Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990 Séra Þórir Stephenssen staðarhaldari og Magnús Þorkelsson forn- leifafræðingur við biblíur og Viðeyjarprent sem nú er til sýnis í Viðeyjarstofú. Morgunblaðið/Þorkell Séð yfir hluta fornleifauppgraftarins í Viðey. Fyrir miðri mynd sést í rennu þá sem verið er að grafa upp og talin er að sé frá miðri 16. öld. Sýning* o g uppgröfltur á fornleifum í Viðey SÝNING stendur nú yfir í kjall- ara Viðeyjarstofú á munum sem tengjast bókagerð, ekki síst með hliðsjón af Viðeyjarprentsmiðj- unni. Munirnir eru úr Arbæjar- safni, flestir úr fornleifaupp- greftrinum í Viðey, auk hluta safns af gömlum biblíum og Við- eyjarprenti, sem Reykjavíkur- borg keypti nýlega af einka- aðila. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 17 fimmtudaga til sunnudaga, þ.e. á þeim tímum sem kaffi er selt í Viðeyjarstofú. Sýninguna settu þau Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörð- ur og Magnús Þorkelsson forn- leifafræðingur upp. Hún er fremur smá í sniðum enda tengist hún stærri _ sýningu sem nú stendur yfir í Árbæjarsafni og nefnist „Úr sögu prentlistarinnar". Hlutirnir eru flestir frá 18. og 19. öld ef frá eru taldir fornminjar úr uppgreftr- inu frá 13. til 18. öld. Má þar nefna ljósfæri, ritstíla, taflmenn, hring og slegna tinnu. Úr safni biblía og Viðeyjarprents má nefna „Kubbinn" svokallaða, þar sem Magnús Stephenssen talar í nafni íslands og rekur málefni og at- burði átjándu aldar. Bókin hlaut nafnið af smæð sinni, hún var prentuð árið 1805 undir heitinu „Eptirmæli Átjándu Aldar eptir Krists hingaðburð frá Eykonunni íslandi." Þá má nefna útgáfu Við- eyjarklausturs 1834 á Passíusálm- um Hallgríms Péturssonar og biblíu, prentaða í Viðeyjarprent- smiðjunni 1841. Þar er að finna einstæða villu, þar sem í 9. kafla fyrri Konungabókar er talað um Jedok, dóttur Faraós. Nafn hennar er talið þýðingarvilla úr þýsku og á dóttirin í raun að vera nafnlaus. Þá stendur enn yfir uppgröftur fyrir aftan Viðeyjarstofu. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur er ver- ið að grafa upp rústir ganga sem liggja í gegnum bæjarhúsaþyrp- ingu. Undir er óvenju vel varðveitt ræsi. Talið er að göngin og ræsið séu frá miðri 16. öld en ljóst er af yngri leifum yfir ræsinu að göngin sem og önnur bæjarhús hafi verið notuð allt fram á 18. öld. Af þeim bæjarhúsum sem grafin hafa verið upp, eru stór miðalda- skáli og búr m.a. komin í Ijós og þegar haldið verður áfram er búist við að komið verði niður á bað- stofu, stofu og kamra. Meðal þess sem fundist hefur er óvenju stórt steinker úr klébergi. Margrét segir mögulegt að það sé frá fyrsta skeiði klausturbyggðar, þ.e. um miðja 13. öld. „Stöðug byggð var í eynni og sífellt verið að breyta og bæta, rífa hluta þess sem fyrir var og byggja við. Þessi staðreynd gerir rannsóknina flóknari en ella, en í raun er fátt sem kemur á óvart Eins og sjá má hafa rennan og göngin gegnum bæjarhúsaþyrpinguna í Viðey verið vel varðveitt. Tré var m.a. í rennunni og yfir henni stórar flatar hellur. við uppgröftinn. Við þurfum að fara í gengum yngri lögin til að komast niður á miðaldalög og mannvistarlög frá því fyrir klaust- ur,“ segir Margrét. Viðeyjarbiblía frá árinu 1841 en í henni er að fínna einstæða þýðingarvillu. Ólafur Ragnar Grímsson Qármálaráðherra: BHMR á ekki rétt á hækkun- um eftir uppsögn samninga ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir að eftir að samningi við BHMR hafí verið sagt upp, eigi háskólamenn hjá ríkinu ekki rétt á launahækkun- um sem þeir hefðu átt eftir að fá, væri samningurinn áfram í gildi. Hann segir að til greina komi að setja bráðabirgðalög, haldi BHRM fast við þá túlkun, að samningur- inn gildi óbreyttur þar til nýr samningur sé gerður. Ólafur Ragnar sagði að í álits- gerð, sem hann hefði fengið frá sér- fræðingum, væri gerður greinar- munur, annars végar á ákvæðum kjarasamnings sem kveði á um al- mennar launagreiðslur og réttindi sem menn hefðu fram að þeim tíma sem samningi er sagt upp, og hins vegar ákvæðum í samningnum sem hefðu hugsanlega í för með sér launahækkanir ef samningnum hefði ekki verið sagt upp. „Það álit sem Páll Halldórsson [formaður BHMR] hefur látið í Ijós í dag, virðist fela það í sér, að ef BHMR vill ekki ganga til samninga við ríkið um nýjan samning, þá eigi þessi samningur að gilda í 5 ár, þótt honum hafi verið sagt upp. Það hljóta allir að sjá að það er efnislega út í hött. Ég á bágt með að trúa því, að BHMR vilji halda slíkum skilningi til streitu, en ef þeir gera það þá getur verið nauðsynlegt að grípa til ráðstafana til að gera það alveg skírt, að samningur sem felld- ur hefur verið úr gildi, getur ekki haldið áfram að virka eins og óskapnaður þótt annar samningsað- ilinn vilji að hann virki sem slíkur," sagði Ólafur Ragnar. Þegar Ólafur var spurður um hvers vegna ríkisstjórnin segði nú upp samningi sem hún hefði undirrit- að, sagði hann að grundvallaratriði samningsins hefði verið, að ekki væri hægt að hrinda í framkvæmd því sem BHRM kallaði leiðréttingu á sínum launum, á þann veg að allt launakerfið og þar með efnahag- skerfið í landinu, færi úr skorðum. Sá skilningur hefði komið fram í bréfí forsætisráðherra til BHMR á sínum tíma, og verið ítrekaður í við- ræðunum sem fóru fram í aðdrag- anda samningsins. „BHMR reyndi fram á síðustu klukkustund samningaviðræðnanna í fyrra að fá 1. grein samningsins breytt, en því var ávallt hafnað vegna þessa skilnings okkar á grein- inni. Nú hefur Félagsdómur komist að þeirri niðurstöðu að þessi skiln- ingur sé ekki réttur, samkvæmd orðanna hljóðan. Ég ætla ekki að deila við þann dóm, þótt ég sé honum efnislega ósammála. Við verðum hins vegar nú, að horfa á veruleik- ann í þessu nýja ljósi, og það er að mínum dómi ekki áfellisdómur yfir Félagsdómi. Þess vegna er óhjá- kvæmilegt að segja þessum samn- ingi upp, vegna þess að hann hefur að okkar dómi, öðlast annað eðli heldur en við í góðri trú töldum að hann hefði þegar við gerðum hann.“ —En var ekki eðli samningsins einmitt það að BHMR fengi launa- hækkanir umfram aðra launþega- hópa? „í fyrsta lagi var eðli samningsins að kanna það og meta hvort það væri munur milli BHMR og háskóla- menntaðra manna á almennum markaði. Þeirri athugun er ekki lok- ið, og það liggur ekki fyrir hvort sá munur er fyrir hendi eða ekki. Þessi 4,5% hækkun er greiðsla upp í leið- réttingu á þeim mun, sem ekkert liggur fyrir hvort er fyrir hendi eða ekki,“ sagði Ólafur. Hann sagði einnig rétt 'að hafa það í huga, að 4,5% kaupbreyting á tímum mikillar verðbólgu, þætti ekki sæta miklum tíðindum eða setti efnahagslífið úr skorðum. En 4,5% launabreyting nú, þegar verið væri að horfa á prósentubrot, væri auðvit- að risavaxin og gæti valdið miklum breytingum. „Það er það sem mér finnst sérkennilegt, að Félagsdómur skuli ekki horfa í að þessi afgerandi þáttaskil hafi orðið, þannig að allar tölulegar stærðir í kjarasamningum hljóta að merkja annað, með tilliti til ytri kringumstæðna, en þærgerðu við samningsgerðina," sagði Ólafur Ragnar Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.