Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 52
ffjQttttfrlftfetfr FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 í iiRiTLAHD HajiaJámLÍ VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Morgunblaðið/RAX Hallarþakið málað Unnið hefur verið að því að undanförnu að mála þak Laugardalshallarinnar. Það er mikið verk og erfitt vegna hallans á þakinu. I næstu viku hefst í höllinni stærsta sjávarútvegssýning, sem haldin hefur verið hér á landi. Islenzkar mæðgur bíða líf- færaígræðslu í Lundúnum Móðirin þarf hjarta og lungu - dótturinni nægir eitt lunga ÍSLENZKAR mæðgur, kona um fimmtugt og dóttir hennar á þrítugs- aldri, bíða þess nú báðar að hægt verði að græða í þær líffæri á Brompton-sjúkrahúsinu í Lundúnum, þar sem þegar hafa verið grædd líffæri í þrjá íslendinga. Mæðgumar báðar eru með sjald- gæfan, arfgengan lungnasjúkdóm, sem getur einnig lagzt á hjartað. Eldri konan mun þurfa lungna- og hjartaígræðslu, en dr. Magdi Yacoub, hjartaskurðlæknir, vonast til að dótturinni muni nægja að skipt verði um annað lungað. Móðir- in bíðui' aðgerðar á Brompton- sjúkrahúsinu, en dóttirin er komin —-Lieim til íslands aftur eftir að hafa farið út til rannsókna og er viðbúin að fara utan, ef heppilegt líffæri býðst. Ein íslenzk konatil viðbótar bíður líffæraskipta hér heima. I byrjun ágúst var skipt um hjarta í Elínu Birnu Harðardóttur, og er líðan hennar nú með ágætum, að sögn sr. Jóns Baldvinssonar, sendiráðs- prests í Lundúnum. Hún gekkst undir aðgerðina í byijun ágúst, og er nú flutt í íbúð í nágrenni sjúkra- hússins með manni sínum. Þaðan gengur hún daglega til sjúkrahúss- ins í eftirlit og æfingar. Sr. Jón sagði að hjartalæknar í Lundúnum, einkum dr. Magdi Yacoub, sem skorið hefur upp og annazt alla íslendingana, sem feng- ið hafa líffæri, biðu þess nú í of- væni að Alþingi hæfi störf í byijun október. Fyrir þinginu liggur frum- varp um að taka upp sömu skii- greiningu dauða hér á landi og gert hefur verið í mörgum ná- grannalöndum. Hingað til hefur fólk verið úrskurðað látið þegar hjartað er hætt að slá, en í frum- varpinu er miðað við að fólk teljist látið er öll heilastarfsemi er hætt. Þá geta önnur líffæri hins vegar í sumum tilfellum starfað eðlilega, og er þá hægt að nema þau á brott úr hinum látna og græða í aðra. Brezkir læknar hafa óskað líffæra til íjgræðslna og boðizt til að fljúga til Islands og halda líffærunum lif- andi á fluginu til Bretlands aftur. Svíar og ís- lendingar bít- ast um hluta- bréf íIsaga SÆNSKA efnaiðnaðarfyrirtæk- ið AGA hefur fyrir milligöngu verðbréfafyrirtækisins Kaup- þings gert tilboð í öll tiltæk hlutabréf í fyrirtækinu Isaga lif. sem er ráðandi á markaði hér með súrefni og gas fyrir sjúkrahús og iðnaðinn. Við- brögðin hér innanlands hafa orðið þau að fjárfestingafélagið Draupnissjóðurinn hefur fyrir milligöngu Verðbréfamarkaðar Islandsbanka gert hluthöfum í ísaga hf. samskonar tilboð. ísaga hf. er fyrirtæki með yfir 300 milljóna króna veltu á ári, góðan hagnað og trausta fjárhags- stöðu, og var það upphaflega stofnað af íslendingum og AGA snemma á öldinni. Sænska fyrir- tækið missti þó eignarhlut sinn fyrir allmörgum áratugum og er fyrirtækið alfarið í eigu um 30 íslenskra hluthafa. A aðalfundi fyrr í sumar var samþykkt að af- létta öllum hömlum á viðskipti með hlutabréf og fljótlega á_ eftir seldi stærsti hluthafinn í Isaga Kaupþingi um 20% hlut sinn í fyr- irtækinu. Kaupþing seldi AGA í Svíþjóð þennan hlut og hefur nú tekið að sér að hafa milligöngu um að útvega AGA öll þau hluta- bréf önnur í Isaga sem í boði eru. Tilboð AGA til Kaupþings hljóð- ar upp á 3,67-falt nafnverð, en tilboð VÍB fyrir hönd Draupnis- sjóðsins upp á 3,65. Fyrir Draupn- issjóðnum mun einkum vaka að tryggja áframhaldandi sterka íslenska eignaraðild í ísaga vegna ráðandi stöðu fyrirtækisins hér á markaðinum. Flestir hluthafanna munu nú hafa tilboð beggja aðila til áthugunar, en samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hefur þó AGA nánast tryggt sér þriðjung hlutafjár í ísaga nú þegar. Lögum samkvæmt má AGA eignast allt að 49% í hlutafélaginu en fordæmi hér á landi eru næg til að auðvelt á að vera fyrir sænska fyrirtækið að fá undanþágu til að eignast fyrirtækið að fullu. Sjá nánar í viðskiptablaði B3. Bygging íþróttahallar og skóla: Tveir svipt- ir veiðileyfi BÁTARNIR Öðlingur frá Vestmannaeyjum og Erlingur frá Höfn í Hornafirði voru sviptir veiðileyfi 3. september síðastliðinn um óákveðinn tíma, að sögn veiðieftirlits sjávarútvegsráðuneytisins. Ástæðan fyrir veiðileyfissvipt- ingunni er sú að bátamir gáfu hvorki Aflamiðlun, né sjávarút- vegsráðuneytinu upp áætlað magn og aflasamsetningu áður en þeir seldu í Hull í Bretlandi síðustu vikuna í ágúst, að sögn veiðieftirlitsins. Kostnaðarhluti Kópavogsbæjctr er allt að 880 milljónir króna segir Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs KÓPAVOGSBÆR þarf að sögn Gunnars Birgíssonar, formanns bæjarráðs Kópavogs, að greiða allt að 880 milljónum króna fyrir væntanlega íþróttahöll ásamt áföstum skóla og tilheyrandi mannvirkjum, sé tekið inið af endurskoðuðum áætlunum um stækkun hússins, sem fyrirhugað er að .reisa þar vegna heims- meistarakeppninnar í handknatt- leik 1985. Áætlaður byggingar- kostnaður er nú 1.137 milljónir króna, en fyrri áætlun gerði ráð fyrir 954 milljóna króna kostn- aði, og er því mismunurinn 183 milljónir króna. Skýrsla um endurskoðaðar áætl- anir um stærð hússins og kostnað við stækkun þess svo þar rúmist sjö þúsund áhorfendur var lögð fram í nefnd um íþróttahús í gær, en skýrslan er minin af Verkfræði- stofu Stefáns Ólafssonar hf. Gunnar Birgisson sagði í samtali við Morgunblaðið, að þegar gert sé ráð fyrir frádráttarliðum vegna byggingarkostnaðarins, sem eru ríkisframlag, þar af 300 milljónir vegna íþróttahússins og 85 milljón- ir króna frá UBK, sé kostnaðarhlut- ur Kópavogs af mannvirkjagerðinni 650 til 760 milljónir króna, eftir því hvernig óvissuþættir séu reikn- aðir. Væri einnig reiknað með fjár- magnskostnaði og 10% óvissuút- reikningum ásamt öðru gæti kostn- aður Kópavogsbæjar orðið 88Q milljónir króna. Hann sagði þetta vera allt of dýrt, og því væri hafin leit að öðrum ódýrari lausnum, auk þess sem end- urskoða þyrfti samninginn við ríkið, þ'ar sem fyrirliggjandi niðurstöður sýndu að hann væri mjög óhag- stæður Kópavogi. Að sögn Gunnars verður staðið við gefin fyrirheit um byggingu íþróttahússins, og nú sé verið að kanna notkunarmöguleika fyrir húsið eftir heimsmeistarakeppnina. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.