Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 Búið á um 10 milljónir úti- standandi hjá loðdýrabændum HEILDARKRÖFUR í þrotabú Fóðurstöðvarinnar á Dalvík nema um 25 milljónum króna. Stærsta krafan er frá Byggðastofnun, tæpar 9 milljónir króna. Flestar eignir búsins voru seldar á uppboði í júni, en þrotabúið á einnig útistandandi skuldir að upphæð um 10 milljónir króna, en óvissa ríkir varðandi innheimtuna. Samtals var lýst almennum kröfum í búið að upphæð tæpar 20 milljónir króna og forgangskr- öfum að fjárhæð 1,7 milljónum króna. Veðkröfum utan skuldarað- ar þarf ekki að lýsa, en Arnar Sigf- ússon skiptaráðandi taldi að þær gætu numið 4-5 milljónum króna. Hann sagði að eftir væri að taka afstöðu til fáeinna krafna og verið gæti að heildarupphæðin lækkaði nokkuð. Það yrði þó ekki umtal- svert. Byggðastofnun lýst 8,8 milljón króna kröfu í búið, Búnaðarbank- inn 3,2 milljónum, Vátryggingafé- lag íslands 2,7 milljónum og inn- heimtumaður ríkissjóðs kröfu að upphæð 2,5 milljónir króna. Eignir búsins, fjórir bílar og tæki til fóðurframleiðslu, voru seldar á uppboði í júní og fengust fyrir þær 3,5 milljónir. Félagið átti ekki fasteign. Atvinnulausum hefur fækkað „ÞAÐ er heldur betra í okkur hljóðið þessa daga, en verið hef- ur. Það hefur fækkað nokkuð á atvinnuleysisskránni hjá okkur, en því miður held ég að það sé tímabundið og allt fari í sama farið fljótlega," sagði Björn Snæ- björnsson varaformaður Verka- lýðsfélagsins Einingar. Bjöm sagði að nokkru færri Ein- ingarfélagar væru á atvinnuleysis- skrá nú en fyrr í sumar, en það helgaðist einkum af því að sláturtíð hófst hjá Sláturhúsi KEA í gær og einnig hefði Útgerðarfélag Akur- eyringa bætt við sig starfsfólki. „Það er ákveðinn toppur núna, heldur meira að gera, m.a. eru menn áð klárar ýmis verk fyrir veturinn, auk þess sem fólk hefur fengið vinnu í sláturhúsinu og hjá ÚA. Atvinnuástandið er því þokka- legt um þessar mundir; en þegar kemur fram á veturinn tel ég að það verði síst skárra en verið hefur undanfama mánuði,“ sagði Björn. Útistandandi kröfur samkvæmt bókhaldi nema um það bil 10 millj- ónum króna. Flestir skuldara em bændur og sagði Amar óvíst hversu mikið af því innheimtist vegna slæmrar stöðu loðdýrarækt- arinnar. Viltu smakka ísinn minn? Þau Hjördís, Guðmundur og Arnar sátu í makindum við Ráðhústorgið og gerðu ísnum sínum góð-skil í blíðviðrinu sem leikið hefur við norðanmenn að undanförnu. Útgerðarfélag Akureyringa: Markaðsútboð hlutabréfa að nafn- virði rúmlega 24 milljónir hefst 1 dag Bréfín seld á genginu 3,0 og hámark einstakra kaupenda verður 300 þúsund. MARKAÐSÚTBOÐ hlutabréfa í Útgerðarfélagi Akureyringa hefst í dag, fimmtudag og verða þá boðin út hlutabréf að nafnvirði 24.269.350 krónur. Upphafssölugengi hefur verið ákveðið 3,0. Stjórn félagsins hefur einnig ákveðið að hámark þess hlutafjár sem einstakir kaupendur geta skráð sig íyrir verði 300 þúsund krónur að nafnverði. A aðalfundi félagsins í apríl sl. var samþykkt að auka hlutafé fé- lagsins um rúmar 100 milljónir þannig að það verði samtals 430 milljónir. Hlutafé að nafnvirði 50 milljónir verða boðnar í fyrstu og var nýttur forkaupsréttur að rúm- um helmingi bréfanna, þannig að nú verða boðin til sölu á almennum markaði hlutabréf að nafnvirði rúmar 24 milljónir króna. Stjóm ÚA hefur ákveðið, að hámark þess hlutafjár sem ein- Félagsfundur sorgarsamtak- anna í kvöld Samtök um sorg og sorgar- viðbrögð halda almennan félags- fund í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju, í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. september kl. 20.30. A fundin- um verður rætt um vetrarstarf sam- takanna og eru allir velkomnir á fundinn. Bladberar óskast Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Brekkusíðu - Jörfabyggð - Oddagötu - Hólabraut - Vanabyggð - Bjarkarstíg. Hressandi morguntrimm, sem borgar sig. Hafnarstræti 85, sími 23905. stakir kaupendur geta skráð sig fyrir verði 300 þúsund krónur að nafnverði. Óskir um hlutabréfa- kaup, sem berast frá og með deg- inum í dag og fram til 21. septem- ber verða afgreiddar 24. septem- ber. Ef samanlagðar óskir um hlutabréfakaup á þessu tímabili nema hærri fjárhæð en til sölu er í útboðinu verður hveijum um- sækjanda úthlutað kauprétti hlut- fallslega. Óskir kaupenda sem ber- ast eftir 21. september verða að- eins afgreiddar ef einhveijum hlutabréfum er óráðstafað. Nýtt hlutafé verður notað til endurnýjunar á framleiðslutækj- um, til að auka aflaheimildir og til að auka veltufjárhlutfall fyrir- tækisins. Grenivík: Tvær kaupleigu- íbúðir í byggingu Á GRENIVÍK er hafín bygging tveggja nýrra kauplciguíbúða. Er hér um að ræða parhús líkt og það sem afhent var í byrjun þessa árs við Miðgarða. GiTinnur hússins sem er að rísa við Melgötu var steyptur í júlí sl. og er reiknað með að það verði fokhelt í þessum mánuði. íbúðirn- ar eru hvor með sínu sniði, önnur er 75 fermetrar, en hin 90. Báðum íbúðunum hefur þegar verið ráð- stafað og er áætlað að þeim verði skilað haustið 1991, þá fullbúnum að utan sem innan. Teikningar eru frá Húsnæðis- stofnun ríkisins, byggingarverk- taki er Stuðlaberg sf., Grenivík. Ekki verður látið við svo búið standa, því enn vantar húsnæði og hefur þegar verið ákveðið að sækja um fjórar kaupleiguíbúðir til viðbótar. Útgerðarfélag Akureyringa hefur skilað hagnaði sjö undanfar- in ár. Samkvæmt milliuppgjöri þessa árs er hagnaður fyrirtækis- ins fyrir skatta um 113 milljónir króna og í rekstraráætlun ársins er gert ráð fyrir um 128 milljón króna hagnaði fyrir skatta. Hagn- aður síðasta árs var rúm 91 millj- ón króna. ÚA er eitt stærsta útgerðarfyr- irtæki landsins, það rekur sjö tog- ara, þar af tvö frystitogara. í fisk- iðjuveri er stunduð freðfisk- salt- físk og skreiðarverkun, auk þess sem þar er verkaður hákarl og framleiddur harðfiskur og ís fyrir skip. Að jafnaði starfa um 450 manns hjá félaginu, um 120 sjó- menn, 260 og um 70 í stoðdeildum. * I göngum Vaskir menn úr Öngulstaða- hreppi ráku fé af fjalli síðastliðinn laugardag. Göngur á Almenning eru mjög vinsælar og bjóða sig iðulega margir fram. Þannig tóku nokkrir bæjarbúar þátt í göngun- um og einn kom alla leið sunnan úr Hafnarfírði gagngert í göng- umar. Um 7-8 þúsund fjár eru í Öngulstaðahreppi og hefur fé far- ið stöðugt fækkandi á undanförn- um árum. Fé kom vænt af fjalli og var réttað á sunnudeginum. Benjamín Morgunblaðið/Benjamín Hreinn Tómasson frá Akureyri gekk í Garðsárdal. Með honum eru Aðalbjörn Tryggvason í Laugarholti og Orri Óttarsson á Garðsá. Á innfelldu myndinni er skólastjóri Tónlistarskóla Eyja- íjarðar, Atli Guðlaugsson á Þórustöðum brá sér í göngurnar. Fóðurstöðin á Dalvík: Heildarkröfur í þrotabúið nema um 25 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.