Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 fclk í fréttum ITC Þjálfun í mannlegum samskíptum ITC-samtökin er félagsskapur sem starfað hefur hér á iandi frá 1973. Fyrsta félagið stofnuðu konur varnarliðsmanna á Kefiavíkurflug- velli 1972 en íslensk kona, Erla Guð- mundsdóttir, kynntist starfi þess og leiddi það til stofnunar deildar í Keflavík í desember 1975. Síðan hafa þær verið stofnðar ein af ann- arri og munu á fimmta hundrað kon- ur og a.m.k. tveir karlmenn nú starfa í 22 ITC-deildum víðs vegar um landið. Megintilgangur samtak- anna er að þjálfa fólk í mannlegum samskiptum og stuðla að opinskáum og fordómalausum umræðum um lít- il mál og stór. Þegar samtökin héldu ársþing sitt í sumar kom gestur alla leið frá Suður-Afríku, en það var frú Toni Hanrahan, varaforseti fimmta svæðis samtakanna sem nær yfir átta Evrópuríki og þijú ríki sunnan- verðar Afríku. „ITC-samtökin urðu til í Kalifor- níu árið 1938. Stofnandi þeirra var kona að nafni Emestine White. Hugmynd hennar var að stuðla að auknum mannlegum samskiptum með því að fá fólk til að taka þátt saman í uppbyggjandi starfi. Nú hefur ITC-hreyfingin borist til 24 landa og lætur nærri að virkir félag- ar séu 18.000 talsins. Lang fjöimenn- ust eru samtökin í Bandaríkjunum og Kanada. Hafa þau náð mestri fótfestu hjá enskumælandi þjóðum en eru nú í örum vexti á öðrum menningarsvæðum, t.a.m. í Japan. Enn fleiri hafa komið við sögu samtakanna en félagatalan gefur til kynna því fólk kemur og fer þegar það þefur öðlast þá þjálfun sem í boði er. Þá er algengt að menn hverfi til starfa á öðrum vettvangi, taki til dæmis við forystuhlutverki í öðrum félögum og samtökum," sagði frú Hanrahan. hjúkrunarkvenna sem héldu fundi sína á sjúkrahúsi sem þær störfuðu við. Á íslandi hét félagsskapur þessi um skeið málfreyjusamtökin ITC en vegna jafnréttissjónarmiða hefur nafnið verið aflagt, enda hentar þjálfunin sem samtökin bjóða upp á jafnt konum sem körlum. Af þeim sökum stendur nú yfir leit að nýju íslensku nafni á samtökin. Starfa nú a.m.k. tveir karlar í hreyfingunni hérlendis, báðir á höfuðbórgarsvæð- inu, en 22 ITC-deildir eru hér á landi og félagar í þeim 414. Er þeim skipt upp í þijú svonefnd ráð. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hefur verið heiðursfélagi ITC-samtakanna og hefur hún setið nokkra fundi. Núverandi forseti landssamtakanna er Halldóra Guðmundsdóttir, en lög þeirra kveða á um að enginn gegni embætti lengur en eitt ár. Stjórn landssamtakanna hefur yfirumsjón með starfi ráðanna. Að sögn Hanrahan er reglan sú, að minnst verði að vera 10 manns í deild og til þess að enginn týnist í fjöldanum eða fari á mis við það sem til boða stendur er hámark virkra félaga í hverri deild 30. Fundir eru að jafnaði á tveggja vikna fresti og standa yfir í tvær klukkustundir. I Bandaríkjunum, en þar eru samtökin fjölmennust, er þó algengt að fundir séu haldnir vikulega og þá jafnan yfir hádegisverði. „Áhersla er lögð á kenna fólki að tjá sig, vera málefnalegt og koma hugsun sinni skýrt til skila og án málalenginga. Einnig að læra fund- arstjórn og skipuleggja fundardag- skrá.“ „Það er algengt að fólk langi til taka þátt í ýmiss konar starfi en veit ekki hvernig það á að bera sig að. Hjá ITC fær fólk verkefni til að vinna að og síðan á frammistöðumat sér reglulega stað til að viðkomandi geti fylgst með framförum sínum. Toni Hanrahan Samtökin eru öllum opin án tillits til kynþáttar eða trúarskoðana, að sögn Hanrahan, og þau eru ópólitísk. „Við lítum gjarnan á þau sem nauð- synlegan hlekk í stórri keðju mannl- ífsins. Þess vegna eru þau öllum opin. Segja má að þau starfi í anda þess, að viðhorf manna ráði meira en greind hversu langt þeir ná og hvað þeir ná að leggja af mörkum í lífinu,“ sagði Hanrahan og bætti við að í heimaborg hennar, Durban í Suður-Afríku, væru konur ólíkra kynþátta í deild sem hún starfaði í. Þar í landi væru samtökin öllum opin en. hvítir þó í miklum meiri- hluta. Ein ástæðan væri samgöngu- vandamál. Blökkumenn yrðu al- mennt að treysta á almenningssam- göngur til að geta sótt fundi en þær lægju oftast niðri á þeim tíma sem þeir væru haldnir. Menn reyndu þó að ráða bót á því með ýmsum hætti og nefndi hún sem dæmi hóp svartra Á ársþingi ITC í sumar færðu fyrrum félagar úr ITC-deildinni Hafrót í Vestmannaeyjum landssamtökunum að gjöf félagsfána í minningu Ingibjargar Blomsterberg sem var einn af stofnendum Eyjafélagsins. A myndinni er Lovísa Jónsdóttir _(t.h.) að afhenda Höllu Gísladóttur, fráfarandi landsforseti ITC á Islandi, fánann en hann stendur á milli þeirra. Er hann unninn af Karmelsystrum í Hafnarfirði. Halldóra Guðmundsdóttir (t.v.) tekur við landsforsetastarfinu af Höllu Gísladóttur á þinginu í Hveragerði. Ekki er efnt til keppni milli einstakl- inga, en segja má að einstaklingurinn takist stöðugt á við sjálfan sig. Við höldum fram, að starfið í ITC veiti einstaklingum tækifæri til að upp- götva dulda hæfileika sína.“ Tilviljun ræður stundum þátttöku í félagsstarfi og sagði Toni Hanra- han, einn æðsti maður samtakanna í heiminum, það eiga við sig. Heyrði hún fyrst um ITC-samtökin er hún beið eftir flugvél á flugvelli einum árið 1973. Frænka hennar sem er skólastjóri sagði henni af þeim. Hún hafði gengið til liðs við þau þar sem hana langaði til að geta tjáð sig betur við opinber tækifæri; læra ræðumennsku. Mælti hún með sam- tökunum sem varð til þess að frú Hanrahan og vinkona hennar fóru á næsta fund sem auglýstur var. „ITC-samtökin eru fijáls og óháð félagasamtök. Það dylst vonandi engum, að það er mikill ávinningur fyrir hvert þjóðfélag af samtökum sem þessum. Þau taka við einstakl- ingum sem öðlast þekkingu til að fást við ýmiss konar viðfangsefni sem þeir voru kannski ekki í stakk búnir áður að takast á við. Þau stuðla einnig að vináttu einstaklinga í millum, innan lands sem milli landa, og efsat vonandi enginn um gildi þess,“ sagði Toni Hanrahan. Hingað til lands kom frú Hanra- han sem varaforseti fimmta svæðis en sem slíkur átti hún sæti í yfir- stjórn alþjóðasamtakanna. Þeim er skipt upp í sex svæði eftir heims- hluta. Gegnir varaforseti embætti til eins árs í senn. Hér hitti Hanrahan m.a. eftirmann sinn, Kristjönu Millu Thorsteinsson, sem tók við varafor- setastarfi af Hanrahan á þingi heimssamtakanna, sem haldið var í borginni Auckland á Nýja Sjálandi um miðjan júlí. Hlutverk varaforseta er að fylgj- ast með starfinu á sínu svæði og heimsækja landsdeildirnar, en á 5. svæði eru 11 lönd; ísland, England, Skotland, Holland, Lúxemborg, Austurríki, Grikkland, Israel, Malawi, Zimbabwe og Suður-Afríka. H V ALAM ARKAÐUR Söngvari WHITESNAKE kemur á Hard Rock Caffe ÓDÝR HÁDEGZSVERDUR SÚPA FYLGIR Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888 Japanir hallast að verndun Ianddyri risaverslunar skammt fyrir utan Tókýó, höfuðborg Japans, er að finna 10 metra lang- an glerhval sem hefur vakið al- menning til umhugsunar um vernd- un hvala. Eins og kunnugt er hafa Japanir haft mikinn áhuga á að veiða og borða hval. Þar hefur löng- um verið besti markaðurinn fyrir afurðir af þessum risadýrum. For- ráðamaður Parco-verslunarinnar sem sýnir glerhvalinn skýrir ástæð- una fyrír hinni nýstárlegu kynningu með þessum hætti í samtali við bandaríska vikuritið Time: „Hingað til höfum við aðeins hugsað um hvali sem stórar og fallegar skepn- ur, sem fáum stundum að borða í skólamáltíðum. Nú er fólk farið að skoða myndir af þeim og kynnast því að þeir gefa frá sér hljóð. Loks- ins hefur vaknað áhugí á dýrinu eins og það er.“ Blaðið segir, að við glerhvalinn megi heyra foreldra hvísla að börn- um sínum, hvalir kunni að hverfa vegna ofveiði. Umhverfis- vemdarsinnai' hafa haldið þeirri skoðun á loft, að Japönum sé kær- ast að sjá síðasta hvalinn dreginn á land. Tilfinningarök þeirra hafa ekki mikinn hljómgrunn í Japan en á hinn bóginn sýna sífellt fleiri Jap- ; Glerhval klappað í japanskri stórverslun. anir umhyggju fyrir framtíð hvals- ins. Undir slagorðinu: Við skulum frekar skoða hvali en éta, auglýsir ferðaskrifstofa hvalaskoðunarferðir frá Ogasawara-eyju. Hvalveiði- menn hófu að skipuleggja þessar ferðir á síðasta ári og í sumar hafa 1.500 manns tekið þátt í þeim. í öðrum gömlum hvalveiðibæjum hafa menn fylgst með þessu af áhuga og ekki er talið ólíklegt, að þar verði farið að veita svipaða þjónustu. Áhugans á hvölum gætir einnig í bókaverslunum, þar hafa myndabækur um þá selst í tugum þúsunda eintaka. Stjórnvöld eru ekki sögð fagna þessum hvalaáhuga neitt sérstak- lega. Þau vilja gjarnan, að Japanir fái leyfi til að hefja hrefnuveiðar að nýju, þar sem sumar rannsóknir sýni, að framtíð þeirra sé ekki í hættu. Nobuyuki Yagi í úthafsveiði- stofnun Japana segir, að ekki sé að vænta þess að Japanir fái hvala- æði sambærilegt því og gripið hafi ýmsa Bandaríkjamenn. I Japan sé hvalurinn ekki sama tákn umhverf- isverndar og í Bandaríkjunum. Time segir hins vegar frá Japana sem hætti að borða hvalkjöt eftir að hafa séð. lifandi hvali tvisvar eða þrisvar sinnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.