Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 207. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tímamótasáttmáli í sögu Evrópu undirritaður í Moskvu: Friðargjörð Fjórveldanna og sameinaðs Þýskalands Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, og utanríkisráðherr- ar Fjórveldanna og þýsku ríkjanna skáluðu að lokinni und- irritun tímamótasáttmála um stöðu sameinaðs Þýskalands á alþjóðavettvangi í Moskvu í gær. A myndinni eru (f.v.) Roland Dumas, James Baker, Gorbatsj- ov, Hans-Dietrich Genscher, Douglas Hurd og Lothar de Maiziere. Formleg- endalok skiptingar Evrópu Moskvu. Reuter, dpa. UTANRÍKISRAÐHERRAR Fjórveldanna; Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og þýsku ríkjanna tveggja undir- rituðu í gær í Moskvu tímamótasáttmála um stöðu sameinaðs Þýska- lands á alþjóðavettvangi. Samningurinn er í senn friðarsáttmáli milli sigurvegaranna í síðari heimsstyrjöldinni og Þýskalands og markar jafnframt formleg endalok skiptingar Evrópu en kalda stríðið milli austurs og vesturs spratt af henni. Reuter Líklegt talið að Ryzhkov víki vegna ágreinings Samningaviðræður um samruna þýsku ríkjanna tóku aðeins sjö mánuði, sem þykir með ólíkindum skammur tími í Ijósi þess að sam- eining Þýskalands umbyltir með formlegum hætti valdajafnvæginu, sem ríkti í Evrópu frá ofanverðum fimmta áratugnum og þar til síðasta haust er Berlínarmúrinn féll og valdakerfi kommúnista hrundi í ríkjunum austan Járn- tjaldsins. Sovétstjórnin freistaði þess í hvívetna að hafa áhrif á bæði hvernig staðið yrði að samein- ingu Austur- og Vestur-Þýska- lands og framtíðarstöðu landsins á vettvangi öryggis- og varnarmála en féll að lokum frá helstu kröfum sínum. Þýskaland hið nýja verður eitt af aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins (NATO), leyfilegur hámarksherafli verður 370.000 menn og Þjóðveijar hafa lýst yfir því að þeir ætli hvorki að eignast efna- og kjarnorkuvopn né fram- leiða þau. Að sögn vestur-þýskra embættismanna er sérstakt við- bótarákvæði að finna í samningn- um þess efnis að Þjóðverjar skuld- bindi sig til að virða hagsmuni ríkjanna sem að sáttmálanum standa þegar teknar verða ákvarð- anir m.a. varðandi æfingar og við- búnað NATO-hersveita í Þýska- landi. Var með þessum hætti kom- ið til móts við kröfur Sovétstjórnar- innar en sovéskir ráðamenn höfðu lýst yfir því að heræfingar á land- svæði því sem nú -heyrir Austur- Þjóðveijum til, fyrrum banda- mönnum þeirra innan Varsjár- bandalagsins, gætu ógnað öryggis- hagsmunum ríkisins. Þjóðveijar munu hins vegar greiða þann kostnað sem hlýst af heimkvaðn- ingu um 360.000 sovéskra her- manna frá Austur-Þýskalandi, samtals tæpa 500 milljarða ísl. kr. Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, var viðstaddur undirSkriftina sem fram fór á Oktíjabrskaja-glæsihótelinu í Moskvu. Sjálf athöfnin tók aðeins fimm mínútur og undirritaði Hans-Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýskalands, samninginn fyrstur. Síðan stungu menn kínversku lindarpennunum í bijóstvasann og skáluðu í kampavíni. í ræðu sem Genscher flutti áður en sáttmálinn var staðfestur gerði hann að umtalsefni ógnarstjórn Adolfs Hitlers, sem kallaði dauða og eyðileggingu yfir ríki Evrópu og forsmáði helgasta rétt gyðinga í álfunni. Genscher rifjaði upp .valdatöku Hitlers í Þýskalandi og sagði: „Þann 30. janúar 1933 féll skuggi fasismans yfir Þýskaland. Á þessari stundu rifjum við upp þær óendanlegu þjáningar sem fólk varð að líða og þá ekki ein- göngu ríkisborgarar þeirra ríkja sem við érum hér í forsvari fyrir. Hugur okkar leitar einkum til gyð- inga.“ í sáttmálanum skuldbinda stjórnvöld í Þýskalandi sig til að vinna gegn uppgangi öfgastefnu og fasisma auk þess sem kveðið er á um að vesturlandamæri Pól- lands skuli standa óhögguð. Samningurinn sem ráðherrarnir undirrituðu öðlast ekki lagagildi fyrr en hann hefur verið staðfestur af þjóðþingum viðkomandi ríkja. Hans-Dietrich Genscher sagði hins vegar að sérréttindi bandamanna í Þýskalandi heyrðu í raun sögunni til þann 3. október er ríkin renna formlega saman í eitt. Allt frá lok- um síðari heimstyijaldarinnar hafa bandamenn haft úrslitavald í mál- efnum Berlínar en Austur- og Vestur-Þýskaland urðu fullvalda ríki 1954 og 1955. Genscher lét þess getið að samningur, sem formlega mun binda enda á sér- réttindi og skyldur Fjórveldanna í Þýskalandi, yrði undirritaður í New York þann 1. næsta mánaðar. Moskvu. DPA. Daily Telegraph. MIKHAIL Gorbatsjov, leiðtogi I sovéska kommúnistaflokksins, | sagði í gærkvöldi að tekist hefði að semja áætlun um innleiðingu frjáls markaðskerfis í Sovétríkj- unum og yrðu þing lýðveldanna að samþykkja hana auk sovéska þingsins. Talið var að nú kynni að hitna undir Níkolaj Ryzhkov forsætisráðherra sem er sagður í aðal atriðum andvígur þeirri áætlun sem fyrir liggur. Ryzhkov sagði að samþykkti sovéska þingið áætlun um einka- væðingu sem stjórnin styddi ekki ætti hún ekki annarra kosta völ en fara frá. Gorbatsjov sagði að áætlunin sem fyrir Iiggur sé að mestu byggð á tillögum hagfræð- ingsins Stanislavs Sjatalíns en einnig væri þar að finna tillögur forsætisráðherrans og annarra sér- fræðinga. Hefjast umræður um áætlunina í þinginu næstkomandi mánudag. Ryzhkov lagðist gegn áætlun Sjatalíns í fyrradag og sagði hana hafa í för með sér óðaverðbólgu, atvinnuleysi og mun þrengri kjör fyrir landslýð. Hét hann því að stjórn sín myndi ekki hrinda í fram- kvæmd áætlun sem hún hefði enga trú á. í viðtali við austurríska sjón- varpið í fyrrakvöld sagðist Ryz- hkov óttast að Sovétríkin liðist í sundur náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur, en áætlun hans kveður á um mun hófstilltari um- skipti á vettvangi sovéskra efna- hagsmála en tillögur Sjatalíns. Sjá „Foringjar í Rauða hern- um kunna að ... “ á bls. 25. * * \ Fögimður í Færeyjum GEYSILEG gleði braust út í Færeyjum eftir að Færeyingar höfðu unnið óvæntan sigur, 1:0, yfír Austurríkismönnum í Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Landskrona í Svíþjóð. Þegar sigurinn var í höfn flykkt- ist fólk út á götur, dansaði og söng. Flugeldum var skotið á loft og skipslúðrar þeyttir. „Stemmningin hér er geysileg. Það er eins og 01- afsvakan væri hafin,“ sagði Snorri Halldórsson, fréttaritari Morgun- blaðsins í Þórshöfn. „Þetta var ljúfur sigur. Aust- urríkismenn voru ekki eins eitraðir og okkur var sagt,“ sagði Islending- urinn Páll Guðlaugsson, þjálfari Færeyinga. Sjá nánar á íþróttasíðu bls. 51. Múrinn meitlaður Reuter Ronald Reagan, fyn-verandi Bandaríkjaforseti, heimsótti Beriín í gær og gekk þá m.a. í gegnum Brandenborgarhliðið en við svo búið tók hann sér hamar og meitil í hönd og hjó flögur úr leifum Berlínarmúfsins. Sjá „Reagan hjó flís úr leifum Berlínarmúrsins" á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.