverslun með fisk sett fram efst á blaði sem sameiginleg krafa EFTA- ríkjanna.“ Evrópska efnahagssvæðið verður, ef um semst, langstærsta markaðsheild sem til er í heimin- um með 350 millj. íbúa. Rann- sóknir benda til að framundan sé nýtt vaxtarskeið í Evrópu sem hinn innri markaður framkallar. Nýir markaðir opnast, sam- keppni harðnar, fyrirtæki renna saman, fjárfesting nýtist betur, Evrópa verður betur samkeppn- ishæf í vaxtargreinum hátækn- innar, milljónir nýrra starfa munu verða til, lífskjör munu batna og neysla aukast. Þátttaka í hinu sameiginlega Evrópska efnahagssvæði mun því opna ný tækifæri fyrir þá, sem standast samkeppnina. Hins vegar era ýmsir, sem óttast að jaðarsvæðin muni drag- ast aftur úr þar sem smáríki muni glata efnahagslegu sjálfs- forræði og valdið færist óhjá- kvæmilega til miðjunnar. Skoðanakannanir á sl. hausti bentu til þess að almenningur á íslandi væri afar fáorður um EFTA og EB og fyrirhugaða samninga um Evrópskt efna- hagssvæði, kosti þeirra og galla fyrir ísland. Nú þegar samningar eru hafnir og í besta falli ár til stefnu, þar til samningum lýkur, verður því ekki lengur slegið á frest að taka afstöðu. Samning- urinn um Evrópskt efnahags- svæði er stærsti milliríkjasamn- ingur sem Islendingar hafa nokkru sinni þurft að taka af- stöðu til. Við erum á sögulegum tímamótum. Niðurstaðan mun skipta sköpum fyrir þróun íslensks þjóðfélags langt fram á næstu öld,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.