Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 Töfralausn fundin á byggðavandamálunum? eftir Einar K. Guðfinnsson Á vegum forsætisráðherra vinn- ur nú nefnd að mótun byggða- stefnu. Varla þykir mönnum van- þörf á því í ljósi þeirrar ískyggilegu þróunar í byggðamálum sem nú á sér stað í þjóðfélagi okkar. Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga nú um síðustu mánaðamót fengu þingfulltrúar lítilsháttar innsýn í starf nefndarinnar og þær skugga- legu staðreyndir sem við blasa í byggðamálum okkar. Formaður nefndarinnar Jón Helgason alþing- ismaður og Kristófer Oliverson starfsmaður hennar fluttu þar at- hyglisverð erindi. Þær staðreyndir sem hér fara á eftir eru byggðar á erindi Kristófers. Afleiðingar byggðaflóttans 1. Á síðustu tuttugu árum hefur það aðeins fimm sinnum gerst að fleira fólk hefur flutt út á land en frá landsbyggðinni. Frá árinu 1981 hefur þó fyrst kastað tólfunum. Árlega hefur fólksstraumurinn af landsbyggðinni aukist og á árinu 1988 námu nettófólksflutningar af landsbyggðinni um 1.600 manns. 2. Um 6.900 manns fluttu alls af landsbyggðinni á árunum 1981—1987, umfram þá sem þang- að fluttu. En þetta svarar til allra íbúa Garðabæjar. Til marks um það kostnaðarlega óhagræði sem af þessu hlýst fyrir þjóðarbúið, má hafa það, að þessir nettófólksflutn- ingar hafa valdið því að finna hefur þurft skólahúsnæði fyrir ríflega 1.000 nemendur. Nauðsynlegt var að byggja 2.855 íbúðir til þess að hýsa þetta fólk. Ennfremur þurfti að leggja götur á höfuðborgarsvæð- inu til þess að taka á móti ríflega 3 þúsund bílum til viðbótar við þá sem fyrir voru. 3. Á næstu tíu árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um tæp 28 þúsund ef fram fer sem horfir. Til þess að hýsa þessa íbúa þarf að reisa sem svarar til heilu nýju Breiðholtshverfi. Þessar staðreyndir blasa sem sé við. Allir hljóta að sjá hvílíkt efna- hagslegt óhagræði mun verða af þessari þróun. Hún mun valda þvi að nauðsynlegt verður að ráðast í margs konar fjárfestingar við íbúðabyggingar, opinbera þjónustu og gatnagerð, svo dæmi séu tekin. Á landsbyggðinni verða slíkar fjár- festingar, sem þegar hafa átt sér stað, algjörlega vannýttar. Ekki síst af þessum sökum hafa menn talið ástæðu til að taka í taumana og skapa skilyrði fyrir eflingu landsbyggðarinnar. Einn þátturinn í þeirri viðleitni hefur verið sá ásetningur að reisa næsta stóriðjuver á landsbyggðinni. Álver á Keilisnesi — í nafni byggðastefnunnar! Það hefur varla farið framhjá neinum að um þetta hafa staðið deilur upp á síðkastið. Deilan um það hvort stóriðjuver Atlantsáls- hópsins eigi að rísa úti á landi (við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð) ellegar syðra (á Keilisnesi). Sennilega hefur kjarni þessarar deilu gjörsamlega farið framhjá Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra, manninum sem skipaði sérstaka nefnd til að móta byggða- stefnu. Alla vega kemst hann að þeirri frumlegu niðurstöðu að það Hreinsiefni • Pappir Einnota vörur • Vinnufatnaður • Raðgjof HRBNIÆHSUGAR '90 DAGANA 19-22. SEPT. KL. 13-17. Kynning á tækjum, hreinsiefnum, pappír og áhöldum til daglegra þrifa í matvælafyrirtækjum, almennum fyrirtækjum, stofnunum og heimilum. í glæsilegum sýningarsal RV og RV-Markaðar að Réttarhálsi 2. Frá K.E.W. verða kynntar nýjar gerðir af staðbundnum háþrýstitækjum, gufuþvottatækjum, almennum háþrýstitækjum, vatnssugum og teppahreinsi- vélum. Nú fást hjá RV hentugar gerðir af þessum tækjum fyrir allar stærðir fyrirtækja, stofnana og heimila. Frá Celtona verður kynnt ný lína af endurunnum, óbleiktum pappírsvörum s.s. W.C. pappír, hand- þurrkur, iðnaðarþurrkur o.fl. Frá Scan-Otarés verða m.a. kynnt nýju FREE-EFNIN, þ.e.a.s. ofnæmisprófuð hreinsiefni án ilm- og litarefna. Öll hreinsiefni frá Scan-Otarés brotna niður í náttúrunni innan 48 klst. frá notkun. Frá RV verður m.a. kynnt nýja RV-línan í hreinsiefnum. Góð vara á sériega lágu verði fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA. KYNNINGARAFSLATTUR ! QsStarui KEIW Scan-Otarés • Hreinsiefni Hreinlega allt til hreinlætis REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi2 -110R.vik - Simar31956-685554 Ahöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Raðgjöf • O.fl. o.fl. sé mjög í anda byggðastefnunnar að reisa stóriðjuver suður á Keilis- nesi og útskýrir það með þessum hætti í makalausu viðtali við Morg- unblaðið 19. ágúst sl.: „Ég hef margsinnis sagt að álver eigi ekki að rísa á höfuðborgar- svæðinu. Ég hef hins vegar dregið línuna við Straumsvík.“ (!!!) Þetta er ansi merkileg niður- staða. Til þess að leysa ágreininginn um staðsetningu álversins, dregur Steingrímur Hermannsson einfald- lega nýja markalínu milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis og þar með er ekkert vandamál lengur til! Með þessi rök að vopni getur ríkisstjórnin með bestu samvisku ákveðið að álverið rísi á Keilisnesi — og það í nafni byggðastefnunnar! Hókus—Pókus Það fer auðvitað ekkert á milli mála að forsætisráðherra er með þessari röksemdarfærslu að búa til nýja töfraformúlu, sem við blasir að beita má á landsbyggðarvandann og sjálfsagt hvert það vandamál sem við er að glíma hveiju sinni. Kjami þeirrar formúlu felst í því að standi maður frammi iyrir ein- hverri þraut skilgreinir maður hana bara upp á nýtt, og snýr sig þann- ig út úr vandanum. Ef við aðeins beitum hókus-pók- us reglu ráðherrans á byggðamálin, er vitaskuld einfaldast að draga ný mörk landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðis, þannig að ljóst sé að meginfjöldi þess fólks sem sest að syðra,” verði eftir sem áður lands- byggðarbúar. Mætti hugsa sér að sú markalína yrði dregin við núver- andi íbúðarbyggð Reykjavíkur og að allir þeir sem flyttust héðan í frá suður, yrðu kallaðir dreifbýlis- búar, en ekki íbúar Stór-Reykjavík- ursvæðisins. Þar með væri sett fram álíka brúkieg lausn á „landsbyggð- arvandanum" og sú er forsætisráð- herra kynnti til að útkljá þann ágreining sem nú ríkir um staðsetn- ingu stóriðjuvers Atlantsáls-hóps- ins. Ennfremur væri fundin einföld Einar K. Guðfínnsson „Til þess að leysa ágreininginn um stað- setningu álversins, ilregur Steingrímur Hermannsson einfald- lega nýja markalínu milli landsbyggðar og höfuðbprgarsvæðis og þar með er ekkert vandamál lengur til.“ leið til að stöðva fólksflóttann af landsbyggðinni. — Svona í það minnsta ef maður trúir á rökfræðilegar leikfimisæf- ingar Steingríms. Hermannssonar. Höfundur er útgerðarstjóri í Bolungarvík og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins & Vestfjörðum. Ósjálfráðar hreyf- ingar — ósjálfráð hljóð — eirðarleysi? Átt þú sjálfur (sjálf) eða þekk- irðu einhvern sem hefur við slík vandamál að stríða. Gilles de la Tourettes-sjúkdóm- ur er lítið þekkt ástand sem reynst hefur algengara en búist var við. Sjúkdómurinn er kenndur við franska lækninn Gilles de Ia Tour- ette sem fyrstur varð til að greina hann. Einkennin eru margvísleg: ósjálfráðar hreyfingar og ósjálfr- áð hljóð eða vöðvakippir — þ.e. endurteknar, stermótaðar, til- gangslausar og skyndilegar hreyfingar og hljóð. Einkennin koma í ljós á aldrin- um 2—15 ára, þó oftast á 7. ald- ursári. Þrisvar sinnum fleiri drengir en stúlkur fá þennan sjúk- dóm. Fyrstu einkennin eru oftast vöðvakippir í andliti, yfirdrifið augnadepl, viprur og grettur. Ein- kennin færast niður í hálsinn, axlirnar og efri hluta líkamans. Kippir í handlegg eða fæti eru einkennandi. Hljóðin myndast dálítið seinna. í byijun eru þau oft eðlileg: snökt eða ræskingar — sem þróast í ýmis hljóð og upphrópanir, svo- kölluð „tics“. Dæmigert er að einkennin taki við hvert af öðru og aukist eða réni tímabundið. Hægt er að bæia þau niður stutta stund. Þau eru þess vegna meira áberandi í heimahúsum en skólum. Einkenn- in eflast við streitu. Tourettes-sjúkdómur hefur oft í för með sér áhugaleysi, slæfða einbeitingu, náms-erfiðleika og hegðunarvanda. Sérkennsla er því oftast nauðsynleg. Tourettes-sjúkdómur hefur ekki hlotið almenna sjúkdóms- greiningu. Foreldrum er oft gefið til kynna að einkennin stafi af ósið, taugaveiklun eða heimilis- vandamálum — og „að þau líði hjá“. Tourettes-sjúkdómur er vef- rænn sjúkdómur. Orsök hans eru ekki geðræn vandamál. Geðræn meðferð hefur því engin sýnileg áhrif á einkennin. Aðeins lyf geta dregið úr þeim. Þó geta neikvæðar upplifanir, einkum vegna fávisku og skiln- ingsleysis umhverfisins, haft sál- ræn áhrif. Fjölskylduaðstæður eru því oft mjög erfiðar. Tourettes-sjúkdómur hefur hvorki áhrif á gáfnafar né hugs- unarhátt. Vandamálin eru einkum samfélagslegs eðlis, þ.e. vanda- mál í skólum og samfélaginu í heild. Mikilvægt er að sjúkdóms- greina barnið snemma til þess að ráða bót á þessum vandamálum. Venjulega hverfa einkennin meðan á læknisskoðun stendur eða við stutt samtal í skrifstofu .skólasálfræðingsins. Oftast nær er þá ekki unnt að styðjast við annað en lýsingar foreldranna á sjúkdómnum. Gréta Sigfúsdóttir sneri úr norsku. Nánari upplýsingar um sjúk- dóminn fást hjá Norsk Tourette forening, postadresse: Pb. 5826 Hegdehaugen 0308, Oslo 3, eða ísl. barnalækni sem þekkir sjúk- dóminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.