Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 NEYTENDAMÁL Mikilvægasta máltíð dagsins Morgunverður er sú máltíð dagsins sem hefur hvað mest áhrif á starfsorku einstaklingsins. Þeim mun kjarnmeiri sem hann er vara áhrifin lengur, það þykir nokkuð vel sannað. Vegna óvenju mikilla viðbragða lesenda við greininni sem birtist hér á neytendasíðu í síðustu viku, þar sem íjallað var um nauðsyri kjarngóðs morgunverð- ar fyrir skólafólk, hafa komið fram óskir um fleiri hagnýtar og fræðandi upplýsingar. Farið var í smiðjur margra fræð- ara. í upphafi er þó rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir úr okkar eigin matarmenningu. Hinn hefðbundni íslenski morg- unverður, sem var á borðum lands- manna fram um miðbik aldarinnar og kannske lengur, var hið mesta kjarnafæði. Hann samanstóð af heitum hafragraut oft með slátur- sneið eða lifrarpylsu, brauði með kæfu og rúgbrauði með osti og glasi af mjólk fyrir ungt fólk í vexti en kaffi eða te fyrir hina fullorðnu. Þessi morgunverður átti að gefa orku fram að hádegisverði sem var aðalmáltíð dagsins. Síðan var síðdegiskaffi með brauði og áleggi og stundum sneið af sætabrauði. Flestum nægði síðan léttur kvöld- verður. Á þessum tíma voru lands- menn fremur grannvaxnir, aukabiti á milli mála þekktist varla, enda virtist ekki þörf á slíku. Matartímar og lífsvenjur voru í föstum skorðum. Án þess að við veittum því sér- staka athygli varð breyting á lífsmunstrinu. Fólksflutningar urðu á milli landsvæða, bæjarfélögin stækkuðu, atvinna varð fjölbreytt- ari, húsmæður fóru í auknum mæli út ,á vinnumarkaðinn, vinnustaðir voru oft fjarri heimilum og hefð- bundnir matmálstímar röskuðust. Lítill tími var tekinn til undirbún- ings morgunverðar og hinn hefð- bundni heiti hádegisverður barna á skólaaldri féll niður. Foreldrar fengu margir hverjir sinn hádegis- verð á vinnustað og hefur hann víða fallið undir samningsbundin hlunn- indi. Ekki virðist það vera talið jafn nauðsynlegt að börn og unglingar fái lystuga málsverði í skólum, þ.e. þeim vinnustað sem þeim ber, lög- um samkvæmt, að dvelja á meira og minna öll sín uppvaxtar- og þroskaár. Allar slíkar kröfur hafa til þessa verið kæfðar og ekki talið þörf á slíku „bruðli“ með almanna fé. Umræðan er í öðrum farvegi þegar samið er um niðurgreidda málsverði á vinnustað hina full- orðnu, sem vilja sinn mat og engar refj_ar! Á þeim umbrotatímum sem orðið hafa hér á landi á undanförnum árum, í lífsstíl og heimilishaldi, hef- ur engin opinber umræða farið fram í sambandi við áhrif mataræðis á líðan fólks og andlegs eða líkamlegs heilbrigðis. Ráðamenn og foreldrar ættu þó að íhuga vel áhrif einhæfr- ar eða ónógrar næringar á líðan barna og unglinga og beinlínis orku þeirra og úthald til náms og starfa í skólum. Gott mataræði getur haft þar mikil áhrif. í bók Adellu Davis „Lets eat right to keep fit“ er að finna greinagóðar upplýsingar um mikilvægi réttrar fæðu fyrir líkamsstarfsemina. Jafn- vægi á sykurmagni í blóði gegnir það stóru hlutverki. Hún segir m.a. að þúsundir blóðrannsókna sýni að í heilbrigðum einstaklingi, sem ekki hefur borðað í 12 klukkutíma, sé sykurmagn í blóði um 80-120 milligrömm í 100 cc, (eða í 'A bolla). Þetta magn segir hún ráðast af því hvað borðað hafi verið í síðasta málsverði. Eðlilegt sykurmagn í blóði sé aftur á móti 90-95 milligrömm. Falli magn sykurs nið- ur í 70 milligrömm kemur fram Dagleg neysla mjólkur og osta fullnægir kalkþörf barna og fullorðinna. Nauðsynleg prótein eru í iíski, kjöti, eggjum, baunategundum og hnetum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.