Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 17 Rétturinn til að verða Islendingnr eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Að undanförnu hefur athygli manna mjög beinst að dómsmála- ráðuneytinu í tengslum við erfitt forræðismál sem mikið hefur verið fjallað um, sérstaklega í DV. Mál þetta er svo sársaukafullt að það lætur fáa ósnortna sem með því fylgjast. Öllum þeim sem hlut eiga að máli virðist vorkunn. Barninu sem togast er miskunn- arlaust á um er sannarlega vor- kunn. Við vitum öll frá því við vor- um börn að það er erfitt að gera uppá milli pabba og mömmu, þó innst inni vilji líklega allflest börn fylgja móður sinni. En hvert sem valið verður þá veldur það oft óbærilega miklum sársauka og sektarkennd. Þó foreldrar sýni iðu- lega með framferði sínu að þeir finni í raun lítið til með börnum sínum þá vorkenna böm oft foreldr- um sínum. Niðurlæging og sorg foreldranna smýgur þeim gegnum merg og bein og kvölin sem þetta veldur lítilli sál fylgir henni löngu eftir að hún ætti að vera orðin full- þroska. Móðurinni í þessu forræðismáli virðist líka vorkunn. Að eigin sögn missti hún í senn börn sín, mann sinn, bestu vinkonu sína og eignir sínar. Það þarf sterk bein til að mæta slíku mótlæti án þess að bug- ast. Hún hefur lýst í blaðaviðtali tímabundinni óreglu sinni og hvern- ig hennig tókst með viljastyrk og „Það er mikið tjón að glata þjóð sinni. Það væri mikill missir fyrir þessa litla stúlku að fá ekki að læra um menn- ingu sína og tungu í íslenskum skóla og geta ekki kynnst íslenskri náttúru á þeim árum sem einstaklingar eru hvað opnastir fyrir umhverfi sínu.“ góðra manna hjálp að ná valdi á sjálfri sér og lífi sínu. Föðurnum sýnist líka vorkunn. Hann tók afdrifaríkar ákvarðanir sem breyttu svo mjög lífi hans að flestum þætti nóg um. Jafnvel starfsmönnijm dóms- málaráðuneytisins virðist vorkunn. Þeir eiga að dæma í viðkvæmu til- finningamáli með lögin að leiðar- ljósi. En lög og tilfínningar fara oftar en ekki illa saman í slíkum málum. Jafnframt vita þeir að að- gerðir þeirra í þessu máli gætu haft fordæmisgildi. Það vill gleymast að í þessu for- ræðismáli er ekki aðeins verið að ákvarða um forræði stúlkubarns, það er líka verið að ákvarða um rétt stúlkunnar til þess að alast upp sem íslendingur. Þjóðerni er flest- öllu fólki mikilvægt. Það skiptir miklu máli að fá að alast upp þar sem rætur manns eru. Það er mikið tjón að glata þjóð sinni. Það væri mikill missir fyrir þessa litla stúlku að fá ekki að læra um menningu sína og tungu í íslenskum skóla og geta ekki kynnst íslenskri náttúru á þeim árum sem einstaklingar eru hvað opnastir fyrir umhverfi sínu. Ég trúi því að íslenskt þjóðfélag búi þegnum sínum góð uppeldisskil- yrði sem mikill skaði er að glata. Þó vissulega séu þess dæmi að fólk hasli sér völl á erlendri grund þá virðast öll líkindi benda til að hér hefði þessi telpa meiri möguleika en meðal framandi fólks í ókunnu landi. Það tekur langan tíma að aðlagast nýju þjóðfélagi, jafnvel þegar allar aðstæður eru ákjósan- legar. Eftir fréttum og frásögnum að dæma þá virðast konur almennt eiga meiri menntunarmöguleika á íslandi en á Spáni enda er staða konunnar þar allt önnur í samfélag- inu. Ef stúlkan fengi sína skóla- göngu þar ytra ætti hún hins vegar mjög erfitt með að koma inn í íslenskt samfélag sem fullgildur þegn. Það tæki í það minnsta lang- arl tíma. Þar fyrir utan er það grimmilegt að hrekja litla telpu úr landi sínu, frá móður sinni, systkin- um og nær öllum öðrum skyldmenn- um. Það er hart að meina henni að verða fullgildur íslendingur. En það er gert í raun ef hún verður send nauðug af landi brott. Mér finnst að starfsmenn dóms- málaráðuneytisins ættu að hugleiða þetta mál út frá þessu sjónarhorni. Það snýst nefnilega ekki aðeins um hvort jitla stúlkan á að vera hjá föður sínum eða móður, það snýst ekki síður um það hvort hún fær tækifæri til að verða íslendingur eða ekki. Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu. SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR • ALLA- FJÖLSKYLDUNA ^Stinga ekki «Úr fínustu merinóull ®Mjög slitsterk « Má þvo viö 60°C UTILIF -GLÆSIBÆ.ALFHE1MUM 74, S. B?B?? EKKI PRÍLA! NOTAÐU BELDRAY Grænmetis- og ávaxta- markaður Grænmetis- og ávaxtamarkaður til ágóða fyrir íslenska kristniboðið verður haldinn við hús KFUM og KFUK við Holtaveg laugardaginn 15. september og hefst hann kl. 14.00. Tekið verður við söluvarningi daginn á undan til kl. 19.00. Ágóð- inn rennur allur til líknar-, skóla-, þróunar- og boðunarstarfs í Eþíópíu óg Kenýu. Fréttatilkynning V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Álstigarnir og tröppurnar frá Beldray eru viðurkennd bresk gæðavara - öryggisprófuð og samþykkt af þarlendum yfir- völdum. Beldray er rétta svarið við vinnuna, i sumarbústaðnum og á heimilinu. Verðið er ótrúlega hagstætt - gerðu hiklaust samanburð. 64.5cm 87.0cm K)9.5cm I32.0cm 154.5cm 177.0cm Honda 991 Civic 3ja dyra 16 ventla Verb fró 770 þúsund. GREIÐSLU SKILMÁL AR FYRIR ALLA. UHONDA VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Kaupmenn - Innkaupastjórar VÖRUSÝNING 18 erlendra fyrirtækja verður haldin í húsnæði okkar í Sundaborg dagana 16.-18. sept. frá kl. 9.00-18.00 daglega. Tískusýning sunnudag og mánu- dagkl. 11.00. Barnafatnaður - kvenfatnaður - herrafatnaður - kvenundir- fatnaður - sportfatnaður o.fl. o.fl. ÁGÚST ÁRMANN hf.^K UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN^^H^P^ SUNDABORG 24 - REYKJAVÍK -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.