Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 HANDKNATTLEIKUR Evrópukeppni félagsliða: Stjaman mætir sterku liði Helsingör IF STJARNAR leikur gegn danska liðinu Helsingör IF í Evrópu- keppni félagsliða, IHF-keppninni, í Garðabær á sunnudaginn. Helsingör IF er kunnasta félagslið Dana og þekkt fyrir að leika hraðan og frjálsan handknattleik. Með liðinu koma hingað sjö danskir landsliðsmenn og Pólverjinn Kaszmarek, sem var út- nefndur besti handknattleiksmaðurinn í dönsku 1. deildarkeppn- inni 1990. Kunnustu leikmenn danska liðs- ins eru Lars Lundby, sem hef- ur leikið 95 landsleiki, fyrirliðinn Flemming Hansen, sem hefur leikið 80 landsleiki og markvörðurinn John Iversen, sem hefur leikið 39 landsleiki. Með liðinu leika einnig landsliðsmennirnir Pal Jul (19), Sören Back (2), Kenn Jörgensen (4) og Lars Vinstrup (2). Stjarnan leikur nú í Evrópu- keppni í Ijórða sinn. Stjörnumenn léku sl. keppnistímabil gegn sænska liðinu Drott, sem lék til úrslita gegn Teka í Evrópukeppni bikarhafa. Eins og kunnugt er náðu Kristján Arason og félagar hjá Teka að leggja Drott að velli. Þó nokkrar breytingar hafa orðið á liði Stjörnunnar frá sl. keppn- istímabili. Eyjólfur Bragason hefur tekið við þjálfun Stjörnunnar. Nýir leikmenn eru Magnús Sigurðsson, vinstrihandarskytta úr HK, Siggeir Magnússon, Víkingi, Guðmundur Albertsson, sem lék með Eyjamönn- um og Magnús Teitsson, sem hefur tekið fram skóna á ný eftir meiðsli. Þeir sem eru farnir, eru Gylfi Biorg- isson, sem fór til Vestmannaeyja og Einar Einarsson, sem gekk til liðs við austurríksa félagið UHC Vogelpumpen Stockerau. Leikurinn far fram kl. 20 á sunnudaginn í íþróttahúsinu í Garðabæ. I f John Iversen, mark- vörður Helsingör og hér til hliðár má sjá Flemm- ing Hansen skora mark í landsleik gegn íslands, eftir að hafa leikið á Jú- líus Jónasson. OLYMPIULEIKARNIR 1992 Evrópukeppni bikarhafa: Sjö lands- liðsmenn íliði SandeQörd Síðari leikurVals í Laugardalshöllinni VALSMENN fá erfiða andstæð- inga í fyrstu umferð Evrópu- keppni bikarhafa. Þeir mæta norsku bikarmeisturunum Sandefjörd í Noregi 23. sept- ember og viku síðar í Laugar- dalshöllinni. Inorska liðinu eru fjórir leikmenn sem nú eru í norska landsliðinu og tveir sem hafa leikið með lands- liðinu. Að auki er í liðinu Sovétmað- ur, Sergej Demítrov sem hefur leik- ið 67 landsleiki fyrir Sovétríkin. Þessir leikmenn eru (landsleikja- fjöldi í sviga): Olaf Gustaf Gekstad (74), Karl erik Böhn (75), Gunnar Fosseng (15) og Marten Schönfeldt (30) sem nú eru í landsliði Noregs en Oddvar Jakobsen (35) og John Peter Sando (16) leika ekki lengur með liðirju. „Við vitum að þetta er mjög sterkt lið og það verður við ramman reip að draga í Noregi. Við verðum að standa okkur þar og sigra í Höllinni," sagði Bjarni Ákason, formaður handknattleiksdeildar Vals. KNATTSPYRNA Kveðjuleikur hjá Guðmundi Guðmundur Haraldsson, milliríkjadómarinn kunni, dæmir kveðjuleik sinn á Kapla- krikavellinum á laugardaginn. Hann dæmir leik FH-inga og Skagamanna. Akureyringar kvöddu Guðmund sérstaklega á Akureyri um sl. helgi, er hann dæmdi leik Þórs og KA. Odýrir Ólympíuleikar íBarcelona ÓLYMPÍUNEFND Barcelona hefur ákveðið miðaverð á allar greinar leikanna, nema opnun- ar- og lokahátíðina. Samkvæmt upplýsingum nefndarinnar verða þessir leikar ódýrari heldur en leikarnir í Munchen '72 og Los Angeles '84. Miðinn í Barcelona mun kosta að meðaltali 1.145 ÍSK en í Múnchen kostaði hann 1.147 og í Los Angeles 1.800 ÍSK. Dýrasti miðinn í Barcelona verður í bestu sæti á úrslitaleik körfuknattleiks- ins, hann mun kosta 5.130 ÍSK en sá ódýrasti á undankeppni í skylm- ingum og borðtennis 428 ÍSK. Mismunandi verð er í undan- keppni, milliriðlum og úrslitum einnig er sætaverð mismunandi, A, B, og C, eftir staðsetningu. Sá sem ætlar t.d. að horfa á handbolta allan daginn verður að kaupa einn miða fyrir morguninn og annan fyrir eftirmiðdaginn. Byrjað verður að selja miðana í febrúar 1991 í 2.000 útibúum bank- ans Banesto á Spáni og til að forð- ast svartamarkaðsbrask má hver maður aðeins kaupa 4 miða. Settir verða í sölu um 5.850.000 miðar, þar fyrir utan eru um 4.300.000 boðsmiðar, 80% verðs seldir á Spáni og 20% erlendis. Sá sem kaupir miða í febrúar er samt ekki öruggur um að komast á völlinn því að ef uppselt verður verður dregið úr hverjir komast og skiptir þá ekki máli hvenær miðinn var keyptur. fil Ólympíuleikvangur- inn í Barcelona er afar glæsilegur. Á honum fer frjáls- íþróttakeppnin fram. "~'t Nokkur dæmi um verð: (í íslenskum krónum). Undankeppni Milliriólar Úrslit Frjálsar A B C A D C A B C 1.995 1.254 684 3.705 2.565 1.425 4.560 3.135 1.710 Körfubolti 1.995 998 570 4.275 2.565 1.425 5.130 3.705 1.995 Fimleikar 2.280 1.425 2.565 1.596 3.990 2.565 Knattspyrna 1.596 1.026 513 2.280 1.596 798 3.420 2.565 1.425 liandbolti 998 570 428 1.425 998 570 1.995 1.425 855 Júdó 1.710 855 Sund 2.565 1.710 855 3.990 3.135 1.596 Tennis . 1.710 2.565 1.995 3.990 2.565 Hjólreiúar 798 513 1.425 798 2.166 1.083

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.