Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 35 Opið bréf til Arna Helgasonar eftir Sverri Stormsker og Leif Reynisson Árni minn. í gegnum tíðina höfum við fylgst af miklum áhuga með blaðagreinum þínum og ástundum ekki minni áhuga á þeim boðskap sem í þeim hefur komið fram. Kóróna þinna rit- verka verður þó að teljast Morgun- blaðsgrein þín, sem birtist þann 29. ágúst síðastliðinn. Greinin var að vísu orðfá og rýr í veraldlegum skiln- 'ingi, en gaf þó nokkuð rétta mynd af innihaldinu og því mannviti sem að baki hennar 14- Örfáa gimsteina langar okkur að tína út og slípa örlítð betur: 1) í upphafi þinnar góðu greinar, Ámi minn, bendir þú þjóðinni, og kannski einkum og sérílagi því fólki sem var á bindindismótinu í Galta- lækjarskógi, á að „besta hátíðin um verslunarmannahelgina" hafi að sjálfsögðu verið þar og hvergi ann- ars staðar. Óneitanlega mjög hugul- samt. Einnig verður það að teljast fágæt náðargáfa að geta vitað hug allra mótsgesta, eða eins og þú orðar það svo skemmtilega, af sannleiksást trúmannsins:.....allir komu þaðan ánægðir". 2) Og áfram heldurðu Árni minn: „Og er ekki kominn tími til fyrir þjóð- ina alla að hugleiða hvað henni er til heilla og eins til ógagns?“ í fá- fræði okkar höfum við hingað til haldið að það væri hvers og eins að hugleiða og ákveða hvað honum væri fyrir bestu. í þeirri sömu fá- fræði höfum við ávallt haldið að manninum væri í sjálfsvald sett hvað hann gerði sjálfum sér, svo framar- lega sem hann gengi ekki á rétt annarra manna. En hvað þjóðinni sé til heilla, nú eða ógagns, er vissulega íhugunarefni, hvað grein þína varðar. 3) Og áfram heldurðu Árni minn: „Ég hefi oft spurt þá sem hafa í raunir ratað út af vímu: Hvað er uppúr þessu að hafa? Gleðina muna þeir ekki, en vakna við timburmenn og samviskubit. Skrítin kaup- mennska það.“ í fáfræði okkar höf- um við hingað til haldið að ekki sé ráðlegt að dæma meirihlutann út frá minnihlutanum; að þeir sem neyti áfengis, lendi ekki allir í raunum og ógöngum. Hefurðu heyrt þessa vísu áður Ámi minn? Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt, þá fordæmir hann skóginn. Þætti þér nokkuð alvitlaust, Árni minn, að spytja þá mannmergð sem kann með áfengi að "fara, þá sem drekka einn bjór fyrir svefninn, þá sem dreypa á rauðvíni með matnum, þá sem dýfa tungubroddinum í Sverrir Stormsker messuvínsstaup, þá sem skála í kampavíni í forsetaveislum, hvað sé upp úr þessu að hafa. Yið í okkar fyrrgreindu fáfræði, erum þess full- vissir, að þeir muni gleðina, vakni ekki við timburmenn, og hvað þá samviskubit, nema þá kannski yfír því að hafa ekki drukkið örlítið meira. Góð kaupmennska þetta. Sem sé, Árni minn: Við erum þér vissulega sammála um það að þeir menn sem neyti áfengis geti lent í raunum og ógöngum, en grein þín hefur fært mér heim sanninn um það, að það geti þeir einnig sem taka sér penna í hönd. En þó máttu ekki taka þessu þannig, Arni minn, að hér sé um algildan dóm að ræða. 4) Og áfram heldurðu Árni minn: „Á Galtalæk voru fjölmargir ungling- ar, og þeir voru ekki í vafa um hvað þar var skemmtilegt.“ Við í okkar fáfræði drögum_ að sjálfsögðu ekki orð þín í efa, Árni minn, þar sem þú hefur að sjálfsögðu talað við alla þá unglinga sem þama voru saman komnir, en það er miður, að móts- gestir (fórnarlömb) hinna hátíðanna, skildu ekki hafa haft samband við þig til að tjá þér vafa sinn um eigin skemmtun og kannski til að öðlast vitneskju um það hvernig þeir hafi skemmt sér. Þú, bindindismaðurinn, veist þetta jú allt. En auðvitað hafa þeir ekki getað skemmt sér að neinu marki, þar sem áfengi var haft um hönd. Það segir sig nú sjálft. 5) Og áfram heldurðu Árni minn: „Allir þeir sem um ævi hafa hafnað vímunni, skila glöðum lífsdegi." Við í okkar fáfræði vitum ekki svo gjörla hvort að bindindismaðurinn Adolf Hitler hafi verið sammála þessari speki í þann mund sem hann skaut sig saddur lífdaga, en það er annað mál. Hvað vínneytendanum Churc- hill viðvíkur þá skilaði hann að sjálf- sögðu afskaplega döprum lífsdegi eins og gefur að skilja, enda maður- inn alræmdur hófdrykkjumaður. Við Aðalfundur Félags Borgaroflokksins í Reykjavík Fimmtudaginn 27. september 1990 verður haidinn aðalfundur Félags Borgaraflokksins í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á Holiday Inn og hefst kl. 20.00. Dagskrá: 1. Setning fundarins. 2. Kosning embættismanna fundarins. 3. Ávarp Guðmundar Ágústssonar, þingmanns Borgaraflokksins. 4. Skýrsla stjórnar. 5. Tillögur að lagabreytingum. 6. Kosning stjórnar fyrir starfsárið ’90-’91. 7. Önnur mál. Borgaraflokkurinn í Reykjavík, Síðumúla 33. Sími 68 52 11. Leifur Reynissoh í okkar fáfræði höfum sem sé ekki fullan skilning á því hversvegna lífshamingja manna ætti að markast af því hvort þeir neyta áfengis eða ékki. En því miður, við erum bara svona illa gefnir. 6) Og áfram heldurðu Árni minn: Það er „ . .. of seint að iðrast eftir dauðann. Alvarleg orð en sönn. Væri ekki gaman fyrir þjóðina í heild að gera sér grein fyrir þessum sann- leika... Það er nefnilega það, Ámi minn. Ef allir væru nú svona gáfaðir. Svona undir lokin þá er ekki úr vegi að leyfa þér að drekka í þig speki nokkurra ógæfusamra drykkjumanna, að sjálfsögðu í þeirri von að öngvir timburmenn eða veru- lega slæmt samviskubit fylgi í kjöl- farið: Oscar Wilde: „Eigingirni felst ekki í því að lifa eins og manni sjálfum sýnist, heldur að krefjast þess af öðrum að þeir hagi Jífi sínu eins og manni kemur best. Óeigingirni er að leyfa öðru fólki að lifa í friði og blanda sér ekki í málefni þess. Mark- mið hins eigingjarna er að þvinga umhverfið í vissa átt.“ Piet Hein: „Ef þú vilt bæta heim- inn, byijaðu þá á miðpunkti hans, sjálfum þér.“ Schopenhauer: „Allir halda að sinn sjóndeildarhringur sé sjóndeildar- hringur alls heimsins." Sverrir Stormsker: „Þeir sem vilja hafa vit fyrir öðrum, vita ekki vilja annarra." Leifur Reynisson: „Það er ekkert það mikilvægt að ekki sé hægt að tala um það af fullri skynsemi." R. W. Emerson: „Reyndu aldrei að móta neinn í þinni eigin mynd, bæði þú og skaparinn vita að eitt eintak af þér er nóg.“ Leifur Reynisson: „Það eru helst þeir sem allt vita sem hagnast á því að þroskast." Sverrir Stormsker: „Áfengið hefur áhrif, ekki bindindispostular." Jæja, kallinn minn, það er sagt að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, en það má reyna. í Guðs friði. Sverrir Stormsker er tónlistarmaður og Leifur Reynisson ernemi. 'fóutu/ZCL Heílsuvörur nútímafólks LIMBOND FYRIR TRJAPLONTUR í staö spotta og borða, í stað þess að hefta eða negla, býðst nú lausn sem gerir uppbindingu trjáa að léttum leik. Veðurþolnu límböndin frá MAPA eru sterk, mjúk og þjál og særa ekki viðkvæman börk. Sölustaðir: Sölufél. garðyrkjumanna, Smiðjuvegi 5, Kóp. Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Skipavík, Stykkishólmi. Versl. Hamrar, Grunarfirði. Versl. Vík, Ólafsvík. Ástubúð, Patreksfirði: Versl. Tían, Tálknafirði. Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri. Jón Fr. Einarsson h/f, Bolungarvík. Pensillinn, ísafirði. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. A-Hún., Blönduósi. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Versl. Hegri, Sauðárkróki. Torgið, Siglufirði. Valberg h/f, Ólafsvík. Skapti h/f, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Stálbúðin, Seyðisfirði. Versl. Vík, Neskaupstað. K.A.S.K. Hornafirði. Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Þríhyrningur, Hellu. Kf. Árnesinga, Selfossi. Kf. Suðurnesja, Keflavík. ANITECHSÖoo HQ myndbandstæki 14 daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- lausfjarstýring, 21 pinna ,,Euro Scart" samtengi ,,Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sumartilbod 29.950 •“ stgr. Rétt verð 36.950.- stgr. GH Afborgunarskilmálar jJ§j HUðMCO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.