Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 Fargjöld Flugleiða hækka um 4,85%-7% FLUGLEIÐIR hafa nú lagt fram beiðni sína til samgönguráðuneyt- isins um hækkun flugfargjalda. Ástæðuna segir félagið tæplega 70% hækkun á verði eldsneytis frá í júlí. Farið er fram á að far- gjöld hækki um 4,85% í flugi frá landinu og um 5% í flugi til lands- ins. í Norður-Atlantshafsflugi milli Ameríku og Evrópu fer félag- ið fram á 7% hækkun, en telur sig geta búið við 4,85% hækkun í N-Atlantshafsflugi frá íslandi. Í frétt frá Flugleiðum segir að reynt hafi verið að stilla hækkun- um í hóf vegna þjóðarsáttarinnar. Það sé hins vegar ljóst að ekkert flugfélag í heiminum geti tekið á sig 70% hækkun á einum stærsta kostnaðarliðnum án þess að komi fram í farmiðaverði. Lækkun á gengi Bandaríkjadals hefur komið félaginu til góða, þar sem fjármagns- og viðhaldskostn- aður þess, í íslenzkum krónum talinn, hefur lækkað. Forráða- menn félagsins meta það svo að 7,2%-7,4% hækkun á öllum leiðum hefði þurft, hefðu gengisbreyting- ar ekki komið til. Þá segir í til- kynningu Flugleiða að félagið njóti spameytni nýja flugflotans. Með nýju flugvélunum sé eldsneytis- kostnaður um 10,2-10,8% af rekstrarkostnaði, en með þeim gömlu 14-18%. Svo dæmi séu nefnd um far- gjöld eftir hækkun, mun kosta 26.240 krónur að fljúga til Lúxem- borgar og heim aftur á helgarpex- fargjaldi, en það er nú 25.020 kr. Fullt fargjald (Saga-farrými) á sömu flugleið hækkar úr 69.960 kr. í 73.360 kr. Flug til og frá New York á super apex-fargjaldi hækkar úr 47.380 kr. í 49.680 kr. Veiti samgönguráðuneytið heimild fyrir hækkuninni tekur hún gildi 1. október. j Morgunblaðið/Árni Tómas Ragnarsson Operan heldur utan ÍSLENSKA óperan hélt í gærmorgun af stað í fimm daga leikferð til Gautaborgar. Samtals fóru rúmlega 140 manns utan á vegum Óperunnar, einsöngvarar, kór, barnakór, dansarar, hljómsveit, stjórnendur og tækjamenn. Þessi mynd var tekin við brottför hópsins í Leifsstöð í gærmorgun. VEÐUR Frumrannsókn lokið á VEÐURHORFURIDAG, 13. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Skammt vestur af Snæfellsnesi er vaxandi 1000 mb lægð á leið norðaustur og önnur álíka djúp lægð um 700 km suðvestur af Reykjanesi hreyfist einnig norðaustur. SPÁ: Vestan- og norðvestanátt, vtða allhvöss um landiö austan- vert og jafnvel stormur (9 vindstig) á stöku stað. Léttskýjað á Suö- austurlandi en skúrir eða rigning í öðrum landshlutum og líklega snjókoma eða siydda á fjallvegum norðaustanlands. Talsvert kóln- ar um landið norðanvert en sæmilega hlýtt verður suðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Sunnanátt, víða tals- verður strekkíngur. Rigning eða skúrir víöa um land, síst á Norð- austurlandi. Milt veður. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -JO Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur ÍT Þrumuveður H. VEÐUR VÍÐA UM HBM kl. 12:00 í gær að M tíma hHi ve«ur Akureyri 11 skýjað Reykjavik 9 rignieg Bergen 12 skúr Helsinki 9 skýjað Kaupmannahofn 1S skúr Narssarssuaq 3 heiðskfrt Nuuk 2 slydduél Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 28 léttskýjað Amsterdam 18 sk«að Barcelona 23 aiskýjað Berlfn 16 skýjað Chlcago vantar Feneyjar 22 heið8kírt Frankfurt 16 skýjað Qlasgow 17 skýjað Hamborg 18 skúr Las Palmas vantar London 19 skýjað LosAngeles 19 heiðskirt Lúxemborg 16 hálfskýjað Madríd 27 iéttskýjað Malaga 30 skýjað Mallorca 29 skýjað Montreal 11 hálfskýjað NewYork vanter Orlando 25 skýjað Paris 21 hálfskýjað Róm ~ 26 léttskýjað Vín 13 skúr Washington vantar Wlnnipeg 10 alskýjað máli lyfjafræðing-s Morgunblaðinu barst í gær- kvöldi eftirfarandi fréttatil- kynning frá Rannsóknarlög- reglu ríkisins: „Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nýlega lokið frumrannsókn á ætluðu misferli lyfjafræðings, sem starfaði sem yfirlyfjafræðing- ur á Landakotsspítala og St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði. Lögreglurannsókn fór fram eftir að Ríkisendurskoðun gerði athug- un á lyfjamálum spítalanna. Helstu niðurstöður rannsóknar RLR eru eftirfarandi: A: Lyfjafræðingurinn hefur í veru- legum mæli afgreitt lyf af lyfja- birgðum spítalanna beint til sjúkl- inga, sem afhentu honum lyfseðla. Hann framvisaði lyfseðlunum síðan í apótekum og fékk þar ýmist: 1. Lyf, sem hann skilaði aftur til spítalanna, en fékk jafnframt útborgaðan afslátt. 2. Peningagreiðslu, sem nam heildsöluverði lyfjanna samkvæmt viðkomandi lyfseðlum. Lyfjum var ekki skilað til spítalans í þeim til- vikum. Með þessum hætti fékk lyfja- fræðingurinn tæpar sex milljónir króna frá apótekunum. B: 1. Vegna viðskipta Landakots- spítala við lyfjaheildsala, greiddu lyfjaheildsalar afslátt, sem lyfja- fræðingurinn tók sjálfur. 2. Lyfjafræðingurinn seldi lyf og aðrar vörur af birgðum spítal- ans og tók söluandvirðið. Þannig fékk lyfjafræðingurinn greidda um eina milljón króna. Hann hefur endurgreitt spítalanum hluta af þeirri fjárhæð. Lyfjafræðingurinn var sam- vinnuþýður við lögreglurannsókn- ina og gaf sínar skýringar. Telur hann viðtöku á ofangreindum ijár- munum ekki ólögmætt atferli af sinni hálfu m.a. vegna þess að honum hafi borið greiðslumar sem umbun fyrir veitta þjónustu og lyf, sem hann hafí lagt Landa- kotsspítala til.“ Yfirlýsing frá S AS MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá skand- inavíska flugfélaginu SAS. „íslensk dagblöð birtu á miðviku- dag frásagnir um hugsanlega sam- vinnu Flugleiða og SAS. Aðstoðar- forstjóri SAS, Sven A. Heiding, staðfestir að viðræður við Flugleiðir hafi átt sér stað um nokkurn tíma en að forráðamenn flugfélaganna tveggja hafi enn ekki hafið formleg- ar samningaviðræður. „Það sem við höfum verið að gera,“ sagði Heiding, „er að kanna hvort það sé grundvöllur fyrir sam- vinnu í framtíðinni.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær viðræðurnar munu fara fram. Bör Börson á Aðalstöðinni: Upplestri frestað vegoa ágreinings erfíngja þýðanda ÚTSENDINGU á upplestri Péturs Péturssonar þuls á sögunni um Bör Börsson, sem samkvæmt dagskrá átti að hefjast á Aðalstöðinni síðastliðinn þriðjudag, hefur að sögn Helga Péturssonar, útvarps- stjóra Aðalstöðvarinnar, verið frestað um sinn vegna ágreinings, sem reyndist vera meðal erfingja Helga Hjörvars, þýðanda sögunn- ar, um það hvort leyfa ætti útsendinguna. ar, þegar í ljós kom að ekki reynd- ist vera fyrir hendi fullnaðarsam- komulag meðal erfingjanna. Við vildum forðast hugsanleg leiðindi vegna þessa máls og ætlum því að sjá til, en það er þó ekki útilok- að að áf lestrinum geti orðið síðar,“ sagði Helgi. Um er að ræða upplestur sög- unnar, sem Pétur Pétursson las inn á segulband fyrir Blindra- bókasafnið, en Aðalstöðin átti að fá afnot af. „Þetta mál var komið á loka- stig og upplesturinn hafði verið settur á dagskrá Aðalstöðvarinn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.