Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 Morgunblaðið/PPJ Flugvél frá Leiguflugi hf. sótti lyfið út. Hér er verið að bera kassana úr vélinni í vörubíl á Reykjavíkurflugvelli í gær. Fremstur fer Jens Gíslason kartöilubóndi í Þykkvabæ. Stefnt að úðun kartöflu- garða í Þykkvabæ í dag LYF til að drepa kartöflugras sýkt af myglusvepp, sem kartöflu- bændur í Þykkvabæ sendu flugvél eftir til Noregs á þriðjudag- inn, kom til landsins síðdegis í gær. Tafír urðu á komu vélarinn- ar til landsins vegna heræfínga á svæði suðaustur af Islandi, en flug í minna en 10 þúsund metra hæð var ekki leyft þar um slóð- ir. Keypt var lyf til að úða yfír 250 hektara svæði í Þykkvabæ, og að sögn Jens Gíslasonar, kartöflubónda á Jaðri, er stefnt að því að heija úðun garðanna í dag, en það verður að gera í þurr- viðri. Myglusveppurinn hefur fundist í kartöflugrasi í Þykkvabæ og Villingaholtshreppi, en auk þess eru taldar líkur á að hann sé einn- ig til staðar í kartöflugörðum í Hrunamannahreppi og Öræfum. Um 60% kartöfluframleiðslunnar eru á þessum svæðum. Jens sagði að í Þykkvabæ væri búið að taka upp 25-30% framleiðslunnar, eða um 2 þúsund tonn af 6-7 þúsund tonnum, og ef allt færi á versta veg gæti því hugsanlega allt að því helmingur uppskerunnar á þessu svæði í ár reynst sýktur. Jens sagðist telja að of seint hafi verið brugðist við þegar ljóst var að um myglusvepp var að ræða í kartöflugrösunum. Vitn- eskja um það hefði legið fyrir á föstudaginn, en bændum , hefði almennt ekki verið greint frá því fyrr en um hádegi á mánudag. Þeir hefðu því tekið upp úr görð- um sínum á föstudag, laugardag og fyrir hádegi á mánudag, en ekki var hægt að vinna við upp- skeruna á sunnudag vegna veð- urs, og öll sú uppskera væri að öllum líkindum ónýt. Lyfinu sem um ræðir er úðað yfir kartöflugarðana með dráttar- véladælum, og sagði Jens að efn- ið kostaði um 6 þúsund krónur á hektarann. Von er á annarri send- ingu af lyfinu til landsins á sunnu- daginn. Sovéskt rannsóknarskip í leyfísleysi í efnahagslögsögunni: Sendiherra beð- inn um skýringar SOVÉSKI sendiherrann á ís- landi var í gær kallaður í ut- anríkisráðuneytið og var þar beðinn að afla skýringa á ferð- um rannsóknarskips í eigu sov- éska flotans, sem greint var frá í Morgunblaðinu á þriðjudag að hefði verið hér við Iand frá 31. ágúst síðastliðnum án leyfís íslenskra stjórnvalda. Að sögn Sveins Björnssonar skrifstofustjóra utanríkisráðu- neytsins var ekki á þessu stigi borin fram kvörtun vegna ferða skipsins, aðeins beðið um skýring- ar og upplýsingar um hvort skipið væri hér að rannsóknum. Um sé að ræða rannsóknarskip sem ótví- rætt sé að þurfi leyfi íslenskra stjórnvalda til að stunda rannsókn- ir innan íslenskrar efnahagslög- sögu. Hann kvaðst vænta þess að skýringar Sovétmanna bærust fljótlega. Síðast varð vart við ferðir skips þessa hér við land síðastliðinn Jaugardag þegar það var statt um 90 austur af Stokksnesi og skaut upp rauðum flugeld til að vekja athygli togarans Kolbeinseyjar á að hann skyldi halda sig fjarri þar sem stjórnhæfni skipsins væri tak- mörkuð. Þau siglingarmerki hefur skipið haft uppi í þau þijú skipti sem sést hefur til þess í lögsög- unni og hefur því þá ávallt verið siglt á mjög hægri ferð. Heimdallur: Birgir Ar- mannsson endurkjör- inn formaður AÐALFUNDUR Heimdallar var haldinn í Valhöll í gær- kvöldi. Var Birgir Ármanns- son endurkjörinn formaður en hann var einn í kjöri. Á annað hundrað manns sátu aðalfundinn. Sjálfkjörið var í stjórn á fundinum og í henni sitja þau Haraldur Andri Haralds- son, Sigurbjörg Ásta Jónsdótt- ir, Pétur J. Lockton, Þorsteinn Davíðsson, Kjartan Magnússon, Lárus Blöndal, Björn Zoéga, Smári Ríkharðsson, Hlynur Níels Grímsson, Þórður Þórar- insson og Hólmfríður Erla Finnsdóttir. Birgir Ármannsson Sjálfstæðismenn á Reykjanesi: Líkur á opnu prófkjöri Á FUNDI formanna fulltrúa- ráða, sljórnar kjördæmisráðs og þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á þriðju- dagskvöld var ekki samstaða um leiðir til að velja fólk á fram- boðslista flokksins, að sögn Braga Mikaelssonar, formanns kjördæmisráðs. Bragi sagði að líklega væri þó meirihluti fyrir því að halda opið prófkjör í kjör- Tveggja flugvéla með 24 mönn- um innanborðs er enn saknað FLUGVÉLANNA tveggja sem týndust á leið til Kanada í fyrra- dag er enn saknað með 24 mönn- um. Leit 12 flugvéla og 6 skipa á 300 þúsund fermílna svæði við austurströnd Kanada að Boeing 727 þotunni, sem hvarf eldsneyt- islaus með 16 Perúmönnum, þriggja manna áhöfn og 13 far- þegum, um 180 mílur suðaustur af Nýfundnalandi á leið þangað frá Keflavíkurflugvelli, bar eng- Formaður KÍ: Ekki kennara að innheimta efnisgjald SVANHILDUR Kaaber, formaður Kénnarasambands Islands, telur það ekki í verkahring kennara að innheimta efnisgjald af nemend- um. Kennurum sem spyrji sam- bandið um skyldur sínar í þessum efnum sé bent á þetta. „Við teljum það koma skýrt fram í lögum, eins og álit umboðsmanns staðfestir, að skólaganga nemenda í grunnskólum eigi að vera þeim að kostnaðarlausu," segir Svanhildur. „Það er sveitarfélaga að standa und- ir efniskostnaði og ríkisins að standa straum af kostnaði við námsbækur. Námsgagnastofnun hefur aldrei fengið nægilegt fjármagn á fjárlög- um til að sinna sínum verkefnum samkvæmt lögum.“ an árangur. Walter Chipchase, major, sem starfar í björgunar- miðstöðinni í Halifax þaðan sem leitinni er stjórnað, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að nú væri ljóst að um borð í þotunni hafí verið 16 manns, en í fyrrakvöld var sú tala nokkuð á reiki og ýmisttalað um 15 eða 18 manns. Þá sagði hann að þegar vélin hvarf, um einni og hálfri klukku- stund eftir upphaflega áætlaðan iendingartíma hennar á Nýfundna- landi, hafí hún verið utan sjónsviðs ratsjár og að fjarskipti hennar við flugumferðarstjómina í Kanada hefðu farið fram fyrir milligöngu tveggja annarra flugvéla. Komið hefur i ljós að merkjasendingar sem gervihnöttur nam skömmu eftir að þotunnar var saknað komu ekki frá henni. Chipchase sagði að auk fyrr- greindra ráðstafana hefði þeim til- mælum verið beint til allra kaup- skipa sem leið eiga um leitarsvæð- ið um að þau svipist eftir ummerkj- um um þotuna. Kanadíska sjón- varpið sagði í gær að meðal farþeg- anna væri barn og að minnsta kosti þijár konur. Tveggja hreyfla Cessna-þota grænlenska flugfélagsins Nuuna er einnig saknað síðan í fyrradag með 8 mönnum, 2 dönskum flug- mönnum og samkvæmt óstaðfest- um heimildum 6 kanadískum far- þegum. Vélin hvarf á Ieið milli Syðri-Straumfjarðar og Gæsaflóa í Kanada. í gærkvöldi var talið að vélin hafi brotlent á fjallinu Sykur- toppi á Grænlandi en hún var ófundin. Þær upplýsingar sem hér á landi var að finna um ferðir Boeing- þotunnar voru í gær sendar kanadískum yfírvöldum. Að sögn Guðmundar Matthíassonar fram- kvæmdastjóra hjá Flugmálastjórn ber tilkynning um búnað vélarinnar í flugáætlun það með sér að hún hafi ekki verið búin flugleiðsögu- tækjum til að fljúga yfir 28 þúsund feta hæð, sem ekkert bendi til að hún hafi gert, en þann útbúnað hafi flestar þær þotur sem fljúgi reglulega yfir höfin. Hins vegar sé ekki óalgengt að hann vanti í þotur sem aðeins fari yfír hafið í feiju- flugi. Guðmundur kvaðst telja að skortur á þessum búnaði ætti ekki að koma að sök ef allt annað væri í lagi og taldi erfítt að fullyrða um hvað gæti hafa valdið villu flug- stjórans. Talsmaður Boeins-verksmiðj- anna sagði í gær að Boeing 727 þotan væri hönnuð með það í huga að geta magalent á sjó og að hún gæti haldist á floti í nokkrar klukkustundir þannig að mögulegt væri fyrir þá sem í henni væru að komast í björgunarbáta. dæminu. Bragi sagði að menn vildu hafa í huga að fulltrúar á listanum dreifðust tiltölulega jafnt milli byggðarlaga í kjördæminu. Þá væri einnig vilji fyrir því að hlutur ungs fólks og kvenna á framboðs- listanum yrði góður, og sumir væru ekki vissir um að prófkjör myndi tryggja allt þetta. Menn hefðu því einnig hugmyndir um að kjömefnd stillti upp lista eða skoðanakÖnnun yrði gerð innan kjördæmisráðsins. Bragi sagðj að yrði það ofan á að prófkjör yrði haldið, yrði það í nóvember og að öllum líkindum opið öllum, sem greiða vildu at- kvæði. Kjördæmisráð ungra sjálf- stæðismanna á Reykjanesi hefur ályktað að halda skuli opið próf- kjör. Endanleg ákvörðun um til- högun vals framboðslista verður tekin á fundi kjördæmisráðs 3. október. Heimsmeistaramótið í tvímenningi: * Islenskt par í úrslit í fyrsta sinn Genf. Frá Jóni Baldurssyni fréttaritara Morgunblaðsins á heimsmeistaramótinu í brids. HJÖRDÍS Eyþórsdóttir og Jacqui McGrael urðu í sjötta sæti í kvennaflokki í undanúr- slitum heimsmeistaramótsins í tvímenningi sem stendur yfír í Genf í Sviss. Þær voru í efsta sæti þegar þremur umferðum var lokið af fjórum en gáfu örlítið eftir í Iokaumferðinni. Hjördís og Jacqui er fyrsta íslenska brids-parið sem kemst í úrslit heimsmeistaramóts í tvímenningi. Hjördís Eyþórsdóttir Jacqui McGrael Þijátíu og sex pör af níutíu og tveimur komust áfram í úrsiit kvennaflokksins. Þar verða spilað- ar fjórar umferðir og lýkur mótinu á föstudagskvöld. Núverandi heimsmeistarar kvenna náðu ekki einu sinni í undanúrslitin að þessu sinni. Þrjú íslensk pör kepptu í opnum flokki tvímenningsins en ekkert þeirra náði í úrslitin. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson end- uðu í 121. sæti af 192. Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson urðu í 148. sæti og Björn Eysteinsson og Helgi Jó- hannsson urðu í 155. sæti. 72 pör komust áfram í úrslitin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.