Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 ,, GúSixxt Sdfnirþér hrrbergiB þitt. " Með morgnnkaf&nu Hvað segið þið uin byggða- stefnuna, unga fólkið? HÖGNI HREKKVÍSI „þene MOKOOO STé-rriwA 'a /vieðan V/ACST AB BÓA 01 <3 Or TIL þ&SS.'i Þessir hringdu . . . Hjól Blátt BMX drengjahjól var tek- ið við Isaksskóla fyrir skömmu. Vinsamlegast hringið í Unni í símá 36141 ef það hefur einhvers staðar komið fram. Læða Hvít og svört læða með dökkan depil á trýni fór að heiman frá sér 12. ágúst. Hún er með gráa ól með símanúmerinu 13542. Vin- samlegast hringið í síma 20795 eða 13542 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Úr Karlmannsúr með leðuról tap- aðist í Þórsmörk um verslunar- mannahelgina. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 680842. Fundarlaun. Of mörg útvarpsleikrit Kona hringdi: „Mér þykja leikrit orðin allt of ríkjandi í dagskrá útvarpsins. Það er sífellt verið að endurflytja leik- rit, sama hvort eitthvað er varið í þau eða ekki. Sérstaklega er það slæmt þegar leikrit eru endurtekin síðdegis, þess í stað ætti að endur- taka þau á kvöldin því þá hefur maður sjónvarpið. Þá eru þessar auglýsingar um leikritin, með til- heyrandi hávaða, alveg óþolandi. Þessum auglýsingum mætti að minnsta kosti sleppa.“ Gott sjónvarpsleikrit Lesandi hringdi: „Ég vil þakka fyrir gott sjón- varpsleikrit sem sýnt var í Sjón- varpinu á sunnudaginn en það hét Sumardagur. Ríkissjónvarpið hef- ur verið gagnrýnt nokkuð fyrir lélegar myndir og vil ég taka undir það að vanda ætti val þeirra kvikmynda sem þar eru sýndar. Af nógu er að taka og Ríkissjón- varpið ætti í rauninni ekki að sýna annað en úrvalsmyndir. Sérstak- lega er þörf á að vanda val mynda sem sýndar eru á föstudags- og laugardagskvöldum. Um innlenda dagskrárgerð er að sjálfsögðu allt gott að segja en mér þykir vera orðið full mikið af henni og er orðinn dálítið þreyttur á þessum viðtölum við eldri borgara. En hafi einhver gaman af þessu ætla ég ekki að spilla fyrir því.“ Budda Grá budda með mörgum lyklum tapaðist 8. september á leiðinni frá Meistaravöllum 15 og út á Eiðistorg. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 23281. Fundarlaun. Gullhringur Gullhringur tapaðist í Reykjavík 5. september. Hringur- inn er skreyttur demöntum og sérstakur í útliti. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 686618. Hjól - regnjakki Rautt og hvítt telpuhjól var skilið eftir fyrir utan Læknastöð Vesturbæjar Melhaga 22 fyrir nokkru og getur eigandinn vitjað þess þar. Á sama stað var skilin eftir blár bamaregnjakki. Köttur Svartur og hvítur köttur, með svartan blett á trýni, týndist í Hólahverfi sl. mánudag. Vinsam- legast hringið í síma 670647 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Gleraugu Gleraugu töpuðust Hlöðum við Hvalfjarðarströnd sl. laugardags- kvöld. Finnadni er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 77593. Óarðbær atvinnubótavinna Til Velvakanda. Ég vil taka undir með þeim sem hafa lýst sig andvíga búvörusamn- ingunum sem á að fara að undirrita. Það er kominn tími til að neytendur segi stopp og kreíjist þess að tekið verði skynsamlega á málum varð- andi iandbúnaðinn. Það gefur auga leið að lækka mætti verð á kinda- kjöti og fleiri landbúnaðarvörum verulega með því að offramleiðslu yrði hætt og skynsamlegri stjórn yrði komið á í landbúnaði. Það er ekki skynsamlegt að ríkið ábyrgist offramleiðslu og kaupi kjöt í tonna- tali aðeins til að kasta því á sorp- hauga ein og gert hefur verið. Ef styrkja á bændur þá á ekki að styrkja þá til annars en hætta að búa. Taka ætti alla styrki af land- búnaðinum en greiða fyrir þeim bændum sem vilja hætta að búa. Þjóðin hefur ekki efni á að halda uppi þessari atvinnubótavinnu til sveita - við þurfum að nota þjóða- rauðinn í arðbæra atvinnuvegi. Jóhann Víkverji skrifar Víkverji sér ástæðu til að skamma Landsbankann vegna vinnubragða sem eru viðhöfð þegar svokallaðar áskorunarstefnur eru bornar til fólks. Nýlega kom maður með slíka stefnu í fjölbýlis- hús í borginni. Sá maður sem stefnt var reyndist ekki vera heima. Þá hringdi stefnuvotturinn dyrabjöllu í næstu íbúð. Unglingsstúlka svar- aði. Stefnuvotturinn kynnti sigekki heldur rétti stúlkunni stefnuna og bað hana að koma henni til um- rædds manns. Nú vildi svo til að maðurinn sem átti að fá stefnuna var í útlöndum og ekki væntanlegur fyrr en eftir 10 daga. Var nú kíkt í plaggið og þá kom í ljós að maðurinn hafði skrifað upp á skuldabréf og átti að mæta innan þriggja daga vegna skuldar sem var á sjötta hundrað þúsund krónur. Unglingsstúlkunni leið að vonum illa með þetta bréf í höndunum, sem hún vissi að ekki var hægt að koma til viðkomandi í tæka tíð. Málið var leyst þannig að foreldrar stúlkunnar höfðu sam- band við bankann og endursendu áskorunarstefnuna. Víkveija er kunnugt um að svipað atvik átti sér stað þegar öðrum ábyrgðarmanni á sama skuldabréfi var afhent stefn- an. Hann var ekki heima og voru eldri hjón í sama húsi beðin um að koma stefnunni til skila án þess að þeim væri skýrt frá því um hvað bréfið fjallaði. Ekki er Víkveija kunnugt um það hvort það eru starfsmenn Lands- bankans eða einhveijir aðrir sem sjá um að bera út áksorunarstefnur fýrir bankann. En hitt er ljóst að þetta eru vinnubrögð sem ekki sæma stærsta banka þjóðarinnar. xxx Astæða er til að taka undir með Haraldi Ólafssyni í grein í DV 5. september sl. þar sem hann skrifar um svonefnda handhafa for- setavalds og greiðslur til þeirra. Alveg er ástæðulaust að greiða fólki sérstaklega fyrir að mæta úti á flugvöll og kveðja og heilsa forset- anum þegar hann fer til útlanda. Þetta fyrirkomulag hefur ooðið uppá uppákomur sem ekki eru æðstu embættismönnum og þing- forsetum til sóma eins og dæmin sanna. xxx Lokasprettur íslandsmótsins í knattspyrnu er geysispenn- andi eins og í fyrra. Fjögur félög geta unnið titilinn og úrslitin ráðast ekki fyrr en í síðustu leikjunum á laugardag. Þijú Reykjavíkurfélög beijast um titilinn ásamt Vest- manneyingum, sem hafa komið mest á óvart allra liða. Það yrði frétt ársins í knattspymunni ef Eyjamenn verða íslandsmeistarar. Sigurlás Þorleifsson þjálfari hefur unnið þrekvirki og hann og Ingi Björn Álbertsson eru einu kandidat- arnir um titilinn þjálfari ársins. Það er mikið áfall fyrir íslenzka knattspyrnu að Skagamenn skuli hafa fallið í 2. deild. Víkveiji hefur um langa hríð verið aðdáandi Skagamanna og getur sannast sagna ekki hugsað sér 1. deild án þeirra. En mikill efniviður er fyrir hendi í knattspymubænum mikla og Skagamönnum ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi að koma sér snarlega upp aftur. xxx Landsleikurinn gegn Frökkum á dögunum leiddi í ljós að nokkrir landsliðsmenn eru að nálg- ast lok síns ferils með liðinu. Leikur 21 árs liðsins gegn Frökkum kvöld- ið áður leiddi einnig í ljós að við eigum marga unga stráka, sem em tilbúnir til að taka við. Bo Johanns- son landsliðsþjálfari á ekki að hika við að gefa þessum ungu knatt- spyrnumönnum tækifæri hið fyrsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.