Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 3 HALLVARÐUR ERKIGAUR (t.v.) ÞAKKAR HENRIK FYRIR NAFNIÐ ! Hallvarður hefur sannarlega tekið sig á í sumar. Nú, að loknu þriggja mánaða málræktarátaki, er hann því sem næst hættur að sletta útlenskum orðum. Það þakkar hann ekki síst aðstoð um 500 íslendinga sem tóku þátt í átakinu með honum. Sérstök dómnefnd kom honum einnig til hjálpar á endasprettinum. Dómnefndina skipuðu Kristín Þorkelsdóttir og Ólafur Pétursson, hjá AUKhf og Baldur Jónsson frá Mjólkursamsölunni. Eins og gefur að skilja tók töluverðan tíma að fara yfir tillögurnar. Að lokum komst dómnefndin að þeirri niðurstöðu að nafnið MJÓNA lýsti umbúðunum best auk þess sem það félli mjög vel að íslensku beygingarkerfi og væri auðvelt í framburði, jafnvel fyrir lítil börn. Fulltrúi borgarfógeta dró út fimm nöfn úr hópi þeirra 108 íslendinga sem sendu inn MJÓNU-nafnið. 1. verðlaun, 100 þúsund krónur, hlaut Henrik Óskar Þórðarson, Langholtsvegi 106, Reykjavík. Aukaverðlaun, 4 kassa af Floridana MJÓNUM, hlutu Garðar Garðarsson, Hrísholti 7, Garðabæ, Guðrún Sigmundsdóttir, Eyjabakka 26, Reykjavík, Halla Georgsdóttir, Markholti 24, Mosfellsbæ og Ragnar Eiríksson, Logafold 74, Reykjavík. Um leið og við óskum verðlaunahöfunum til hamingju, þökkum við öllu því áhugasama fólki sem tók þátt í samkeppninni til hj álpar Hallvarði erkigaur. ~TVS~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.