Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 31 Á slóðum FÍ: Gengið frá Bláfells- hálsi til Hvítárness Bláfellsháls er hæsti staður gönguleiðar Ferðafélags íslands frá Reykjavík til Hvítárness, rúmlega 600 m. Þarna er raunverulega skarð. Er Bláfell á aðra hönd, en hinum megin er Geldingafell. Það er miklu lægra, en fagurt er útsýni þaðan. Sér vel til Langjökuls, en á milli er grjótdyngja mikil, Skálpa- nes. Nær það fram að Jarlhettum og inn að Hvítárvatni, en norðuijað- ar hverfur undir jökul. Af Bláfellshálsi liggur leiðin í landnorður. Heldur er þetta eyðilegt land og grýtt. Á einum stað fellur kvísl sem kemur ofan úr Bláfelli. Hún var fyrrum nafnlaus, en hefur nú fengið nafnið Skálpá. Raunar er hún oft lítill lækur, svo að menn taka naumast eftir henni. En hún getur vaxið ótrúlega mikið, jafnvel svo, að hún verður ófær og verður að snúa frá henni. Skammt er nú upp að Hvítár- vatni. Þar er áin lygn og breið og naumast unnt að sjá, hver eru mörk vatns og ár. Hvítá er vatnsmikii þegar í upp- hafi. Var hún löngum erfíður farar- tálmi. Fyrrum mátti sleppa við ■ VEITINGASTAÐURINN Rá- in í Keflavík verður eins árs um helgina 14. og 15. september. Veg- leg hátíð verður frá fímmtudags- kvöldi til sunnudagskvölds og mun fjöldi skemmtikrafta koma fram í tilefni afmælisins. Hátíðin hefst í kvöld með tónleikum Harðar Torfasonar sem er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn til að leyfa landanum að heyra sína nýju tónlist með þeirri gömlu. Á föstudagskvöld milli klukkan 22 og 23 mun Guð- mundur Rúnar skemmta gestum Ráarinnar en eftir það mun svo dúettinn Sín taka við og sjá um tónlistina til klukkan 3 eftir mið- nætti. Á laugardagskvöldjð, afmæl- hana. Öruggar heimildir eru um það, að fyrrum mátti fara ofan vatns undir jökulrótum. Eru glögg- ar götur innan vatnsins, jafnvel upphiaðinn vegkantur þar sem vatnið nær fast að hlíð Leggja- bijóts, en skjallegar heimildir sanna, að um 1800 hljóp jökullinn fram í vatn og leiðin lokaðist. Varð þá að fara ána á vaði skammt fyr- ir neðan vatnið. Nefndist það Hólmavað. Það var erfitt og djúpt, jafnvel sundvatn. Var áin hinn versti farartálmi ijallamönnum úr Tungum, en þeir eiga afrétt innan ár. Ferðamönnum var hún einnig örðug, oft ógreið, og voru því ætíð hafðir þar bátar. Var því knýjandi þörf að brúa Hvítá, og 1935 var sett þar gömul brú af Soginu. Dugði hún vel, en var þó ætíð í mjósta lagi, og mátti stundum litlu muna að bílar festust þar. Að lokum var sett þar önnur brú, mikil og öflug. Tólfti og næstsíðasti áfangi afmæl- isgöngunnar verður á laugardaginn 15. sept. kl. 9, en þá verður gengið af Bláfellshálsi að Svartá. Haraldur Matthíasson isdaginn, mun Hallbjörn Hjartarson skemmta, en hann skemmtir í Ránni ásamt dúettinum Sín. Hall- björn er nýkominn heim frá Banda- ríkjunuin frá Nashville, sem er hjarta sveitatónlistarinnar. Hall- björn mun flytja gamla og nýja sveitasöngva. Á sunnudagskvöld lýkur svo afmælishátíðinni með söng og gleði með dúettinum Sín og mun veitingastaðurinn hafa óvæntan glaðning handa öllum þeim er verða staddir á afmælis- kvöldinu í Ránni. Veitingastaður- inn hefur tekið nýjan matseðil í gagnið. Veitingamaður Ráarinnar er Björn Vífil og matreiðslumeist- ari er Sverrir Halldórsson. alls staðar OSRAM JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 Vincent kuldaskór Stærðir: 36-41 Litir: svart brúnt og grænt Verð: 4.900 Moonboots bama rennilás að framan Stærðir: 23-34 Litir: rautt, blátt, grátt og svart Verð: 1.995 Kuldaskór úr næloni Stærðir: 41-46 Litir: Svart/blátt, svart/grænt, svart Verð: 3.490 Verð: 5.990 Kuldaskór karlmanna úr leðri Stærðir: 41-46 Litir: dökkbrúnt Verð: 6.290 Men Rúskinnskór Stærðir: 41-46 Litir: brúnt .950 Vincent kuldaskór úr leðri Stærðir: 41-46 Litir: Svart og brúnt Verð: .650 Kuldaskórúr næloni m/frönskum rennilás Stærðir: 41-46 Litir: svart Verð: 3.490 Kuldaskór frá Rohde vatnsheld, mjög létt Stærðir: 36-41 Litir: svart Men rúskinnsskór Stærðir. 41-46 Litir: Svart og brúnt Verð: 5.250 Men Leðurskór Stærðir: 41-46 og brúnt Men Leðurskór Stærðir: 41-46 itir: svart Verð: 6.250 .490 Kvenkuldastígvél Stærðir: 36-41 Litir: dökkbrúnt Verð: 5.990 Pomella Leðurskór m/mjúkum sóla Stærðir: 36-41 ■; blátt ogsvart Verð: Kúrekaskór barna Stærðir: 28-35 Litir: Svart og brúnt Leðurskór Stærðir: 36-41 Litir: svart og brúnt Leðurskór m/lágum hæl. Stærðir: 36-41 Litir: blátt, svart, hvítt rauttog fjó Verð: Eígum einnig mikiö úrval af hœlaskóm. Viö seljum L.A. Gear, fótlagaskó fró Tóp og gúmmístígvél fró Viking. Póstsendum. 5% staögreiösluafslóttur reiknast líka af póstkröfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.